Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 9
.í’immtudagur 21. maí 1964 HðÐVILJINN SlÐA ^ ASVALLAGÖXU 69. SlMAR: 21515 — 21516. Tlt SötU: 3 herbergja íbúð á 1. haeð við Hringbraut (Goða- húsin) íbúðin er i góðu standi. 3 herbergja íbúð í nýlegu steinhúsi f vesturbænum. III. hæð. 4 herbergja nýleg íbúð i sambýlishúsi við Stóra- gerði. 3 svefnherbergi, góðar stofur. Mjög skemmtileg teikning, stærð ca. 110 ferm. Vandað baðherbergi, gólf teppalögð, innbyggðar sólarsvalir II. hæð. 4 herhergja ibúð á 4. hæð f nýlegu sambýlishúsi. Vandaðar innréttingar. tvennar svalir. gólf teppalögð. 5 herbergja 120 ferm. fbúð í nýlegu steinhúsi á góðum stað i Vesturbæn- um. sér inngangur. sér hitaveita, ræktuð Ióð. Á hæðinni eru 3 svefnher- bergi, tvær samliggiandi stofur, eldhús og baðher- bergi. 5 herbergja efri hæð í tví- býlishúsi í norð.anverð- um Laugarási. Allt sér. Ræktuð og skipt lóð, bíl- skúrsréttur 5 herbergja fbúð á 2. hæð við Rauðalæk. Vönduð 3 svefnherbergi Stór fbúð í nýlegu húsi á hitaveitusvæðinu. Mjög vönduð. á hæðinni eru brjár stofur og þrjú svefnherbergi. ásamt eld- húsi. Gengið um hring- stiga úr stofu f ca. 40 ferm. einkaskrifstofu með svölum og parket- gólfi Þar uppi að auki tvö herbergi og snyrti- herbergi. Ein vandaðasta fbúð sem við höfum haft til sölu. Gólf teppalögð'. 3 svalir. stórir gluggar bílskúr. Fallegt hús, Gólfflötur samt. um 210 ferm. 120 ferm. hæð í hú«5 við Ránargötu Steinhús. Stór lóð. Til mála kem- ur að selia tvær fbúðir í sama húsi. Tvð hús hlið við hlið eru til sölu við Tjarnargötu (við t.iörnina). Góð og traust timburhús. Einbýlíshús við sjó f bekktu villuhverfi er til sölu Selst uppstevpt, eða lengra komið ca. 330 fermetrar fvrir utan bflskúr og bátaskýli. Bátaaðstaða Húsið er á tvei-m hæðum 150 fe'émetra einbýlishús f Garðahreppi- Allt á einni hæð Selst fokhelt. teikning Kjartan Sveins- son Einbýlishús til sölu i Kópavogi, stærð ca. 140 ferm. Auglýsið í \i Þjóðviljanum AIMENNA FASTEIGNASAIAW UNDARGATA^g^JjMj^amO LÁRUS Þ. VALDIMARSSON ÍBUÐIR ÓSKAST: Hefi fjársterka kaupend- ur að flestum tegundum íbúða. TIL SÖLU: 2 herb. íbúð á annarri hæð við Efstasund, bílskúrs- réttur. 2 herb. ibúð 60 ferm. við Blómvallagötu laus eftir samkomulagi. 3 herb. ný og vönduð íbúð 95 ferm við Stóragerði, sér herb. í kjallara allt fullfrágengið. glæsilegt útsýni. Laus eftir sam- komulagi. 3 herb. góð kjallarafbúð á Teigunum sér inngangur, hitaveita 1. veðr. laus. laus eftir samkomulagi. 4 herb. hæð í steinhúsi við Grettisgötu sér hitaveita. 4 herb. hæð við Nökkva- vog. ræktuð lóð stór og góður bílskúr. 4 herb. efri hæð á Sel- tjarnarnesi allt sér, góð kjör. 2 hcrb. ný og glæsileg íbúð 60 ferm. á jarðhæð í tví- býlishúsi í Austurborg- inni. sér hiti, sér inn- gangur. lóð og önnur sameign fullfrágengin, fagurt umhverfi. Ný húseign f Kópavogi 4 herb. hæð næstum full- gerð ðsamt kjallara með 1 herbergi, þvottahúsi geymslu og stóru vinnu- plóssi. sem má breyta f 2 herb. íbúð. 3. herb. risfbúð við Lauga- veg. Ódýrar íbúðir, Iágar út- borganir, við Nýbýlaveg 2 herb. íbúð: við Nesveg 5 herb. íbúð f steinhúsi;. við Þverveg 2 herb. hæð f timburhúsi. Raðhús við Ásgarð næstum fullgert, Steinhús við Langholtsveg 2 og 4 herb. fbúð 1. veðr. laus I smíðum í Kópavogi 6 herb. endaíbúðir við Ás- braut. Til leigu er bílskúr rúmir 30 ferm. upphHaður, með salemi og vatni og í góðu standi. Fasfeipiiasalan Tjarnargötu 14 Símar: 20625 og 20190. MENNINGAR- OG FRIÐAR- SAMTÖK ÍSLENZKRA KVENNA halda fund fimmtudaginn 21. maí kl. 20.30 í MÍR- salnum Þingholtsstr. 27. Fundarefni: 1 Frú Guðrún Briem Hilt talar um þau áhrif sem börn verða fyrir í nút.ima þjóð- félagi 2 Frú Sigríður Einars flytur kveðju frá sænskum kvennasam- tökum. 3. Kvikmynd um líf og starf listakonunnar Galinu Ulanóvu. Félagskonur fjölmennið, og öllum sem óhuga hafa á uppeldismálum, er sér- staklega boðið á fundinn STJÓRNIN. Orkuþörf heimsins til um- ræðu á kjarnorkuráðstefnu Orkuþörf heimsius í fram- tíðinni og hlutverkið, sem kjarnorkan kynni að gegna til að fullnægja þessari þörf á Kuusinen Framhald af 6. síðu. rikjanna árið 1930, eftir að finnski kommúnistflokkurinn hafði verið bannaður. Fyrir stofnun þess flokks hafði hann gengizt 1918 og var síðan alla tfð í fremstu röð leiðtoga hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar,, sat öll þing alþjóðasambands komm- únista, nema annað þingið, og var einn af framkvæmdastjór- um þess frá 1921 og þar til sambandið var lagt niður. Árið 1940 var Kuusinen kos- inn í Æðstaráð Sovétrikjanna og ótti hann sæti í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins frá 1941. Hann er talinn hafa átt mikinn þátt i þeim um- skiptum sem urðu í Sovétríkj- unum með 20. flokksþinginu 1956. Dóttir hans er Hertta Kuus- inen, hinn mikilhæfi leiðtogi finnskra kommúnista. næstu tíu' árum er efnið sem tekið verður til umræðu á þriðju alþjóðlegu : ráðstefnunnl um friðsamlega nýtingu kjarn- orkunnar í Genf 31. ágúst til 9. september i ár. Að ráðstefnunni standa Sam- einuðu þjóðimar og Alþjóð- lega kjarnórk-umálastofnunin (IAEA)v ■ Samkvæmt bráða- birgðaskrá yfir' fyrirlesara á ráðstefnunni mun hún fyrst. og fremst fjalla um nýtingu kjarnorkunnar ..nú og þugsan- lega nýtingu hennar í framtið- inni. Á nokkrum sameiginleg- um fundum munu fulltrúarnir ræða efpi,-eins og t.d. orku- þörf heímsins, áætlanir um hagnýtingu k.iarnorkunnar á næstu tíu árum, alþjóðlega samvinnu um stöðvar til að kljúfa kjama og þróunina í sambandi við kjarnorkuraiin- sóknarstöðvar. Á nokknum sérstökum, tækni- legum fundum verða m.a. rædd efni eins og notkun kjarnorkunnar til upphitunar, eimingar á söltu vatni og iðn- aðar, öryggisráðstafanir, fjar- iæging geislavirks úrfellis og beiting kjarnorkunnar í tækni- vísindum, efnafræði og öðrum vísindagreinum. Páll Helgason: Rödd af sjónum Er hægt að bjóða sjómönn. um á bátaflotanum allt án þess að sjómannasamtökin gæti réttar sjómanna á eðlilegan hátt, hvað snertir hlutakjörin og verðmæti aflahlutarins? Á sama tíma og allt verð- lag í landinu er látið hækka og sjávarafurðir hækka veru- lega í verði á erlendum mörk- uðum er fiskverðinu haldið niðri með úrskurði yfirnefnd- ar um ferskfiskverð með til- kynningu frá 20. janúar 1964. Um miðjan aprílmánuð lækkaði fiskverðið til báta — óvenjuleg ákvörðun um verð- lagsmál, þvi að fáir munu telja samskonar fisk sem veidd- ur er 16. apríl verri en þann sem veiddist 15.1 Ferskfiskmatið í því formi sem það er framkvæmt er mjög umdeilt, enda er hja sumum fyrirtækjum 1. oe 2. flokks fiskur látinn í sömu kösina eftir að búið er að meta hann — lækka hann í verði til sjómanna. Enda vita sjó- menn að handahóf ræður í hvaða verðflokki fiskurinn lendir. og færi rannsókn fram myndi koma ; Ijós, að sumt af þeim fiski sem metinn er í 2. flokk verður 1. flokks vara sem saltfiskur og skreið til úr- flutnings. Færeyskir s'íómenn þrosa að hinu lága verði sem sjómönn- um er skammtað hér með úr- skurði vfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvegsins, því að láta mun nærri að við gefum 2 fiska af hverium 5. ef borið er saman verðið hér o? í Fær- eyjum, með öðrum orðum 275 af aflanum fá fiskkaupendur gefins frá smáútvessmönnum og sjómönnum. Er hér um on- inberan þiófnað að ræða og lögverndaðan Sjómenn átta sig almennt á honum en það vantar samstöðu með smáút- vegsmönnum og hlutasjómönn- um að þeir rétti hlut sinn á réttan og eðlilegan hátt. Það er eðlilegt að okkur fs- lendingum sé skinað erlendis ! flokk með vanþróuðum þjóð. um meðan siómannastéttin un- ír þv? að vera lægst launuð •allra stétt.a. miðað við vinnu- ng afköst Hvað á að gera? er spurn- ing, sem verður að Sýara ef rétta á hlut smáútgerðarmanna og bátasjómanna almennt. Ég vildi svará þessari spurn- ingu þannig: Þáð á að konaa upp markaði fyrir fiskinn, bæta aðstöðu bátaflotans, hyggja aðserðarbús við hafn- imar, taka véltæknina sem sjálfsagðan lið við affermingu, hafa rennibrautir til að landa fiskinum. f aðgerðarhúsum við bafnirnar á að eera að öllum fiski, verðleggja hann og flokka og nýta allan afla á fvúlkomnasta hátt. Engin ein- okun á að gilda. Sá sem bezt býður á að fá aflann keyptan, bá mundi sýna sig að fiskverð- ið myndi hækka af sjálfu sér. Við höfum fyrir okkur dæmi um verðhækkunina sem varð á ufsanum af færa- og síldar- bátum, því að þar voru sjó- menn frjálsir að selja. Einok- unarhringurinn, frystihúsin sem ráða fiskverðinu aimennt voru sniðgengin og urðu að kaupa ufsann á almennu gang- verði, Það er talið vonlaust að gera út bát nema útgerðarmaður- inn eigi itök i fiskverkun eða fái leyndar greiðslur fyrir afl- ann á annan hátt með bak- tjaldamakki við fiskkaupend- ur, enda stendur ekki á kaup- endum að greiða fyrir akstur á fiski, eí þeir fá hann, þó að um hundruð kílómetra vegg- lengd feé að ræða. Þeir eiga vísan hagnað af viðskiptunum, jafnvel stórgróða. Smáútgerðarmenn og sjð- menn eigá að vinna.saman að því að fá rétt verð fyrir vinnu sína, þ.e. aflann af þátun- um sem þeir eiga eða vinna við. Þau átumein sem skapa það ástand að fiskverðið til fiskimanna er iægra hér en í nágrannalöndum okkar ber að uppræta. Og oft hefur þjóð- in kostað sendinefnd til ann- arra landa af minna tiiefni en því, að 2/5 af afla bátaflot- ans verði að engu, komist ekki til réttra aðila sem eru sjð- menn o? srnáútvegsmenn. Við eigum að heimta rétt okkar. að fá sannvirði fvrir eisin afia. afraksturinn af vinnu okkar. Þessi nýja- ráðstefna verður ■haldin í samræmi við ályktun Allslrerjárþings Sameinuðu þjóðanna 1962. í ályktuninni segir, að ráðstefnan skqli vera „takmarkaðri að umfangi og með tilliti til útgjalda" en tvær fyrri ráðstefnur, þ.e.a.s. þær sem haldnar voru í Genf 1955 og 1958. Fjöldi vísinda- legra ritgerða og erinda er takmarkaður við 750. Þau sjö ríki, sem fulltrúa ei-ga í ráð- gjafanefnd Sameinuðu þjóð- anna um vísindi (þessi nefnd undirbýr ráðstefnuna), Banda- ríkin, Brasilía, Bretland, Frakk- land, Indland, Kanada, og Sov- étríkin, hafa till^ynnt að þau muni leggja fram minna en þriðjung þess fjöldá vísinda- ritgerða, sem þau lögðu fram árið 1958. — (Frá S.Þ.). Yfírlýsing Þjóðviijinn hefur verið beð- inn að birta eftirfarandi: „Vegna dylgjuskrifa i „Frjálsri þjóð” hinn 8. maí s.l., um Ásgeir Pétursson sýslumann og nýafstaðið þing Ungmennasamþands Borgar- fjarðar, viljum við undirritað- ir forustumenn UMSB lýsa yf- ir eftirfarandi: 1) Asgeir Pétursson kom á þingið samkvæmt beiðni stjórn- ar Ungmennasambandsins, til þess að flytja erindi um æsku- lýðsmál Borgarfjarðar, en hann er formaður æskulýðs- nefndar héraðsins. Hann varð :við þéssári ósk ög fjallaði er- : indi hans um þau mál ein, og vék hann ekki einu orði að stjórnmálúm eða sjónvarps- málinu, eins-pg þó er á vita- verðan hátt dylgjað um í blað- inu. — Þvert á móti skoraði hann á æskufólk héraðsins að sýna þann þegnskap að blanda ekki stjórnmálum í æskulýðs- málin, því þau sundi-uðu slík- um samtökum, sem væru op- in öllum, án tillits til stjóm- málaskoðana. 2) Við hörmum mjög það aðkast. er Ásgeir Pétursson hefur orðið fyrir, vegna fram- lags hans til þessa þings okk- ar. og viljum við færa honum sérstakar þakkir fyrir forustu hans í æskulýðsmálum héraðs- ins. 3) Greinin öll ber vott um fréttaflutning af lakasta tagi, og er engu blaði sómi að slíku. Teljum við fráleitt að nokkur Borgfirðingur hafi átt þátt í slíkum blaðaskrifum. 12. maí, 1964 Guðm. Sigurðsson, form. Ungmennasambands Borgarfj. Borgarnesi. Þorsteinn Sigurðs- son, fyrrv. form. Ungm.samb. Borgarfj., Brúarreykjum. Sig- mundur Einarsson, þingforseti UMSB. Gróf. Guðm. Þorsteins- son, ritari, Skólpastöðum. Dav- fð Pétprsson, gjaldkeri, Grund. Bjarni Helgason, meðstjórn- andi, Lgugalandi. Friðjón Sveinbjörnsson, meðstjómandi, Borgarnesi.’! Orðsending frá Kvenfélagi sósíalista ★ KVENFÉLAG SÓSÍALISTA vill vekja athygli á erindi sem frú Guðrún Briem Hilt heldur á fundi MFÍK um þau áhrif sem böm verða fyrir í nútímaþjóð- félagi. + FÉLAGAR I KVENFÉLAGI SÓSlALISTA eru hvattir til að sækja fundinn, sem er í kvöld kl. 8,30 í Þingholtsstræti 27 — og er öllum heimill aðgangur. Bálfaraiélag- ið stofnar duftgarðasjóð Bálfarafélag Islands hefir af- hent stjórn kirkjugarða Reykja- víkur kr. 95,337,00 til stofnun- ar sjóðs er nefnist „duftgarða- sjóður” og á að notast til að skipuleggja og prýða duftgard- ana í Fossvogi. Sjóðurinn skal vera í vörzlu stjómar kirkju- garðanna og skal nota hann eftir því sem stjómin ákveður, innan þess ramma sem sjóðn- um hefur verið settur. Duftgarðamir hafa þegar að nokkru leyti verið skipulagðir og það pláss sem þeim er ætl- að suð-austan við kirkjuna í Fossvogi er talið að muni nægja langan tíma, sem graf- reitur fyrir jarðneskar leifar þeirra sem brenndir eru. Eins og kunnugt er lét Bál- farafélagið fyrir fáum árum reisa í duftgarðinum lfkneski af Kristsmynd Thorvaldsens og færði kirkjugörðunum það að gjöf. íþróttir Framhald af 5. síðu. n keppni milli landanna á gagn- kvæmum skiptigrundvelli, sem hæfist t.d. 1963 með Því, að Islendingar sæktu Skota heim og 1966 yrði keppnin endur- tekin á íslandi. Formaður FRl hefur átt óformlegar viðræð- ur s.l. tvö ár við frjálsíþrótta- sambönd Skota og Breta um þetta mál, og á Kalendarþing- inu í Soffía ræddi form. við Jack Grump aðalritara Brezka frjálsíþróttasambandsins um málið. 1 s.l. mánuði komst skriður á þetta mál og verður nánar skýrt frá þvi síðar. — Norræn tugþrautarkeppní Dagana 8. og 9. ágúst n.fc. fer fram 3ja landa landskeppni f tugþraut hér í Reykjavík. Keppnin fer fram milli Islands —Noregs—Svíþjóðar og er fyr- irkomulag keppninnar. að 3 tugþrautarmenn frá hverri þjóð keppa. Samanlögð stig tveggja fyrstu manna frá hverju landi ræður úrslitum og röð þjóðanna 1 keppni. — FRl átti hugmyndina að þessari keppni og bauð til hennar á síðasta ársþingi frjálsíþrótta- ieiðtoga frá Norðurlöndum. Töldu fulltrúar Islands ekki nógu mikið gert fyrir tug- þrautarmenn með keppnum í líkingu við þessa landskeppni, og var tiliögunni fagnað af hálfu Norðmanna og Svía. Framkvæmdastjórastarf Framkvæmdastjórastarf við tunnuverk- smiðjur ríkisins er laust til umsóknar. Umsóknir sendist stjórn verksmiðjanna, Austurstræti 10 a, Reykjavík (pósthólf 597) fyrir 10. júní n.k. Tunnuverksmiðjur ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.