Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 3
----------------------------- MÖÐVIUINN —------— Líkur á að Laosstjórn láti nú af hlutleysisstefnunni VIENTIANE 22/5 — Stjórnmálafréttaritarar í Vi- entiane velta því nú mjög fyrir sér, hvort Laos- stjóm muni láta hlutleysisstefnu sína fyrir róða. Ástæðan er aðgerðir þær, sem stjórnin hefur grip- ið til gegn pólsku sendinefndinni við alþjóðlegu eftirlitsnefndina í landinu og sendiráði Norður- Víetnam. Sterkur hervörður er um sendiráðið og byggingar eftirlitsnefndarinnar. Fréttamönnum ber saman um, að forysta Súvanna Fúma í ríkis- stjórninni sé nú ekki nema nafnið tómt. Laugardagur 23. maí 1964 Heimsstyrjöld gleymd WASHINGTON 22/5 — Dag- blaðið Washington Post krefst þess í dag, að hinn vestur-þýzki samgöngumálaráðherra Hans- Christopf Seebohm missi stöðu sína. Er ástæðan fyrir þessu þau ummæli ráðherrans, að Tékkum beri að afhenda Þjóð- verjum Súdeta-héröðin. — Það gegnir furðu, að sam- göngumálaráðherrann í stjórn Vestur-Þýzkalands skuli láta sér slíkt um munn fara og vitna í Miinchen-samninginn frá 1938 máli sínu til stuðnings. Herra Seebohm virðist bersýnilega hafa gleymt atburði, sem er víða kunnur og gengur undir nafninu Heimstyrjöldin síðari segir blaðið. Kennedy í París PARIS 22/5 — öldunga- deildarþingmaðurinn Edward Kennedy, bróðir hins látna for- seta kom t dag til Parísar og er helzta erindi hans að þakka Frökkum meir en 4 miljóna framlag til bókasafns þess, er reist verður til minningar um forsetann. Kennedy hefur einn- ig raett við forsætisráðherra Frakka. Georges Pompidou. Vopnaþing í Malmö MALMÖ 22/5 — A föstudajj hófst í Malmö þing skandinav ískra sagnfræðinga þeirra er vif vopnasögu fást. 110 manns taka þátt í þingi þessu, sem ætlun- in er að standi í þrjá daga. Vel vopnum búnir WASHINGTON 22/5 — Yf- irmaður bandaríska hersins á Kyrrahafi, H. D. Felt, aðmíráll hefur lýst þeirri skoðun sinni, að Kínverska alþýðulýðveldið hafi nægilegt lið og herbúnað til þess að heyja stríð á tveim víg- stöðvum samtímis, þrátt fyrir efnahagserfiðleika og skort í lamdinu. Það var á fundi með utanríkismálanefnd þingsins sem aðmírállinn lagði fram bessi sjónarmið. Hámarkshraði STOKKHÓBMI 22/5 — Há- markshraði bifreiða í Svíþjóö um Jónsmessuna hefur verið á- kveðinn 90 km. á klukkustund. Gilda þessi ákvæði dagana 18. til 21. júní. Flugmannaverkfall RÓM 22/5 — ítalskir flug- menn ákváðu það á föstudag að leggja niður vinnu á öllum flugleiðum dagana 31. maí og 1. júní. Er þetta gert til að mót- mæla því. að ráðnir hafa verið erlendir flugmenn til landsins. Jafnframt þessu leggja flug- mennirnir áherzlu á kröfur sín- ar um betri æfingaskilyrði. BRUSSEL 22/5 — Umsókn Spánar um aukaaðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu hefur nú verið tekin á dagskrá ráðherra- fundar bandalagsins. Áður hafði málinu verið margsinni i frest- að, enda munu flest ríki banda- lagsins óska þess að því verði frestað sem lengst. Frakkar hafa hinsvegar lagt mikla áherzlu á, að af aukaaðild verði. Fyrir fá- Norður-Víetnam og indverskir og kanadískir fulltrúar eftirlits- nefndarinnar hafa mótmælt harðlega þessum aðgerðum stjórnarinnar. Ráðherrar þeir í rílkisstjórninni, sem eru Bull- Súfanúvong trúar Pathet Lao, hafa leitað hælis hjá pólsku sendinefndinni. Liðhlaup Fréttir hafa borizt af þvi, að mörg þúsund menn úr liði hlut- leysissinna hafi hlaupizt undan merkjum og gengið í lið með Pathet Lao. Fr/:tir eru óljósar af þessu, og gjörsamlega ómögu- legt að gera sér grein fyrir þvi, um hve mikið lið sé að ræða. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins bandaríska hefur lýst yfir, að ekki sé um teljandi breyt- ingar að ræða á vígstöðunni í Laos síðasta sólarhring, en stjórnarherinn endurskipuleggi nú lið sitt til þess að mæta nýj- um árásum Pathet Lao. Eins og kunnugt er af fréttum er nú Krukkuslétta öll á valdi Pathet Lao. Brúarsmíði Dagblað fólksins i Peking Skýrir svo frá í dag, að Kín- verjar séu nú að byggja mifcla brú yfir Mekong-fljótið rétt fyr- ir norðan þann stað, er mætast landamæri Laos, Burma og Thailands. Sé hér um mikið mannvirki að ræða, brúin sé 335 metra löng og byggð úr járnbentri steinsteypu. Burðar- þol brúarinnar sé mikið, og sé henni ætlað að flýta fyrir efna- um mán. lagði stjórnin á Spáni enn á ný fram umsókn sína, sem þá var orðin tveggja ára gömul. Hefur nú verið ákveðið. að taka málið til alvaríegrar yf- irvegunar. Það er Holland, sem einkum hefur lagst gegn fyrirhugaðri mkaaðild Spánar að bar.dalag- inu. hagsþróun landamærahéraðanna. Ekki langt undan liggur þjóð- vegur sá gegnum Norður-Laos, sem Kínverjar hafa áður byggt samkvæmt samkomulagi við stjórnina í I-æos. Dagblað fólks- ins segir umrædda brú munu verða tilbúna innan skamms 'íma. Kommúnistahættan Yfirmaður herliðs hlutleysis- ‘Jinna, Kong Le hershöfðingi, lét -vo um mælt í útvarpsræðu í dag, að nú sé tími til kominn •íð leita aðstoðar vinveittra ríkja til þess að verjast kommúnista- hættunni í landinu. Kvað hers- böfðinginn kommúnista freista bess að ná yfirráðum í landinu öllu og eyðileggja þannig hlut- 'eysi landsins. Því yrði að berj- ast unz sigur ynnist, þá fyrst væri unnt að hefja samninga. Friðartilboð Súfanúvong, leiðtogi Pathet- Lao, hefur að sögn kínversku fréttastofunnar Hið nýja Kína sent hálfbróður sínum Súvanna Fúma friðartilboð. Er efni þess helzt það, að herforingjar þeir, er stóðn að uppreisninni í Vi- entiane 19. apríl sl. skuli hljóta maklega refsingu og engar breytingar verði gerða á ríkis- stjórn Laos án samþykkis hinna þriggja flokka. hlutleysissinna, Pathet-Lao og hægrisinna. Ekki Súvanna Fúma er enn vitað um undirtektir Súvanna Fúma. Alþjóðaráðstefna Þá berast þær fréttir frá Moskvu, og eru hafðar eftir á- reiðanlegum heimildum, að Sov- étstjórnin muni styðja tillögu Frakka um nýja alþjóðlega ráð- stefnu vegna Laos. Brezka stjórnin hefur lýst fylgi sínu við þá tillögu Bandaríikjamanna, að Sameinuðu þjóðirnar skuli á einn eða annan hátt ábyrgjast landamæri Suður-Víetnam og Kambodja, en eins og kunnugt er liggja Bandaríkin nú undir kæru Kambodja í Öryggisráð- inu fyrir ofbeldisárás yfir landa- mæri Suður-Víetnam. Ekki hef- ur enska .st.inrnín enn tnv;* SEOUL 22/5 — Mikil harka er nú í stjórnmálum Suður- Kóreu og harðnaði enn leikur- inn í dag, en þá bar stjórnar- andstaða í þinginu fram þá tillögu, að Park Chung Hi, for- seti landsins, skuli dreginn fyr- ir ríkisrétt vegna óeirðanna i landinu undanfarið. Segir stjóm- arandstaðan að forsetinn beri á- byrgð einn á ofbeldi, sem lög- regla og fallhlífahermenn beittu . gegn stúdentum í Seoul og öðr- ] um borgum landsins ekki alls fyrir löngu. Chung 11 Kwong, forsætis- áðherra hefur lýst hryggð sinni °’’r atburðum þessum en hins stöðu til frönsku tillögunnar um nýja alþjóðaráðstefnu tim Laos. Beðið um herlið Síðari fréttir herma, að Súv- anna Fúma hafi farið þess á leit við Bandaríkin, England og Frakkland að þessi ríki sendi herlið til Laos til stuðnings stjórninni. Eins og kunnugt er af fréttum hafa Bandaríkjamenn hafið „könnunarflug“ yfir Krukkusléttu, og leggja sjálfir áherzlu á að flugvélarnar séu ó- vopnaðar og sé þeim ætlað að komast fyrir um það, hvernig Pathet Lao berist styrkur frá Norður-Víetnam. Útvarpsstöðin Rödd Laos, sem nú er í höndum Pathet Lao, hefur mótmælt harðlega þessum flugferðum' vegar taldi hann, að mótmæla- aðgerðir stúdentanna hefðu ver- ið þjóðhættulegar og líkti þeim við uppreisn. Stúdentar hafa boðað nýjar mótmælaaðgerðir gegn stefnu stjómarinnar, og svaraði forsætisráðherrann þvi svo, að fallhlífahermenn væru reiðubúnir til þess að grípa inn í rás viðburðanna, hvenær sem þurfa þætti. Dagblaðið Doegha Ilbo, sem er stærsta blað landsins, segir i dag. að um tvennt sé að velja: Annað hvort verði stjórnin að bjóða út öllu sínu liði til þess að halda völdum eða þola ann- að valdarán hershöfðingja. ■ m ■ ■■ -1 fíÍDA 2 Kommúnistar í Jopan fylgjc Kínverjum TÓKlÓ 22/5 — Kommúnista- flokkur Japans hefur nú tekið afstöðu með Kínverjum £ hng- myndafræðideilu þeirra við Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna. Fréttastofufregnir herma, að, vikið hafi verið úr miðstjórn flokksins nokkrum mönnum, sem vitað var um að styddu Sovétríkin. Samdist á Varsjárþingi VARSJÁ 22/5 — Eftir tólf tíma þref komust fulltrúar Kín- verja og Sovétríkjanna að sam- komulagi um ályktun á alþjóð- legu verkalýðsmálaþingi í Var- sjá. Fréttamenn hafa þó fyrir satt, að hvorugur aðilinn hafi verið ánægður með ályktunina eins og endanlega var frá henni gengið. Hernaðarástand’ lýst í Guiana GEORGETOWN 22/5 — Dómsmálaráðherrann í Brezku- Guiana hefur ákveðið að lýsa hemaðarástandi í landinu. I Þetta var tilkynnt opinberlega í Georgetown í dag. Tveir lögreglumenn, negri og Indverji, voru skotnir til bana á fimmtudag. Skeði það á vest- urströnd Demerara. Er þá kom- n upp í 20 tala þeirra, sem fallið hafa í átökum þeim sem orðið hafa í landinu undanfarið. De Gaulle til Bonn PARÍS 21/5 — De Gaulle for- seti fer til Vestur-Þýzkalands í byrjun júlí til viðræðna við Er- '-ard kanslara. Tvíburar fæddust í 9.000 metra hæð MOSKVU 20/5 — Sovézk kona ól í gær tvfbura í farþegaþotu af gerðinni Tu-114 og var þotan þá í nær 9.000 metra hæð yfir Síberíu. Fæðingin gekk ágæt- lega og bæði móður og böm- um líður vel. Tréspíri varð tveim ungum piltum að bana GAUTABORG 20/5 — Tveir átján ára gamlir piltar frá Gautaborg hafa látizt eftir að hafa drukkið frostvökva sem innihélt tréspíritus. Þriðji félagi þejrra liggur illa haldinn á sjúkrahúsi, en er hugað líf. U ppi vöðslusamir unglingar í London LONDON 20/5 — Enn í gær sló í hart milli brezku lögregl- unnar og uppivöðslusamra ungl- inga, í þetta sinn í Waltham Crosse við London og voru nokkrir þeirra handteknir. Slíkt hefur komið fyrir hvað eftir annað i Bretlandi að undan- fömu. MINJAGRIPASÝNING Minjagripasýningin í Hafnarstræti 5, verður opin í dag frá kl. 9—22 og lýkur á morgun (sunnudag) og verður þá opin frá kl.2 til 22. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI Rætt um aukaaSHd Spánar að íBí Hér sjáum við nokkra af fallhlífarhermönnum Kong Les hers- höfðingja. Þeir voru áður eftirlæti hinna bandarísku iiernaðar- sérfræðinga unz þeir gerðu uppreisn og gengu í lið með Pathet Lao. Undanfarið hafa þúsundir manna úr liði hlutleysissinna gerzt liðhlaupar og gengið í Iið með Pathet Lao. Ríkisréttar krafízt yfír Kóreuforseta * t v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.