Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. maí 1964 ÞJ6ÐVÍLJINN SlÐA 5 ★ Japanir taka nú örum framförum í frjálsum íþrótt- um, os eru það auðvitað olympíuleikarnir í landi þeirra á þessu ári sem kynda undir áhugann og af- rekin. Takayuhi Okazaki setti nýlega landsmet í þrí- stökki — 16.09 m., og Hirosi Shibata stökk 16,01 m. Þar með var hnckkt hinu sögu- fræga meti. se.m Naoto Taj- ima setti á olympíuleikunum í Berlín 1936. Það var þá jafnframt hcimsmet, og þótti ótrúlegt afrek. ★ 19 ára gamall Rúmeni, Gheorghiu Costache, kastaði nýlega 66,12 m. i sleggjukasti. Þetta er heimsmet í drengja- flokki, en slik eru ekki stað- fest. Beztan árangur í sleggjukasti í heiminum í ár hefur Austurríkismaðurinn Heinrich Thun — 66,35 m. Bob Hayes. ★ Stærsta olympíuvon Banda- ríkjanna i spretthlaupum, Bob Hayes, hljóp nýlega 100 jarda (91,44 m) á 9,1 sek. í stúdentakeppni í Orangeburg. Þetta er sami tímí og heims- met hans sjálfs. Hraðinn á sprettinum samsvarar að jafnaði rúmlega 36 km. hraða á klukkustund. Bandaríkja- maðurinn Mac Allister hljóp nýlega 100 m á 10,2 sek i keppni í Mexíkó. Vladimir Kutz frá Sovét- ríkjunum. sigurvcgari í 5 km og 10 km hlaupi á OL í Mel- bourne 1956, reiknar með að heimsmet hans í 5 km hlaupi muni verða bætt í ár. Lík- legasta til að hnekkja met- inu tclur hann: Michel Jazy (Frakkland), Murray Halberg (Nýja-Sjáland). Bill Baillie (Nýja-Sjáland) og Ron Clarke (Ástralíu). utan úr heimi Bifreiðarstjórar beðnir að gefa sig fram Um kl. 4 síðdegis s.l. sunnu- dag voru tveir bræður á leið upp i Mosfellssveit í bifreiðum sínum. Var sá sem á undan ók 1 blágrænum Skoda, R-15830, en hinn ók bifreiðinni R-12064. Skammt frá Skálatúni mættu þeir bræður þrem bifreiðum og voru a.m.k. tvær þeirra ljós- ar að lit. Um leið og fyrsti bíll- inn af þessum þremur ók fram- hjá þeim bræðrum kom grjót- flug undan hjólum hans og yfir bíla bræðranna, braut fram- rúðuna í aftari b-'lnum en skemmdi framrúðuna í þeim fremri. Eru það vinsamleg til- mæli rannsóknarlögreglunnar að ökumenn þeir er hér voru á ferð gefi sig fram við hana. Georgi Propkopenko ásamt þjálfara sínum, Vladimir Minaskhin, að loknu mctsundi í 100 metra bringusundi. Landskeppni Svía og Rússa í sundi Rússar unnu Svía í landskeppni í sundi í fyrri viku. í karla- greinum höfðu sovézku sundmennirnir yfir- burði, en sænsku stúlkurnar háðu jafn- ari keppni við sovézku stúlkurnar. Sovézki bringusundsmaður- inn Györgyi Propkopenko sigraði í 200 m. bringusundi á 2,31,8 mín. (Millitími á 100 m: 1,11,0). Annar varð Kolensik- ov (Sovét) á 2,40,8 mín. Bezti Framhald á 9. siðu. KR stóð í ströngu gegn liði Víkings í 200 m bringusundi sigraði Propkopenko á 2,24.5 min, sem er sovézkt met. Þetta verður ekki staðfest sem Evrópumet, vegna þess að ekki var synt í 50 m sundlaug. Propkopenko er Evrópumethafi í 100 m og 200 m bringusundi. Viktor Masanov setti einnig sovézkt met í 100 m baksundi — 1,00,5 mín. 1 100 m skriðsundi karla sigraði Viktor Semohenkov (Sovét) á 55,7 sek. Valentin Kusmin vann 100 m flugsund á 1,01.1 mín. 1 100 m bringusundi karla sigraði Juri Funikov (Sovét) á 1,10.0 m£n. Clay Clay og Liston keppa í septemb. Allar horfur eru nú á að þeir Cassius Clay og Sonny Liston keppi aftur um heims- meistaratitilinn i hnefaleik í september n. k. Forsvarsmenn Clays setja þó það skilyrði að Liston verði aftur settur efst- ur á áskorendalista Alþjóða- hnefaleikasambandsins. Nafn Listons var strikað út af á- skorendalistanum fyrir skömmu vegna þess að hann lenti þá enn einu sinni í kasti við lög- regluna. Flestir munu hafa spáð KR stórsigri yfir Víkingi á Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu á mánudagskvöld. En KR varð að hafa mikið fyrir sigrinum, sem ekki varð stærri en 2:0. I heild var leikurinn léleg knattspyrna af hálfu beggja liðanna. Það sem athygli vakti þó, var hversu hið unga lið Víkings stóð upp í hárinu á íslandsmeistaraliði KR. Víkingar börðust af fullum krafti allan tímann, og veittu KR-ingum harða mótspymu, sem Islandsmeistararnir virtust ekki eiga von á. I fyrri hálf- leik léku Víkingar undan vindi, og voru þá fullt eins mikið í sókn og KR-ingar. 1 návígi við mark KR voru Vikingar hinsvegar gjörsamlega van- megnugir. Fyrri hálfleik lauk án þess að mark yrði skorað. KR-liðið var með daufgerðasta móti. ! það vantaði Gunnar Guð- mannsson og Gunnar Felixson, og sannaðist þar sennilega. að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Furðulegt má það teljast að jafn reynt og vel æft, lið og KR-liðið skuli láta til sín sjást önnur eins spörk út í bláinn og lélega markhæfni, eins og raun var á í fyrrakvöld. í seinni hálfleik höfðu KR- ingar undirtökin allan tímann. Þeir vora ákveðnir og áttu sæmilega leikkafla. Vfkingar sýndu líka stöku sinnum all- góðan samleik, en vora svifa- seinni en KR-ingar. Sigþór skoraði fyrra markið á 17. mínútu. Rósmundur, markvörður Víkings hafði spymt frá og tók sér „göngu- túr“ á eftir, og Sigþór náði knettinum og spymti í galopið markið. Sigþór skoraði einnig seinna markið. á 32. mínútu. Þetta mark og aðdragandi þess, var glæsilegt, og eini ljósi blett- urinn í þessum leik. Jón Sig- urðsson , hinn fótfimi. sendi knöttinn mjög snyrtilega fyrir markið úr bláhomi vallarins og Sigþór var á réttum stað og skoraði óverjandi. Eftir þetta gerðu KR-ingar marga harða hríð að marM Víkings en án árangurs. Ýmist Framhald á 9. síðu. ÓDÝRUSTU JAPONSKU HJÓLBARÐARNIR Helztu útsölustaðir: OLAFSVÍK: Marteinn Karlsson. BÍLDUDAL: Gunnar Valdimarsson. ÍSAFIRÐI: Björn Guðmundsson, Brunngötu 14. BLÖNDUÓSI: Zóphónias Zóphóníasson. AKUREYRI: Stefnir hf. flutningadeild. IIÚSAVIK: Jón Þorgrímsson, bifreiðaverkstæði. RAUFARHÖFN. Friðgeir Steingrimsson. BREIÐDALSVÍK: Flís P. Sigurðsson. HORNAFIRÐI: Kristján Imsland, kaupmaðnr . VESTMANNAEYJCJM: Guðmundur Krist.jánsson Faxastig 27, hjólbarðaverkstæði. ÞYKKVABÆ: Friðrik Friðriksson. SELFOSSI: Verzlunin Ölfusá. KEFLAVÍK: Hjólbarðaverkstæði Ármanns Björnssonar. HAFNARFIRÐI: Vörubílastöð HafiKtr- fjarðar. SAUÐARKRÖKUR: Verzlun Haraldar Jitlíussonar. BÚÐARDAL: Jóhann Guðlaugsson. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35. — Reykjavík. — Sími 18955. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.