Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. ma£ 1064 ■ ' — ■ n '■ ' ;> ■ ■ . .. - . ■ - HCÐVUHNN — Stofnþing Verkamannasambandsins Hér fer á eftir fréttatilkynning frá Verkamannasambandi Is- lands, dagsett 11. mai 1964. Stofnþing Verkamannasam- bands íslands var sett í félags- heimili Dagsbrúnar og Sjó- mannafélags Reykjavíkur að Lindargötu 9 klukkan 2 e. h. laugardaginn 9. maí. Hermann Gnðmundsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði setti þingið með ávarpi. Siðan flutti Hannibal Valdi- marsson forseti Alþýðusam- bandsins kveðju og ámaðaróskir Alþýðusambandsin s. Þá fór fram athugun kjörbréfa. 23 félög höfðu tilkynnt þátttöku í stofnun samþandsins, en á þinginu voru mættir 43 fulltrúar frá 22 félögum og voru kjörbréf þeirra samþykkt. Forsetar þingsins voru kjörnir Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri, Guðmunda Gunnarsdóttir, Vest- mannaeyjum og Sigfinnur Karls- son, Neskaupstað. Ritarar voru kjömir: Tryggvi Emilsson Rvík og Hallgrímur Pétursson, Hafn- arfirði. Þá flutti Björn Jónsson, for- maður Einingar á Akureyri, framsögu um hlutverk og starf- semi sambandsins, lög þess og fjárhagsáætlun. Hófust síðan al- mennar umræður um þennan dagskrárlið, er stóðj fram að kvöldverðarhléi. Var þá málinu vísað til 2. umræðu og nefndar. Þingið kaus þrjár starfsnefndir laga- og fjárhagsnefnd, kjara- nefnd og uppstillinganefnd. 1 upphafi kvöldfunrlir á laug- ardag flutti Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar framsögu- ræðu um viðhorfin i kjaramál- unum. Að loknum almennum umræðum var málinu vísað til 2. umræðu og nefndar. Fyrir hádegi á sunnudag störf- uðu nefndir. en klukkan 2 e. h. hófust þingfundir að nýju. og flutti þá Benedikt Gunnarsson, byggingafræðingur, erindi um vinnurannsóknir og vinnuhag- ræðingu og svaraði fjölda fyrir- spuma þingfulitrúa. Nýlendumálanefnd vítir Enoflendinga NEW YORK 1175 — Fastanefnd Sameinuðu þjóðanna, sú er fer með nýlendumál, mótmælti á mánudag hernaðaraðgcrð- um Englendinga í Suður- Arabíusambandinu, og krafðist þess, að þeim verði hætt þegar í stað. I á- lyktun sinni vekur nefnd- in athygli Sameinuðu þjóð- anna á hinu hættulega á- standi. sem skapazt hcfur vegna þessara aðgerða Englcndinga. Slíkar hern- aðaraðgerðir. sem beint er gegn ibúum viðkomandi byggðalaga — hafa stofn- að alþjóðlegum frið og ör- yggi í hættu, segir í á- lyktuninni. Eldur í bragga Um kl. 4 síðdegis í gær var slökkviliðið kvatt að geymslu- brakka við Skúlagötu rétt hjá Hafnarbíói en þar voru geymd- ar m.a. tómar lýsistunnur, hafði komið þar upp eldur en hann var fljótlega slökktur og skemmdir urðu frekar litlar. Ókunnugt er um eldsupptök. DRENGJA- S K Y R T U R — Póstsendum — KJARAKAUP Njálsgötu 112 Voru þá tekin fyrir nefndarálit og fyrst samþykkt lög og fjár- hagsáætlun fyrir sambandið og síðan ályktun um kjaramál. Þá var kosin stjóm fyrir sam- bandið og er hún þannig skip- uð: Formaður Eðvarð Sigurðsíím, Reykjavík, varaformaður Björn Jónsson, Akureyri, ritari Her- mann Guðmundsson. Hafnarfirði, gjaldkeri Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri og meðstjómendur: Guðmunda Gunnarsdóttir, Vest- mannaeyjum, Sigfinnur Karlsson, Framhald af 1. síðu. arnar voru að sjálfsögðu aukin húsnæðisvandræði og húsa- brask. Hækkun byggingarkostn- aðar á meðalíbúð nemur nú orð- ið 238 þúsund krónum sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar, en það er mun hærri upphæð en nemur hámarksláni frá húsnæðismálastjórn. Viðreisnin hefur skapað láns- fjárkreppu á almennum lána- ‘markaði með frystingu spari- fjár i bönkunum og sívaxandi verðbólgu. Þar á ofan hefur fjármagninu verið beint frá framleiðsluatvinnuvegum þjóðar- innar, sjávarútvegi og landbún- aði, inn í verzlunina. í skýrsl- um Seðlabankans, þar sem skýrt er frá útlánum bankanna, kem- ur j Ijós, að útlánaaukning þeirra til sjávarútvegs og land- búnaðar hefur numið 338,4 milj. kr. síðustu 4 ár, en útlánaaukn- ing til verzlunarinnar er 587,9 milj. króna á sama tima. Spor viðreisnarinnar stefna þannig öll að einu og sama marki: að auka frjálsræði og gróðamögu- Ieika milliliða og hinna efna- meiri i þjóðfélaginu en færa byrðarnar í auknum mæli yfir á herðar almennings. Deilan stendur um skiptingu þjóðar- teknanna Á þennan hátt hugðist við- reisnarstjórnin í upphafi leysa vandamál íslenzks efnahagslífs, en eftir fjögra ára reynslu af þessari stefnu, stynur rikis- stjórnin enn undan „aðsteðjandi erfiðleikum í efnahagsmálum landsins", nýjum „hættum“ og .,vandamálum“ Hver er þá þessi vandi eftir alla viðreisn- ina, og hvaða erfiðleikar eru það, sem við er að glíma? Það er alkunna, að þau vandamál, sem aðrar þjóðir telja mest i efnahagsmálum sinum, eru stöðnun í framleiðslunni, uppskerubrestur ^egna slæms ár- ferðis, markaðsörðugleikar eða þ.u.l. En hér et engu slík” til að dreifa Það er staðreynd: að landbúnaðarframleiðslan hef- ur stóraukizt, þrátt fyrir færri hendur, sem að land- búnaði vinna, að iðnaðurinn hefur skilað fram- leiðsluaukningu að sjávarútvegurinn frainlei^’- meira en nokkru sinni fyrr Árið 1961 nam framleiðslu- aukningin í sjávarutv. 23.6% og 1962 var hún 21%, að markaðir hafa verið góðir fyrir framleiðsluvörur okkar og verðlag hefur verið hækk- andi frá 1960, eða með öðrum orðum: Þjóðar- tekjur okkar liafa vaxið stór- lega þessi fjögur ár. Og því hljóta menn að spyrja hvaða eríiðleikar það séu, sem nú steðja að ísienzku efnahaffs- lífi. Þessir erfiðleikar eru fólgn- ir í deilu um skintingu þjóðar- teknanna. Viðreisnarstjórnin hefur streitzt við að minnka hlut launastéttanna í þjóðar- ; tekjunum, þrátt fyrir vaxandi framleiðslu. Þessi stefna núverandi stjórn- arflokka hófst strax 1959 með lögþvingaðri kauplækkun. Næsta sporið var hin stórfellda geng- Neskaupstað, og Óskar Gari- baldason, SiglufirðL 1 varastjóm vora kjörnir Guðmundur J. Guðmundsson, Reykjavík, Mar- geir Sigurðsson, Sandgerði og Jón Ásgeirsson, Hrísey. Formaður, varaformaður og ritari sambandsins mynda fram- kvæmdanefnd sambandsins. Samþykkt var að næsta þing sambandsins skuli haldið í maí- mánuði 1965 og að þau félög sem ganga í sambandið fyrir þann tíma eða á því þingi skuli teljast stofnfélög. islækkun í febrúar 1960, en með þessum ráðstöfunum ásamt öðru lækkaði raunverulegur kaup- máttur atvinnutekna um 23% fram að verkföllunum sumarið 1961. Eftir kauphækkanir verka- lýðsfélaganna, skellti rikisstjórn- in svo á nýrri gengislækkun og dýrtíðarflóði. Það eru tvennar gengisfell- ingar, vaxtahækkanir, stórhækk- aður söluskattur, hækkuð á- lagning og nýjar álögur, sem á síðustu fjórum árum hafa vald- ið 93% hækkun á vörum og þjónustu, á sama tíma og laun- þegar hafa einungis fengið 55% kauphækkun til að vega upp á móti kjaraskerðingunni. „Bjargráðin“ sem nú ber að forðast „Verðhækkunarstríð ríkis- stjórnarinnar", sagði Lúðvík, „hefur skapað þann vanda, sem við er að glíma í dag í efna- hagsmálum þjóðarinnar". f upp- hafi viðreisnarinnar töluðu stjórnarflokkarnir um að bjarga þjóðinni með gengislækkun, en nú tala þeir um að forða verði þjóðinni framvegis frá slíkum bjargráðum. Verðbólgan á að breyta tekjuskipt- ingunni Ríkisstjórn viðreisnarflokk- anna, sem fyrir 4 árum af- neitaði öllu samstarfi við verka- lýðssamtökin, sér nú þann eina kost að taka upp samninga við þau um lausn vandamálanna. Ríkisstjórnin, sem ætlaði sér að breyta allri tekjuskiptingu þjóð- félagsins með sífelldum ^ verð- hækkunum og afnámi vísitölu- uppbótar á tekjur, stendur nú ráðþrota frammi fyrir sinni eig- in dýrtiðar- og verðbólgustefnu. Dýrtíðin o- til orðin sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar og sérfræðinga liennar í efnahagsmálum. Dýrtíðinni er beitt af ríkisstjórninni, sem vopni í deilunni um skiptingu þjóðartcknanna. Þetta kom með- al annars mjög skýrt fram í vet- ur, eftir að verkalýðsfélögin höfðu knúið fram nokkrar kjara- bætur. Fyrsta verk ríkisstjórn- arinnar var að leggja á 360-. miljón króna söluskatt, og um hann sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, að nauðsyn- legt væri að leyfa afleiðingum kauphækkananna að koma sem skýrast fram, svo að almenn- ingur lærði af reynslunni. Til- gangurinn leyndi sér sem sagt ekki. Síðan heimilaði ríkisstjórn- in almenna hækkun á álagningu, og mun þetta samtals valda um 6—700 milj. króna hækkun á verðlagi í landinu. Og nú eru málgögn ríkisstjórnarinnar far- in að tala um stöðvun, þegar verðhækkanirnar eru búnar að taka meir en það sem ávannst með kauphækkununum í vetur. Þannig talar reynsian sinu máli um það, hvernig dýrtíðin er notuð sem vopn gegn launþeg- um landsins. Xæssu næst vék Lúðvik að afstöðu ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar til grund- vallar atvinnuvega íslenzku þjóð- Meðlimafjöldi þeirra félaga er að stofnun sambandsins standa er um 8500. Sambandinu bárust kveðjur og árnaðaróskir frá ýmsum verka- lýðsfélögum þ.á.m. frá fulltrúa- fundi Alþýðusambands Vest- fjarða. 1 lok þingsins ávarpaði hinn nýkjömi formaður sambandsins Eðvarð Sigurðsson, þingfulltrúa og þakkaði þeim störf þeirra á þinginu og óskaði mönnum góðr- ar heimferðar cm sleit síðan þinginu. arinnar, sjávarútvegs og land- búnaðar. Rakti hann baráttu þessara flokka gegn stækkun landhelginnar og þess grund- vallar, sem vinstri stjórnin lagði að framleiðsluaukningu þjóðar- innar með stækkun fiskiskipa- flotans, og vék að tilburðum ríkisstjórnarinnar og sérfræð- inga hennar til þess, að fá er- lent fjármagn til beinnar þátt- töku í atvinnulífi landsmanna. Taka verður upp samvinnu við laun- , þega Þau vandamál, sem við er að etja, eiga rót sína að rekja til rangrar efnahagsmálastefnu, — til stefnu, sem óhjákvæmilega leiðir af sér innanlands dýrtíð og síðan verkföll og framleiðslu- stöðvanir. Ríkisstjómin verður að hætta hemaði sínum gegn vinnandi fólki í landinu. Það verður að taka upp nýja stefnu. sem byggir á eftirfarandi megin- atriðum: 1. Samkomulagi við launa- stéttirnar um réttlátar kjarabæt- ur vegna dýrtíðarinnar, og þær kjarabætur verða að vera varan- legar. 2. Semja • verður um verð- tryggingu á kaupi til þess að unnt sé að semja um kauphækk- anir í áföngum og skapa þannig grandvöll fyrir kjarasamninga til lcngri tíma. 3. Ná verður samkomulagi milli ríkisvalds, atvinnurekcnda og launþega um stöðvun verð- bólgunnar. 4. Semja verður um styttingu vinnudagsins með óskertu kaupi. 5. Taka verður upp heildar- stjórn á þjóðarbúskapnum í fjárfestingu, innflutnings- og út- flutningsverzlun. 6. Lækka vöruverð og þjónustu með lækkun tolla. afnám sölu- skltts á nauðsynjavörum. og taka upp strangt verðlagseftirlit. 7. Stórátak verður að gera í húsnæðismálunum með Iækkun vaxta á íbúðalánum og lengri lánstíma og stuðningi hins opin- bera við byggingar á félagslegum grundvelli. 8. Ráðstafanir til stuðnings at- vinnuvegunum með lækkun vaxta, bættum stofnlánakjöram, lægri útflutningsgjöldum. og rík- ið taki að sér vátryggingar og olíuverzlun. Jafnframt verði gert stórátak í landbúnaðarmálum til þcss að leysa vandamál smábú- anna o. fl. 9. Megináherzla verði lögð á að treysta höfuðatvinnuvegina, sjávarútveg, landbúnað og iðnað að þess jafnan gætt, að atvinnu- tæki Iandsmanna séu í höndum landsmanna einna. „Um þessi atriði þarf að skap- ast víðtæk samstaða. sem grund- völTuð sé á samstarfi við launa- stéttimar, — burðarásinn í ís- lenzku þjóðlífi". sagði Lúövík í lok ræðu sinnar. Frain — KR 3:1 Reykjavíkurmótinu i knatt- spyrnu var haldið áfram i gær og léku þá ICR og Fram. Leikur- inn fór þannig, að Fram ,rann með þrem mörkum gegn einu. I hálfleik var staðan 2:1, Fram í vil. ÚTVARPSUMRÆÐURNAR SÍÐA 3 VAXANDI ÁLIT 0G VINSÆLDIR! „NÁGRANNI MINN EKUR SKODA. HEF- UR ALLTAF EKIÐ SKODA — VILL EKKI ANNAN BÍL" Algengustu ummæli nýrra kaupenda. — ■_ VERÐ SKODA-BÍLA ER MIKLU LÆGRA en verð sambærilegra V.-Evrópubíla mið- að við stærð og,rorku. SKODA ER EKKI TÍZKU- EÐA STUND- ARFYRIRBÆRL HANN DUGAR JAFNT Á RENNISLÉTTU MALBIKI EVRÓPU SEM MALARVEGUM ÍSLANDS OG VEG- LEYSUM. TOURINGSPORT DE LUXE: 5-manna fólks- bíll. 53 hestöfl, gólfskipting, hvítir hjólbarð- ar. SKODA COMBI STATION: 5-manna, 47 hestöfl. SKODA 1202 STATION: 5—6 manna, 47 hestöfl, burðarmagn 650 kíló. VARAHLUTIR FYRIRLIGGJANDI f MIKLU MAGNI: GÓÐ SAMRÆMING VARAHLUTA MILLI ÓLÍKRA GERÐA. Hagsýnir kaupa SKODA Engin verðhœkkun 1964 Myndir, upplýsingar um vcrð cg srreiðslu- skilmála og litaspjöld pósísendar. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐÍÐ H.F. Vonarstræti 12, sími 2-1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.