Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 6. maí 1964 Otgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflobk- urinn. — Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. nrentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Kauphækkun er ekki böl J^auphækkanir eru ekki böl fyrir atvinnulífið í landinu, ekkert áfall fyrir atvinnurekendur, sem iðka vel skipulagðan atvinnurekstur og fylgjast með tímanum í tækni og vinnubrögðum. Einar Olgeirs- son minnti á það á Alþingi nýlega, að í auðvalds- þjóðfélagi væru kauphækkanir verkamanna ekki svo lítið hreyfiafl atvinnulífsins, afl sem knýr atvinnurekendur til þess að ástunda síbætta skipu- lagningu fyrirtækja sinna, fylgjast með tíman- um í tækni og vinnuhagræðingu, sem á það nafn skilið. Það væri ekki einungis vegna hagsmuna launþega heldur einnig atvinnulífsins í heild, að eitt af því sem íslenzkt atvinnulíf þarfnaðist sér- staklega væri veruleg kauphækkun. sem afvinnu- rekendur fengju ekki að velta yfir í verðlagið. Áratugum saman hafi það viðgengizt á íslandi að miklum fjölda atvinnurekenda hefur verið leyft að velta af sér kauphækkunum út í verðlag- ið, með þeim árangri að atvinnufyrirtækin hafi staðnað. Einar benti á hve stórkostlegar fram- farir hefðu orðið í veiðitækni og skipabúnaði ís- lendinga, ekki sízt vegna þess, að þar fara hags- munir útgerðarmanna og. sjómanna að nokkru leyti saman vegna hlutaskiptafyrirkomulagsins. í landi hafi hins vegar verið látið viðgangast ó- hemju sleifarlag á atvinnurekstri, stórkostleg of- hleðsla verzlunarinnar að fjárfestingu og manna- haldi og margs konar iðnaður verið framúrskar- andi illa skipulagður, einnig fiskiðnaðurinn. Víða hefði orðið áberandi stöðnun í tækni og skipulagn- ingu atvinnufyrirtækja, viðhaldið ástandi sem orð- ið væri gersamlega úrelt og ætti engan tilveru- rétt í nútímaþjóðfélagi. ,,í iðnaði okkar og verzl- un hefur þessi siðvenja, að velta yfir í verðlagið öllum kauphækkunum reynzt röng og skaðleg ekki aðeins gagnvart verkalýð og öðrum launþeg- um, heldur hefur hún orðið til stórtjóns fyrir at- vinnulífið og atvinnureksturinn sjálfan, vegna þess að hún veldur stöðnun“. J^inar faldi sérstaka ástæðu til þess að þetta sjón- armið kæmi fram nú, þegar framundan eru nýir samningar milli launþega og atvinnurekenda. Kaupmáttur launa hinna lægst launuðu verka- manna væri nú 20% lægri en fyrir tuttugu ár- um. Það sé því fáránleg vitleysa að tala um að kauphækkanir verkamanna hafi valdið erfiðleik- um íslenzkra atvinnuvega. ísland sé nú margfalt ríkara en fyrir tuttugu árum. Það sé því ekki einungis sjálfsögð krafa og brýn nauðsyn, að kaupmáttur tímakaups verkamanna hækki íEil muna, heldur eigi að verða kauphækkun sem ekki sé leyft að hleypa út í verðlagið, og ge'ti orðið að nauðsynlegum spora á atvinnurekendur svo þeir hristi af sér slenið og bæti skipulagningu og tækni atvinnurekstrar síns. Og það var einmitt núverandi ríkisst'jórn, sem lýs'ti y'fir að þannig skyldi að málum sfaðið, atvinnurekendur yrðu sjálfir að bera kauphækkanir þær sem um semd- ist! Séu þeir ekki um það færir, geíur það verið prófsteinn á hvort þeir séu y'firleitf færir um að vera a* '^"^last í atvinnurekstri, eða væri ráð- legra að leggja annað fyrir sig. Skýrsla fjármálaráðherra: GREIDSLUR VEGNA RÍKIS- ÁBYRGÐARLÁNA '62 og '63 ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS ■ í fyrirspurnartíma á Alþingi fvrir nokkru eaf fjármálaráðherra skýrslu um greiðslur ríkis- sjóðs vegna ábyrgðarlána fyrir árin 1962 og 1963. Er henni skipt í átta kafla: Hafnarlán, Vatns- veitulán, Rafveitulán og Raforkusjóður, Fiskiðn- aður (þar með síldarverksmiðjur), Togaralán, Iðnaður, Samgöngur og Annað. Greiðslur vegna hafnarlána 1962 eru samtals rúmlega 4 miljónir og 300 þúsund krónur og ber þar mest á Þorlákshöfn með rúm 900 þúsund. Greiðslur vegna raforkulána nema rúmum 400 þúsundum, en greiðslur vegna fiskiðnaðar 14 miljónum. Eru þar st.ærstu aðilar Bæjarútgerð Hafnar- fiarðar (rúmar 4 miljónir), Fiskiðjuver Seyðisfjarðar (rúmar 2 miljónir) og vegna Fiskivers Sauðárkróks hafa verið greiddar 430 þúsund krónur. Greiðslur vegna togaralána nema 36.6 miljónum og ber þar'®' mest á eigendum nýjustu togaranna en fyrir þá var greitt: Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar 5,7 miljónir, Guðmund Jörundsson 5.7 miljónir, Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness 6.5 miljónir, ísbjörn- inn (Ingvar Vilhjálmsson) 5.9 miljónir og ísfell (Einar Sig- urðsson) 7.7 miljónir króna. Samtals nema greiðslur 1962 129.3 miljónum. Greiðslur vegna vanskila á endurlánum ríkissjóðs 1962 Greitt 1962 Innb. 1962 Gr. nettó 1962 I. I.C.A.-lán 1959 og 1960 8.734.399.75 II. Búnaðarb. v/ Alþjóða- bankaláns 3.663.234.40 III Marshalllán v/ síldar- og fiskimjölsverksmiðju 5.136.205.60 IV. Lán v/austurþýzkra skipa 10.907.281.45 V. Hambroslán v/10 togara Bæjarútgerð Reykjavikur 5.160.358.50 Bæjarútg Hafnarf jarðar 1.290 089.62 Otfferðarfél. Akureyringa 1.790.089.62 Sólborg 1.290.089.63 Vörður h.f. Patreksfirði v/Gylfa 1.290.089.63 Ólafur Jóhannesson 1.290.089.63 Sildar- og fiskimjölsverk- smiðjan 1.290.089.63 988.753.00 502.757.0C 8.734.399.75 3.663.234.40 5.136.205.60 10.907.281.45 4.171.605.50 1.290.089.62 787.332.62 1.290.089.63 1.290.089.63 1.290.089.63 1.290.089.63 VI. Raforkusj. v/erl. lána 12.900.396.26 33.065.472.80 1.491.519.00 11.409.386.26 33.065.472.80 + Ábyrgðagreiðslur 74.407.490.26 66.133.129.11 1.491.510.00 9.663.202.30 72.915.980.26 56.469.926.81 Kr. 140.540.619.37 11.154.712.30 129.385.907.07 Árið 1963 nema greiðslur vegna hafnar- lána 7.5 miljónum en þar af vegna Þorlákshafnar 6.7 milj- ónum króna en mismunurinn skiptist milli 30 hafnarsjóða. Greiðslur vegna rafveitulána nema vegna Raforkusjóðs 13.3 miljónum. Greiðslur vegna fiskiðnaðarins nema rúmum tíu miljónum og eru stærstu skuldunautar þessir: Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar (2.3 milj- ónir). Fiskiðjuver Seyðisfjarð- ar (1.7 miljónir), Fiskiðjuver Sauðárkróks (4.2 miljónir), ís- firðingur h/f ísafirði (1.5 milj- Greiðslur vegna vanskila á endurlánum ríkissjóðs 1963 I. ICA lán v/ hafna Greitt 1963. Innb. 1963 Gr. nettó 1963 ónir, og SR (1,2 miljónir). Greiðslur vegna togaralána 1963 nema samtals 27.6 milj- ónum þar af vegna Ásfjalls h/f (Axel i Rafha) 1.7 miljón- ir, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 4.9 miljónir, Guðmundar Jör- undssonar 4.8 miljónir, ísbjarn- arins (Guðmundar Vilhjálms- sonar) 4.5 miljónir, fsfells h/f Flateyri 5.7 miljónir og vegna Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness 5.5 miljónir króna. Alls nema greiðslurnar 1963 65.2 miljónum króna. (65.236 818.12). Hólshr., Bolungavík 224.702.60 224.702.60 Hólmavíkurhreppur 57.136.80 57.136.80 Landshöfn að Rifi 224.702.60 224.702.60 Miðneshreppur 168.527.35 84.744.40 83.782.95 Neskaupstaður 197.567.80 109.956.30 87.611.50 Ólafsfjarðarkaupstaður 112.350.60 112.350.60 Reyðarfjarðarhreppur 113.632.75 57.136.80 56.495.95 Sauðárkrókskaupstaður 112.350.60 56.495.95 55.854.65 Su ðu reyrarhreppur 168.527.35 168.527.35 Þórshafnarhreppur 112.350.60 56.495.95 55.854.65 1.491.849.05 364.829.40 1.127.019.65 II. Búnaðarb. v/erl. lána 6.465.642.65 6.465.642.65 III. Bæjarútg. Hafnarfj. 1.307.950.00 1.307.950.00 IV. Marshalllán v/síldarv og fiskimjölsverksmiðju 5.245.495.55 5.245.495.55 V. Lán v7austurþýzkra skipa 10.659.510.30 1.650.912.90 9.008.597.40 VI. Hambroslán v/10 togara. Bæjarútg. Hafnarfjarðar 1.290.280.03 456.558.01 833.722.02 Bæjarútg. Reykjavíkur 5.161.120.12 1.511.460.00 3.649.660.12 Gylfi h.f. Patreksfirði, v/Ólafs Jóhannessonar 1.290.280.03 1.290.280.03 ísfirðingur h.f. v/Sól- borgar 1.290.280.03 Síldar- og fiskimjölsverksmiðja, Reykjavík 1.290.280.03 Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. 1.299.280.03 Vörður h.f. Patreksfirði 1.290.280.03 432.900.00 161.900.00 1.290.280.03 1.290.280.03 857.380.03 1.129.280.03 12.902.800.30 2.561.918.01 10.340.882.29 VII. Raforkusjóður v/erl. lána 8-969.751.95 8.969.751.95 47.042.999.80 4.577.669.31 42.465.339.49 + Ábyrgðargreiðslur 88.135.051.53 22.898.233.41 65.236.818.12 Kr. . 135.178.051.33. 27.475.893.72 107.702.157.61 Radarspeglar við suðurströndina Tillaga Geirs Gunnarssonar um byggingu radarspegla við suður- ströndina miðar að því að gera þennan hluta af strandlengju Is- Iands hættuminni sjófarcndum, en á þcssum slóðum hafa fleiri skip farizt og fleiri menn týnt lífinu en á nokkrum öðrum stað við strendur landsins. Myndin: b/v Jón Baidvinsso.n strandaður við Reykjanes sunnanvert. (Ljósm.: Þjóðv. — Sig. Guðmundsson) Geir Gunnarsson flytur á Alþingi svohljóðandi þingsá- Iyktunartillögu: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar fara fram athugun á því, hvort unnt sé að auka öryggi sjó- farenda við suðurströnd lands- ins með því að merkja hana með radarspeglum, þar sem hún er lægst. Reynist sú at- hugun jákvæð, verði slík rad- armerki sett upp hið allra fyrsta. 1 greinargerð segir: Um langan aldur hefur ver- ið reynt að auka öryggi sjó- farenda með því að staðsetja ljósvita og önnur leiðarmerki á sjávarströndum. A þann hátt hefur mörgu sjóslysi verið forðað. Nútímatækni hefur aukið mjög öryggi þeirra, sem sigla með ströndum fram, og koma þar einkum til afnot radartækja. sem sýna stjórn- endum skipa strandlinuna og önnur kennileiti ofar í land- inu. Þó koma þessi tæki ekki að fullu haldi, þar sem svo hagar til. að ströndin er mjög lág. Þar sem strönd Islands er lægst og aðgrynni mikið, hafa hlotizt miklir skipsskaðar og manntjón, en á þeim slóðum koma radartækin ekki að sama gagni og annars staðar. Líklegt er, að stórlega mætti auka not stjómenda skipa af radartækj- um sínum með því að mérkja þessa hættulegu strönd stöng- um með sérstökum radarspegl- um, sem koma fram á sjón- skífum radara, þótt ströndin geri það ekki. Með þingsálykt- unartillögu þessari er lagt til, að hið fyrsta verði rannsakað. hvort slíkir radarspeglar kæmu að haldi til slysavarna og þeir settir upp, ef athugun reynist jákvæð. Verkamenn - Verkamenn óskast í vegavinnu, malbikun og skyld storf. UpplýsÍBg31- í Áhaldahúsi vegagerðanna, Borj túni 5, sími 1 28 08 og hjá verkstjóranum, s S 4fi 44. HERBERGI með baði og aðgangi að eldhúsi, eða lítil íbúð óskast sem fyrs’t. Upplýsingar í síma 17 500. « r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.