Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.05.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA MÓBVILIÍNN Miðvikudagur 6. maí 1964 fjandskap dómarans, fræddist ég um það að hún kynni að vera ljóssins barn. Þið vitið ekki einu sinni hvað það táknar. En ég skil núna, að mér var stefnt í þenn- an kviðdóm í þeim tilgangi að bjarga þjóni drottins í mikilli neyð. Það var Herra myrkursins sem talaði fyrir munn dómarans og reyndi að koma í veg fyrir að ég spyrði hinnar mikilvægu spurningar. Það er skylda mín að sjá um að þessi kona fari frjáls ferða sinna: Drottinn hef- ur falið mér þetta hlutverk og það er ykkar að hlýða. Það var tilgangslaust að segja þetta, en þó fannst honum sem án þess væru röksemdir sínar veikar og áhrifalausar. Hann var að reyna að halda uppi rökræð- um, og það var nokkuð sem hann réð ekki við. Hann óttaðist að hann myndi verða undir í þessari baráttu — að hugir kvið- dómenda festust ekki við það sem hann var að segja. í hug- anum bað hann stutta bæn um hjáip og tók á öllu sínu viija- þreki og hugarstyrk. Við þetta hresstist hann, lyfti hendinni og kom í veg fyrir að dr. Holmes gripi fram í. — Einn ykkar, sagði hann. — gat þess að við yrðum öll að hafa i huga innræti hinnar á- kærðu. Það er fullkomlega rétt. Við erum umkringd myrkri og ofbeldi, eins og eitt ykkar sagði líka, og við verðum hér sem annars staðar að reyna að finna hverjir standa réttlætisins megin. Við erum eins og Konungurinn sem drottinn sendi til Samaríu sem var undir stjórn hinnar illu konu: við hljótum að hrópa: — Hver stendur með okkur? Og HÁRGREIÐSLAN HárgTefðslu og snyrtistofa BTETNT7 og DÓDO Langaveg't 18 m h (lyfta) SfMT 24616 P E R M A Garðsenda 21 SfMT 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömuri Hárgreiðsla "ið ailra hæfi. TJARN AKSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstræti9- megin. — SfMT 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — hverjir voru það í þessu húsi sem voru réttjætisins megin? Var það eldabuskan og garðyrkju- maðurinn, ágjarnt fólk sem hellti í sig sterkum drykkjum og stal? Var það kennarinn sem fálmaði með höndum sínum um bækur sem annað fólk átti? Var það veslings drengurinn sjálfur í syndum sínum? Þótt hann væri ekki nema barn, var honum morð í huga. Hann hafði verið að lesa bók sem Djöfullinn hafði 35 iagt í hendur hans til að kenna honum hið illa. Aðeins ein mannvera minntist Skapara síns í bænum sínum. Og var henni ekki leyfilegt að hindra bamið í sjálfsdýrkun? Heimurinn væri betri ef börnum væri kennt eins og eitt sinn tíðkaðist, að leggja minna uppúr holdlegum lysti- semdum. Okkur er sagt: Þá sem Drottinn elskar, gerir hann hreina. Getið þið láð henni þótt hún hafi reynt að fylgja dæmi hans? Ákefðártónn Bryans bætti upp endurtekningar hans. Næstum litlaus augu hans stóðu útúr höfðinu; hann keyrði fram höf- uðið til að leggja áherzlu á mál sitt og langur. magur hálsinn iðaði eins og á skjaldböku. Kvið- dómendur hlustuðu á hann, þótt enginn nema herra Stannard teldi röksemdir hans nokkurs virði. Hinir féllust á að hann væri altekinn innilegri sannfær- ingu, en þeir vissu ekki almenni- lega vegna hvers. Hann þagnaði og það varð andartaks þögn. Þá áleit herra Popesgrove að tími væri kominn til að tala, og í allri þessari ringulreið skoðana. gæti vel far- ið svo að líf hinnar ákærðu væri komið undir orðum hans. VIII Réttarsalurinn var aðeins tóm- ur að nokkru leyti. Fulltrúar embættismannavaldsins voru rétt arþjónninn og fáeinir lögreglu- þjónar. Dómarinn, lögfræðing- arnir, hin ákærða og kviðdóm- urinn voru fjarverandi. En meira en helmingur áheyrenda sat í sætum sínum; vildi ógjaman missa af uppkvaðningu dómsins. Það var allhljótt í salnum. því að fólk var svo oft búið að velta fyrir sér úrskurðinum, að allir voru orðnir leiðir á að spá. Margir geispuðu feimnislaust og öðru hverju risu einn eða tveir á fætur og gengu út. Það var þungt loft i salnum og kalt inni. Á einum fremstu bekkjanna var kona að kvarta yfir því. — Það væri verra í Ameríku, svaraði sú sem með henni var, miðaldra kona í grænleitri kápu. — Þar reykja ailir. Og þeir eru líka með nrákadalla í réttarsaln- um. — Eg sofna bráðum, sagði fyrri konan og hlustaði ekkert á orð hennar. — Hvað heldurðu að þetta taki langan tíma? — Ekki hugmynd um það. Herra Proudie var að borða tvær steiktar kótelettur og drekka hálfa rauðvínsflösku í miklum flýti. Hann hafði skipað að láta tilkynna sér strax og hreyfing kæmist á kviðdómend- ur. en það truflaði hann að vita að hann kynni að verða ónáðað- ur í miðri máltíð. Hann gleypti í sig matinn og tók ekkert eftir bragðinu, Dómarinn var í her- bergi sínu og sat með því nær lokuð augu. Hann var ekki sof- andi, en það var orðinn ríkur vani hjá honum að loka næstum augunum. Upphaflega hafði hann lagt sér þetta til, vegna þess að hann áleit að það gerði hann meira ógnvekjandi ásýndum. Hann sá fyrir sér sjálfan sig í sætinu, skorpinn. gamlan og vitran, hreyfingariausan og sjón- iausan, en þó færi ekkert fram- hjá honum. Og svo þegar hann lyfti augnalokunum, yrði augna- ráðið þeim mun áhrifameira. Nú var hann orðinn dálítið þreyttur á þessum hágómaskap, en það var of mikil fyrirhöfn að breyta um framkomu. Hann sýndist alltaf vera hálfsofandi; jæja, bað skipti engu máii heldur, hugsaði hann, það liði ekki á löngu þar til hann myndi sofna fyrir fullt og allt. svefni hinna réttlátu. Sir Ikey var á nálægum bar að drekka Rínarvín og borða skinkusamlokur. Hann hafði á- kveðið að borða miðdegisverðinn seinna og eyðileggja hann ekki með þvf að gleypa hann í sig núna. Samlokumar voru gerðar eftir nákvæmum fyrirmælum hans, hver var tomma á þykkt, hvorki meira né minna. Brauð- sneiðamar tvær voru einn átt- undi úr tommu og skinkan var þrír fjórðu úr tommu og dálítið feit, því að þannig vildi hann hafa hana. Hann hafði neitað að fara og taia við skjólstæðing sinn, sagði við herra Henderson að það væri í hans verkahring. Rósalía sat í nöktu, hvítmáluðu herbergi ásamt eftiriitskonu. Hún hafði ekki grátið, ekki komið af stað neinum vandræðum: eftir- litskonunni þótti hún einhver þægilegasti fangi sem hún hafði haft afskipti af. Sir Ikey hafði í rauninni gert henni rangt til. Hann dæmdi eftir sárafáum sam- tölum við hana og var þess full- viss að hún ætti ekki til sjálfs- stjóm. En hún hafði tekið sig á eftir því sem réttarhöldin nálg- uðust: það er meira að segja ekki ósennilegt að hún hefði sloppið vel frá því að bera vitni. Undanfarin ár hafði hún ekki haft neinn til að andmæla sér og enga ástæðu til að hafa taum- hald á sér. En þar á undan hafði líf hennar ekki verið jafnauðvelt: hún hafði kynnzt fátækt, þegar herra van Beer eyddi megninu af iífeyri hennar og í annan tíma hafði hún kynnzt auðmýkingu og óþægindum af öðru tagi. Oftast nær hafði hún getað haft sitt fram með því að nöldra eða verða fjúkandi vond, en þó ekki alla ævi; hún hafði líka þurft á vissri seiglu að halda sem hún átti ennþá til. Þegar hún hafði gert sér Ijóst að geðvonzka gæti ekki komið henni að gagni í þessum vandræðum. greip hún til heilþrigðrar skynsemi sér til hjálpar. Hún hafði orðið að sjá um sig sjálf i gamla daga i Pim- lico, hugsaði hún, og hún gæti gert það aftur. Nú stoðaði það ekkert að eiga peninga — eða réttara sagt, þeir voru gagns- lausir þegar þeir voru búnir að sjá henni fyrir rándýrum lög- fræðingi — og hún græddi ekk- ert á því að æsa sig upp. Það hefði verið auðveld leið að drekka sig útúr þessu standi, en það var ekki hægt að fá dropa í tugthúsinu. Það var ekki ann- að að gera en vera róleg og skynsöm og veita lögfræðingun- um alla aðstoð, og það hafði hún einmitt verið að reyna. Hún sagði við sjálfa sig, að aðal- atriðið væri að komast að því í hverju vöm þeirra ætti að vera fólgin og hafa upp á öllum þeim staðreyndum sem gætu styrkt hana. Svo var aftur annað mál hvort hún segði þeim nokkuð fleira. Umsjónarkonan hafði sagt henni að hún mætti reykja og hún keðjureykti Gold Flake. Hendur hennar skulfu en að öðra leyti sýndi hún ekki nein merki geðshræringar. Þegar Herra Henderson kom inn og settist, heilsaði hún honum ró- legri röddu. Svo spurði hún: — Hvað tekur þetta langan tíma? — Ég veit það ekki, svaraði hann. — Ég er hissa á því hvað þau era lengi. En ég hef nú ekki mjög mikla reynslu í svona málum. Fyrirtæki mitt hefur aðallega annazt annars konar mál, eins og þér vitið. — Og — og hver haldið þér að úrskurðurinn verði? Herra Henderson var viðbúinn þessari spurningu. — Við geram okkur góðar vonir. Sir Sambard og ég höld- um báðir hið sama. Við von- umst eftir hagstæðum úrskurði. Auðvitað er ekkert líklegra en einhver þverhaus sé í kviðdómn- um. Það er oftast nær, og það gæti verið skýringin á þessari töf. En ég held að við getum beðið vongóð eftir- úrskurðinum. — Og meðal annarra orða, Sir Isambard biður yður foriáts á því að hann skuli ekki vera hér staddur/ Hann ætlaði að fá sér matarbita. Ræða hans var mikil áreynsla — prýðisræða, það verð ég að segja — en hann var tals- vert uppgefinn að henni lokinni. — Mér fannst hún afskaplega fín, sagði Rósalía kurteislega. IX I herbergi kviðdómenda voru mörkin orðin skýrari. Aðeins fimm þeirra höfðu ákveðnar skoðanir og liklégt var að bar- áttan milli þeirra myndi að lok- um útkljá málið. Dr. Holmes. herra Stannard og herra Bryan vora fylgjandi sýknu; ungfrú Atkins og frú Morris jafnákaft fylgjandi sekt. Aðrir kviðdóm- endur voru hlutlausari; ef annar aöilinn bæri sigurorð af hinum, myndu þeir sennilega fallast á úrskurðinn mótþróalaust. Þetta átti við um alla nema herra Popesgrove, sem taldi sig hafa unnið dyggilega að því að bæla niður alla hlutdrægni, og hafði nú sjálfur myndað sér skoðun. Án nokkurs æsings hafði hann tekið ákvörðun sína: það voru ekki næg sönnunargögn fyrir hendi gegn hinni ákærðu. Hann Það var hundur sem elíi mig Nei auðvitað ekki ........... en hver þeirra var það? alla leið heim. Má ég eiga hann Andrés frændi? SKOTTA Stattu nákvæmlega á þessum punkti pabbi og hlustaðu. Þetta er STEItEO. Teikningasamkeppni Krabbameinsfélag íslands hefur ákveðið að efna til samkeppni um teikningar, sem nota megi til auglýsinga gegn sígarettureykingum. Höfundum er í sjálfsvald sett, hvort þeir nota liti í teikningarnar eða aðeins svart og hvítt. Tekið verður á móti teikningunum í skrifstofu félagsins, Suðurgötu 22. fram til hádegis 30. maí næst komandi. Ætlazt er til að hver teikning verði auðkennd með sérstöku merki. Jafnframt verði lagt fram lokað umslag með nafni höfundar í, ásamt auð- kennismerki. Gert er ráð fyrir að veitt verði þrenn verðlaun: Kr. 10.000,00, kr. 5.000,00 og kr. 2.500,00. Krabbameinsfélag íslands. Ti/kynning um lóðahreinsun í Garðahreppi. Samkvæmt heilbrigðissamþykkt f. Garða- hrepp, er lóðareigendum skylt að halda lóð- um sínum hreinum og þrifalegum. — Um- ráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja brott af lóðum sínum, allt er veld- ur óþrifnaði og óprýði, og hafa lokið því eigi síðar en 10. maí n.k. — Lóðahreinsun verður að öðrum kosti framkvæmd á kos'tn- að húseigenda. Heilbrigðisnefnd Garðahrepps. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverz/un i * >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.