Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 4
SlÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. maí 1964 Ctgefandi: Ritstjórar: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Óskynsamleg ofbeldishótun 'F’igi að meta samningsvilja ríkisstjórnarinnar eftir tóni og orðalagi stjórnarblaðanna, virðist sá samningsvilji ekki vera upp á marga fiska. Helzt virðist ríkisstjórnin hugsa sér að samning- ar við verkalýðshreyfinguna verði á þann veg, að ríkisstjórnin segi: Svona vil ég hafa það, verka- menn og aðrir launþegar skulu hvað sem tautar bera bótalaust kjaraskerðinguna sem orðin er frá samningagerðinni í vetur. Og vilji þeir ekki beygja sig í duftið fyrir þeirri kröfu skal ofbeldi ríkis- valdsins beitt til að klekkja á verkamönnum og öðrum launþegum, og lögfest það sem ríkisstjórn- in vill að verði hlutskipti alþýðunnar. Hótanir af þessu tagi flutti Morgunblaðið síðast í gær, og hefur gert það áður. A Ikunnug eru þess háttar samskipti fveggja að- ila og Morgunblaðið og þá sennilega líka rík- isstjómin virðist hér stefna að. Ef bulla stöðvar friðsaman vegfaranda á götu og gerir honum þá kosti að vilji hann hlýða skilyrðislaust skuli þeir sáttir, að öðrum kosti ætli hún sér að hafa sitt fram með nöktu og blygðunarlausu ofbeldi, þá er það svipmynd af þeirri tegund „samninga“ sem ríkisstjórnin virðist telja að gera eigi við verka- lýðshreyfinguna nú í vor. Sjálfsagt er örðugt að hugsa sér nokkra fráleitari framkomu um leið og tveir sterkir aðilar setjast að samningaborði né óvænlegri til þess að árangur náist en slíkar of- beldishótanir. Það eitt að blöð ríkisstjórnarinnar skuli hóta því dag eftir dag að ofbeldi ríkisvalds- ins eigi að beita gegn verkalýðshreyfingunni, fái ríkisstjórnin og atvinnurekendaklíkumar sem henni stjórna ekki framgengt vilja sínum í einu og öllu. er hvort tveggja í senn: fáránleg ósvífni í garð verkal-Áftshrevfingarinnar. og skemmdar- starf^omi á þeim samningatilraunum sem nú fara fram. * Oíkísstjórnin og flokkar hennar ættu þó að vera Jt-I|L þess minnugir sem gerðist 9. nóvember í vet- ur sem leið. Ríkisstjórnin og flokkar hennar höfðu ákveðið að fara ofbeldisleiðina. En verkalýðshreyf- ingin reis upp, af slíkum þrótti og samhug að þess eru fá dæmi. og greip um hendur ofbeldismann- anna: bar kom að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að láta meirihluta sinn á Alþingi samþykkja of- beldið. enda þótt ráðherrarnir væru búnir að prédika í fimm umræðum á Alþingi um óhjá- kvæmilega nauðsyn ofbeldislaga! Einhvern skvn semdarauka ætti sú reynsla að hafa skilið eftir Það gæti brakað í fleiri máttarstoðum ríkisstjórn- arinnar en Alþýðuflokknum eigi að stefna í svip- aða ófæpu enn á ný. — s. SKÁKÞÁTTURINN Millisvæðamótið „TVEIR FRA HALLE" f undanförnum tveim skákþáttum höfum við kynnt okkur nokkuð tvo af helztu berserkjum í væntanlegu millisvæðamóti. Ég hef nú hugsað mér að víkja nokkuð af hinum þrönga vegi væntanlegra sigurvegara og kynna þá tvo sem efstir urðu í svæðakeppninni í Halle á síð- asta ári og hlutu þar með farseðla til Amsterdam, þá Portisch og Larsen. Portisch Lajos Portiscli er vafalítið öflugasti skákmaður Ung- verja í dag. Hann er fakldur 4. anríl árið 1937. Hann hef- ur á fáum árum breytzt úr erfðaprinsi í kóng í ríki skák- gyðju Ungverjalandg og ekki er hægt að segjan annað en að hann sé verðugur arftaki þeirra Szabos og Barcza, sem brátt munu sigla skákfleyj- um sínum inn á frægðarhaf fortiðarinnar. Á undEinförnum árum hefur honum nokkrum sinnum tekizt að krækja sér í meistaratitil Ungverjalands. Stórmeistari varð hann árið 1961. Af helztu mótum sem hann hefur tekið þátt í má nefna Minningarmót Aljechins í Bled árið 1961 þar sem hann var í 15.—16. sæti af 20, en þar voru svo mörg heljar- menni að árangurinn er alls ekki lélegur. Einnig tók hann þátt í millisvæðamótinu í Stokkhólmi og stóð sig þar vel auk þess sem hann hefur teflt í Olympíuskáksveit Ungverjalands. í svæðakeppninni í Halle árið 1963 varð hann efstur eftir harða baráttu við Lar- sen en Ivkov og Robatsch urðu nr. 3—4 og tefldu þeir einvígi um 3. sætið og sigr- aði Ivkov með 2:0. Ingi R. Jóhannsson tók þátt í þessu móti sem menn muna og stóð sig mjög vel, hlaut 7.—8. sæti ásamt Trifunavic og hlaut al- þjóðlegan meistaratitil fyrir árangurinn. Hér kemur svo skák milli keppinautanna á þessu móti. Ilvítt: Portisch. Svart: Larsen. NIMZOINDVERSK VÖRN 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. d4 — Bb4, 4. e3 — 0—0, 5. Rf3 — b6. 6. Bd3 — Bb7, 7 o—0 — BxR? (Svartur hugsar mikið um að koma mannskap til e4 og slakar því of fljótt á spenn- unni. Bezt var d5). 8. pxB — Be4. (Ef .... Re4, 9. Dc2 — f5 mundi hvítur sennilega snúa sér að því að hrekja riddar- ann í burtu frá e4 með f3, síðar meir og ná þannig tök- um á þeim þýðingarmikla reit). 9. Be2 — c5, 10. Rd2 — Bb7, 11. f3 — d-5? (Betra er seint en aldrei hugsar svartur en það er rangt! Nú var betra að láta peðið stíga styttra skref til d6 og leika svo e5 og kemur þá út staða eigi ólík þeirri sem upp kemur í Sámischaf- brigðinu). 12, Rb.3 — Dc7, 13. pxc5 — pxc5, 14 pxd5 — pxd5, 15. c4 — He8, 16. Dc2 — Rbd7, 17. pxd5 — Rxd5, 18. »4 — Rb4, 19. Dc3 — Kd5, 20. Da5 — Rd5—b6, 21. Be3! (Hvitur tekur nú að sauma að stöðu svarts). 21. ... c4, 22. Har-cl — He5? (Betra var 22. .... De5, ef þá 23. DxD — RxD, 24. RxR — Bd6 eða 23. Bxc4 — RxB, 24. HxR — DxD, 25. RxD — Ba6 o. s. frv.). 23. Bxc4! — Dd6? (Skárra var 23. .. DxB, 24. HxD — HxD, 25. RxH — RxH, 26. RxR — Ba6, 27. Hc'l — Hc8 o. s. frv. Eftir 23. .... HxD, 24. Bf7+ — Kxf7 25. HxD). 24. Hf—dl — HxD, 25. HxD — Hxp, 26. BxR — RxB, 27. Bxpf — KxB, 28. Hc7+ — Kg8, 29. HxB — Hc8, 30. h4 — g6, 31. Rd4 gefið. Larsen Bent Larsen Bent Larsen er fæddur 4. marz 1935. Hann er líklega kunnastur allra erlendra skákmanna hér á landi og er það af því hversu miklir keppinautar þeir hafa verið Friðrik og hajnn. Larsen tefldi hér einvígi við Friðrik árið 1956 um Norðurlanda- meistaratignina eftir að þeir höfðu orðið jafnir á Norður- landamótinu í Kaupmanna- höfn árið áður og sigraði Larsen 4V<> : 3y2. Þetta vor (1956) var Larsen sennilega einn af sterkustu skákmönn- um heims og vann hann hvern sigurinn af öðrum, samanber æfingamót danska landsliðsing og fleiri mót. En hæst ber þó árangur hans í Olympíuskákmótimu það ár en þá var hann hæstur að vinningum á 1. borði og tefldi raunar dönsku sveitina upp í A-riðil keppninnar. Larsen hefur teflt á fjöl- mörgum mótum, s.s. í Hast- ings, Bewervijk, Olympíumót- um og stúdentaskákmótum. Hann var þriðji í svæðakeppn- inni í Wageningen árið 1957 á eftir Szabo og Friðriki en í millisvæðamótinu í Portoros gekk honum illa og komst hann ekki áfram en í sára- bætur varð hann aðstoðar- roaður Fischers og gekk það víst brösótt eins og oft vill verða þegar jafn miklir orð- hákar mætast. Var það víst því líkast sem skrattinn hefði hitt ömmu sína að því sagt var. Nú á svæðamótinu í Halle varð Larsen annar eins og áður hefur verið sagt og verður gamam að sjá hvernig honum gengur í millisvæða- mótinu, en það getur alltaf brugðið til beggja vona með jafn frumlegan skákmann eins og hann. Við skulum nú líta á eina Framhald á 8. síðu. «tr MELAVOLLUR í dag (sunnudag) kl. 14, leika: AKUREYRI — VALUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ í dag (sunnudag) kl. 20.30, leika: ÞRÖTTUR — VÍKINGUR REYKJAVÍKURMÓTIÐ: Á morgun (mánudag) kl. 20.30 leika: K.R. — FRAM MÓTANEFND. ÚTB0Ð Tilboð óskast í smíði á tveim ca. 12 rúmmetra stál- geymum, ásamt tilheyrandi undirstöðugrind. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 500.— króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Skyndisala Á mánudag hefst sala á amerískum kvenpeysum og unglingapeysum. Margir litir og gerðir. Verð frá kr. 150, — 195, — 250. — Vesturgötu 12 — Sími 13570. <j>-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.