Þjóðviljinn - 22.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1964, Blaðsíða 7
MÓÐVILJINN EG DEILT A Föstudagur 22. maí 1964 Þegar ég var í óða örm að búa mig undir að leggja af stað heimleiðis frá Paris um síðustu mánaðamót, barst mér í hendur bréfkorn frá Friðjóni Stefánssyni ásamt nokkrum ó- venjulegum plöggum; greinar- gerð fyrir tillögu sem Friðjón hafði flutt _ á fundi í Rithöf- undafélagi íslands, án þess að fá hana samþykkta, að svo komnu máli, smágrein frá Jóni skáldi úr Vör, þar sem hann deilir á Friðjón fyrir smekk- leysi í greinargerðinni, aðra grein frá Friðjóni, þar sem hann ber af sér högg Jóns og leggur til hans aftur af miklu kappi. Bréf Friðjóns Stefáns- sonar til mín var á þessa leið: „Kœri kollega! Einsog fram kemur í meðfylgjandi plöggum kemur okkur Jóni úr Vör ekki saman um. hvort ég deili á þig eða ekki í viðkomandi grein- argerð. Því vil ég óska eftir skoðun þinni á málinu. Vin- samlegast. Friðjón Stefánsson". Ég athugaði plöggin, þótt ég hefði nóg annað við tímann að gera, og þegar ég las örstutta grein Jóns úr Vör sem reynir að bregða fyrir mig skildi, komst ég að raun um, að spurning sú sem mér hefur verið send til útlanda, af þvi að svo mikið lá við, að ég svaraði henni, fellur um sjálfa sig. Ég átti að svara því hvort það væri rétt hjá Jóni úr Vör, að Friðjón hefði deilt á mig í „viðkomandi greinargerð“. En grein Jóns fjallar ekki um á- Fegrua ogþrif VEGFARANDI SKRIFAR: Það er víst ekki meiningin að leiða enska prinsinn eftir Laufásvegin um í sumar og sýna honum hvað bærinn hefur geymt á lager í gluggaskotun- um í nokkur ár á Laufásvegi 14, 16 og 20. Enda þótt prinsinn fari þar ekki um væri samt gott að gera undantekningu og ýlda það ekki lengur sem bíður þar. Myndi það áreiðanlega bera vott um að það væri ekki alltaf hugsað um það sem auganu væri næst. Annars virðist það vera meginreglan hjá okkur að fegra það sem augað grípur fyrst en láta hitt sitja á hak- anum. — Vegfarandi. íslenzkur Loft- leiðafulltrúi í Frankfurt við Main Eftír að Loftleiðir hættu að fljúga til Hamborgar hefir miðstöð Þýzkalandsviðskipta télagsins færzt æ meira yfir til Frankfurt við Main. Á- ætlunarferðir eru farnar milli Luxemborgar og Frankfurt í beinu sambandi við flugferð- ir Loftleiða til og frá Luxem- borg. og má því segja að hin raunverulega Evrópuferð margra hefjist eða endi í af- greiðslustöðvum Loftleiða í Frankfurt. Hingað til hafa allir starfs- menn Loítleiða í Frankfurt verið Þjóðvérjar. en vegna vaxandi ferða íslendinga til Mið-Evrópu hefir nú verið á- kveðið aö fela Islendingi full- trúastörf í skrifstofunni í Frankfurt. Fyrir valinu varð Davíð Vil- helmsson, sem um árabil hefir verið fulltrúi í afgre:ðslu Loft- leiða á Reykjavíkui’flugvelli og mun hann hefja störf í Frank- furt 15. þ.m. deilu, heldur smekkleysi. Og hann tekur einmitt fram í lok greinar sinnar: „Annars skal ég leiða hjá mér ádeilu Friðjóns á „sovétníð" Jóns Óskars“. Ég var þannig beðinn að dæma um það sem Jón úr Vör leiðir hjá sér í grein sinni. Friðjón kvartar sárlega und- an því í Þjóðviljanum 3. maí að Jón úr Vör skuli telja það „harmsefni“, að hann (Friðjón) skyldi gefa það í skyn í grein- argerð fyrir áðurnefndri til- lögu á fundi rithöfundafélags- ins og síðan á prenti, að ég hafi fengið listamannalaun i ár vegna þess einvörðungu að ég hafi nýlega gefið út bók með óhróðri um Sovétrikin, en Jón kallar það litla smekkvisi að hafa mig þannig að bitbeini í greinargerð fyrir tillögunni og þó sýnu verra að hlaupa með slíka greinargerð í dagblöðin. Friðjón er hissa, þvi honum finnst það smekklegt. Það er misjafn smekkur manna. Hon- um sámar, að nafni minn skuli ekki kunna að meta það sem honum finnst sjálfum smekk- vísi, en jafnframt er einsog hann viti upp á sig þá skömm að hafa notað sér úthlutun listamannafjár til að deila á mig, þvi honum finnst Jón úr Vör hafa verið að snupra sig fyrir að deila á mig, þótt Jón sé einungis að snupra hann fyrir smekkleysi og fyrir að reyna að gera mig ómerkileg- an i augum almennings eða að minnsta kosti í augum les- enda Þjóðviljans. Og þessi ímyndun tillögusmiðs er svo sterk að hann flýtir sér að leita uppi heimilisfang mitt í París (þó ekki hjá fjölskyldu minni, sem honum er gamal- kunn) og sendir mér óðara bréf til Parísar með aðstoð sendiráðsins, þvi ógerningur reyndist að bafa upp á heim- ilisfangi minu(!): Var ég nokk- uð að deila á þig? Eg held að hér eigi orðið rógur betur við en orðið ádeila. Friðjón segir í greinargerð fyrir tillögu sinni. að ég hafi skrifað óhróður um erlend ríki, eða einsog hann orðar Ilúsavík. — Skákmeistari Is- lands Helgi Ólafsson og Frey- steinn Þorbergsson, skákmeist- ari dvöldust hér fjóra daga fyr- ir skömmu á vegum Skákfélags Húsavíkur. Fyrsta daginn var hraðskák- mót. Þar varð efstur Freysteinn Þorbergsson með ellefu vinn- inga. Annar Helgi Ólafsson með tíu vinninga og þriðji Jón A. Jónsson frá Skákfélagi Húsavíkur með níu vinninga. Næsta dag tefldi Helgi það: „gefið út bók, þar sem í er að finna nokkuð af óhróðri um sósíölsk ríki, Sovétríkin, í Morgunblaðsstil". Hér er átt við síðustu bók mína, „Páfinn situr enn í Róm“, sem er tæp- lega skrifuð i Morgunblaðs- stíl nema að hyggju þeirra sem ekki bera skyn á hvað stíll er. Þá fullyrðir tillögu- smiður, að nefndin hafi umb- unað mér fyrir „óhróður" þennan og dylgjar um, að ég hafi raunar skrifað þennan „óhróður“ til að fá nokkrar krónur út úr nefndinni, sam- anber þessi orð hans, þegar hann hefur fjallað um ' það hvernig nefndin hafi launað mér með því að lyfta mér upp í átjánþúsund króna flokk; „En mér er spurn, hvers vegna gengur ekki meiri hluti nefndarinnar hreinna til verks og segir; Þið þarna, róttæku höfund- ar, ef þið bara skrifið svolítið af óhróðri um sósíölsk ríki,. þá skuluð þið líka fá úthlutun“. Hinsvegar gætir tillögusmið- ur þess að minnast ekki á, að ég hafi nýlega gefið út aðra bók, Ljóðaþýðingar úr frönsku, en frétt um þá bók kom í öll- um blöðum, einnig því blaði sem Friðjón mun lesa dagsdag- lega, enda er ekki annað að sjá á greinargerð hans en hann viti af henni, þótt hann forðist að nefna hana. Eitt þykir mér rétt að benda sérstaklega á. Það er þessi ný- stárlega aðferð við að koma fram tillögu í Rithöfundafélagi íslands. Tillögusmiður fær hana ekki samþykkta á fundi, heldur er henni vísað til næsta fundar. Flestir mundu telja það skyldu sína við félag sitt að bíða næsta fundar og fá þá fullnaðarafgreiðslu á tillögu sinni. En Friðjón er ekki fyrr kominn. af þeim fámenna fundi (að hans sögn), þar sem til- lögu hans var vísað frá, en hann rýkur með greinargerð sína í Þjóðviljann, einsog hann álíti _að fundir Rithöfundafé- lags fslands geti ósköp einfald- lega haldið áfram í Þjóðviljan- um. Árangurinn er sá, að hann klukkuskák á sex borðum og vann 4‘/2, en tapaði l'/?. Hjálm- ar Theódórsson vann eina skák ina og Kristján E. Jónsson gerði jafntefli. Þá tefldu þeir Helgi og Hjálmar tveggja skáka einvígi og vann Helgi báðar skákirnar. Mótsstjóri var séra Björn Jónsson. Þá voru tefldar tvær samráðaskákir og vann Freysteinn sína, en Helgi gerði jafntefli. Þeir sem tefldu á móti Helga voru Jón A. Jóns- son, séra Bjöm Jónsson, Páll hefur raunar staðfest að síð- asta bók mín, „Páfinn situr enn í Róm“, er hoinum þymir í augum, en högg það sem hann lætur í veðri vaka að hann hafi ætlað að greiða út- hlutunarnefnd, hæfir ekki nefndina, heldur mig og hann og félaga okkar. Það er slæm- ur árangur, og ég held að rit- höfundar ættu að hugsa sig vel um áður en þeir stíga það spor til fulls að taka að halda félagsfundi sína í dagblöðun- um. Okkur gengur illa að íinna ráð sem dugi til að losna við óhæfa úthlutunarnefnd lista- mannafjár, en við losnum seint við hana með naggi einsog „þú færð 18 þúsund, ég fæ bara 12 þúsund", og ennþá síður getum við komið henni íyrir kattarnef með því að dylgja um það, að nefndin geti keypt rithöfunda til að skrifa einsog henni líkar, jafnvel að skrifa óhróður, til dæmis um Sovét- rikin. Friðjón Stefánsson fer ekki rétt með í greinargerð sinni um það atriði sem hann reisir alla hneykslun sína á. Hann segir „En bækur hans (Jóns Óskars) frumsamdar, sem bók- menntalegt gildi hafa, voru komnarút áður en næstsíðasta úthlutun fór fram. Þá fékk hann engin listamannalaun, og undanfarin ár ýmist engin eða í allra lægsta flokki". Friðjón fer hér rangt með, og er illt til þess að vita, því svo litlir karlar megum við ekki vera, viljandi eða óviljandi, að víkja af götu sannleikans i fljótræð- isæsingi til að þólcnast ein- hverjum vinum okkar, hvoirt sem þeir heita Rússar, Banda- ríkjamenn eða Jón frá Pálm- holti. Og ekkert fremur meg- um við leggjast svo lágt til að skeyta skapi okkar eftir and- blástur á rithöfundafundi. Sannleikurinn er þessi: Ég var ekki í neðsta ílokki lista- mannalauna, þegar ég var strikaður út. Ég hef því ein- ungis verið tekinn upp aftur í sama flokk. Og það eru fleiri en ég sem hafa fengið þá með- ferð hjá nefndinni, eins og Friðjón veit. Mér þykir það bíræfið af manni sem kallar sig rithöf- und að taka að kveða upp dóma yfir öðrum rithöfundum í greinargerð fyrir tillögu á Sigurjónsson og Sigurjón Jó- hannesson. Síðasta daginn tefldi Frey- steinn klukkuskák á átta borð- um og vann allar skákirnar. Auk þess útskýrði Freysteinn cinvígisskákimar og flutti al- menna skákfræðslu í þessari tölu. Þessi ánægjulega heimsókn skáksnillinganna til Húsavíkur hefur hleypt fjöri í skáklífið hér á staðnum. — K.E.J. Jón Öskar félagsfundi, fullyrða að einhver bók hafi ekkert bókmennta- gildi og láta síðan prenta þetta í blöðum. Ég veit ekki hvem- ig Friðjóni Stefánssyni þætti það, ef einhver lýsti þvi yfir á félagsfundi að bækur hans væru snauðar að bókmennta- gildi og léti siðan prenta þessa yfirlýsingu sína í einhverju dagblaðanna. Ég man svo langt, að fyrir einu eða tveimur ár- um, þegar borin var fram til- laga í Rithöfundafélagi íslands um að víta úthlutunarnefnd fyrir hrakleg vinnubrögð, reis upp einn fundarmanna og þuldi upp nöfn ýmissa rithöf- unda sem hann taldi að hefðu átt að fá af listamannafé, og vildi hann láta birta þessi nöfn í greinargerð með tillögunni. Þetta hlaut ekki góðar undir- tektir félagsmanna, og þótti farið út á hálan ís, ef horf- ið væri að slíkri nafnabirtingu. Átti þó ekki að birta nöfnin höfundunum til niðrunar, held- ur vegsauka. Friðjón Stefáns- son fer aðra leið. Og jafn- framt því sem hann tekur mig til meðferðar á vettvangi blað- anna, sendir hann Laxness tón- --------------------SlÐA 7 inn með þeim ummælum, að hann hafi eflaust skrifað Skáldatjma í þeirri von að auðvaldsheimurinn hressist. Það er naumast manninum er kappsmál að telja fólki trú um að rithöfundar séu hver um annan þveran að selja sig auðvaldinu. Og hvaðan kem- ur þessi hugsunarháttur, að rithöfundar séu til sölu? Ekki seldi Kiljan sig auðvaldinu, þegar hann var meir fjárþurfi en hann er nú, og það munu fáir gleypa við þeirri flugu, að höfundur taki að selja sig auð- valdinu, þegar hann er búinn að vera með hælbíta þess á eftir sér alla tíð þangað til honum hafði tekizt að brjótast til frægðar og tryggja svq vel afkomu sína að auðvaldsróg- urinn gat' ekki lengur skaðað hann. Áður fyrr var ýmist þagað um bækur Kiljans f að- almálgagni afturhaldsins, Morg- unblaðinu, eða bækur hans kallaðar óhróður. Það er illt í efni, ef þeir sem nefna sig sósíalista ætla nú að taka sér þessar miður þokkalegu of- sóknaraðferðir til fyrirmynd- ar, og sízt mega rithöfundar leggja þar hönd að verki. Aft- urhaldsblöð haía reynt að not- færa sér síðustu bók mína í áróðursskyni og birt glefsur úr þeim köflum hennar sem fjalla um Ráðstjómarríkin. Má vera að þeim hafi með því tekizt að vekja andúð á bókinni, þar sem sízt skyldi. Afturhaldið kann jafnan lagið á þvf að trylla andstæðinga sína og etja þeim saman. En ég vil ráðleggja þeim, sem ekki hafa lesið annað en glefsur þær sem afturhaldsblöð hafa birt upp úr bók minni, að lesa alla bókina. Þeir einir munu finna þar óhróður sem haldnir eru blindu ofstæki. Og Friðjón Stefánsson, sem fullyrt hefur að þessi bók hafi að geyma óhróður um Ráðstjórnarríkin, ætti að gera svo vel að birta dæmi um það upp úr bókinni. Skákkeppni á Húsavík Hcr cru skákkapparnir talið frá vinstri: Hclgi Ölafsson, Frcystcinn Þorbergsson, Hjáimar Thcodórsson, sr. Bjöm Jónsson, Páll Sigurjónsson og Árni Stcfánsson. Tveir þcir siðasttöldu eru heiðursfclagar Skákfclags Húsavíkur. (Ljósm. Pctur). ÖRYRKJUM BER HÆRRA KAUP ER TIL ÞESS ÆTLAZT, að öryrkjar vinni ævinlega fyrir langtum lægra kaupi en annað fólk? Ástæðan til þessarar tíma- bæru spurningar er það lága kaup, sem fólki því, er vinnur í Múlalundi á vegum SlBS, er greitt. Þar er fyrst til að taka, að þrátt fyrir 15% hækkun, sem varð hjá Iðju í vetur, hef- ur ekki eyrishækkun kornið á kaup öryrkja. nema öfugt væri. Konur sem vinna við sauma- skap í Múlalundi í tímavinnu hluta úr degi, hafa kr. 23,64 um tímann, eða tveimur krón- um lægra en LÆGSTI Iðju- taxti, sem er nú kr. 25.64 en sá hæsti er kr. 30,97. Ekki þarf að taka fram, að um borgun fyrir frídaga er ekki að ræða. Kunnátta virðist lítið hafa að segja, og margir munu vera á mun lægra kaupi en að ofan var nefnt. Nú vil ég spyrja: Er það með vilja og vitund Al- mannatrygginga. að þessi hátt- ur er á hafður við þá, sem eru að reyna að drýgja fyrir sér með þvi að vinna nokkum hluta dagsins, en eins og allir vita er ómögulegt að lifa á ör- orkulífeyrinum. jafnvel ekki þeim hæsta. Ég spyr sálfræð- inga: Er það andlega uppörv- andi að hafa á tilfinningunni, að vinna manns sé langtum lægra metin í krónum en ann- ars vinnandi fólks, sem þol hefur til að vinna fullan vinnu- dag? Er það til þess fallið að auka líkamlega hreysti ör- yrkja, að þeir þurfi að vinna? Nú mun ef til vill einhver segja, að þetta fólk eigi ekki meira skilið. En hvers er að dæma urn bað? Auðvitað ve~ð- ur að niiða kaupgreiðslu í Múlalundi við kaup almennt vi) hliðstæða vinnu. I öðru er ekkert vit. Það væri að minnsta kosti lágmarkskrafa. að enginn ynni þar undir lægsta Iðju- taxta. Geta má þess, að vinnu- staður þessi liggur illa við vagnaferðum, svo að flestir verða að taka tvo vagna, og yerður af því ærinn frádráttur frá hinu lága kaupi. Ég vona, að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sjálfsbjörg og SlBS taki nú höndum sam- an og kippi þessu í lag. Annað er ekki sæmandi félögum, sem njóta jafn almennrar almenn- ingshylli og almenningshjálpar. Engum atvinnurekenda mundi t.d. detta í hug, ef hann á ann- að borð tæki öryrkja í hálfs- dagsvinnu. sem dæmi eru til, að borga þeim miklu lægra kaup en öðrum, enda nytu þeir þá stuðnings stéttarfélags. Má það undarlegt heita, að fólk það, er vfnnur í Múlalundi, skuli ekki njóta vemdar neins stéttarfélags, en eiga allt undir náð þeirra, er atvinnuna veita. Þeim mun meira á starfsfólk Múlalundar undir því, að það njóti skilnings og velvildar. en mæti ekki einstrengingshætti, hvort heldur um er að ræða kaupgreiðslur eða annað. Borghildur Einarsdóttir. Bók eftir Agöthu Christie á ísl. „Með kveðju frá herra Brown” heitir bók eftir Agötu Christie, sem nýlega kom í bókabúðir. Þetta er ein af fyrstu bók- um höfundarins og hefur verið endurprentuð hvað eft- ir annað vegna mikillar eftir- spumar. Þýðingu gerði Jón- as St. Lúðvfksson. Útgefandi er Þcrsútgáfan. Verð bókar- innar er 6C.00 kr. Eftir JÓN ÓSKAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.