Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. maí 1964 — 29. árgangur 103. tölublað. skil svo hcegt verðí að birta vinningsnúmerin. Opið klukkan 9-12 og 1-3 e.h. í dag að Týsgötu 3 ÐAGSBRUNSEGÍR UPP SAMNINGUM ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------s> Eftir sautján ára aðski/nað I I sautján ár sat Tony Ambatielos, formaður gríska sjómannafé- lagsíns, f fangelsum og fangabúðum og hafði þó ekki annað til sakar unnið en að bregðast ekki sannfæringu sinni. 1 sautján ár hefur kona hans, Betty, barizt sleitulaust fyrir frelsi hans og nú loks hefur sú barátta borið árangur; Ambatielos var látinn laus í síðustu viku og hér sjást þau hjónin á myndinni. i FRA LISTAHATIÐ, BANDALAGS ÍSLENZKRA LISTAMANNA Tryggja verSur aukinn kaupmátf launa og bafnandi k]ör verkafólks | | Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund á uppstigningardag í Iðnó. Samþykkti fundurinn einróma að segja upp gildandi samningum félags- ins og leggja beri áherzlu á að tryggja aukinn kaupmátt launanna og batnandi kjör. — Þá kaus fundurinn 1? fulltrúa á stofnþing verkamanna- sambands. Tvö mál voru á dagskrá fund- J arins, stofnun verkamannasam- bands og kjaramálin og hafði formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, framsögu um bæði málin. I ræðu sinni um kjara- málin lagði hann megináherzlu á að snúa verði af braut dýr- tíðar og kjaraskerðmga, auka kaupmáttinn og verðtryggja kaupið. Nokkrir tóku til máls og að loknum umræðum voru gerðar eftirfarandi samþykktir varð- andi samningamálin: „Fundur í Verkamannafélag- inu Dagsbrún, haldinn 7. maí 1964, samþykkir að segja upp samningum félagsins við at- vinnurekendur samkvæmt upp- sagnarákvæðum þeirra, það er fyrir 20. þ.m." „Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með ályktun ¦ miðstjórnar ATþýðusambands íslands um kjaramálin, er hún samþykkti í s.I mánuði. Um leið og fundurinn leggur áherzlu á að snúa verður við á þeirri braut dýrtíðar og kjaraskerðinga, sem markazt hefur af stjórnarstefnu undan- farinna ára og að tryggja verð- ur aukinn kaupmátt launa og batnandi kjör verkafólks, heitir hann fullum stuðningi félagsins við þær tilraunir, sem hafnar eru til að leysa þessi mál á friðsaman hátt með viðræðum milli fulltrúa verkalýðshreyf- ingarinnar, ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda". STOFNMNG VERKAMANNA- SAMBANDS HEFST ÍDAG ¦ í dag hefst stofnþing Verkamannasambands íslands, en til þess er boðað eins og kunnugt er af þremur stórum verkamannafélögum, Verka- mannafélaginu Dagsbrún, Reykjavík, Verkamannafélaginu Hlíf, Hafnar- firði og Verkalýðsfélaginu Einingu Akureyri. ¦ Fyrsti 'fundur stofnþingsins hefst kl. 2 e.h. og verður haldinn að Lindargötu 9, húsi Dagsbrúnar og Sjómannafél. Reykjavíkur, á efstu hæð. Afsláttur á ferðum Flugfélag Islands hefur ákveðið að veita töluverðan af- slátt á fargjöldum því fólki utan af landi sem óskar að bregða sér til höfuðstaðarins á listahátíð þá sem haldin verður í sambandi við tuttugu ára afmæli lýðveldisins í júní. Ragnar Jónsson, framkvæmda- stjóri listahátíðarinnar, og Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins, skýrðu frétta- mönnum frá þessari ákvörðun í gær. Ragnar kvað fyrirspurnir hafa borizt utan af landi um það hvort nokkuð yrði gert til að auðvelda fólki ferðalög til hátíðarinnar og því hefði tilboð Flugfélagsins komið sér ákaf- lega vel, því listamenn hefðu vissulega fullan áhuga á þvi að hátíðin yrði ekki aðeins hluti af þjóðhátíð Reykjavíkurbúa heldur og hluti af þjóðhátíð allra landsmanna. Hann skýrði einnig frá því. að frá og með deginum í dag hæfizt sala á aðgöngumiðum sem giltu að öllta því sem fram fer á hátíðinni bessa tíu daga og kosta þeir 750 krónur. Þeir verða keyptir eða pantaðir i Helgafelli (Garðastræti) og svo á tíu bækistöðvum Flugfélagsins úti á landi. Nokkra daga verða miðar á einstökum sýningum eða tónleikum aðeins seldir úti á landi. Sveinn Sæmundsson sagði að Flugfélag Islands hefði fullan hug á því að stuðla að því að sem flestir landsmenn gætu komizt til væntanlegrar listahá- tíðar. Hann sagði að afsláttur á flugmiðum til hátíðarinnar yrði um og yfir 20%. Hægt væri að leggja upp í slíka ferð á tímabilinu frá fimmta til fimmtánda júli, og giltu þeir mest í tíu daga en minnst þrjá. Sölu þeirra fylgir það skilyrði að merai kaupi að minnsta kosti miða að einni dagskrá hátíðar- innar — leiksýningu eða tón- leikum. Bœiarstiórnarkosningar í Englandi Yerkamannaflokkurinn vann glæsilegan sigur LONDON 8/5 — Brezki Verkamannaflokkurinn vann enn mikinn sigur í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær í Englandi og Wales, bætti við sig 254 fulltrúum og fékk hreinan meirihluta í tíu borgarstjórn- um til viðbótar þeim sem hann réð áður. Nú var kosið í fyrsta sinn í hina nýju fylkisstjóm sem nær yfir 32 kjördæmi i London og útborgum hennar og hlaut Verkamannaflokkurinn nær tvo þriðju hluta fulltrúana, eða 64 á móti 36 fulltrúum Ihalds- flokksins. Verkamannaflokkurinn hafði óttazt að hið nýja skipulag á borgarstjórninni í London kynni að leiða til þess að hann missti þar þann meirihluta sem hann hefur haft undanfarin 30 ár, en bann bætti þvert á móti að- stöðu sína. Tíu nýjar borgir Verkamannaflokkurinn vann völdin af íhaldsflokknum í tíu borgum og komst nú í fyrsta sinn til valda í Portsmouth. að vísu með naumum meirihluta. Frjálslyndir tapa Verkamannaflokkurinn hefur einkum unnið fylgi frá Ihalds- flokknum, en Frjálslyndi flokk- urinn, sem unnið hefur á við nær allar aukakosningar til þingsins að undanförnu, tapaði nú mjög verulega. Einna hrapal- legastur var ósigur flokksins í Orpington í Kent. þar sem hann vann þingsætið af Ihaldsflokkn- um í aukakosningum fyrir 2 ár- um. 100 atkvæða meirihluti Talsmenn Verkamannaflokks- ins hafa fagnað mjög úrslitum bæjarstjórnakosninganna og telja þeir að nú megi fastlega gera ráð fyrir að flokkurinn fái a.m.k. hundrað þingsæta meiri- hluta í þingkosningunum sem fram fara í haust. Álit Kínverja: Aíþjóðaþing aðeins eftir rækilegan undirbúning Sjá síðu (gj)) Móti skatt- svikum - móti eftirliti! •k Það virðist nú fullreynt, að núverandi valdhafar eru þess ekki fýsandi, að komið verði á sanngjörnu og raunhæfu eftirliti með framtölum til skatts, en í gaer, við atkvæða- greiðslu um tekju- og eigna- skattsfrumvarpið, felldu stjórnarliðar í neðri deild til- lögu frá Lúðvík Jósepssyni er var samhljóða tillögu þeirra Björns Jónssonar og Gils Guðmundssonar, sem felldvar við atkvæðagreiðslu um málið í efri deild fyrir nokkrum dögum og var svohljóðandi: • Við 11. gr. A eftir 1. máls- grein komi 2 nýjar málsgr., svo hljóðandi: Skylt skal þó ríkisskatt- stjóra að láta árlega fara fram ýtarlega rannsókn á 5% af framtölum þeirra aðila, sem hafa einhverja tegund rekstrar með höndum og bók- haldsskyldir eru, og 2% af öðrum framtölum. Skulu þessi framtöl valin með útdraetti eftir reglum, sem Hagstofa íslands setur, og skal hún hafa útdráttinn með höndum. Framtðl þeirra aðila, sem þannig eru valin með út- drætti. skulu athuguð gaum- gæfilega, bókhald þeirrarann- sakað og upplýsinga leitað um allt, sem gefið getur vitn- eskjiu um sannleiksgildi fram- talanna fyrir viðkomandi ár og framtala næstu 5 ár á und- an, ef þurfa þykir. ¦*• Áður en atkvæðagreiðslan fór fram, sagði Lúðvik, að af- staða þingmanna til pessarar tillögu skæri úr um það hvort nokkur vilji eða alvara lægi að baki fögru orðunum um að stemma stigu við skatt- svikum eða „bæta skattasið- ferði manna" eins og núver- andi fjármálaráðherra kallar það. • Benti Lúðvík á, að það eftirUt, sem tillagan gerði ráð fyrir, væri eina örugga leiðin til að lagfæra ástandið í þess- um efnum, að slíkt eftirlit mundi auka tekjur ríkissjóðs um tijgi miljóna árlega og jafnvel gera honum kleyft að slaka á annari skattheimtu t.d. söluskatts. • En eins og fyrr segir, virðast aðstandendur við- reisnarinnar á Alþingi ekki sérlega áfjáðir í nákvæmara eftirlit með framtölum og felldu þeir þessa breytingar- tfflögu einnig í neðri deild. Hvað segir Alþýðublaðið nú? STOFKUN SJÓNVARPS •*¦ Á fundi í sameinuðu þingi í gær kvaddi Helgi Bergs sér hljóðs utan dagskrár og bar fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra um það hvað liði und- irbúningi að stofnun íslenzks sjónvarps. ~k Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, svaraði fyrirspuminni og flutti þinginu allrækilega skýrslu um málið og er hún i heild birt á 2. síðu blaðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.