Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1964, Blaðsíða 6
t g BlÐA M6ÐVIUINN Þriðjudagur 12. maí 1964 Bandarískur „prófessor” reynir að hvítþvo Hitler □ Adolf Hitler var sannur friðflytjandi, hógvær og af hjarta lítil- látur. Gegn honum stóðu skinheilagir hræsnarar og stríðsæsinga- menn Vesturveldanna. Það var sízt af öllu Hitler, sem sökina átti á því að síðari heimsstyrjöldin brauzt út, heldur Halifax lávarður, sá erkifantur. En framar öllu var Hitler aðdáunarverður maður. Ofangreind ummæli eru stuttur útdráttur úr skoðun- um þeim, er bandarískur „pró- fessor”, David L. Hoggan að nafni, hefur sett fram í heljar- miklu ritverki. Bók þessi kom út í Þýzkalandi fyrir um það bil tveim árum, í Bandaríkj- unum hefur hún ekki fengizt gefin út. Og nú er Hoggan að uppskera laun „dyggðarinnar". Honum hefur verið boðið til Þýzkalands af gömlum nazist- um. og ætlunin er að veita honum tvenn „bókmenntaverð- laun“. Heita önnur „Leopold von Ranke-verðlaunin“ og eru upp á 10 þúsund mörk. Hin eru kennd við Ulrich von Hutten og eru 5 þús. mörk. Það er táknræn ósvífni, að ný- nazistar skuli kenna verðlaun- in við Ranke, einn þekktasta sagnfræðing Þjóðverja fyrr og siðar. manninum, sem leitaði sannleikans fremur öllu og kvaðst í sagnfræði sinni að- eins vilja komast að því. hvað raunverulega hefði skeð, „wie es eigentlich gewesen.’' Ulrich von Hutten var einn þekktasti húmanisti Þýzkalands á siða- skiptatímanum, og flestum ætti að vera kunnugt, hve mik- ið nazismi á skylt við húman- isma. Nauðvörn Umrædd bók er hvorki meira né minna en rúmar 900 blaðsíður. Ekki er okkur kunn- ugt um heiti hennar, en á norsku er það þýtt .,Den pá- tvungne krigen” — stríðið. sem þröngvað var upp á þjóðverja. Forlagið, sem gaf út bókina í Þýzkalandi hefur miður gott orð á sér stjómmálalega, ekki hafa heldur aðdáendur Hogg- ans fyrir þvi að skýra frá hvar í Bandaríkjunum hann sé „pró- fessor”. Hinsvegar mun hann fyrir allmörgum árum hafa haldið fyrirlestra við Kalifom- íuháskóla, og titillinn þaðan kominn til Þjóðverja. Þeir kunna vel að meta slíkar nafn- bætur. -<•> Siðvæðingin gerir sér mat úr Kennedy „Allir lofa og elska þig, er þú liggur dauður" Siðvæðingarhreyfingin, þetta hjartabam afturhaldsaflanna í heiminum, hefur oftlega áður vakið á sér athygli fjrrir ó- vandaðan áróður. Þannig er það mjög í tizku með hreyf- ingunni að kaupa heilsíðuaug- lísingar i útbreidd blöð, þau er á annað bcrrð vilja við slíku taka. Siðan eru gefin út aug- lýsingarit og þar eru svo slag- orð auglýsingarinnar eignuð blaðinu. En ekki nóg með það: Hreyfingin iðkar það mjög að eigna sér látna forystumenn. J. F. Kennedy Bandaríkjafor- seti virðist vera næstur i röð- inni, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Skildi Siðvæð- inguna“ .,Hann skildi Siðvæðinguna” & mat úr forsetanum, tekur ræða Howards af ðll tvimæli. Gamalkunn aðferð Aðferð Siðvæðingarhreyfing- arinnar er gamalkunn. Ekki er til þess vitað, að Kemnedy hafi sagt eitt aukatekið jákvætt orð um Siðvæðingarhreyfinguna; í endursögn Howards af samtali þeirra er hann orðinn að heita má hreinn Siðvæðingarpostuli. (Ég talaði við hann um starf- semi Siðvæðingarhreyfingar- innar. Hann skildi hana.) Að sjálfsögðu skýrir Howard ekki frá því hvenær né hvar þetta samtal á að hafa farið fram. Framhald á 9. síðu. Ranke-verðlaun Upprunalega var svo ráð fyrir gert, að Þýzkalandsferð Hoggans yrði sannkölluð sigur- ganga. Nazistafélagsskapur sá, er veitir honum ..Ranke-verð- launin” nefnir sig „Félag til stuðníngs sagnfræðilegum-vís- indalegum rannsóknum” og hefur aðsetur í Dusseldorf. Fé- lag þetta hafði ætlað að af- henda verðlaunin í höll einni nálægt Wupperthal, einnig átti Hogan að halda ræðu í fé- lagsskap iðjuhölda, sem nefnist Rhein-Rhur klúbburinn. Af hvorugu hefur þó orðið. 1 vesturþýzka þinginu tók einn fulltrúi sósíaldemókrata, Josef Felder, málið upp. Innanríkis- ráðherrann. Hermann Höcherl, kvaðst að vísu lítið geta í mál- inu gert, en kvað stjórnina mundu gera allt, sem í hennar valdi stæði, til að hindra „skaðlegar afleiðingar” af öllu tilstandinu. Félagsskapur iðju- hölda dró síðan til baka boð sitt og aðstandendur umræddr- ar hallar neituðu á síðustu stundu að ljá hana til verð- launaafhendingarinnar. Unir sér bezt með nazistum Ekki létu nazistar þó hug- fallast. Verðlaunin voru af- hent Hoggan í lítilli veitinga- krá við Wupper. Við það tæki- færi lét hann svo ummælt: ,,Ég er bandarískur þjóðernis- sinni. Þess vegna uni ég mér bezt f félagsskap þjóðernis- sinna — einnig þegar ég er í Þýzkalandi!’ Við athöfnina voru ýmsir kunnir nazistar. Bak við heimsóknina standa menn eins og Hjalmar Schacht, f jármálaráðgjafi Hitlers, og Theodor Oberlander, sem um árabil var flóttamálaráðherra Adenauers. Ekki tókst nazist- unum heldur að gera eins há- tíðlega og ætlað hafði veriö afhendingu von Hutten-verð- iaunanna. Bar mest til þess, að stjórnin í Baden-Wiirttem- berg synjaði um konungssalinn í höllinni í Heidelberg, en þar átti athöfnin að fara fram. Heimsókn Hoggans er einn liðurmn í framsókn nýnazista í Vestur-Þýzkalandi. Með þeirri kenningu, að Adólf Hitl- er og Þjóðverjar hafi ekki átt sökina á heimsstyrjöldinni siðari reyna þeir að ná til alls þess fjölda Þjóðverja. sem eiga í vandræðum með eigin fortíð. Friðarpostuli Nú hefur Hoggan að vlsu ekki átt eingöngu meðlæti að mæta í Vestur-Þýzkalandi. Vestur-þýzkir sagnfræðingar hafa borið upp á hann heim- ildafölsun og nefnt hann arg- asta trúð. Spámaður hefur hann aldrei verið í sínu föð- urlandi. og varla mun finnast sá sagnfræðingur bandarískur, sem við manninn kannist hvað þá meir. Þá hefur hin þekkta Rannsóknarstofnun fyrir Sam- tímasagnfræði í Mijnchen gefið út yfirlýsingu, þar sem and- mælt er kenningum Hoggans. Þessar kenningar falla að sjálfsögðu einkar vel í geð fornum nazistum jafnt og nýj- um. Það er ekki amalegt að fá það „sagnfræðilega“ staðfest, að Hitler hafi að biblíufyrirmynd boðið Pólverjum hina kinnina og sýnt þeim lofsverða þolin- mæði, en slíkar eru kenningar hins bandaríska „prófessors”. Og nazistarnir ætla sér að sjá svo um. að bókin berist í sem flestra hendur. Forlagið, Dcut- scher Hochschulelehrervcrlag, gefur nefnilega út blað fyrir kennara við æðri menntastofn- anir. Blaðið er skrifað út frá sjónarmiði þeirra, sem stöðu sína misstu eftir síðari heims- styrjöld. Vafalaust verður bók Hoggans þar vendilega kynnt. En ekki nóg með það, sögu- kennurum um allt Vcstur- Þýzkaland verður send bókin, væntanlega árituð frá höfundi. Viðkvæmni — Viðkvæmur maður gerir rétt í því að skipta sér ekki af samtímasagnfræði, segir Hoggan sjálfur. Flestum mun þykja sem hann hefði sjálfur betur fengið nokkra við- kvæmni i vöggugjöf, þá væri heimurinn e.t.v. einni sögu- fölsuninni ,.fátækari” Engu skal um það spáð. hversu vel eða illa vestur-þýzkum nazist- um tekst að nota Höggan í tilraunum sínum til að kanoni- sera Adólf Hitler sáluga hálf- áttræðan, væri hann ekki dauður. En meðan þessu fer fram lifir „Bandaríski sann- Ieíkspostulinn” gullöld og gleðitíð, sem hann hefur tæp- ast órað fyrir þegar hann barði saman 900 blaðsíður af naz- isma: 1 þessari viku verður hann heiðraður í Miinchen og þekktur nazistahöfundur, Her- bert Böhme, mun afhenda hon- um gullinn kertastjaka frá naz- istafélagi þar sem nefnir sig ..Menningarsamband Evrópu”. I dönskum áróðurspésa Sið- væðingarhreyfingarinnar gefur að líta útdrátt úr ræðu, sem Peter Howard. einn af forustu- mönnum hreyfingarinnar, hef- ur haldið. Undir millifyrir- sögninni Kcnnedy og Siðvæð- ingarhreyfingin segir svo: „Hann heyrði okkur öllum til” sagði Peter Howard um Kenn- edy. „Ég hitti hann í Wash- ington og talaði við hann um starfsemi Siðvæðingarhréyfing- arinnar. Hann skildi hana, skildi hvað er kjarni málsins. Hann vissi. að mennimir verða að vera reiðubúnir til þess að færa fórnir, og í sveita síns andlitis að berjast fyrir betri tíð með réttlæti, bræðralagi og heilbrigði. ef siðmenningin á ekki að líða undir lok. Það væri háð við húgsjónir hans ef við eftir dauða hans höldum áfram að lofsyngja hann og gráta, en lifum svo áfram á sama hátt og svo mörg okkar lifa — eigingjamt, þægilega og ótruflað. Nú er eftir okkar hlutur, við verðum að fylgja þvi plógfari. sem hann risti í jörðu og út yfir sjóndeildar- hringinn.” „Vor harmþrungnu börn“ Strax eftir dauða forsetans birti Siðvæðingarhreyfingin Peter Howard neljarstóra auglýsingu í ensku blaði „til heiðurs friðarstefnu hins látna forseta”. Af stakri smekkvísi var í auglýsingunni stór mynd af börnum forsetans með fyrirsögninni „Vor harm- þrungnu böm”. Hafi einhver efazt þá um, að Siðvæðingar- hreyfingin ætlaði að gera sér Tveir ritdómarar, annar norskur, hinn danskur, ræða hið nýútkomna ævisögubrot Hemingways. Við dauða sinn lét Heming- way eftir sig ævisögu- brot. sem fjallar um æskuár hans í París eftir heimstyrj- öldina fyrri. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál, og nýlega hafa birzt um hana dómar í tveim skandínavísk- um blöðum. Norski rithöf- undurinn Johan Borgen dæmir hana í Dagbladet í ósló og Olof Lagercrantz í, Information í Kaupmanna- höfn. Þar er skemmst frá að segja að báðum þykir ritdóm- urunum bókin skemmtileg — í beztu merkingu þess orðs, Á Parísarárum sínum lifði Hemingway af því að skrifa íþróttafréttir fyrir kanadískt blað. en þráði bókmenntir. í ævisögubrotinu lýsir hann baráttu hins unga rithöfund- ar við efnið, efni sem hann þekkir betur flestum öðrum og vill skrifa betur um en allir aðrir. Johan Borgen segir, að gegnum lýsingu hans á blíðu og stríðu skini jafnan þessi leit að því full- komna, Hemingway er sí- skrifandi hjá sér athugasemd- ir um allt sem efni hans varðar, hann ferðast t.d. til Spánar og verður flestum mönnum fróðari um nautaat. Svo sökkvir hann sér niður í Turgenjev og Tolstoj og bak við þetta allt býr stríð- ið: Hemingway hafði sjálfur verið sjálfboðaliði á Italíu og særzt illa. ,.Á þessum árum treystum við engum, sem ekki hafði tekið þátt í stríð- inu” segir hann sjálfur. Hann verður talsmaður hinnar „glötuðu kynslóðar” eftir- stríðsáranna og kann meira að segja að skýra frá því, hvernig sú nafngift er til komin: Annars ókunnur Parfsarbúi þurfti að aga lær- l'ng sinn ungan og kallaði alla hans jaínaldra ,,une gén- ération perdue”. Gerþrúður Stein gekk framhjá og greip hugtakið á lofti, og „glötuð kynslóð” er nú að heita má komið inn í hvert mál. Mikijl hluti bókarinnar fjallar um félaga Hem- ingways í París, sem margir hverjir urðu síðar frægir rit- höfundar. Báðum ber rit- dómurunum saman um það, að skilningur Hemingways á þeim skáldbræðrum sínum risti ekki sérlega djúpt. Olof Lagercrantz efast meira að segja um að hann hafi nokk- urn tíma lesið verk þeirra rithöfunda, sem hann um- gekkst. Þetta vill Lager- crantz skýra með nokkurs konar sálrænum einstefnu- akstri, sem Hemingway hafi aldrei þroskazt frá. Heming- way hafi verið fangi síns eigin persónuleika og unað fangels'nu vel. Hvernig sem því er farið mun marga fýsa að lesa þetta ævisögubrot Heming- ways, heyrzt hefur, að það Erncst Hemingway verði senn þýtt á íslenzku. Hér er lýst Ezra Pound. Gerþrúði Stein og Scott Fitz- gerald, svo nokkrir séu nefndir. Að vísu verður myndin nokkuð einhliða að sögn ritdómaranna, Pound verður dýrlingur. Scott Fitz- Gerald fordrukkið bam og Gerþrúður Stein hégómleg og montin. En hvaða máli skipt- ir það, Hemingway ; hefur að sögn I.agercrantz ’ „ætið kunnað þá list að halda at- hygli lesandans fangir.ni”. Og slíkir rithöfundar eru ekki á hverju strái — nú orðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.