Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.05.1964, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJÖÐVlLIINN T Laugardagur 16. maí 1964 EIFFELl TURNINN 75 ára i GAMALL Um þessar mundir er Eiffel- tumin í París 75 ára gamall. Hann var reistur fyrir Heims- sýninguna 1889. en sú sýning var haldin til minningar um aldarafmæli Frönsku byltingar- ánnar. Allir þekkja þennan tum, að minnsta kosti af afspum. Faest- ir munu þó nú vita nokkur deili á þeim manni, er turninn teiknaði. Gustave Eiffel, höfundur byggingarinnar, var á sínum tíma mikilvirkur arkitekt og verkfrðingur. Auk tumsins, sem við hann er kenndur, hefur hann teiknað fjöldann allan af brúm og byggingum vfðsvegar um Evrópu, einnig er jám- ------------------------------------<S> U.S.A.-árás á Kúbu Fiedel Castro, hefur nýlega í ræðu sakað Bandarfkin um að standa á bak við árás þá, er kúban*kir flóttmenn gerðu ný- lega á sykurverk»miðju eina í hafnarbænum Pilon á suður- strðnd Oriente-héraðsins. Castro hélt ræðu þessa í út- varp. Castro hélt því fram, að árásarmönnunum vaeri haldið uppi fjárhagslega af Banda- ríkjastjóm og ennfremur, að skip það, er notað var til á- rásarinnar. væri í eigu leyni- þjónustunnar bandarfsku. Sjóræningjaskip það, er hér um ræðir, hóf skothríð á syk- urverksmiðju og í bardaga sem á eftir fór særðist kona á- samt átta ára gömlu bami. 75 þús. sykurpokar eyðilögðust í eldi. sem kom upp í verksmiðj- unni. sagði Castro. Ekki kvað Castro þetta þó myndu buga Kúbumenn; þeir væru staðráðnir í þv{ að gef- ast ekki upp fyrir málaliðum Bandaríkjastjómar. Talsmaður stjórnarinnar i Washington heldur því að sjálfsögðu fram, að Banda- ríkjastjóm hafi hvergi nærri þessum átökum komið. beinagrind Frelsisstyttunnar i New York hans verk. Eiffel dó í Paris 1929. rúmlega níræður að aldri. Fæstir munu nú geta hugsað sér Parísarborg án Eiffelstums- ins. Hitt er þó mála sannast, að þegar hann var reistur voru menn allt annað en hrifnir. Enn þann dag í dag er starf- andi nefnd góðborgara sem vill rífa tuminn og brjóta nið- ur. Þegar bygging tumsins hófst, reiknaði prófessor i stærðfræði og eðlisfræði það út, nákvæmlega, að óhugsandi væri að reisa tuminn hærra en 221 metra. Og helztu skáld og lista- menn þeirra tíma mótmæltu byggingunni harðlega. I mót- mælum þeirra gaf m.a. að líta þessa spumingu: „Á Parsíarborg að beygja sig fyrir fáránlegum hugmyndum þessa vélsmiðs, gera síg að at- hlægi og svívirða sjálfa sig? Því Eiffeltuminn, sem Banda- ríkin, með alla sína kaupsýslu- Iund vilja ekki sjá, er Parísar- borg til ævarandi hneisu“. Undir þetta skrifuðu m.a. tónskáldið Gounod, Garaier, arkitekt óperunnar, rithöfund- amir Alexander Dumas, Pro- udhomme og Guy de Maupass- ant og hinn róttæki stjómmála- maður Georges Clémenceau. Fræg er sagan af rithöfundin- um. sem alltaf vann í veit- ingastofunni undir Eiffeltum- inum. „Yður hlýtur að finnast afar mikið til Eiffeltumsins koma, úr því að þér vinnið hér daglega" var við hann sagt. „Hamingjan sanna“ svaraði rithöfundurinn, „ég sit hér fyr- ir þá sök eina, að þetta er eini staðurinn í allri Parísarborg þar sem ég sé ekki Eiffeltum- inn.“ Að skáldum og listamönnum slepptum voru þeir fjölmargir, sem töldu tumbveginguna ó- þarfa efnissóun. b'ú hefur þó ekki svo farið, að turninn væri „rekinn með tapi“. Á þessum 75 árum hafa 45 miljónir manna heimsótt tuminn og tekj- umar af þeim ferðamanna- straumi eru hreint ekki svo litlar. Komið hafa þau ár. sem aðsóknin hefur minnkað, en á síðari árum er hún aftur að aukast. 1963 setti tuminn „per- sónulegt met“ en það ár komu meir en tvær miljónir gesta. Ekki eru þessi 75 ár þó nein einhliða sólarsaga. Á þessnm árum hafa hvorki meira né minna en 313 manns framið sjálfsmorð með því að kasta sér ofan úr turainum. Það fólk skiptir þúsundum, sem ekki hefur tekizt að svipta sig lifa á þennan hátt vegna þess, að verðir turnsins hafa gripið inn í rás viðburðanna. Annars eru sjálfsmorð í Eiff- elturninum smitandi. Þegar einn hefur varpað sér ofan úr tuminum koma aðrir á eftir. Eftir hvert sjálfsmorð er því varðmönnum fjölgað og hert á eftirliti með gestum, enda veit- ir ekki af. Kínverjar klífa einn af hæstu tindum jarðarinnar 1 byrjun maí kleif leiðangur kínverskra fjallgöngumanna hinn 8012 metra háa tind Shisha Pangma í Tíbet. Tindur þe*si er mjög erfiður uppgöngu, svo erfiður, að fram til þessa var hann eini óklifni tindurinn í heiminum, þeirra, sem hærri eru en 8000 metrar. Á þessari mynd sjáum við leiðangursmenn á tindi fjalls- ins reisa fána Kínverska alþýðulýðveldisins. Stjórnmálasambandi slitið Brasilía hefur nú slitið stjórnmálasambandi við Kúbu. Lengi hefur verið við slíku búizt, eða eftir að stjóm Goul- arts forseta var steypt af stóii og við völdum tók klíka her- foringja. Daginn eftir að Goulart var steypt hélt sendiherra Kúbu, Raul Roa Khoury heim með fjölskyldu sína. Sendiherra Brasilíu á Kúbu. Luis Bastin Pito, var staddur í R:o þegar uppreisnin gegn Goulart brauzt út og hefur ekki snúið aftur til stöðu sinnar. Kennslukvikmynd um hinar ógeðfelldari hliðar banda Kosningabaráttan í Banda- ríkjunum verður að flestra spá það sem þarlendir kalla ,.dirty“ — skítug. Með öðrum orðum: All er leyfilegt og á það jafnt við um persónuníð og rógburð. Vilji einhver fræðast nánar um bandaríska stjómmálabar- áttu í hita kosninganna, er góða fræðslu að fá um það atriði i kvikmynd, sem um þessar mundir er sýnd í Evrópu. Myndin er bandarísk að gerð og hefur verið sýnd við mikla aðsókn f New York. Heitir hún „The Best Man“ — og er nafn- ið dregið af þeirri frómu ósk bandarískra stjómmálamanna, er þeir ljúka kosningaræðum sínum: May the best man win, eða „vonandi vinnur sá bezti“. Allar sameinast stjórnmála- hetjur vestan hafs um þessa ósk, og að sjálfsögðu er hver og einn sannfærður um að hann sé guðs útvaldi frambjóð- andi og því hinn „bezti". rískra stjórnmála Umrædd kvikmynd þykirhafa tekizt mjög vel, leikstjóm er hrósað hástöfum og leikar- ar taldir fara frábærlega vel með hlutverk sín. Það er kvikmyndafélagið Unitcd Art- ists, sem myndina gerir. í henni er hulunni miskunnarlaust svipt af bandarískum stjóm- málum eins og þau gerast ó- geðslegust, áhorfandanum er sýnt bak við tjöldin á flokks- þingi þar sem valinn er fram- bjóðandi til forsetakjörs. Hinn þekkti rithöfundur Gorc Vidal hefur skrifað kvikmynda- handritið, og hann ætti að þekkja viðfangsefnið: Hann bauð sig fram við þingkosning- ar 1960 og tók þátt í flokks- bingi. Ekki náði Vidal þó kosn- ingu og er því vel farið. því ef hann hefði gefizt stjómmálun- um a vald má meir en lítið vafasamt telja, að hann hefði lýst eins ýtarlega og raun ber vitni viðurstyggilegu völundar- húsi bandarískra stjómmála. Álandsþingi ónefnds flokks í Los Angeles keppa tveir flokksmenn um forsetaframboð- ið. Annar þeima, leikinn af Henry Fonda, er frjálslyndur menntamaður, bráðgáfaður, orð- heppinn og fyndinn en óákveð- inn og reikull þegar á reynir. Flokkurinn þarf ákveðinn, á- gengan foringja, ef hann á að hafa sigurmöguleika. og Fonda virðist mörgum vanta slfka eig- inleika. Ekki getur hjá þvf far- ið, að einhverjum komi Adlai Stevenson til hugar í sambandi við mannlýsingu þessa. Andstæðingur Fonda er leik- inn af Cliff Robertson. Hann er afturhaldsamari en sjálfur Goldwatcr, samvizkulaus lýð- skrumari á borð við McCarty og gjörsamlega tillitslaus bak- tjaldamakkari eins og Richard Níxon. Hann hefur tekið dag- inn snemma og safnað saman ýmsum upplýsingum um and- stæðing sinn og er ætlunin að dreifa vissu skjali til þingfull- trúa strax að aflokinni fyrstu atkvæðagreiðslu, þegar barátt- an hefst af alvöru. Skjal þetta er afrit af éiðfestu vottorði sálfræðings, sem lengi hefur stundað Fonda, og er efni þess stjómmálalegt leyndarmál. sem Fonda hefur tekizt að geyma, en gæti orðið örlagaríkt fyrir framtíð hans. ef upp kæmist. Vinir og stuðningsmenn Fonda eru sannfærðir um það, að eina leiðin til að mæta slíkri árás sé gagnárás. Þeir hafa heldur ekki legið á liði sfnu og tekizt að afla vitneskju um Ro- berson, sem ekki er sfður hættuleg stjórnmálaframtíð hans: Fyrrverandi liðsforingi og félagi Robertsons úr stríðinu er reiðubúinn að staðfesta það með eiði, að meðan á strfðinu stóð hafi Robertson sýnt sér kynvillutilhneigingar. En Fonda vill ekki notfæra sér þetta vopn. sem honum er í hendur lagt. Hann vill verða forseti m.a. til þess að berjast gegn slfkum bardagaaðferðum, og neitar að taka þátt f þessum miður þokkalega leik. Vinir hans og stuðningsmenn láta sig ekki. Það er komið fram á elleftu stund. Robertson ætlar að fara að deila út dreifibréfi sínu. Á síðustu stundu er komið á fund þeirra keppinautanna, langt niðri í kjallara hótels eins, og allt með fyllstu leynd. Fonda hefur gef- izt upp að svo miklu leyti. að hann er fáanlegur til þess að hóta Robertson þvf að koma upp um kynvillutilhneigingar hans. ef hann opinberi leyndar- mál Fonda. En Robertson er við öllu búinn. Hann trúir Fonda fyrir því, að hann hafi það svart á hvítu, að herréttur hafi sýknað hann af öllum kyn- villuáburði, en rúmlega tuttugu liðsforingjar aðrir — þeirra á meðal liðsforinginn, sem ætlar að bera fram ákæruna — hafi verið reknir úr hemum með skömm. Hann ætlar svo sannar- lega ekki að fallast á nein hrossakaup! Hann er sannfærð- ur um það að hann geti unnið Fonda mein en Fonda geti ekki gert sér neitt. Hinsvegar er hann reiðubúinn til þess að gera ekki leyndarmál Fonda opinskátt, ef hann dragi sig út úr orrahríðinni og keppi ekki framar að forsetaframboði. Endirinn á þessu öllu verður sá. að Fonda dregur framboð sitt til baka, einmitt þegar Ro- bertson ætlar að fara að byrja að dreifa leyndarskjalinu. En fall Fonda hefur þó ekki í för með sér sigur Robertsons. Fonda lætur fylgismenn sfna kasta atkvæðum sínum á ó- kunnan mann — ,,a dark horse“ eins og það er nefnt vestra — landstjóra nokkum sem til þessa hefur haft litlar sigurvonir sem engar. Með þessu móti tekst Fonda að ná því takmarki, sem er honum meira virði en foretaframboð- ið: Að hindra það, að jafn sam- vizkulaus lýðskrumari og Ro- bertson verði f framboði til for- setakosninga í Guðs eigin landi. — * — Kvikmyndin þykir sem fyrr segir glæsilega gerð og mjög áhrifamikil. Hún afhjúp- ar verstu hliðamar á banda- risku stjómmálalífi, stjóm- málalífi þar sem ógeðfelldustu lýðskrumarar, loddarar og trúð- ar hafa lag á að trana sér fram í fylkingarbrjóst. Leikstjómin er sögð mikill listrænn sigur fyrir Franklin Schaffner. Þeir Gore Vidal og hann hafa gert hvorki meira ná minna en kennslnbók í kvikmyndarlíki nm bandarísk stjórnmál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.