Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÖÐVILIINN Flmmtudagur ZI. maí 1964 Dtgefandi: Samdningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.)< Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. EðHlegt samstarf JJitstjóri Alþýðublaðsins ritar í blað sitt í gær, að eitt sem angrað hafi verkalýðshreyfinguna á íslandi sé að Alþýðuflokkurinn hafi þrívegis klofnað, og hann veit ekki aðra skýringu en þá að „þrisvar sinnum hafa kommúnistar staðið að klofningi Alþýðuflokksins“, eins og segir orðrétt í forystugreininni. Sennilega væri það nær sann- leika sögunnar og í alla s'taði manndómslegra og eðlilegra að leita orsakanna til endurtekins klofn- ings Alþýðuflokksins í ferli og framkvæmd flokksins sjálfs, en í hinu að ,,kommúnistar“ hafi „staðið að“ klofningnum. Þeir menn sem yfir- gefið hafa Alþýðuflokkinn í þrennum klofnings- raunum hans hafa ekki verið neinir veifiskatar, margir hverjir þróttmiklir og farsælir forystu- menn íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Og það hef- ur áreiðanlega ekki verið til að þóknast einum eða neinum utan flokksins að þeir fóru úr flokki sínum, heldur vegna þess að þeir töldu Alþýðu- flokkinn kominn of langt af þeirri braut sem hon- um var ætlað að ganga. Hitt er eðlilegt að þeir menn sem þannig skildu við Alþýðuflokkinn hafi fléStir talið sig eiga heima í hinni róttæku verka- lýðshreyfingu. JJvert hefði Alþýðufkrkkurinn farið með íslenzka verkalýðshreyfingu ef hann hefði verið þar öflugri, eða allt að því einráður? Hvert fer hann með þau verkalýðsfélög sem hann hefur ýmist ráðið eða ráðið úrslitum í? Skyldu ekki enn vera margir innan Alþýðuflokksins sem ekki telja það vænlegasta framfarabraut fyrir verkalýðshreyf- inguna að leggja verkalýðsfélög undir Sjálfstæð- isflokkinn? Skyldu brautryðjendur Sjómannafé- lags Reykjavíkur hafa talið það vænlegt hagsmun- um sjómanna að setja íhaldsþingmann í stjórn fé- lagsins, mann sem montar sig af því að hafa greitt hvað eftir annað atkvæði þvingunarlögum gegn verkalýðshreyfingunni? Voru gerðardómslög Em- ils Jónssonar samboðin manni sem verkalýðs- hreyfingin hefur lyft til æðstu valda? Hér er ein- ungis gripið niður í veruleika íslenzkrar verka- lýðshreyfingar nú í dag, minnt á þá harmsögu að Alþýðuflokkurinn skuli um sinn hafa gengið á vald höfuðfjanda allrar verkalýðshreyfingar á Is- landi og með því stórveikt þá hreyfingu. gatt er það. að verkalýðshreyfingin á enn, og ein- mitt nú, mikið verk óunnið: að treysta skipu- lag sitt allt, og stækka starfssviðið. Alþýðusam- tökin íslenzku hafa fyrir margra hluta sakir ekki komið í verk ýmsu því, sem öflugri og grónari verkalýðshreyfing annarra landa hefur áorkað. Ekker't væri eðlilegra en að alþýðufólk hinnar róttæku verkalýðshreyfingar og sú alþýða sem fvlgir Albýðuflokknum tækju höndum saman til að mynda og móta þau samtök. sem verkalýðs- hreyfing íslands þarf að verða og hlýtur að verða. Það væri lán íslenzkrar alþýðu og þjóðarinnar allrar. ef þau öfl sem lagt hafa grunn íslenzkrar verkalýðshreyfingar og bezt ættu að skilja til hvers byggt ^r, bæru gæfu til að vinna bróður- leea saman að byggingu traustra og margefldra alþýðusamtaka á íslandi. — s. TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS: Lausn húsnæðismála myndi draga úr vexti verðbólgu ÞINCSIÁ ÞJÓÐVILIANS Hér fer á eftir nið- urlag greinargerðar þeirrar, sem fylgdi frumvarpi Alþýðu- bandalagsins um hús- næðismál; fyrri hluti greinargerðarinnar birtist hér í blaðinu í gær. Ástæður þess, að dregið hef- ur úr byggingu íbúðarhúsnæð- is eftir 1958, eru einnig aug- ljósar. Erfiðleikar húsbyggjenda hafa farið árvaxandi. Dýrtíð- arholskeflan hefur sífellt ris- ið hærra, byggingarkostnaður hækkað risaskrefum, en fjár- hagsgrundvöllur húsnæðis- málastofnunar og byggingar- sjóðs ríkisins ekki verið treyst- ur eða efldur að sama skapi. I þvf efni þarf nú að gera stórátak. ’ 1 ritinu ,.Úr þjóðarbúskapn- um“, sem Framkvæmdabanki Islands gefur út, sést, að á árinu 1962 var meðalstærð þeirra íbúða, sem byggðar voru í Reykjavík, 391 rúm- metri. Samkvæmt byggingarvísitölu Hagstofunnar hefði slík íbúð í febrúarmánuði 1960, um það leyti sem núverandi stjórnar- stefna var grundvölluð, kostað 500 þús. kr. En hvað mundi slík íbúð kosta nú? Samkvæmt sömu heimild mundi jafnstór íbúð í febrúar hafa kostað 766500 kr. Þannig sjáum við. að hækk- un byggingarkostnaðar slíkra ibúða af meðalstærð mundi á þessum fjórum árum hafa numið 266500 kr. Á sama tíma hefur hámark húsnæðislána hjá húsnæðis- málastofnun ríkisins hækkað úr 100 þús. kr. í 150 þús kr., eða aðeins um 50 þús. kr. Hér hallar illa á húsbyggj- endur, og verður þar harðast úti únga fólkið. sem er að stofna heimili Húsbyggjand- inn stendur nú mun verr að vígi en þótt hann hefði ekkert lán fengið 1958 Svo er komið. að manni með venjulegar launatekjur eru allar dyr lok- aðar í húsnæðismálum. Af 700 þús kr. verði íbúð- ar fást aðeins 150 þús. kr. að láni í smápörtum og smám saman á löngum tíma Eftir eru 550 þúsundir. sem hvergi fást í nokkurri lánastofnun. Eigin vinna hrekkur skammt til að brúa þetta breiða bil — Málið er sem sagt óleysanlegt Nokkru betur standa þeir að vígi. sem einnie geta fengið lán úr lifeyrissjóðum En samt leyfir engu af að þeir geti leyst vandann. Þeirra aðstöð,, má þvi með engu móti skerða En er þá nokkurt ne.vðarúr- ræði að leysa vandann með leiguhúsnæði? kynni einhver að spyrja Nei. vísf væri það lausn út af fyrir sig. ef nokkurt leigu- húsnæði væri að fá. En bvi er ekki að heilsa. Svo litið er framboðið á leiguhúsnæði. að fæstir geta leyst vanda sinn með þvi móti Flestir eru sammála um, að bvggja þurfi hér á landi um 1500 íbúðir á ári. Segjum nú. að á vegum byggingarsjóðs verkamanna o" til útrvmingar heilsuspillandi húsnæðis séu árlega byggðar 150 íbúðir Seg.ium enn frem- ur, að byggingarsjóður sveit- anna byggi um 100 íbúðir ár- lega. Og gerum loks ráð fyrir, að fjársterkir einstaklingar byggi fyrir eigið fé um 100 íbúðir. Er það þó sennilega hærri tala en efni standa til. Eftir eru þá 1150 íbúðir, sem húsnæðismálastofnun ríkisins þyrfti að geta veitt sómasam- leg lán til. Óraunhæft væri að áætla byggingarkostnað meðalíbúðar í landinu lægra en VOO þús. kr. Miðað við það, mundu 1150 íbúðir kosta rúmar 800 milj. kr. Full þörf væri á að geta veitt 75% byggingarlána, en það mundi kosta 600 miljónir. Væri markið hins vegar ekki sett hærra en það, að lánin næmu helmingi byggingar- kostnaðar, þyrfti húsnæðis- málastofnunin samt að geta veitt 400 milj. kr. samtals í lán á ári. Fjögur hundruð miljónir króna eru því algert lágmark þess f.iár, sem afla þarf, til þess að nokkur veruleg bót verði ráðin á þeim óyfirstíg- anlegu vandamálum, sem hús- byggjendur eiga nú við að stríða. Talið er, að eigin tekjur byggingarsjóðs ríkisins séu nú um 53 milj. kr. á ári. f þessu frumvarpi er lagt til, að innheimt verði í bygg- ingarsjóð árlegt óendurkræft gjald, er leggist á atvinnurek- endur og nemi 1% af öllum greiddum vinnulaunum. Mætti ætla, að þetta gæfi um 70—80* milj. kr. f annan stað er lagt til að byggingarsjóður ríkisins fái árlegt óendurkræft framlag úr ríkissjóði, er nemi 3% af heild- artekjum ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi næsta árs á und- an. Sá tekjustofn gæti numið um 70 milj kr., en færi, ef að líkum lætur, hækkandi ár frá ári. f þriðja lagi er lagt til í þessu frumvarpi, að byggingar- sjóður ríkisins fái árlegt óend- urkræft gjald, er nemi 1 % af fasteignamatsverði allra húsa og lóða. annarra en þeirra, sem undanþegin eru fasteignagjaldi til bæjar- og sveitarfélaga samkvæmt lögum. Er ekki ólík- legt, að þessi tekjustofn gefi um 30—40 milj. kr. í fjórða lagi er svo lagt til i frumvarpinu. að bvggingar- sjóður ríkisins fái árlegt óend- urkræft gjald frá bönkum, er nemi 20% af árlegri eigna- aukningu þeirra. miðað við næsta reikningsár á undan greiðslu Mun ekki fjarri lagi. að sá tekjuliður nemi 2o milj- ónum á ári. Með þessu móti gæti bygg- ingarsjóður ríkisins haft um það bil 250 milj kr. eigin tekj- ur á ári. Reiknað hefur verið út, að útlánageta sliks sjóðs, miðað við annuitets-lán með 3% vöxt- um og lánstima 35 ár (þ.e. ársgreiðslu 4,65%), yrði sem hér segir frá ári til árs næstu 20 ár: Ár. Lánageta í milj. kr. 1 ...................... 250.0 2 .................... 261.5 3 ...................... 273 7 4 .................... 286.5 5 ..................... 300 0 6. ..................... 314.0 7 ..................... 328 5 8 344.0 ! 9 ..................... 359 7 10 376.7 11 ..................... 394 9 12 ......Z.........412 5 13 ..................... 431 7 14 ..................... 452.0 1 15. 473.0 4. — Að öllum lífeyrissjóð- 16. 495.0 um skuli skylt að kaupa 17. 518.2 skuldabréf byggingarsj óðs rík- 18. 542.2 isins fyrir upphæð, er nemi 19. 567.5 2/3 hlutum þeirrar fjárhæðar, 20. 595.0 sem þeir árlega verja til lána- starfsemi. f útreikningi þessum er að sjálfsögðu ekki tekið tillit til hugsanlegra verðbreytinga gjaldmiðils Ef byggingarsjóði ríkisins væri tryggt eigið fé samkvæmt framangreindum tillögum, mundi hann, eins og taflan sýnir, fljótlega vaxa að styrk- leika, verða óháðari hinum al- menna peningamarkaði, ráða að verulegu leyti yfir því, hvaða vaxtakjör væru veitt húsbyggjendum o.s.frv. Þannig yrði aðstaða hans allt önnur en nú. þegar meginfjárráð hans byggjast á lánsfé með há- um vöxtum. Auk þeirra tekna, sem bygg- ingarsjóður ríkisins hefur nú af skyldusparnaði, er lagt til i þessu frumvarpi: 1. — Að bönkum og spari- sjóðum verði skylt að kaupa skuldabréf byggingarsjóðs rík- isins fyrir 15% af árlegri sparifjáraukningu. 2. — Að tryggingafélögum skuli skylt að kaupa skulda- bréf byggingarsjóðs ríkisins fyrir 20% af árlegri eigna- aukningu sinni. 3. — Að atvinnuleysistrygg- ingasjóði skuli skylt að kaupa skuldabréf byggingarsjóðs rík- isins fyrir 20% af árlegri eignaaukningu. Fengjust þessar tillögur fram, mundi verulega rofá til fyrir unga fólkihu í landinu og öðrum húsbyggjendum. Myndarleg lausn húsnæðis- málanna mundi tvímælalaust hafa verðbólgusefandi áhrif í þjóðfélaginu og jafnvel stuðla nokkuð að lausn hinna við- kvæmu og torleystu kaup- gjaldsmála. Aukning eigin tekna- þygg- ingarsjóðs rikisins á að gera honum það mögulegt að veita lán með lágum vöxtum til all- langs tíma. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að lán þau, sem veitt eru af eigin fé sjóðsins, verði jafngreiðslulán til 35 ára með 3 % vöxtum. Hins vegar verða þau lán, sem veitt eru af því fé, sem byggingarsjóður fær sjálfur að láni, aðeins til 25 ára og með sömu vöxtum og sjóðuririn greiðir af þeim. — Ber að stefna að því, að sjóðurinn geti byggt meginhluta lánastarf- semi sinnar á eigin fjármagni, enda er slík fjáröflun til bygg- ingarsjóðs ríkisins meginefni þessa frumvarps. Og verður að vænta þess, að Alþingi hafi skilning á, hvílíka grundvall- arþýðingu það hefur fyrir lausn húsnæðismálanna til frambúðar". Unnar Benediktsson sjötugur í dag Unnar Benediktsson. Unnar Benediktsson i Hvera- gerði er sjötugur í dag, fædd- ur á Viðborði á Mýrum i Hornafirðí 21. maí 1894. Unnar ólst upp þar eystra en dvaldi á yngri árum nokkuð á Suður- landi, austur á Héraði og norð- ur í Eyjafirði. bar til hann giftist Valgerði Elíasardóttur frá Hallgeirsstöðum i Jökuls- Srhlíð 1931 og bjuggu þau þar ril 1937 að þau fluttust til ^evðisfiarðar. Stundað1 Unnar svo sió. á . Suðurnesium & vetr- um en vegavinnu ó Fiarðar- heiði á sumrum en 1944 flutt- ust þau í Hveragerði. Þar hef- ur Unnar ýmisligt unnið. m.a. árum saman unnið á vertíðinni ( Þorlákshöfn 12-18 stundir á sólarhring eða bar til fyrir tveimur árum. • Þrátt fyrir sjötíu ár að baki er Unnar kvikur og reifur sem ungur væri, og mun það vera austur-skaftfellsk ættarfvlgja, en bræður hans eru m.a. Gunn- ar f Hveragerði og Guðión f Revkjavík. Vinir hans ættu að athuga pð hann verðijr ekki heima í dag. Við óokiim Unnari hamingiu og langlífis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.