Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 2
SlÐA HðÐVILJINN Þriðjudagur 12. maí 1964 FISKIMAL — Eftir Johann J. E. Kúld Framfarir á sviði nótaveióa með kraftblökk Bandarikjamaðurinn Marino J. Puretie, höfundur kraft- blakkarinnar sem notuð hefur verið við snurpunótaveiði hin síðari ár víðsvegar um heim. hyggst nú endurbæta kraft- blakkardráttinn og gera það kleift að nota þennan útbún- áð á miklu stærri skipum en' gerlegt hefur verið til þessa. Vestur í Bandaríkjunum er nú verið að smíða skip fyrir hinn nýja útbúnað. Þetta skip er á stærð við brezku skut- togarana og er ætlað til tún- fiskveiða Snurpunót skipsins verður talsvert frábrugðin þeim snurpunótum sem nú þekkjast og margfalt sterkari. Skipið líkist talsvert skuttog- ara og nótin verður dregin inn að aftan líkt og togvarpa. Við drátt nótarinnar verða notaðar tvær kraftblakkir. Færibönd flytja fiskinn fram í skipið jafnóðum og nótin er Iosuð. Yfirbyggingin á skip- inu er nokkuð aftarlega, en öll fiskgeymsla í framanverðu skipi. Uppfinningamaðurinn segir, að þeir möguleikar sem felist í notkun einnar kraftblakkar, þar sem nótin sé höfð á síðu skipsins, séu þegar fullnýttir og ekki að vænta víðtækari þróunar á því sviði. Hins veg- ar segir hann að tveggja -<S> DÝRT AÐ LIFA - LÍKA Á HRAFNISTU Er ég las það einhvers staðar á dögunum að nú væri orðið ólíkt betra að lifa en áður fyrir gamla fólkið vegna þess hve tryggingarnar hefðu stór- aukizt, kom mér 1 hug að þar væri ekki allt tekið með í reikninginn. Ég veit ekki betur en fyrir svo sem fjórum árum hafi t.d. ellistyrkurinn nokkumveginn nægt til þess að greiða dvalar- gjald á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Nú mun mánaðargjaldið komið á 5. þúsund krónur og þarf þá vistmaður að greiða um 1400 krónur auk ellistyrksins fyrir dvölina þar, en fyrir fjórum árum fun það ekki hafa verið nema 100 krónur sem hann þurfti að greiða þar umfram ellistyrkinn. Og fyrst ég er farinn að minnast á Hrafnistu, þætti mér gaman að fá að vita hvort rétt getur verið það sem mér var sagt nýlega, að dvalar- heimilið tæki 15% af því sem vistmenn fengju fyrir vinnu sína þar af því að hnýta á öngla og annað þess háttar, ef vistmenn vinna að þessu í rúmum sínum eða herbergj- um, en .20% ef- þeir. geta stað- ið við vinnu sina annars stað- ar. Þetta hlýtur að vera ein furðulegasta skattlagning sem nokkrum manni hefur nokkr um tíma dottið i hug, ef rett reynist skýrt frá. Gamall sjómaður. Bið- raðamenning Áusturstræti og Laugavegur ;ru sem kunnugt er samfellt bankastræti, og laust fyrir klukkan tíu á morgnana er þessi spölur fullur af fólki í biðröðum. Yrði halarófan tengd saman myndi hún á- reiðanlega verða mun lengri en biðraðir þær sem ein- kenndu forðum valdaskeið Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Allt er þetta fólk að bíða eft- ir því að fá að tala við bankastjóra, og þótt sú virðu- lega stétt hafi stækkað örar en nokkur önnur á undan- fömum árum. fer því fjarri að stjóramir komist yfir að tala við alla þá sem bíða. Og býsna margir af þeim sem eru svo hamingjusamir að komast loks inn í hið allra helgasta hverfa út aftur dauf- ari í dálkinn en nokkru sinni fyrr; þeim hefur verið sagt að bankamir hefðu ekkert fé til lána allra sízt til íbúðahúsa- bygginga. Þá tekur við önnur bið hjá þeim sem selja pen- inga á svörtum markaði, og þar er hin eftirsótta vara æv- inlega föl ef menn greiða að- eins nægilega mikið fyrir hana. En þessi uppsprettulind rennur að siálfsögðu einnie úr bönkunum. En það eru til menn sem fá skjótari og auðveldari fyr- irgreiðslu í bönkum en bið- raðafólkið. Það hefur vakið athygli á undanfömum árum að hvers kyns fjármálamenn virðast hafa getað vaðið í sameiginlega sjóði þjóðarinn- ar á svo hömlulausan hátt, að sumir þeirra voru famir að taka upp sjálfsafgreiðslu. Varla hefur komizt svo upp um fjársvikamál. að ekki hafi komið í Ijós að afbrotamaður- inn naut hins mesta láns- trausts í bönkum; og hafi að- albankarnir eitthvað tregðazt við hlupu útibúin undir bagga. Ausið hefur verið fé í ýms þau fyrirtæki sem frá- leitust voru og vonlausust í rekstri. Nú síðast segja blöð- in til að mynda frá því að einn lítill veitingamaður á Akureyri hafi getað komizt yfir lán sem námu meira en 11 miljónum króna, aðallega í ríkisbönkunum, án þess að hafa nokkrar fullnægjandi tryggingar á móti, og muni tap bankanna nema miljóna- upphæðum. Trúlega verða áföll af þessu tagi til þess að enn tognar úr biðröðunum í hinu langa bankastræti í Reykjavík, Og bankastjóramir munu þurfa að gera fieiri en nokkru sinni fyrr afturreka. svo að ekki ckorti fé til að stvrkia veit- inaarekstur. andabú og gler- steypu. — AustrL kraftblakka fyrirkomulagið gefi miklu meiri möguleika, enda sé þá hægt að nota miklu stærri skip til veiðanna, en þessi skip þurfa að vera með svipuðu lagi og skuttogarar að aftan. Tekur nótavindan við af kraftblökkinni? Þá berast þær fréttir frá Noregi að þar sé búið að smíða sérstaka nótavindu, sem iafnvel muni taka við af kraft- blökkinni. Þetta gerist á sama tima og norski síldveiðiflot- inn er í þann veginn að skipta yfir á kraftblökkina, en leggja niður snurpunótaveiðar með bátum. Það er P Björshol Mekan. iske Verksted á Langey við Kristiansund sem kemur fram með þessa nýung. Nótavindan hefur þegar ver- ið reynd í vetur af einu síld- veiðiskipi og er árangur sagð- ur mjög góður. Nú er verið að setja þessa vindu niður í hið mikla aflaskip Poseidon, til frekari reynslu. Eigandi þessa skips er Hans Vindenes, sem keypti hér togarann Ólaf Jóhannesson á sl. ári. f við- talinu sem forstjóri verkstæð- isins Kolbjörn Björshol átti við blaðið Fiskaren, segir hann að með þessari vindu sé hægt að draga nótina á miklu auð- veldari hátt heldur en með kraftblökk, og slit nótarinn- ar verði miklu minna. Þá seg- ir hann líka að áferðin á nót- innj yi{5. dráttinn sé betri þar sem hægt sé að hreyfa vind- una til á fætinum. Þessi nótavinda samanstend- ur af þremur rúllum og er nokkurt bil á milli þeirra, en sameiginleg hlíf öðru megin fyrir allar rúllurnar. Fyrsta rúllan snýst áfram, miðrúllan mótsett, og þriðja rúllan á- fram eins og sú fyrsta. Nótin er lögð yfir fyrstu rúlluna, undir miðrúlluna og yfir þriðju rúllu. Sagt er að hægt sé að koma þessari nótavindu fyrir hvort sem er á þilfari skips eða bátaþilfari. Það verður fróð- legt að fylgjast með reynsl- unni sem fæst við notkun Hér er mynd af nýju norsku nótavindunni. vindunnar um borð i aflaskip-?, inu Poseidon, og mun ég birta um það fréttir ef mér berast. Nótavindan er vökvadrifin, einnig afstöðubreyting hennar á fætinum. Velheppnuð veiðiferð skuttogarans Longva Rétt fyrir miðjan apríl sl. kom skuttogarinn Longva til Álasunds af miðunum við Vestur-Grænland eftir þriggja mánaða útivist. Togarinn los- aði aflann í Grimsby, en hann var rúmar 400 smálestir af frosnum fiskflökum, auk fiskimjöls og lýsis. Útgerðar- maður skipsins, John Longva, lét þau orð falla þegar skipið kom til hafnar í Álasundi, að færi togarinn þrjár slíkar veiðiferðir á ári, væri útgerð- inni borgið. f viðtali við norsk blöð segir hinn þrjátíu ára gamli skipstjóri togarans, Odd- vin Longva, að aflinn hafi oft verið svo mikill á miðunum við Vestur-Grænland í vetur, að þeir hafi engan veginn haft undan i vinnslunni, og því orðið að hætta að toga, svo fiskurinn kæmist ferskur í frostið. Þegar blaðamennirnir spurðu skipstjórann hvort ekki hefði verið kalt þarna á miðunum, sagði hann að það hefði verið, því frostið hefði komizt upp í 26 gráður á Selsíus. Ofsa- veður af norðvestri fengu þeir dagana 12., 13. og 14. marz sl., og var þá geysilega mik- ið ísrek þar sem þeir lágu. Skipstjórinn sagði, að þarna á sömu miðum hefðu verið 30 þýzkir skuttogarar, bæði frá Vestur- og Austur-Þýzka- landi. Vesturþýzku togararnir væru af svipaðri stærð og Longva, sem er rúmlega 1200 smálestir, en austurþýzku verksmiðjutogararnir væru miklu stærri eða af svipaðri stærð og rússnesku skuttogar- amir, sagði skipstjórinn á Longva. Oddvin Longva skipstjóri egaðist hafa aennfæirt um það í þessari veiðiferð að skut- togarar hefðu alla yfirburði yfir síðutogarana jafnt við sjálfar veiðarnar og eins ef taka þyrfti á sig vond veður. Longvamienn vissu um tvo japanska skuttogara sem voru að veiðum á miðunum við Ný- fundnaland, þegar þeir voru við Grænland. Annar þessara japönsku togara var 4000 smá- lestir en hinn 5000 smálestir. Þrátt fyrir skort á sjómönn- um til fiskveiða í Noregi, seg- ir skipstjórinn að nógir menn bjóðist til fiskveiða á togar- anum Longva, þá vanti ekki menn. Eftir nokkurra daga dvöl í Álasundi átti togarinn aftur að fara á Grænlandsmið. Framhald á 9. síðu. Flest er nú hægt að kalla árás! Jón úr Vör sendir mér und- arlegan tón í Þjóðviljanum 10. maí s.l. Þennan tón fæ ég alls ekki skilið, þrátt fyrir góðan vilja. Upptökin eru þau að 1. maí s.l. ritaði fyrmefndur Jón greinarstúf hér í blaðið, þar sem segir m.a. „og er það þá í annað sinn á fáum dögum, sem félagar Jóns Óskars senda honum tóninn í fjarlægt land í þessu blaði. Mun fleirum en mér mér þykja það smekkvísi". Þessi orð Jóns úr Vör þóttu mér svo furðuleg að ég gat ekki stillt mig um að spyrjast fyrir um skýringu. í leiðinni tók ég lítilsháttar til meðferð- ar leiðinlega greinargerð eftir Friðjón okkar Stefánsson. Og nú spyr ég enn: Hver hefur ráðizt á Jón Óskar, sent honum tóninn, eða haft hann að bit- beini? Hvað eiga svona dylgj- ur að merkja? Er það einhver árás á mann þótt hann sé nefndur sem dæmi um störf einhverrar nefndar? Ef einhver tekur dæmi máli sínu til stuðn- ings, þá á það að vera árás á þann sem nefndur er, eftir þessum skilningi. Og því spyT ég enn: Hversvegna vill Jón úr Vör ráðast á Guðmund Böðv- arsson og hafa hann að bit- beini? Hefur hann eitthvað frekar til þess unnið? Fátt er mér f jær en að ráð- ast á Jón Öskar skáld að ó- sekju, enda játa ég_ekki þann lítil ~ verknað á mig, og tek lesendur Þjóðviljans til vitnis um það. enda þótt ég geti ekki gert Jóni Óskari þann bjamargreiða að líta á hann sem heilaga kú. Ég veit ekki betur en ég hafi í fyrrnefndri grein farið viður- kenningarorðum um Jón Óskar, og tekið undir lofsamleg um- mæli Jóns úr Vör um nafna okkar. 1 grein minni stendur orðrétt: „Sú skoðun nefndar- innar er ekki Jóni Óskari að kenna. Það hefur eingum dott- ið í hug“. En óhaggað mun það standa að nefndin umbunaði honum af því hún hélt hann hafa snúizt í pólitík, en ekki af neinni upptendrun á skáldskap hans. Sér Jón úr Vör virkilega ekki hve þetta er sláandi dæmi um störf úthlutunamefndar? Hvers vegna mátti ekki benda á þetta dæmi i gagnrýni á störfum nefndarinnar? Hvurs- lags viðkvæmni er þetta eigin- lega? 1 áðurnefndri grein sinni stillir Jón úr Vör mér upp við hliðina á Friðjóni Stefánssyni, og finnst mér þó Friðjón hefði getað tekið greinarstúf minn til sín rétt eins og Jón úr Vör. Eða er það kannski aðeinstúlk- un Friðjóns Stefánssonar á skoðunum Jóns úr Vör. þegar Jón dýlgjar um að félagar Jóns Óskars „sendi honum tóninn í fjarlægt land“? Umræddan fund í Rithöf- undafélaginu sat ég ekki nema síðustu 40 mínúturnar, og fylgdist heldur illa með þeim jólasveinadansi sem þar var stiginn. Sá dans fannst mér listamönnum lítt5 samboðinn, bað ég af honum sá. Ég held íslenzkum skáldum séu önnur verkefni nauðsynlegri en svona dellumokstur. En þess vil ég að lokum í fullri vinsemd biðja Jón úr Vör, að ef hann vill bera sannleikanum vitni þá noti hann augu sfn og eyru, ásamt öðrum skynfærum. ístað þess að gera öðrum upp skoð- anir. Jón frá Pálmholti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.