Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 10. maí 1964 ÞJÓÐVÍLJINN SÍÐA Hvenær fá knattspyrnumenn frið til æfinga? Fyrir nokkru kom út skrá yfir knattspyrnu- mótin í sumar og hefur hún ýmsan fróðleik að færa, auk þess sem hún er nauðsynleg handbók fyrir hina mörgu sem fylgjast með knattspym- unni yfirleitt. til þess, það er settur óeðli- legur æfingatími af forustu- mönnum knattspyrnunnar vegna óeðlilega margra leikja. Hér virðist aðeins verið að ,,rubba“ af vissum mótum, maður gæti haldið af gömlum vana, án þess að hugsa frek- keyrðir með of mörgum leikj- um í byrjun. Þessi saga hefur endurtekið sig undanfarið og því mun kennt af forustumönnum knattspyrnunnar að það sé ekki hægt að breyta þessu, þetta verði að vera svona af því það hefur verið svona! Þá hljóta allir að sjá hvað æfingatíminn er lítill. 1 maí- mánuði eru 16 leikkvöld og Þetta er alvarlegt vegna þess að gerðar eru miklar kröfur til knattspyrnumannanna og t.d. í sumar er þeim ætlað að leika hér 3 landsleiki, en nið- urröðun leikja á keppnistíma- bilið er ekki í samræmi við þessa kröfu, hún afsakar slappleikann í knattspymunni. eða með öðrum orðum þeir sem bera ábyrgð á niðurröð- un leikjanna, fjölda lands- leikja hér, verða að taka á sig hluta af þeirri ábyrgð að knattspyrnumenn okkar eiu Framhald á 9. síðu. Björn Ingvarsson (Iéttþungavigt) á Islandsmet í snörun (100 kg.) og í jafnhendingu (127.5 kg.) — (Ljósm. Bj. Bj.) fit •••«.*«« . - ■ f, • Hún hefst á því að skýra frá leikjum Keykjavíkurmóts- ins sem hófust 23. apríl. Hún skýrir einnig frá því að ís- landsmótið byrji 20. maí, sem er óvenjulega fljótt en bend- ir vonandi til þess sem koma þarf, að því leyti að mótið byrji fyrr. Þá byrja hér 1 Reykjavík Valur og KR, á Akranesi lA og Þróttur og á Njarðvíkur-vellinum Keflavík og Fram. Þetta er miðviku- dagur og því allstrembið að vera kominn uppá Akranes og byrja að keppa 8.30 nema þá að taka sér frí frá störfum. Næsti stórviðburður verður heimsókn Middlesex Wandres- ers sem hér verða í boði Þrótt- ar og leika þeir hér 3 leiki. Síðast í júlí eða 27. fer hér fram landsleikur við Skotland og 10. ágúst verður landsleik- ur við Bermuda og leikur það lið auk þess tvo aðra leiki. Þriðji landsleikurinn fer svo fram 23. ágúst og eru það Finnar sem þá koma hingað til landskeppni. Það leynir sér ekki að það eru mörg verkefni sem knatt- spymumenn verða að leysa á keppnistímabilinu og veitir því ekki af að búa þá sem bezt undir, fyrst og fremst fyrir mótin og svo landsleikina. Vafalaust verður reynt að undirbúa landsliðið sem bezt með aukaæfingum og þá val- inn ákveðinn hópur sem til greina kemur. En þá vaknar spurningin um hina sem ekki eru „útvaldir“. Flestir munu sammála um það að knattspyrnumenn okk- ar fái ekki þá grunnþjálfun sem öllum íþróttamönnum er nauðsynleg og þarf að fram- kvæmast að vetrinum. Þeir koma því ekki í eðlilegri voræfingu f fyrstu leikina. Til þess að bæta þeim þetta upp þarf að taka tdlit til leikja- fjöldans sem þeim er gert að leika fyrstu vikurnar að vor- inu til. Ef við flettum upp í kapp- leikjaskránni kemur í Ijós að þar er ekki verið að taka neitt tillit til þess. Sama lið er t.d. látið leika 3 leiki á 8 dögum, og ef betur er að gætt kemur í ljós að þetta sama lið leikur engan leik í 36 daga eða meira en 7 vikur, og þó er það tíminn sem verulega aetti að nota og þá fyrst í miðri viku, því þá mætti þjálf- untn að vera komin á það stig að leikmenn ættu að þola að missa úr æfingar og leika fleiri leiki. Það er kaldhæðni að ein- mitt þegar leikimir byrja á vorin, verða æfingar að leggj- ast meira og minna niður í meistara- og fyrsta flokki vegna bo*55 ipívír om cyo J-pp»’rM» P* 4 ''-r ’ r"T að stunda æf n^r í næði. Hvað er hægt að ætlast til að félag sem leikur 3 leiki á 8 dögum komi oft til æfinga á því tímabili? Ætlast knatt- spyrnuforustan til þess að meistaraflokksmenn komi ekki til að horfa á leikina sem fara fram í þeirra flokki en fari heldur á æfingar í staðinn? Það er tæpast til þess ætlazt. það er fyrsti mánuðurinn sem keppt er auk viku af apríl. Það er vafasamt og raunar öruggt að hvergi í heiminum er knattspyrnutímabilið byggt eins upp og hér á Islandi. Þroski knattspymunnar bygg- ist fyrst og íremst á því að sjalfum féiögunum sé ætlaðir möguleikar til að undirbúa menn sína undir leiki ársins og þá fyrst og fremst þá leiki sem varðar innanlandskeppni, og þá landskeppnina ekki sízt. Og það gerist ekki með öðru móti en æfingum og tima til æfinga. Við verðum að búa við óeðlilegan vinnutíma hér og samt er ekki tekið tillit ar út í það mál. Væri ekki hægt að taka þetta heldur ró- legar í byrjun en sleppa svo meira hinum löngu „fríum“ (36 dögum hjá sumum félag- anna) er líða tekur á keppnis- tímabilið. Er ekki rétt að breyta um form á mótum til þess að koma þessu skynsam- legar fyrir? Að vísu gæti svo farið að hvert félag í Reykjavík tapaði 3—5 þúsund krónum í mesta lagi við það en fengi í stað- inn eðlilegri keppnistímabil, betur undirbúna knattspymu- menn, betri knattspymu, meira féiagslíf, betri nýtni á þjálfur- um og æfingaskilyrðum. Ef svo færi að við fengjum betri knattspyrnu út úr félögunum mundi það samstundis þýða meiri aðsókn að leikjum, sem gæfi aftur það sem tapaðist við færri leiki. Við mundum einnig sjá færri verða að hætta í vorleikjum vegna meiðsla ef þeir kæmust í forsvaranlega þjálfun og væm ekki yfir- Ný íþróttagrein nemur land Efnilegir lyftingamenn eru nú að vaxa upp í Ármanni Lyftingar er sú íþróttagrein, sem vinnur sér tiltölulega flesta fylgjendur allra íþrótta í heim- inum um þessar mundir. Á næstu olympíuleik- um verða lyftingar þriðja greinin í röðinni hva,ð fjölda þátttakenda snertir. Lyftingar í nútíma- mynd sinni hafa einnig numið land á íslandi, og íslenzkir lyftingamenn hafa náð lofsverðum ÞUNGAVIGT (menn þyngri en 90 kiló); arangn. 1 félagsheimili Glímuíélagsins Ármanns við Sigtún æfir hópur knálegra pilta lyftingar, og eru þeir í samstarfi við judo-deild Ármanns, sem æfir í sama húsi. Sigrar Dawn Fraser í þriðja sinn á OL? Fræknasta sundkona heims lenti í m jög alvarlegu slysi Fyrir fáeinum mán- uðum var ástralska sundkonan Dawn Fras- er talin öruggust um sigur af öllum þátttak- endum í olympíuleik- unum í Tókíó í haust. Ekkert virtist geta hindrað sigur hennar í 100 m. skriðsundi þriðju olympíuleikana í röð. Fyrir skömmu breyttust þess- ar horfur á svipstundu. Móðir hennar fórst f bílslysi. og Dawn Fraser ók sjálf bílnum. Dawn Fraser var Dutt í sjúkrahús. Hún hafði fengið al- varlegt taugaáfall við slysið og auk þess áverka á háls. Hún hefur nú mætt fyrir rétti (með gipsumbúðir um hálsinn) til þess að gefa skýringu á þessu umferðaslysi. Hún kvaðst hafa ekið um 65 km. hraða á klst. þegar slysið varð. Hún ók aft- ammriír nnll á vörubíl f út- hvovfi TVlmim verið ingl mjng nnlæg1 horni, Dawn Fraser og voru engin biðljós á hon- um. Styrkasta stoðin Mest.a áfallið fyrir Dawn veana þ-essa slvss er ekki það, að hún missi nú þjálfun fyrir olympíuleikana. Missir móð- urinnar er auðvitað þungbær- astur fyrir hana, einnig með tilliti til keppni á olympíuleik- unum. — Móðir mín var ætíð bezta stoð pn’n sem sundkonu, segir Dawn Fraser. Dawn á sér mjög sérstæðan feril sem sundkona. Hún er ein þeirra sárafáu stúlkna, sem hafa haldið sér í þjálfun þar til fullum þroska er náð, — og hún hefur meira að segja orðið stöðugt betri með aldr- inum. Hún varð fyrsta kon- an til að synda 100 metra á skemmri tíma en einni mínútu, og engin hefur ennþá leikið það eftir henni. örfáum dög- um áður en slysið varð bætti hún enn heimsmet sitt í 100®" metra skriðsundi og synti á 58.9 sek. Keppir hún í Tokíó? Dawn Fraser er nú 26 ára gömul. Hún hefur um dagana sett hvorki meira né minna en 36 heimsmet í sundi. Nú spyrja íþróttaunnendur um allan heim: — Hefur þessi frækna sundkona lfkamlegan og andlegan stvr-k tu að vfir- Lyftíngamönnum Ármanns bættist góður liðsmaður í vetur. Það er bandarískur mennta- maður, sem dvalið hefur all- lengi hér á landi og er mörgum að góðu kunnur. Kári Marð- arson. Svo miklu ástfóstri hef- ur þessi Bandaríkjamaður tekið við Island og íslenzkuna, að hann tók upp íslenzkt nafn. Nú er Kári á förum til heima- lands síns, og mun verja dokt- orsritgerð sína um íslenzk fræði við Kalifomfuháskóla. Það eru f jölmargir sem kann- ast við Kára Marðarson, en það eru færri, sem vita að hann hefur náð betri árangrj f lyft- ingum en nokkur íslendingur. Kári er gott dæmi um það, að meðfæddir kraftar og likams- burðir eru ekki skilyrði til að^, verða „sterkur". Þjálfun. ein- beiting og snerpa ráða þar mestu. Kári hefur hlotið mjög góða þjálfun í lyítingum vestra og hann bætti úr mjög tilfinn- anlegum þjálfaraskorti hér á landi. Hann er aðeins 64 kíló að þyngd og fremur lágvaxinn. Eigi að síður hefur hann lyft 315 kílóum í olympfu-þrfþraut hér á landi. Þrfþraut lyftinga er fólgin í 3 lyftingaraðferðum: pressu, snör un og jafnhendingu. Beztu árangrar sem náðst hafa hér á landi í hinum ýmsu þyngdarflokkum eru sem hér segir: (Fyrst þríþraut og síðan beztu afrek í einstökum grein- um): Svavar Carlsen 307,5 kg. pressa 97,5 kg. snörun 90,0 kg. jafnhending 125 kg. Milliþungavigt: (82V2 -90 kg.): Ingi Ámason 245 kg. pressa 95 kg. b il ..snörun 77,5'kt. jafnhending 115 kg. Léttþungavigt (75-82V2 kg.): Gunnar Alfreðsson 312.5 kg. pressa 105,0 kg. Bjöm Ingvarsson snörun 100,0 kg. jafnhending 127,5 kg. Millivigt (67V?-75 kg.): Óskar Sigurpálsson 270,0 kg. pressa 95,0 kg. snörun 75,0 kg. jafnhending 110,0 kg. Léttvigt (menn 60-67 kg.): Kári Marðarson 315.0 kg. pressa 102,5 kg. snörun 92,5 kg. jafnhending 125,0 kg. Ennþá hefur ekki verið kepjjt í tveim léttustu flokkunum hér á landi, fjaðurvigt og batam- vigt. íslands- glíman í dag klukkan fjögur hefst 54. Islandsglíman í íþróttahús- inu á Hálogalandi. Til keppn- innar eru skráðir 15 keppend- ur frá fjórum félögum. Meðal keppenda er Armann Lárusson, núverandi glimu- kappi fslands, og ennfremur flestir beztfj glímumenn lands- ins. Keppt er um Grettisbeltið, sem keppt hefur verið um frá upphafi Islandsglímunnar árið 1905. ’nloilc ,,_n í hn.i 1 ? Sjgutþórjónsson &œ Jiafnarstnrti 4-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.