Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 1
Þriðjudagur ilíL rnaí [19-64 — 29. árgangur — 1105. tölublað. Ót/ýr Surtseyjarför um Hvítasunnuna Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík efnir til ferðar tíí Vest- mannaeyja um hvítasunn- una. Flogið verður þangað seinnihluta laugardags og til baka á mánudag. Á sunnu- dag verður m.a. Surtsey taka. Nánari upplýsingar era heimsótt. gefnar á skrifstofu ÆFR Ferð þessi verður einhver Tjarnargöfcu 20. opin kL ódýrasta Surtseyjarferð sem 5—7 e.h. daglega, sími 17513. enn þá hefur verið skipu- — ÆFR. lögð. öllum er heimil þátt- VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS STOFNAÐ MEÐ 8500 FÉLAGSMÖNNUM ? Verkamamiasamband íslands var stomað um helgina. Stóðu 23 verkamannafélög með um 8500 félagsmenn að stofnun sambandsins. Stofn- þingið var haldið í hinum ágætu húsakynnum Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur að Lindargötu 9 í Reykjavík. D Stofnþingið samþykkti lög fyrir Verka- mannasamband íslands og einroma ályktun um kjaramálin, eftir rækilegar umræður. •k f aðalstjórn Verkamannasambands Islands voru kosnir: For- maður Eðvarð Sigurðsson, Reykjavík, varaformaour Björn Jónsson, Akureyri; ritari Hermann Guðmundsson, Hafnarfirði; gjaldkeri Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri og meðstjórnendur Guðmunda Gunnarsdóttir, Vestmannaeyjum; Sigurfinnur Karlsson, Neskaup- stað og Öskar Garibaldason, Siglufirði. + Alyktun stofnsþingsins um kjaramálin og viðtal við fyrsta formann Verkamannasambands fslands, Eðvarð Sigurðsson, verða birt i Þjóðviljanum á morgun. Sjá nánar frétt á þriðju síðu LÚÐVÍK JÓSEFSSON í útvarpsumrœðunum í gœrkvöld: Ríkisstjórnin stendur ráðþrota fyrir sinni eigin dýrtíðarstef nu B Ríkisstjórnin hefur beitt verðbólgunni sem vopni til þess.að breyta tekjuskiptingu þjóð- arinnar, en stendur nú ráðþrota fyrir sinni eigin dýrtíðar- og verðbólgustefnu. a Vandamálin, sem við er að etja eru afleið- ing af þessari röngu efnahagsmálastefnu og þau verða ekki leyst nema í samvinnu við verkalýðssamtökin. Til þess er nauðsynlegt að semja um réttlátar kjarabætur til handa 'aunþegum, taka upp verðtryggingu á kaupi >g skapa þannig grundvöll fyrir varanlegum 'tjarabótum og samningum til lengri tíma. 1 Á þessa leið m.a. fórust Lúðvík josefs- yni orð í útvarpsumræðunum í gærkvöld, og verða hér á eftir rakin nokkur atriði úr ræðu hans. í upphafi ræðu sinnar vék I Lúðvík að gangi þingmála al- mennt i vetur, og minnti á, að þau hefðu einkum framan af, vetri mótast af þeirri þróun, I sem var a'ð gerast í kaup-1 gialds- og verðlagsmálum þjóð- arinnar. Ríkisstjornin hefði loks | leitað eftir sai/.ningum við verkalýðshreyf inguna og væri I nú lítið orðið eftir af hreysti- yrðum Bjarna BenediktssQnar um að ekki kæmi til mála að leita til „afla utan Alþingis" til að leysa aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum. Hið sama mætti segja um önr.ur fyrirheit, sem viðreisnarstjórnin gaf við upp- haf valdaferils síns: „að ekki mætti greiða visitöluupphætur um er reynslan þessi: Skattakerfinu hefur verið gjörbreytt. Árið 1958 voru heild. artekjur ríkissjóðs 914 miljónir króna. Á þessu ári eru þær á- ætlaðar um 3000 miljónir kr., og hafa því hækkað á þessum tíma um 2000 miljónir, eða tvo mil- jarða króna. Árið 1958 námu allir tollar og söluskattar rík- isins um 550 m. kr., en nema nú u<m 2100 m. kr. eða marg- falt hærri upphæð. Lúxusvörur hafa verið lækkaðar f tolli, en stóraukinn söluskattur lagður á daglegar lífsnauðsynjar. Beinn tekjuskattur félaga og fyrir- tækja i verzlun og atvinnu- rekstri hefur verið lækkaður á- samt skatti af hátekjum, á sama tíma og skattar af miðlungstekj- um hafa hækkað stöðugt með hækkandi verðlagi. Gleggsta dæmið um dýrtiðarþróunina er hækkun á vöruverði og þjón- ustu samkvæmt vísitölu Hag- stofunnar. Á þessum 4 árum nemur hækkunin 84% og eiga ^Hér sést nokkur hluti fulltrú- anna er sátu stofnþing Verka- mannasambands fslands um helgina. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). þá eftir að bætast þar við 9 vísitölustig vegna nýjustu verð- lags- og skattahækkana, og er þá meðaltalshækkunin á vörum Qg þjónustu orðin hvorki meira né minna en 93%. Stefnt að vissu marki í húsnæðismálum er sömu sögu að segja. íbúðabyggingar drógust verulega saman fyrstu ár viðreisnarinnar, en afleiðing- Framhald á 3. síðu. Síðari ræðumaður Al- þýðubandalagsins í út- varpsumræðunum ígær- kvöld var Geir Gunn- arsson. Verður sagt frá ræðu hans í Þjóðvilj- anum á morgun. Lúðvík Jósefsson i á kaup, og að ríkisstjórnin myndi aldrei skipta sér af samningum verkalýðsfélaganna við atvinnurekendur. Nú væri blaðinu snúið við. Rej'nslan hefði heygt viðreisnarherrana og neytt þá til þess að taka til- lit til staðreyndanna. Reynslan af við- reisninni Viðreisnin hefur nú staðið í 4 ár og er því ekki unnt að segja annað en að hún hafi , fengið fullan reynslutíma, enda sjást spor hennar glögglega í | öllu þjóðlífinu. í stórum drátt-1 Borgarstjórn ákveður kaup á 48 íbúium til ai leigja ¦ Á borgarráðsfundi sl. föstudag var samþykkt að heimila kaup á tveimur fjölbýlishúsum við Kaplaskjóls- veg og var borgarstjórn falið að ganga frá kaupunum fyrir hönd borgarinnar. Hús þessi eru nr. 19—29 við i berja íbúðirnar eni 73 fermetr- Kaplaskjólsveg og eru þau ar að flatarmáli en þrigggja her- byggð af Aðalverktökum. Ibúðir bergja íbúðirnar tæplega 89 eru 48 að tölu, tveggja og fermetrar. þriggja herbergja. Tveggja her- Þá samþykkti borgarráð að nota íbúðir þessar sem leigu- húsnæði en selja þær ekki. Verður leigurétturinn bundinn við útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis i bænum. Húsin eru fullgerð og verður hægt að taka íbúðirnar í notkun strax og geng:ð hefur verið endanlega frá samningum um kaup á þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.