Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.05.1964, Blaðsíða 7
Þiösvrunm SIÐA J Sunnudagur 10. maí 1964 Ef til vill nær þetta hungraða barn þrítugsaldri. PARÍSARBRÉF Fyrir nokkru var haldin hér í París sýning á vegum Alþjóðlegu baráttuhreyfingar- innar gegn hugri. (Campagne Mondiale contre la Faim). Þessi sýning opnadi augu allra sem hana sáu fyrir hinu geigvænlega ástandi sem ríkir í vissum heimshlutum á sviði menntunar, iðnaðar og ekki sízt næringar. Sýning þessi var allstór og var einkum í formi ljósmynda og prós- entutalna. Við trúum ekki ðllu sem við heyrum eða lesum. En þegar við sjáum er ekki lengur um að villast. Þá næg- ir ekki lengur að fussa við og segja að hér sé enn á ferð- inni áróður stjómmálanna. T ■ veir af þremur í búum jarðar þjást af hungri. Helztu hungursvæðin eru Suður- Ameríka, Afrika og Indland. Ástæðan er ekki offjölgun mannkynsins. Jörðin er nægi- lega auðug handa íbúum hennar. Hins vegar eru þessi auðæfi ekki notuð til fulln- ustu. Þótt ótrúlegt sé, er á allri jörðinni ræktað fjórum sinnum minna land en hægt er að rækta. Og í þeim lönd- um einmitt þar sem hungur- ástandið er verst lifa íbúam- ir nærri eingöngu á akur- yrkju. Til glöggvunar á kostnaðarhlið ræktunarfram- kvæmda má geta þess að and- virði einnar atómsprengju, sem er 6 miljónir dollara, nægir til að gera 7500 hektara eyðimörk að ræktarlandi. Ástandið væri ekki eins al- varlegt ef þeim auðæfum sem notuð eru væri réttilegar skipt milli íbúa jarðar. En þvi fer fjarri: 10% mannkyns njóta 60% auðæfa hennar, 57% mannkyns njóta minna en 10% auðæfa hennar. I Mexíkó t.d. eiga um 500 fjölskyldur um 100 þúsund hektara lands. I Brasilíu á hverfandi lítill minnihluti 60°/n alls ræktaðs lands. Það var því ekki að ástæðulausu sem þessi ríki og valdamikli minnihluti reis upp gegn um- bótamanninum Goulart, for- seta Brasilíu, sem hafði ráð- gert að skipta landinu upp milli íbúa þess. — Og í Kól- ombíu eru 0.9°/n þjóðarinnar eigendur að 40% landsins. Afleiðingin Hungrið sjálft hefur þó ekki eins langvarandi afleið- ingar og vannæringin. 3/4 hlutar mannkyns þekkja ekki nema einn rétt. I Suður- Ameríku er þessi réttur maís. ! Afríku manioc. Hinn se'gdrepandi hungur- dauði er ekki ægilegasta af- leiðing vannæringarinnar, — heldur hinir ótölulegu sjúk- dómar sem hungraður eða vannærður maður hefur enga mótstöðu gegn. Helztir þeirra eru Beri-beri, hálseitlabólga. skyrb.iúgur, útbrotaveiki, blóð- sótt, berklar. bólusótt. augn- veiki o. fl. o. fl. 1 Indlandi eru þess dæmi að venjuleg in- fluenza verði um 15-20 milj- ónum manna að bana. Indland virðist vera einna verst statt af þessum lönd- um. í Madras, sem er fjórða stærsta borg Indlands og tel- ur eina og hálfa miljón, búa 250 þúsundir á götunni. í Indlandi, þessari paradís ferðamanna, þjást átta af hverjum tíu bömum af veiki sem kallast kwashiorkor, en veiki þessa fá þau í gegnum móðurmjólkina frá vannærð- um mæðrum sínum Helztu einkenni þessa sjúkdóms eru stöðvun vaxtar eftir að barnið er hætt á brjósti. bjúgur, alls kyns húðsjúk- dómar, útþensla magans o. fl. o. fl. Um heilbrigðiseftirlit, fjölda lækna, sjúkrahúsa og hjúkr- unarkvenna er svipaða sögu að segja Ef vel á að vera þyrfti einn læknir á hverja 300-600 íbúa. En staðreyndin er sú, að þar sem bezt gerist er einn læknir á hverja tíu þúsund íbúa, og þar sem á- standið er verst er einn lækn- ir á hverja hundrað þúsund íbúa. Þessir fáu læknar skipt- ast ekki jafnt niður á íbú- ana, heldur nýtur aðeins viss hluti þeirra læknishjálpar. (Ekki þarf að leita heimsálfa á milli til að finna slíka mis- skiptingu: í París t.d. eru læknar í hinu svokallaða ,,fína hverfi“ tuttugu sinnum fjölmennari en í einu verka- mannahverfi, sem samt telur miklu fleiri íbúa). Lámarksnæring Maðurinn þarf að fá að minnsta kosti 2700 kaloríur á dag til að geta lifað heilsu- samlegu lífi. Eftirfarandi töl- ur sýna hryggilega staðreynd: 12% jarðarbúa fara fram úr þessu lágmarki. 28% þeirra ná þvi. 60% íbúa jarðar ná þvi ekki, — 1 Indlandi t.d. fær allur þorri íbúanna mest 1700 kaloríur. Enda er meðalaldur í Indlandi 32 ár. Hverjir bera ábyrgðina? Það eru ekki aðeins vald- hafamir sem bera ábyrgðina. Við erum öll ábyrg, bæði ég og þú, við öll sem njótum þeirra forréttinda að fá nóg að borða. Við erum ábyrg af því að við vitum um þetta ástand, af því að örvænting- arópin og hjálparhrópin hafa náð eyrum okkar. Nú vitum við að mikill meiri hluti íbúa jarðarinnar lifir enn fyrir þá hugsun eina að fá eitthvað að borða í dag. Og þvínæst þarf að gera sér grein fyrir hvað veldur þessu ástandi: hvort mennirnir eru of margir og jörðin of fátæk; eða hitt hvort gæðunum er svo mis- jafnlega skipt. Nú vita allir hvað veldur. Hver heiðarlegur maður vill stuðla að bættum kjörum mannanna. En gagnslaust er að telja upp ótrúlegar tölur, skrifa um þær í blöðin, lesa um þær og andvarpa síðan af meðaumkun með þeim sem eiga bágt. Eitthvað verður að gera til bjargar. Ráð til urlausnar í fyrsta lagi þarf að vinna bug á fáfræðinni, því það er hún m.a. sem kemur í veg fyrir iðnvæðingu. og hún kemur einnig í veg fyrir, að fólkið verði sér meðvitandi um stöðu sína, að menn geri sér grein fyrir, að þeir eru mcnn eins og „hinir“. 1 öðru lagi þarf að skipta auðæfum jarðar milli íbúa hennar, því þeir eiga allir rétt á þeim. Meðan 10% mannkyns eiga 60% auðæfa jarðarinnar mun hungrið haldast. Með þv£ aðeins að útrýma fáfræði er unnt að vinna bug á afturhaldsöflunum; því fá- fræði fjöldans er vopnið sem þau nota til að verja þessi auðæfi sín, sterkasta vopnið sem völ er á. Hvaða grfmu sem aftur- haldið ber, hvort sem það er norður á Islandi. austur í Indlandi eða suður í Afríku, þá verðum við að berjast gegn því. Þvi að sál þess er alltaf hin sama, markmið þess ætíð það eitt: að gera hina ríku ríkari og hina fá- tæku fátækari. ^ANNA K. STEFÁNSDÓTTIR mrnrn mmmimnm >, * • *m, - < mT i Hún er ekki nema 13 ára stúlkan á myndinni. Hún þjáist af húðsjúkdómi. Algengt er í stórborgum hitabeltislandanna að sjá sofandi böm á götunum. Þegar dagar, eru þau rekin burt tii að flækjast ekki fyrir gangandi fólki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.