Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 10
2Q SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 9. maí 1964 RAYMOND POSTGATE: hugsunarleysi af mér. Sir Ikey álasaði sjálfum sér með hljóm- miklum bassa. Ég býst við að þér kjósið helzt rólegt gistihús. — Já, sagði Rósalía og naut þess að láta taka tillit til til- finninga sinna. — Eins og til dæmis Regent Palaee. — Segjum það, byrjaði Sir Ikey að segja, en herra Hender- son greip fram í. — Regent Pal- ace er fremur mannmargt og ó- rólegt; ég býst við að yður hent- aði betur eitthvað róiegra, sagði hann. Rósalía var farin að venjast því að taka við skipunum: hún var ekki enn búin að gera sér ljóst að hún var frjáls. — Já herra Henderson, sagði hún auðmjúk og hugsaði sig um andartak. — Hjá Kings Cross er hótel sem heitir Great Northem: aítli við gætum farið þangað? Það er af- skaplega rólegt og rétt hjá lest- unum. Ég er svo hrifin af jám- brautarlestum. hef alltaf verið það síðan ég var bam. — Þó það nú væri, sagði Sir Ihjey; gaf fyrirmæli, og stóri biil- inn hans rann mjúklega af stað. Nokkra stund sagði Rósalía eijki neitt, en svo tók hún ailt í einu til máls öldungis óvænt. — Það er dálítið sem ég ætti að segja ykkur. Eiginlega tvennt, býst ég við. Ég hef lengi haft áhyggjur af því hvort ég ætti að segja ykkur það á einn eða annan hátt: en ég ákvað að gera það ekki, og það kom á daginn að það var allt í lagi. Auðvitað veit ég að það á að segja lög- fræðingunum allt, en ég vona að herra Henderson reiðist ekki þótt ég segi að hann er — já, hann er svo litla vitund sérvitur, og HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðsln og snyrtlstofa BTETNT7 og DÖDÖ Langavegl 18 m h. (lyfta) SfMT 2461B. P E R M A Garflsenda 21 SfMI S3968. Hárgreiftsln- og snyrtistofa. Dömnr! Hárgreiflsia dB aiira hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötn 10. Vonarstrætis- megin. — SfMl 14662. ___ HÁRGREIÐSLCSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Gnðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SÍMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — sumum kynni kannski að finn- ast þetta svolítið hinsegin og loks sagði ég við sjálfan mig: fæst orð hafa minnsta ábyrgð og lét það hafa það. — Jæja. það er eins og ég komi engu útúr mér. Geti ekki snúið mér beint að efninu, eins og sagt er og lokið því af: ég veit að það er alltaf bezt. Jæja. Hún þagnaði og var í sýnileg- um vandræðum. Það glitti í ein- 37 glimi Sir Ikeys þegar þau óku framhjá upplýstum búðarglugg- unum. Andlit hans var í skugga, en honum virtist skemmt. Herra Henderson þóttist nú vita hvað skálldsagnahöfundar ættu við þegar þeir skrifuðu: — Hjartað varð að steini i brjósti hans. Hann var dauðhræddur um að nú ætti hann að fá að heyra hina hroðalegu játningu sem hann vildi sízt af öliu heyra. Hann hafði ónotalegan herpiverk fyrir brjóstinu. Loks hélt Rósalía áfram. — Jú, fyrst var það nú þotta Essex-biað — úrkiipppah; þið vitið. Ég vissi vel um hana, því að ég pantaði biaðið, en fyrst blaðasalinn mundi það ekki fannst mér ástæðulaust að minnast á það, ha? Það var al- veg eins og herra Proudie sagði: Ég sá frásögnina í Daily Mail sem var ósköp stutt og ég sagði við sjálfan mig: — Þetta er svei mér skrýtið, það væri gaman að lesa meira um þetta. Mér hefur alltaf þótt gaman að lesa um glæpi. skiljið þið, og í hverjum mánuði fer ég til Exeter og kaupi Myndskreyttar lögreglu- fréttir, fjögur heftin í einu lagi og hlaða af þessum ágætu banda- rísku tímaritum — þeir taka frá handa mér Peppy sakamálasög- ur, sem eru beztar, en Peek er ágætt líka. Ég vildi ekki panta þetta frá Wrackhampton gegnum Rodd, þvi að þetta er ekki gott fordæmi fyrir > þjónustufólkið, og þau tvö voru svo merkileg með sig og þóttust vera yfir mig haf- in og það var ekki sérlega þægi- Iegt að halda þeim niðri, eins og erfðaskráin hans Sir Henrys var nú, og ég kærði mig ekk- ert um að þau vissu að ég læsi svona blöð; ekki svo að skilja að það sé neitt athugavert við það. en það hefði ábyggilega ekki staðið á þeim að vera með derr- ing. Ég var í dálitlum vandræð- um með að losa mig við þau, tímaritin á ég við, en svo var ég farin að klippa út það sem mér þótti skemmtilegast og brenna hitt úti í garðinum í ruslofnin- um. Jæja, ég var að tala um þetta Essex blað: Ég sagði við sjálfa mig: — Þetta væri gaman að lesa meira um, og svo fékk ég þessa fínu hugmynd og sagði: — Ég veit hvar hægt er að lesa meira um þetta: í heimablaðinu, auðvitað. Þegar ég var i Lon- don, í South Belgravia, þið vit- ið — þá vorum við vön, vinir mínir og ég að lesa hverfisblöðin, Pimlico og Fréttablaðið, minnir mig að þau hétu, vegna lögreglu- fréttanna í þeim. En þetta var hægara sagt en gert, því að ég vissi ekki hvað sveitablaðið í Essex hét og ég vissi ekki hvem- ig ég gæti komizt að því. En svo mundi ég eftir bókasafninu, þar er líka upplýsingadeild og ég fór þangað og sagði við ungu stúlkuna: — Fyrirgefið, ungfrú, en getið þér sagt mér hvar ég get fengið upplýsingar um sveitablöð? og hún sagði: — Sveitablöð, frú? en ég sagði: — Já, hvar ég get komizt að því hvað sveitablöðin heita á mis- munandi stöðum, þér skiljið, og hún sagði að ég gæti flett upp í bók sem héti Willing Blaða- skráin og þar stóð það svart á hvítu. Þetta var vikublað, svo að það var ósköp auðvelt að finna út hvaða eintak ég þurfti að ná í. Jæja, ég sá strax að ég gæti ekki fengið það í Ex- eter samdægurs, svo að mér datt í hug að panta það hjá náung- anum í Wrackhampton? Það er ekkert athugavert við það að panta blöð utanaf landi. Og þetta gerði ég og ég klippti úr grein- ina og brenndi því sem eftir var. — En ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvemig hún komst inn í bókina. Maður man ekki allt eftir heilt ár. ha? Ég býst við að það hafi verið alveg rétt sem þér sögðuð, nema þér vissuð auðvitað ekki að það átti við mig. Ég hlýt að hafa verið að lesa hana einhvem daginn og einhver hefur komið inn og ég hef ekki kært mig um að hann vissi að ég væri að lesa neitt óhugnanlegt, eða kannski var það annaðhvort Roddhjónanna méð ailt smiðrið. Að minnsta kosti var ég alveg búin að stein- gleyma þessu, þangað til ég sá, að lögreglan hafði fundið úr- klippuna og þá brá mér alveg hroðalega. Herra Henderson stundi af feginleik. Þetta var ekkert líkt því sem hann hafði óttazt. I rauninni skipti þetta engu máli til eða frá. En Sir Ikey lét sér þetta ekki nægja. — Þér sögðuð að það væri tvennt, sem þér ætluðuð að segja okkur, frú van Beer, var ekki svo? sagði hann. Herra Hender- son fylltist kvíða á ný. — Já, það er satt, og það er reglulega erfitt að koma orðum að því. Mér hefur liðið ónota- lega oft og mörgum sinnum, meðan þið hafið unnið baki brotnu fyrir mig og ég vissi allan tímann hvemig í þessu lá. Sjáið þið til, ég veit nákvæmlega hvemig þetta átti sér stað og ég hef oft verið að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að segja frá öllu saman. Ég vona að ykkur finnist það ekki hafa verið ó- kurteisi af mér? Herra Henderson byrjaði að segja: — Það er alger óþarfi — en hann var kveðinn niður. — Ökurteisi? Vissulega ekki. Ef hrafn gæti brosað, þá myndi hann brosa á sama hátt og Sir Ikey. — En ég held nú samt að okkur leiki báðum forvitni á að vita hvað gerðist í raun og veru. — Jæja, ég hélt að allir gætu gizkað á það. Ég fór út í garð- inn fyrir hádegismat, og Philip gerði það líka, en við fórum ekki saman. Og þegar ég leit við, sá ég hann sópa einhverju upp af stéttinni þar sem berg- fléttuduftið fellur. Ég sagði við sjálfan mig: — Hvað skyldi drengurinn vera að gera núna? og einmitt um leið laumast hann aftur inn í borðstofuna með eitt- hvað í höndunum. Og ég stanz- aði og hugsaði mig um andar- tak og sagði aftur við sjálfa mig: — Hann skyldi þó aldrei hafa verið að lesa um berg- fléttufrjóduft og vita að það er eitrað, og svo gekk ég aftur heim í húsið, flýtti mér ekki eða neitt, svo að ekki bæri á neinu þótt hann fylgdist með mér. Og svo fór ég inn í borð- stofuna og, þar var það: Ég hafði haft á réttu að standa. Salatið var fullt af þessu kom- ótta dufti. Sennilega hefur ó- hreinn putti hrært þvi saman við, það mætti segja mér. — Jæja, sagði ég við sjálfa mig. — Það er þá svona lagað, ha? Það á að eitra fyrir frænku sína, Fhilip litli. Mér datt í hug að hann hefði gott af sínu eigin læknislyfi, svo að ég hrærði því enn betur samanvið — ég er fegin að Ada skyldi ekki sjá til mfn! — ég minntist ekki á neitt. Og svo átum við bæði salatið í hádegismat. En eftir matinn hugsaði ég sem svo, að það væri heimskulegt að eiga eitthvað á hættu, svo að ég fór upp á loft og stakk fingrinum niður í kok og mér varð ekkert meint af þessu. Grafarþögnin sem kom á eftir þessari frásögn. gerði Rósalíu dálítið skelkaða. Henni þótti því rétt að koma með frekari skýr- ingu. — Mér fannst réttast að minn- ast ekkert á þetta þangað til núna, vegna þess — tja, vegna þess að fólk er svo skrýtið og ósanngjamt. Auðvitað byrlaði Philip sjálfum sér eitur, það er allt og sumt og það er ekki hægt að kalla það neinu öðru nafni. En sumt fólk er svo þröngsýnt, að það gæti alveg sagt að það hefði ekki verið betra en morð að ég skyldi láta hann éta það. Það væri alveg eftir því að segja það. — Þetta er alveg rétt hjá yður, frú van Beer, sagði Ikey. — Sumt fólk er svo þröngsýnt, að sennilega myndi það líta þannig á málið. Og nú held ég að við séum komin að hótelinu yðar. ENDIR. AKIÐ SJÁLF Ní JUM BÍL Almenna bifreiðaleigan h.f. Klapparst. 40. — Sími 13776. KEFLAVÍK Hringbraut 106 —. Sími 1513. akranes Suðurgata 64. Sími 1170. Þessi ungi maður segir mér son? kannski að þér væmð þessi að þú sért margfaldur miljón- Nei, ég heiti hr. önd, Lúðvík hr. Jónsson sem konan mín ari er það satt? Já. önd. heldur við. SKOTTA Hvað segirðu .... hefur pabbi þinn líka hagað sér svona dóna- lega .... hefur hann glápt á þig ajjan tímann sena þú hefur verið í símanum??? Vegna breytinga seljum við næstu daga SÓFASETT og STAKA STÓLA, á mjög hagstæöu veröi. Húsgagnaverzlunin Lækjargötu 6, sími 12543. Starfsstú/ka óskast Starfsstúlka vön matreiöslu óskast til sumaraf- leysinga í eldhús Landspítalans. Upplýsingar gefur matráöskonan kl. 9—15 daglega í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. SKEMMTUN heldur Tékknesk-íslenzka félagiö í Glaumbæ sunnudaginn 10. maí kl. 8.30 e.h. DAGSKRÁ: 1. J. Krmacek sendifulltrúi flytur ávarp. 2. Karl Guðjónsson fyrrv. alþm. flytur ræðu. 3. Tékkneskur strengjakvartett leikur 4. Glæsilegt happdrætti. 4. Dans. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagnaverzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.