Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ------------ ÞJÓÐVILIINN --------------- Siglfirðingar hafa beðið nógu lengi Þriðjudagur 12. maí 1964 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjórl Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Frumkvæði ^lþíngi er að ljúka störfum eftir mjög langa vist en ekki sérlega athafnasama. Stjórnarvöldin hafa látið þingmenn dveljast hér vikum og mán- uðum saman án þess að hafa forustu um meiri- háttar verkefni og er slíkt jafnan órækur vottur um pólitískt ráðleysi. Sérstaka athygli hefur það vakið að af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa engar tillögur verið lagðar fram á þingi um ráðstafanir til að hefta óðaverðbólguna þó'tt hún hafi á þess- um vetri magnazt meir en nokkru sinni fyrr. Þjóðin er sammála um að verðbólguþróunin sé ógnarlegasta meinsemdin í íslenzku þjóðlífi um þessar mundir, en ríkisstjórnin hefur enga stefnu, engar tillögur. Ráðherrarnir halda að sér hönd- um meðan dýrtíðin kaffærir launþega og krónan smækkar og smækkar. 'jpillögurnar um ráðstafanir gegn verðbólgunni koma frá allt öðrum aðilum. Alþýðusamband íslands beitti sér fyrir .því að.teknar voru upp vjð- ræður um samvinnu launþegasamtaka, atvinnu- rekenda og ríkisvalds um ráðstafanir til að stöðva verðbólguþróunina ög tryggja-lannþegum örugg- an kaupmátt launa og bætt kjör. Eru þær viðræð- ur hafnar fyrir nokkru, og þjóðin öll bíður þess með eftirvæntingu hver árangur verði af frum- kvæði verklýðssamtakanna. Miðstjórn Sósíalista- flokksins samþykkti fyrir skömmu ýtarlega á- lyktun um aðgerðir gegn verðbólgunni. Var þar annarsvegar lögð áherzla á nauðsyn þess að sam- vinna við verklýðssamtökin kæmi í stað þeirrar þrotlausu styrjaldar við launþega sem viðreisn- arstjórnin hefur átt upptök að á undanförnum árum og vinnandi fólki þannig tryggður aukinn kaupmáttur launa, kauptrygging, styttur vinnu- dagur og vaxandi félagsleg réttindi. í annan stað var bent á fjölþættar efnahagslegar ráðsíafanir sem gera þyrfti til þess að ná þessu marki, áætl- unarbúskap, heildarstjórn og fjárfestingu, útflutn- ingi og innflutningi, stórauknar framkvæmdir í húsnæðismálum, stuðning við framleiðsluatvinnu- vegina o.s.frv. Hafa þingmenn Alþýðubandalags- ins flutt tillögur um þessi atriði nú í ve'tur og á mörgum undanförnum þingum, án þess að þing- menn stjórnarflokkanna hafi viljað taka undir nauðsyn þess að bundinn yrði endir á verðbólgu- þróunina. þessar staðreyndir sýna að allt frumkvæði að baráttu gegn verðbólgunni kemur frá verklýðs- hreyfingunni og stjórnmálasamtökum hennar, Það er engum efa bundið að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar styður þá baráttu, enda er nú loksins komið greinilegt lát á s'tjórnarflokkana, að minnsta kosti i orði. En eigi að fást árangur í verki þarf þjóðin að gera stjórnarflokkunum ljóst. að hún lætur þeim ekki haldast það uppi að hafna samningum við verklýðshrevfinguna um þau hófcaml^gu atriði =em felast í tillögum Al- þýðusambands íslands. — m. Framkvæmdir við Strákaveg ósvífnisleg atkvæðasmöiun ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS ■ Hér birtist ræða Ragnars Arnalds er hann flutti við síðustu umræðu í sameinuðu Alþingi um vegaáætlun- ina 1964^ 8. maí síðastliðinn. Lýsir Ragnar hér einu óskammfeilnasta kosningabralli núverandi ríkisst'jóm- ar: loforðum og efndum á lagningu svo nefnds Stráka- vegar milli Siglufjarðar og Fljóta. Hinn 10. apríl 1963 nokkru fyrir seinustu alþingiskosning- ar, gaf ríkisstjómin út svo- kallaða þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu 3 árin. í þessari framkvæmdaá- ætlun var ekki mikið rætt um vegamál, en þó var getið um þrjár vegaframkvæmdir milli Siglufjarðar og Fljóta. Sigl- firðingum og Austur-Skagfirð- ingum hefur lengi verið lofað, að gerður yrði öruggur vetr- arvegur um svonefnda Stráka, en iítið hefur orðið um efndir. Þó hefur verið unnið nokkuð við veginn nú seinustu árin. en k-ostnaður við þær fram- kvæmdir, sem búnar eru, nem- ur aðeins litlum hluta af þeim kostnaði. sem eftir er að leggja í. Þetta hátíðlega loforð rík- stjórnarinnar í fyrravor vakti nokkrar vonir Siglfirðinga, sér- staklega þar sem tilkynnt var í framkvæmdaáætluninni, á hvaða ári verkinu skyldi lok- ið og meira að segja f hvaða mánuði. í þessu fræga plaggi h-æstv. ríkisstjómarinnar stóð þessi setning: „Sfi vegur (þ.e, Strákavegur) mun síðan fullbyggður sumarið 1964 og göngunum Iokið í á- gústmánuði 1965“. Engar ráðstafanir Að vfsu voru þeir margir s.em litu tortryggnum augum á þessi hátíðlegu loforð, eink- um vegna þess að engar ráð- stafanir höfðu verið gerðar til að tryggja fé til framkvæmd- anna. Einnig þótti mönnum grunsamlegt, að eftir svo margra ára bil skyldi sam- göngumálaráðherra loksins rjúka til og lofa veginum 1% mánuði fyrir kosningar. En öllum efasemdum og tor- tryggni var mætt af fyllstu einurð af hálfu stjórnarflokk- anna. Þannig var forsíðufyrir- sögnin um Strákaveg í blaði sjálfstæðismanna á Siglufirði um þessar mundir: „Gerð Strákavegar með tilheyrandi jarðgöngum verði lokið í ágúst 1965, nær eina framkvæmd á- ætlunarinnar, sem sérstaklega er fastmælum bundið hvenær lokið verði“. Og til að undir- strika þetta hátíðlega loforð enn frekar. var samgöngumála- ráðherra sendur norður á Siglufjörð og kom hann þar fram á geysifjölmennum fundi. Á þessum fundi var ég einnig staddur og hélt ég því fram í ræðu, að heitstrengingar og loforð ráðherrans væru byggð á sandi, og víst væri að hann tryði ekki einu sinni sjálfur á loforð sitt um, að Stráka- vegur yrði opnaður til umferð- ar f ágúst-mánuði 1965. Eins og nærri má geta, varð hæstv. ráðherra, eða þóttist vera, af- skaplega hneykslaður yfir þess- um efasemdum og afgreiddi þær sem slúður af versta tagi. Skýrsla vegamálastjóra Nú liggur vegaáætlunin 1964 fyrir þinginu. Eins og þing- heimi er kunnugt af skýrslu vegamálastjóra, sem birt hefur verið í blöðum, er núna eftir kosningar búið að breyta öll- um áætlunum um Strákaveg. Nauðsynlegur tæknilegur und- irbúningur er alls ekki fyrir hendi. segir vegamálastjóri. Það er ekki ætlunin að hefja vinnu við hin margumtöluðu og marglofuðu jarðgöng sum- arið 1964, eins og sagt var fyrir kosningar og það er ekki einu sinni búið að ákveða, hvar göngin verða grafin og hvernig þau eiga að liggja. Við athugun á skýrslu vega- málastjóra kemur í ljós, að aðeins einu sinni hefur verið unnið af einhverjum krafti við þessa mikilvægu vegagerð. Þá var unnið af nokkrum krafti í fáeina mánuði og grafnir ■um 30 metrar af þessum 900 metra jarðgöngum og hvenær skyldi nú þetta hafa verið? Jú, þetta var einmitt sumar- ið 1959, mánuðina fyrir haust- kosningarnar 1959. Þá var slík- ur gangur í málunum, að eng- inn S'glufirðingur gat leyft sér að efast um, að vegurinn yrði fullgerður á stuttum tíma á næsta kjörtímabili. Svo lauk kosningunum haustið 1959 og þá lögðust framkvæmdimar niður. 1 4 ár gerðist ekkert í mál- inu nema hvað sendur er sér- fræðingur að skoða vegagerð- ina og Strákafjallið og hann komst að sömu niðurstöðu og áður. Og árin líða, það er unnið að vísu litils háttar í veginum að göngunum sjálf- um, en jarðgöngin bíða ósnert í tæp 4 ár. Og þá allt í einu eru kosningar á ný. Og nýtt loforð er gefið. Vegurinn skal nú vera tilbúinn til umferðar í ágústmánuði 1965, þá mega menn aka í gegnum göngin, takk fyrir. Síðan er kos'ð og þegar það er afstaðið, kemur í ljós, að nægilegur, tæknileg- ur undirbúningur hefur ekki farið fram og öll hin fögru kosningaloforð eru byggð á sandi. Blekkingar og sýndarmennska Ég vil taka það fram, að ég tel enga ástæðu til að ef- ast um þá fullyrðingu vega- málastjóra, að nægilegur tæknilegur undirbúningur sé ekki enn þá fyrir hendi. Ein- m;tt af þeirri ástæðu mun ég ekki flytja neina breytingar- tillögu við þá grein vegaáætl- unar. sem hér liggur fyrir og þá grein, sem fjallar um Ragnar Amalds Strákaveg, enda verða menn víst að sætta sig við orðinn hlut, þótt illt sé, úr því að nægilegur, tæknilegur undir- búningur er ekki fyrir hendi. Hins vegar er engin furða, þótt menn áfellist samgöngu- málaráðherra fyrir þær stór- kostlegu blekkingar og sýnd- armennsku, sem boðið var upp á fyrir seinustu alþingiskosn- ingar í því skyni að veiða nokkur saklaus atkvæði norð- ur á Siglufirði í kosninganet stjórnarflokkanna. Ráðherrann hefur þegar reynt að þvo af sér alla sök í þessu máli og mun vafalaust reyna það hér eftir á sama veg og áður, þ.e.a.s. með því að skella allri skuldinni á vegamálástjóra og tæknimennina. En er þetta rétt? Er sökin þeirra? I greinargerð vegamálastjóra er frá því sagt. hver voru til- drög þess. að hin fyrri áætlun um vegagerðina var lögð á hilluna. Þar segir með leyfi fors.eta: „Á sl. vori var gerð áætlun um framkvæmd vegagerðar á S:glufjarðarvegi ytri og í henni var gert ráð fyrir, að byrjað væri á greftri jarðgangnanna sumarið 1964. Þar sem mjög kom til álits að bjóða jarð- göngin út, var fenginn annar jarðfræðingur, starfsmaður atvinnudeildar Háskóla Is- lands, til að gera nauðsyn- legar athuganir og mælingar vegna væntanlegrar útboðs- lýsingar". Síðan kemur fram í skýrsl- unni, að niðurstaðan varð sú. að tæknilegur undirbúningur var alls ónógur. Beðið í f jögur ár Eins og sjá má af þessum orðum vegamálastjóra. var það höfuðástæðan fyrir stefnu- breytingunni núna, að tekin var loksins ákvörðun um að bjóða verkið út. En nú er það spumingin, sem hæstvirt- ur ráðherra mætti gjarnan svara. Hvers vegna var ekki fyrr ákveðið að bjóða verkið út? Hvers vegna var það ekki gert fyrir 4 árum? Ef það hefði verið gert fyrir 4 árum og ef vegamálastjóri hefði fyr- ir 4 árum fengið um það fyr- irskipun að hefja framkvæmd verksins, þá er ekki vafi á því, að jarðgöngin til Siglu- fjarðar væru þegar orðin að veruleika. En málið er svo skammt á veg komið í dag og raun ber vitni, vegna þess eins, að samgöngumálaráðherra beið með það í 4 ár að ákveða. hvort bjóða skyldi verkið út. Skemmra á veg komið en 1959 I dag er staðan í þessu máli sú, að enginn getur um það sagt. hvað verkið kostar, eng- inn veit, hvar á að afla fjár- ins og hvort peningar fást frek- ar en fyrri daginn og þar að auki vita menn alls ekki, hvar á að grafa. Fyrir 4 ár- um eða árið 1959 var málið vissulega nokkuð skammt á vegi statt. En núna, 4 árum seinna, er Strákavegsmálið að því leyti enn skemmra á veg kom'ð en haustið 1959, að þá vissu menn a.m.k., hvar grafa skyldi. en nú vita menn það ekki lengur. Það er því ljóst, að samgöngumálaráð- herra ber alla s.ök í þessu máli. Hann þer ekki aðein.s.. ábyrgð á því, að legið hefur vérið á málinu í 4 ár. heldur einnig á því, að nú er undirbúningur málsins enn skémmfa a Veg kominn en virtist vera fyrir 4 árum. Hafa beðið nógu lengi Ég vil að lokum skora á ráðherrann að sjá sóma sinn i þvf að láta nú hraða tækni- legum undirbúningi að jarð- göngunum gegnum Stráka, sem mest má vera. Nógur dráttur er þegar orðinn á framkvæmdum. Það er marg- rætt hér í þinginu, hve geysi- stórt hagsmunamál þessi nýi vegur er fyrir Siglfirðinga óg Austur-Skagfirðinga og ér engin ástæða til að tefjá þing- fund þess vegna. Byggðarlag- ið er einangrað, eins og allir vita, frá vegakerfi landsmanna í það minnsta 8—9 mánuði á hverju ári og yfir sumarið teppist Siglufjarðarskarð venjulega hvað eftir annað. Ég vil því aðeins segja að lokura: Siglfirðingar eru búnir að bíða nógu lengi. Auglýsiðí Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.