Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.05.1964, Blaðsíða 12
6500 MANNS BJARGAÐ FRÁ DRUKKNUN á 36 ÁRA TÍMABILI 12. landsþing Slysavarnafé-^ Smíðar herskip undir sálmasöng Laugardagur 9. maí 1964 — 29. árgangur 103. tölublað. BanasSys í Eyjum ■ Klukkan hálf fjögur í gærdag varð banaslys í Vestmannaeyjum og ók sendiferðabifreið á tvær sex ára stúlkur á gangstéttinni hjá Útvegsbankanum og beið önnur bana svo til samstundis. ■ Litla stúlkan hét Sigurfinna Stefánsdóttir og er dóttir þeirra Stefáns Stefánssonar, skipstjóra á Halkion og konu hans Vilborgar Brynjóifsdóttur. ■ Leiksystir hennar slasaðist vonum minna og voru meiðsli hennar ekki kunn í gærkvöld, þegar Þjóðviljinn hafði samband við lögregluvarðstofuna í Eyjum. Hún heitir Margrét Gísladóttir og er dóttir þeirra Gísla Eyj- ólfssonar, stýrimanns hjá Stefáni á Halkion og konu hans Hildar Káradóttur. ■ Sendiferðabifreiðin ók austur Vestmannabraut og hugðist bílstjórinn taka beygjuna suður Kirkjuveg og missti þá stjórn á bifreiðinni og ók upp á gangstéttina þarna á gatnamótunum og slúðraði utan í húshliðina á bankanum og síðan aftur út á gangstéttina og mun þá hafa ekið á stúlkubörnin, sem stóðu þarna á stéttinni og uggðu ekki að sér. Að lokum hafnaði bíllinn á steyptum Ijósastaur. Leikur grunur á því, að bílstjórinn hafi ver- 1 ið ölvaður. Afli Yestfjarðabáta Afli Vestfjarðabáta í aprílmánuði var helmingi meiri en á sama tíma í fyrra, en heildarafli frá áramótum til aprílloka er svipaður að magni og í fyrra. Sextíu og átta bátar stunduðu róðra frá Vestfjörðum í aprílmánuði. lags Islands kom saman í Reykjavík á uppstigningardag 7. maí og hófst með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni i Rvík kl. 2 síðdegis. Séra Óskar J. Þorláksson prédikaði. Að lok- inni guðsþjónustunni óku þingfulltrúar og gestir til húss Slysavarnafélags fslands á Grandagarði, þar sem forseti félagsins Gunnar Friðriksson setti þingið með ræðu. Forseti félagsins gerði ýtar- lega grein fyrir starfi Slysa- vamafélagsins síðustu tvö ár- in síðan landsþing var háð og ræddi megin viðfangsefni þau sem framundan eru. Að lokinni þingsetningar- ræðu forseta Slysavamafé- lags fslands tók herra forseti Ásgeir Ásgeirsson til máls og ávarpaði þingið. Þá tóku þeir og til máls félagsmálaráðherra, biskup fs- lands og borgarstjórinn í R- vík og ámuðu félaginu og þinginu heilla og blessunar, en þessir voru gestir þingsins. Forseti Slysavamafélagsins tilnefndi séra Óskar J. Þor- láksson þingforseta. Fyrsti varaforseti er Egill Júlíusson frá Dalvík. Þá var skipað í fastar nefndir þingsins. Þá lagði gjaldkeri Slysa- vamafélagsins Árni Ámason kaupmaður fram og útskýrði efnahags- og rekstursreikn- inga fyrir árið 1962—1963. Enn fremur lagði hann fram frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 1964 kr. 2.969.000.00 og fyrir árið 1965 2.904.000,00 krónuær. Föstudaginn 8. maí hófust þingfundir kl. 10 f.h. með framsögu um nokkur af að- almálum þingsins. Fyrir þessu þingi sem er hið fjölmenn- asta sem Slysavamafélagið hefur háð. liggja mörg mál, svo sem um skipbrotsmanna- skýlin, búnað og eflingu björgunarsveitanna, nýjungar í björgunarmálum, öryggis- eftirlit með smábátum, fjar- skiptaþjónustu, slysavamir í heimahúsum og umferðarmál svo að nokkuð sé nefnt. Á þrjátíu og sex árum frá stofnun Slysavamafélagsins hefur sex þúsund og fimm hundruð manns verið bjargað frá drukknun. Á þessu tíma- bili hefur 2250 skipum verið veitt aðstoð í sjávarháska. Félagsforseti benti á þá al- varlegu staðreynd. að 11 síld- veiðiskip hefðu farizt síðan árið 1960. Þar af 7 á vetrar- sfldveiðum. Þetta eru fleiri skipskaðar á síldveiðum en samanlagt þrjátíu ár fyrir 1960. Eitt hundrað, og þrjátíu fulltrúar úr öllum byggðarlög- um landsins sitja þetta þing. TÁkka er í dag f dag er þjóðhátíðardagur Tékka og I tilefni af deginum efnir Tékknesk-íslenzka menn- ingarfélagið til samkomu í Klúbbnum annað kvöld kl. 8.30. Á samkomunni mun Karl Guðjónsson fyrrv. alþingismað- ur flytja aðalræðuna en einnig flytur sendifulltrúi Tékka hér á landi. J. Krmacek ávarp. Þá mun tékknesk strengjasveit Ieíka og Alþýðukórinn undir stjóm dr. Hallgríms Helgasonar syngur. Loks verður svo efnt til happdrættis. í tilefni af þjóðhátíðadeginum er þessa dagana stillt út í glugga bókabúðar Máls og menningar nokkrum sýnishomum af tékk- eskum vöram og handiðnaði svo og myr.dum af Guðrúnu P,jama- dóttur fegurðardrottningu, en hún hcfur m. a. kynnt tékkn- eska skartgripi fyrir Bijoux de Boheme. Hér er Sigurður Jónsson modelsmiður í Landssmiðj- unni að leggja síðustu hönd á líkan sitt af varðskipinu Ægi. Þetta er sjöunda skip- ið, sem Sigurður smiðar fyr- ir Landhelgisgæzluma og er hann að verða búinn að smíða líkön af öllum herskipaflot- anum fyrir Pétur vin sinn. Þau stássa svo í aðalbæki- stöðvum sjóliersins hér á landi. Ertu ekki orðinn míliter í hugsunarhaetti ? Ég hafði mikla ánægju af þessu í þorskastríðinu og tamdi mér þá natnina og þolinmæðina yfir hverju smáatriði. Hér er nefnilega hvert smáatriði tekið með i reikninginn. Borgarstjóri afsakaði seina- ganginn og kenndi þrennu um: 1) Brugðið var út af bygg- ingarásetlun án samþykkis borg- arráðs og borgarstjórnar. 2) Óðadýrtíð ríkisstjórnarinn- ar varð meiri en nokkum hafði órað fyrir. 3) Verkföll og skortur á vinnu- afli töfðu verkið. (Handhæg og mikið notuð afsökun fyrir seina- gangi við opinberar framkvæmd- ir.) Seint á árinu 1965 — eða síðar Af þessum sökum taldi borg- arstjóri óhugsandi. að sjúkra- húsið gæti tekið til starfa fyrr en seint á árinu 1965, og senni- lega verður það enn síðar, og seinkar verkinu þannig um eítt ár eða meira. mánaða verk í líkanið af Ægi, sagði Sigurður og festi litla flís í frammastrið. Hann gekk aðeins frá og virti fyr- ir sér gripinn og tottaði vindilrnn og auðvitað var löngu dautt í honum. Sálma- söngur var í útvarpinu. Mér miðar bezt áfram undir sálmasöng, segir Sigurður. Maður öðlast ró og jafn- vægi hugans við verk sitt og fíngumir verða liprari við þessar smáflísar. Þó er lík- lega eitthvað enskt við að smíða svona líkön af varð- skipum undir sálmaspili og kirkjusöng. Sigurður er búinn að vinna að módelsmíði í Landssmiðj- unni síðastliðin þrjátíu og þrjú ár. Ég lærði á sínum tíma hjá miklum snillingi hér Það er mikið gumað af á- ætlunum íhaldsins í Reykjavík fyrir kosningar, sagði Alfreð i athugasemdum sínum við svör borgarstjóra, en minna hirt um framkvæmd þeirra eftir kosning- ar. Fullgert en óstarfhæft Þú spurðist Alfreð einnig fyrir um, hvort hugsanlegt væri, að skortur á starfsliði yrði til þess að tefja fyrir opnun sjúkrahúss- ins. Um það gat borgarstjóri ekk- ert fullyrt. en sagði aðeins, að vonandi fengist nægilegt starfs- lið til þess að reka sjúkrahúsið með fullum afköstum. en örðugt væri að fullyrða það með vis >u. Óhugsandi er það því ekki, að í bæ. Það var Árni Jónsson, módelsmiður að Nýlendugötu 21 og kalla ég hann meistara minn. Ætlaði ég í upphafi að verða húsasmiður og taka sveinspróf sem slíkur. Annarg er ég fæddur og uppalinn í Hallgeirsey í Landeyjum og varð þegar í æsku hrifinn af skipum og bátum og byrjaði þá að smíða módel af bátum sem lentu við sandinn. Ég er til dæmis með fjöru- tíu ára gamla mynd hér á verkfæraskápnum mínum. Hún er tekin af Guðbrandi Magnússyni, fyrrverandi for- stjóra í Áfenginu og er bát- urinn úti á vatni þarna á æskuslóðum mínum. Snemma beygðist krókurinn. íhaldið standi uppi með full- gert en óstarfhæft sjúkrahús einhvemtíma á árinu 1966. Reykjaskóla var slitið á sunnudag Reykjaskóla 4/5 — 1 gær voru nemendur fyrsta og annars bekkjar kvaddir. Allir nemend- ur stóðust tilskilin próf. Hæstu einkunnir hlutu þessir nemendur. í fyrsta bekk, Hjört- ur Pálsson frá Syðri Völlum í Miðfirði. Hann hlaut 8.98. 1 öðr- um bekk hlaut Eiríkur Jensson frá Reykhólum 8.58. Áttunda þessa mánaðar er þriðjungur aldar liðinn síðan skólinn tók til starfa. Nokkrir af fyrstu nemendum skólans voru mættir við skólaslitin í gær og færðu skólanum að gjöf málverk af fyrsta skólastjóran- umí séra Jóni Guðnasyni. Skólastjóri þakkaði gjöfina og séra Jón flutti ávarp. en þeim hjónum hafði verið boðið að vera viðstödd athöfnina. — R. Þ. Gæftir voru góðar í Vestfirð- ingafjórðungi í síðastliðnum mánuði og afli góður. Barst þannig á land helmingi meiri afli í aprilmánuði en á sama tíma í fyrra. Hamlaði þá tíðar- far sjósókn á Vestfjörðum. Línu- bátamir fengu nú dágóðan stein- bítsafla og náðu þeir aflahæstu tvö hundruð lestum. Netabát- amir sóttu afla sinn að mestu suður í Breiðafjörð og þeir bát- ar sem sóttu netamið í Djúp- inu tóku upp net sín fyrrihluta mánaðar og sóttu Breiðafjörð. Sextíu og átta bátar stunduðu róðra frá Vestfjörðum í apríl- mánuði. Þrjátíu og tveir með net oe tuttugu og fimm með lím' á handfæraveiðum. Au’ -u tveir bátar með nót '•iand. Færabátum fer öi ndi, ef veður verð- ur sæmilegt. Heildarafli Vest- fjarðabáta í apríl var 9770 lestir, en var 5155 lestir í sama mánuði í fyrra. Heildarafli þeirra frá áramót- um til aprílloka er 28562 lestir, Félag áhugaljósmyndara efndi tvisvar til ljósmyndasamkeppni á sl. vetri Lauk fyrri sam- keppninni fyrir áramót en hinni síðari seinnihluta vetrar. Úrslit fyrri keppninnar urðu þau að Ólafur Sigurjónsson hlaut 1. verðlaun, Otti Pétursson 2. verðlaun og Skúli Gunnarsson 3. verðlaun. f seinni keppninni hlaut Haukur Kristófersson 1 verð- laun, Ólafur Sigurjónsson 2. en var á sama tíma í fyrra 25376 lestir. Aflahæstu bátamir á Vest- fjörðum í aprílmánuði voru Dofri frá Patreksfirði með 493 lestir og framnes frá Þingeyri með 475 lestir, en mestan afla frá áramótum hefur Loftur Baldvinsson með 1406 lestir til aprílloka. nr*raii ,, , Þrjár aflahæstu verstöðvam- ar í apríl voru Isafjörður með 2066 lestir. Bolungavík með 1519 lestir og Patreksfjörður með 1510 lestir. Fjórir aflahæstu bátarnir í fjórðungnum era Loftur Baldvinsson með 1406 lestir, Dofri með 1310 lestir, Sæborg með 1051 lest, allir frá Patreksfirði og Framnes frá Þingeyri með 1043 lestir. Það er frá áramótum. Aflahæstu bát- amir í öðram verstöðvum í apr- il era Sæúlfur frá Tálknafirði með 229 lestir, Andri frá Bíldu- dal með 246 lestir, Hinrik Guð- mundsson frá Flateyri með 224 lestir, Freyja frá Suðureyri með 209 lestir, Einar Hálfdáns frá Framhald á 9. síðu. verðlaun og Jakob Kristinsson 3. verðlaun. Aukaverðlaun fyr- ir beztu mynd vetrarins fékk Otti Pétursson. — Myndin er af verðlaunahöfunum með gripina, Talið frá vinstri: Otti Péturs- son, Ólafur Sigurjónsson, Hauk- ur Kristófersson, Skúli Gunn- arsson og Jakob Kristinsson. Stjórn félagsins skipa Bergur Ólafsson formaður, Skúli Gunn- arsson ritari og Ólafur Hann- esson gjaldkeri. Ætli sé ekki komið þriggja Enn seinkar byggingu Borgarsjúkrahússins ■ Á síðasta borgarstjórnarfundi svaraði borgarstjóri fyrirspurnum Alfreðs Gislasonar um byggingu borgar- sjúkrahúss í Fossvogi. Svörin leiddu í Ijós, að einróma samþykkt borgarstjórnar frá 7. marz 1961 hefur ekki ver- ið framkvæmd, en samkvæmt henni skyldi byggingunni hraðað svo, að unnt yrði að veita 185 sjúklingum viðtöku fyrir árslok 1964. Verðlaunaljásmyndarar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.