Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 6
9 g SIÐA ÞJOÐViLJINN Laugardagur 23. maí 1964 Sauðaþjóðin og svindlið í Laos □ Fyrir þrem árum kom út bók er nefnist Sauðaþjóðin — A Nation of Sheep. Höfundurinn er William J. Lederer, sem ásamt Eugene Burdick varð frægur fyrir bókina The Ugly American — Ljóti Bandaríkjamaðurinn. Fjallar bókin um ýmis afglöp Banda- ríkjamanna á sviði utanríkismála, höfundur lýsir því yfir, að Bandaríkjastjórn sé þráfaldlega alls ófróð um augljósa atburði er- lendis, blöðin séu sannfærð um það, að bandarískur almenning- ur kæri sig kollóttan um erlendar staðreyndir og þjóðin þannig orðin sannkölluð sauðaþjóð. ö Undanfarið hefur Laos mjög borið á góma. Það er því vel til fallið að rekja fyrsta kafla bókarinnar, en hann nefnir höfundur Svindlið í Laos. Verður sá kafli þýddur og endursagður hér. Eyðilegging voldugrar þjóð- ar kann vel að vera í nánd vegna aðgerða einnar pers- ónu. Þessi persóna hefur stutt leiðtogana í því starfi sínu að halda hálfsannleik að almenn- ingi. Blöðin hafa verið lokkuð til andvaraleysis og fólk ginnt eins og þursar. Samborgarinn hefur verið hvattur til þess að beina athygli sinni allri að myndasögum blaðanna og ann- arri álíka andlausri skemmtan, en íorðast raunveruleikann rekald á hafsjó rangra upp- lýsinga. Hvað skeð getur, þeg- ar fáfræðin fer með völd, er bezt séð af atburðum þeim, er nýlega áttu sér stað í Laos. Hótað íhlutun Sumarið 1959 áttu sér stað í Laos þeir atburðir, er lýstu flestu betur fáfræði okkar og vanþekkingu. í stuttu máli sagt hótuðu Bandaríki Norð- Lítið land Laos er lítið ríki, á stærð við Júgóslavíu eða Idaho, og að mestu mýrar, frumskógar og fjöll. Einir 700 símar eru í landinu, ekki er vitað með vissu um íbúatölu, en mann- fræðingar gizka á hálfa aðra miljón. íbúarnir eru dreifðir í lítil, einangruð þorp, mikill hluti þeirra þekkir ekki nafn á konungi sínum né þjóðinni, : . Myndin er frá Laos. Mótmæ lafundur gegn bandarískri íhlutun. eins og heitan eldlnn. Sökudólgurinn er maður sá er þessar línur les og heldur á þessari bók, með öðrum orð- um hinn bandaríski borgari. Landið er Bandaríki Norður- Ameríku. Höfundur bókarinnar er les- andanum samsekur. Árum sam- an brást hann skyldu sinni sem Bandaríkjamaður. í lík- ingu við hinn almenna borg- ara tók hann við réttindum ríkisborgarans en hirti ekki um ábyrgðina, sem þeim fylgja. Árangurinn er raunalegur. I dag erum við menn makráðir og þjónum landi voru því að- eins að við hljótum í staðinn góð orð og bítaling. Hlutlaus- um þjóðum reynum við að múta til samvinnu, við erum hræddir við að horfast í augu við óþægilegar staðreyndlr. Ósigur Bandaríkjanna þarf cVTfí að eiga orsök í vopna- valdi, til eru aðrar aðferðir auðveld^-i til að siarast á Stjó— kabióð. En ' ' ■in er í dag ur-Ameriku vopnaðri íhlutun í málefni annars lands. Ástæð- urnar, sem upp voru gefnar, áttu sér enga stoð í veruleik- anum. En Bandaríkjamenn voru fengnir til að trúa því, að kommúnistar hefðu gert innrás í Laos. Utanríkisráð- herrann kallaði ástandið al- varlegt. Blöðin gripu til stærsta leturs, sem þau áttu yfir að ráða, og aðalfulltrúi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum krafðist þess, að tekið væri í taum- ana. Herforingjar og þingmenn heimtuðu aðgerðir strax. Allt reyndist þetta vera svindilbrask þegar til kastanna kom. Engin innrás hafði átt sér stað í Laos, en vikum saman hirti hvorki ríkisstjórn né dagblöð um að rannsaka málið nánar. Við höfðum nærri stofnrð til stríðs út af engu, gerðum okkur að fíflum með bandamönnum okkar en vor- um nefndir heimsvaldasinnar og stríðsglæpamenn af óvinum okkar. Dæmið um Laos er ekki einstætt í sitmi röð. sem þeir tilheyra. 95% lands- manna hefur aldrei útvarp augum litið, rafmagn er að heita má óþekkt utan í stærstu borgum. Vegir að heita má engir og dagblöð óþekkt með öllu. Eina skiptið sem fólk fær einhverjar fréttir er þeg- ar einhver kemur í þorpið og segir þær á viðkomandi mál- lýzku. Stjórnin í' Laos, sem við höfum stutt frá því 1955, hef- ur að heita má ekkert gert til þess að bæta úr þessu á- standi og útrýma fátækt og fáfræði landsmanna. íbúarnir eru svo tortryggnir gagnvart embættismönnum stjórnarinn- ar, að þegar þeir koma til að innheimta skatt, flýja venju- legast allir til fjalla. Laos er þannig einkar vel fallið til innrásar. En hvers- vegna ætti einhver að hirða um að ráðast á svo vanþróaða þjóð? Laos er ekki, eins og málin sttr.da nú, auðugt land, rétt er það. En stjórnmálalega og Hanoi cÆnsa—-Jhaí UdoJrn thailand Bancfkok ^CAMBODIA Pnompenh\ hernaðarlega hefur það gífur- lega þýðingu. Laos er hliðið að Thailandi, Suður-Víetnam, Malaya, Burma og Kambodja. Það er nyrzti hluti þeirrar þjóðbrautar, sem kinverskir kommúnistar vonast til að halda alla leið til Indónesíu. Laos getur hæglega orðið sá stökkpallur, sem opni Kínverj- um aðgang að auðævum Suð- austur-Asíu. Ef Kina skyldi ná á sitt vald öllum skaganum suður af Laos, fengi það geysi- sterka hernaðaraðstöðu, gæti ógnað Ástralíu, Nýja Sjálandi og Indlandi og jafnframt eyði- lagt verzlun Japana og knúð þá þannig til að snúast á sveif með kommúnistum. Það er af þessum ástæðum, sem Laos er svo mikilvægt, o.g þessvegna verðum við að þekkja til gangs mála í land- inu. Kommúnistar isráðuneytið að 35 miljónir dala þyrfti til þess að koma lagi á ástandið í Laos? Rann- sókn þingnefndar leiddi í ljós, að ekki svo mikið sem einn sérfræðingur hafði verið send- ur til Laos til þess að vega og meta ástandið. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar löbbuðu sig einfaldlega á fund hermála- ráðherrans í Laos og spurðu, hvað kosta myndi að halda úti 25 þúsund manna her Hermálaráðuneyti Banda- ríkjanna mótmælti. Að þess sögn var engin þörf á 25 þús- und manna her í Laos. En eft- ir kurteislegar umræður var ráðuneytið ofurliði borið, stjórnmálaþörfin krafðist þess, að fé væri dælt í Laos. Og þar við sat. Að því er virðist var því fastlega trúað að enginn timi væri til þess að rannsaka málið upp á eigin, spýtur. Næstu fimm ár var á að gizka 235 miljónum dala dælt inn í Laos, og á að gizka 75% af því fé fór í her, sem tæpast BURMA var til. Mestur hluti fjárins var greiddur út í hönd og á einhvern 1 eyndardómsfullan hátt hvarf það úr umferð. Embættismenn í Laos neit- uðu að skýra bandarískum eftirlitsmönnum hvað af fénu varð, og þtir neituðu jafn- framt að sýna bókhaldið, sem í fjölmörgum tilfcllum var raunar ekkert til. Bandarískir diplómatar voru þess ófúsir að móðga innfædda embætt- ismenn og létu þar við sitja. Raunar virtist óþarfi að ótt- ast það að móðga nokkurn, einkum þegar þess er gætt, að Laos fékk meiri aðstoð að höfðatölu en nokkurt annað ríki í veröldinni. Kostnaðurinn við það að halda úti einum hermanni í Laos var tvisvar sinnum meiri en hjá nokkurri annari þjóð, sem naut aðstoðar Bandaríkjanna. ,Aðstoðin' nýtt Og nú áttu stjómarherrarn- ir glaða daga. Fyrir „aðstoð“ höfðu aðeins verið til þrjú hundruð bifreiðir í höfuðborg- inni Vientiane. Um það leyti sem aðstoðin var komin upp í fjórðung biljónar dala voru stræti borgarinnar bókstaflega þakin lúxusbílum. Vientiane hafði áður verið heldur dauf og drungaleg borg, nú voru risnir þar upp næturklúbbar sem tóku tvo dali fyrir hvern drykk. Innfluttar gleðikonur frá Hongkong, Bankok, Man- ila og Saigon sáu fyrir þeirri hllð skemmtanalífsins. Allar búðir íylltust af erlendum vör- um, sem venjulegur Laosbúinn hvorki þekkti né hafði efni á að kaupa. Sumar vörutegund- irnar komu frá Kinverska al- þýðulýðveldinu hvað þá ann- að. Skýrsla bandarískrar rann- sóknarnefndar gefur það í skyn, að lítil klíka Laosbúa, í nánu sambandi við bandaríska sendiráðið í landinu, hafi auðgazt gífurlega með svarta- markaðsbraski, gjaldeyris- braski eða einfaldlega hreinum fjárdrætti. Nokkrir Banda- ríkjamenn notuðu líka tæki- færið til þess að dýfa hendi í pottinn. Maður að nafni Mc- Namara er þegar þetta er rit- Framhald á 9. síðu. Bandaríkjaforse ii harSur húseigandi Kommúnistar Norður-Víet- ^ nam hafa gert það að verkefni sínu að verða sérfræðingar í málefnum Laos. Þeir hafa fært sér í nyt skæruhernað, sem lengi hefur geisað milli ætt- flokka í suður- og norðurhlut- um landsins, og leggja áherzlu á það í áróðri sínum að kynn- ast íbúunum sem bezt. Hverj. ir eru svo þessir kommúnist- ar? Það er erfitt að henda reið- ur á því. Margir eru meðlimir hinna ýmsu ættflokka og hafa búið í Laos kynslóð eftir kyn- slóð, aðrir heyra raunverulega hvorki til Laos né Norður-Ví- etnam, enda landamærin ekki afmörkuð. Kommúnistarnir juku stöð- ugt með áróðri sínum óánægju fólks, sem var óánægt fyrir. Þorpsbúar tóku óstinnt upp að „embættismenn auðkýfinganna í Vientiane" skiptu sér af mál- efnum þeirra. 1955 var svo komið, að augljóst var, að svo gæti farið að kommúnistar skiptu Laos í tvö ríki. Hitt var þó sýnu hættulegra að kon- ungsfjölskyldan í landinu snerist algjörlega á sveif með kommúnistum og reyndi þann- ig að lifa átökin af. Andúðin á Bandaríkjamönn- um jókst jafnt og þétt í Laos. Utanríkisráðuneytið virtist hvorki vilja né vera fært um að ná nokkru sambandi við þjóðina sjálfa, en leitaði í þess stað í örvæntingu að ein- hverju töfralyfi, sem gæti bjargað öllu við. Aðferðum ut- anríkisráðuneytisins er ekki hægt að líkja við neitt nema mútur. Fyrsta greiðslan var upp á 35 miljónir dala og átti að mestu að renna til hersins, sem taldi 25 þúsund manns. Til þess var ætlazt, að á ein- hvern óútskýrðan hátt myndi betta fé renna til almennings og bæta lífskjörin í landinu. Doilarsfíóð Hvernig ákvað svo utanrík- Johnson Bandarikjaforseta og fjölskyldu hans ber að sjálf- sögðu hátt í bandarískum fréttum, en ekki er það allt jafn viðfelldið. Tveir þing- menn, Dave Martin frá Nebr- aska og Gene Snyjer frá Kent- ucky, hafa lýst því yfir, að þeir hafi fundið „hörmulega fátækt'^ hjá leigjendum nokk- urra húsa, sem liggja á lar.d- areign forsetafjölskyldunnar Báðir hafa þingmennirnir látið í það skína, að þeir telji Johnson og frú hans heldur lélega húseigendur og sé þeim að biblíusið réttast að horfa minna á flisina í auga anrj- arra en skoða þeim mun bet- ur bjálkann í sínu eigin. Þingmennirnir skýra svo frá, að þeir hafi tekið myndir af sex af þeim sjö blökkumanna- fjölskyldum, sem í umræddum húsum búa. Séu húsin að nið- urfalli komin og göt á þaki og veggjum. Húsin séu hituð upp með löngu úreltum tréofnum org salemi fyrirfinnist engin. Þeir félagar bæta því viö, að forsetafjölskyldan gæti hæg- lega og án ríkisaðstoðar kippt þessu öllu í lag — það er að segja, ef vilji væri fyrir hendi, en það virðast þeir telja meir en lítið vafasamt. Elizabeth Carpenter, sem er blaðafulltrúi frú Johnson, gef- ur þá skýringu, að viðkomandi fjölskyldur búi að heita má leigulaust í hjöllunum '(fimm dalir á mánuði er leigan)’ og frúin sæti grætt margfalt meira á eigninni hefði hún ekki blökkumennina þar bú- bóm-u en sýnj) ’egra væri ræk'a • Hnu. i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.