Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. maí 1964 — 29. árgangur — 106. tölublað. Stutt viBtal viB vinnings- hafa í Happdrætti ÞjóBvilj- ans er birt á 12. síBu ÞJÓÐARTEKJURNAR HAFA VAXIÐ UM 107% FRÁ 1959-1963 ferkalýðshreyfíngin krefst síns hlutar af aukningu þjóðarframleiðslunnar Forseti fsiands sjStugur í dag Forseti íslands, herra Ásgeir Ás. geirsson, er sjötíu ára í dag, 13. mai Nokkrar svipmyndir frá starfsferli forsetans og helztu æviatriði eru birt á 2. síðu blaðsins i dag. n í útvarpsumræðunum í gærkvöld ræddi Hannibal Valdimarsson^ einkum um hlut launastéttanna í þjóðartekjunum og fullyrðingar stjórn- arflokkanna um að kröfur verkalýðssamtakanna séu undirrót verðbólgu- þróunarinnar. Sýndi hann fram á, að þjóðartekjurnar hafa vaxið um 107% á sama tíma og kaup hefur hækkað um einungis 55%. Framleiðslu- aukningin hefur vaxið tvöfalt meira en nemur hækkun kaupsins. . Q Eina leiðin til að stöðva óheillaþróun verðbólgunnar, er að samkomulag takizt á grundvelli þess samningstilboðs, sem Alþýðusambandið hefur gert ríkisstjórninni, og kvaðst Hannibal binda miklar vonir við þær samningaumleitanir, sem nú færu fram milli þessara aðila. í upphafi ræðu sinnar vék Hannibal að nokkrum atriðum í ræðum stuðningsmanna ríkis- stjórnarinar i fyrrakvöld. Kvað hann nú svo komið, að líkast væri því að ráðherrarnir vildu sem mest forðast að ræða póli- tík — og fulltrúar þeirra legðu allt kapp á að forða því að siónarmið, sem túlkuðu málstað launþega, fengju að heyrast í útvarpinu, eins og bezt sézt á því að Alþýðusambandinu var neitað um aðild að dagskrá út- varpsins 1 maí. Venjur eru brotnar varðandi betta og andi stjórnarskrárinnar um óheft skoðanafrelsi fótum troðinn. Þetta er líka óhyggilegt. Sjónvarpsmálið Sama hefur komið í ljós á fleirum sviðum. Prófessor Þór- halli Vilmundarsyni var neitað um flutning á snjöllu erindi í útvarpið, þar sem hann túlk- aði málstað þjóðar sinnar gagn- vart þeirri menningarlegu for- smán, sem dátasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli er. Dýrtíðaraukningin 15% á ári undir viðreisn Þá vék Hannibal að stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði með- al annars: „Ríkisstjórnin og áróðursmenn hennar halda því fram, að hin óhugnanlega dýrtíðar- og verð- bólguþróun hér á landi sé alls ekki stiómarstefnunni, heldur verkalýðshreyfingunni að kenna. Ef þetta væri rétt, væri það raunar viðurkenning þess, að stjórnin hefði alls ekki ráðið við þessi þýðingarmiklu mál, heldur misst þau úr höndun- um. Þannig væri hlutur stjórn- arinnar ekki allt of góður, þótt þessi kenning væri rétt. En þessi kenning er röns með öllu . Stefna stjórnarinnar er gengislækkunar- og dýrtíðar- stefna. Getur nokkur maður Framhald á 3. síðu. Kjarabarátta meginverkefni Verkamannasambands fslands Vorfundur utanríkisráðherrei NATO iúpstæður ágreiningur um fíest meginviðfangsefnin HAAG 12/5 — Ljóst er að djúpstæður ágreining- ur er um flest helztu málin sem liggja fyrir vor- fundi utanríkisráðherra Atlanzhafsbandalagsins, sem hófst i Haag í morgun, og hefur þó það ráð verið tekið að fjalla ekki um sum þau mál sem ósamkomulag er hvað mest um, eins og t.d. stofn- un sameieinleers kiarnorkuflota bandalagsins. Á þessum fundi NATO. sem utanríkisráðherrar allra aðildar- ríkjanna nema Islands sitja (Pétur Thorsteinsson sendiherra er fulltrúi Islands á fundinum), er búizt við að helztu málin sem fiallað verður um verði Kúba og Suður-Vietnam, þ.e. tilmæli Bandaríkiastiórnar um að NATO- ríkin veiti sér að máTum f af- stöðunni til þessara landa taki bátt f viðskiptabanninu á Kúbu og veiti Bandaríkiunum aðstoð f stríði heirra gegn bióðfrelsis- hreyfingu Vietcongs í Suður- Viefnam. Þegar er hæet að full- vrða að bessi tilmæli Banda- ríkiastjórnar muni fá dræmar undirtektir a fundinum. T.íka 'Rnsins+iórniti Það rpá s.ií af bvi að vsstur- : býzka stjórain, scan þó er talin tryggasti bandamaður Bandaríkj- anna. reyndist ófáanleg til að verða við tilmælum McNamara landvarnaráðherra um aðstoð við Bandaríkin f stríði beirra í Suð- ur-Vietnam, en McNamara var í Bonn um helgina gagngert f bessu skyni. Haft er eftir stiórn- arerindrekum f Bonn að bessi tregða vesturþýzku st.iórnarinnar sefi til kvnna hve Rusk utanrík- ;>:ráðherra muni reynast þungur •''^'irinn á fundinum f Haag. /Vn^^+íiðfi Frakka Afstaða Bonnstiómarinnar í oessu máli er talin markast af heirri vfirlýstu stefnu frönsfcu stjómarinnar að semja beri frið í Suður-Vietnam og gera alþjóða- samning um hlutleysi landsins og nágrannarík.ianna. Franska stiórnin er einnig al- gerlega andvíg viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu og hefur sýnt það í verki með þvf að veita ríkisábyrgð á víðtækum viðskiptasamningum við Kúbu. önnur NATO-ríki hafa einnig algeriega hafnað tilmælum Bandaríkjanna um að taka þátt í viðskiptabanninu á Kúbu. og engar líkur á því að þau breyti beirri afstöðu sinni. hve ein- dregnum tilmælum sem beint verður til þeirra á NATO-fund- inum. Ræða Rusks Rusk flutti fyrstu ræðuna á ftjndinum í Haag og fjallaði hún einkum um Kúbu og Suður-Viet- nam. Hann kvaðst vona að önn- ur NATO-ríki endurskoðuðu af- stöðu sína til Kúbu í ljósi þeirr- ar staðreyndar að Kúba ógnaði örvggi allra vec-turlanda og kvað Éýr aflahlutm í Rvik —12. nauðsynlegt að öll NATO-ríki legðu eitthvað af mörkum til baráttunnar gegn k-ommúnisman- um i Suður-Vietnam. Forseti Alþýðusambands Islands HANNIBAI, VALDIMARS- SON, að flytja ávarp á stofnpingi Verkamannasambands íslands. HERMANN GUDMUNÐSSON, formaður HLIFAR í Háfnarfirði setti þingið. 1 ályktun stofnþings Verkamannasambands Islands um kjaramál er meginverkefnum hinna nýju samtaka lýst þannig: ,,Verkamannasamband Islands mun skoða það sem megin- verkefni sitt að einbeita kröftum félaganna sem að því standa og samtakamætti þeirra til þess ......: að sem jafnastar og öruggastar kjarabætur til handa verka- mannastéttinni komi árlega til framkvæmda, vínnutími verði styttur í áföngum og án skerðingar heildartekna, fullkomnu Iaunajafnrétti kvenna og karla verði komið á, á sem allra skemmstum tíma, orlofsréttindin aukin og hlutur verkamanna- stéttarinnar miðað víð aðrar launastéttir verði bættur". Verkamannasambandið lýsir yfir stuðningi við ályktun Al- þýðusambands Islands um stöðvun verðbólgunnar og raun- hæfar kjarabætur, varar eindregið við ofbeldisaðgerðum gegn verkalýðshreyfingunni og leggur áherzlu á, að náist ekki samn- ingar eftir friðsamlegum leiðum hljóti verkalýðshreyfingin að beita öllum mætti samtakanna til að rétta hlut alþýðu. Alyktunin um kjaramál og viðtal við Eðvarð Sigurðsson, for- mann Verkamannasambands Islands, er birt á 4. síðu. ASV styður ályktun ASf - Vestf jarðafélög segja upp Á fulltrúafundi Alþýðusam- bands Vestfjarða sem haldinn var á fsafirði sl. sunnudag var samþykkt samhlióða að lýsa yf- ir fyllsta stuðningi við ályktun miðstjórnar Alþýðusafbands Is- Iands uni kaupgjaldsmálin og fagnað jafnframt þeim viðræð- um sem nú eru hafnar á milli fulltrúa verkalýðssamtakanna, atvinnurekenda og ríkisstjórn- arinnar um vandamálin og lýst yfir þeirri von, að viðræður þessar leiði til friðsamlegrar lausnar, sem tryggi verkalýðn- um aukið efnahagslegt öryggi, aukna vinnuvernd og batnandi lífskjör. Ennfremur samþykkti fundur- inn samhljóða að leggja til við sambandsfélögin að þau segi upp öllum samningum sínum varðandi kaup landverkafólks fyrir 20. þ.m.. en gildistími um- ræddra samninga er til 21. júní næstkomandi. ¦ Náið samstarf oe sam- staða Á fundinum urðu miklar um- ræður um skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar, og um að- ild sambandsfélaga Alþýðusam- bands Vesturlands að hinu ný- stofnaða Verkamannasambandi, en það mál hefur verið til at- hugunar hjá hinum einstöku fé- lögum í Vestfjörðum. Fundurinn sambykkti að ef vestfirzku félögin hefðu ekki gerzt meðlimir Verkamannasam- bandsins áður en samningar hefjast við atvinnurekendur. að Ieita eftir sem nánustu samstarfi og samstöðu við Verkamanna- sambandið um samningsgerðina, og þá á þeim grundvelli. að um landssamning verði að ræða varðandi öll helztu atriði samn- ingsins. — (Samkvæmt frétta- tilkynningu frá ASV).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.