Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. mai 1964 MðÐvnnm; SÍÐA 7 AD GEFA SJÁLFUM SÉR A 'ANN Vikudvöl í hitabeltissól við stranga ferðaáætlun getur gengið nærri ferðalangi af norrænum slóðum þótt yngri sé en sjötugur, svo ekki er furða að þess sjást merki i Egypta- landsferð Nikita Krústjoffs að forsætisráðherra Sovétríkjanna er ekki lengur á léttasta skeiði. En þreytumerkin á heiðursgest- inum við vígslu Asswan-stífl- unnar í Níl síðari hluta Egypta- landsdvalarinnar bera keim af hinni fomu áminningu um fall- valtleik mannlegs lífs, memento mori, eftir sigurförina se.rn á undan var gengin. Fréttamenn sögðu í gamni eftir móttökum- ar í Alexandríu. að þar myndu ekki hafa sézt önnur eins fagn- aðarlæti síðan Markús Antón- íus og Kleópatra réðu rikjum. Ákefð mannfjöldans sem hvar- vetna þyrptist i kringum Krú- stjoff og Nasser var slík að suðrænn tilfinningahitinn gekk fram af komumanni. Egyptalandsför sovézka for- sætisráðherrans staðfestir svo ekki verður um deilt að Sovétríkin eru nú það stórveldi sem mest áhrif hefur i Norður- Afriku. Egyptar tóku honum sem langþráðum vini og vel- gerðarmanni. í Egyptalandi hitti hann í annað sinn á fá- um dögum Ben Bella, forseta Alsír, sem lýst hafði yfir sam- stöðu rikis síns með stefnu sovétstjómarinnar í alþjóða- málum á hátíðafundi i Kreml. Vegna legu, landkosta og fólks- fjölda eru Egyptaland og Alsír þýðingarmeiri en öll önnur ríki við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf til samans. Bæði ríkin hafa á sfðasta áratug brotizt undan yfirráðum for- usturíkja Atlanzhafsbandalags- ins í Evrópu. Á úrsiitastundum i frelsisbaráttunni veittu Sov- étríkin þeim liðsinni. Stjórnir Nassers og Ben Bella kappkosta að útrýma leifum nýlendu- stefnunnar í Afríku og Vestur- Asíu. Herstöðvar Vesturveld- anna og ítök auðfélaga þeirra eru sigursælum þjóðemissinn- um þymir í auga. Sovétríkin hafa hvorki farið fram á hern- aðaraðstöðu né sérleyfi að laun- um fyrir aðstoð við nýfrjálsu ríkin. Hlutleysissinnarnir sem nú ráða ríkjum í Kairó og Algeirsborg treysta þeim því betur en nýlenduveldunum í Atlanzhafsbandalaginu. sáluga Dulles, þegar fagnandi mannhafið umkringdi hann á á götum Alexandriu, Kaíró og Port Said? Þessi bandaríski ut- anríkisráðherra og fremsti krossriddari kalda stríðsins átti manna mestan þátt í að ryðja sovézkum áhrifum brautina iil Miðjarðarhafs. Heimskupör Dullesar sumarið og haustið 1956 eiga sér vart nokkra hlið- stæðu i stjómmálasögu síðustu áratuga. Nasser hafði ekki lengi setið að völdum, þegar hann sneri sér til Vesturveldanna og bað þau um fjármagn svo unnt væri að beizla Níl við Asswan. Framtíð Egyptalands er undir þessu mannvirki komin. Með því að stífla Níl er unnt að auka ræktað land i Nílardaln- um um fjórðung og ráða þar með bót á landþrengslum sem standa egypzku þjóðinni fyrir þrifum. Rafmagn frá virkjun- inni verður undirstaða fjöl- breytts stóriönaðar í landi þar sem hvorki hafa fundizt olía né kol svo nokkru nemi. Síðla árs 1955 féllust stjómir Bandaríkj- anna og Bretlands á að leggja fram ásamt Alþjóðabankanum 400 miljónir dollara til fyrsta áfanga stíflugerðarinnar. W' lisseri síðar riftaði Dulles lánsloforðinu fyrirvaralaust. Ástæðan var að Egyptalands- stjóm gerði sig líklega til að kaupa vopn í Sovétríkjunum, þegar Bandaríkjastjóm neitaði henni um þau, en um þessar mundir gerðist æ ófriðlegra á landamærum Egyptalands og Israels. Nasser svaraði með því að þjóðnýta Súesskurðinn og lýsti yfir að tekjum af hon- um yrði varið til að reisa Ass- wan-stífluna. Við þetta missti Dulles öll tök á atburðarásinni. Honum hafði ekki komið ann- að til hugar en egypzka stjóm- in myndi lyppast niður og vissi nú ekki sitt í’júkandi ráð. Næstu mánuði sýndi hann ein- staka hæfileika til að gera illt verra. Um miðjan október bauð sovétstjórnin að leggja fram fé og tækniaðstoð til að koma upp Asswan-stíflunni. Nokkrum dögum síðar réðust ísrael, Bretland og Frakkland í sameiningu á Egypta. Þegar svo var komið söðlaði Dulles gersamlega um og tók ásamt nýfrjálsu ríkjunum og hinum sósíalistíska heimi þátt í for- dæmingu Sameinuðu þjóðanna á árásaraðgerðunum. Við Aswan-stífluna hinn sögulega dag, 13. maí siðastliðinn. Síf Skyldi Krústjoff orðið hugsað aldrei hafa til Fosters Jífellt eykst vitneskja um það sem gerðist bakvið tjöldin hina örlagaríku haustmánuði 1956. I ræðu í efnaverksmiðju í Kairó í síðustu viku skýrði Krústjoff frá því sem þeim Avon lávarði. sem þá hét Anth- ony Eden og var forsætisráð- herra Bretlands, fór á milli. „Við skiljum að þið þurfið á olíu að halda", kvaðst Krú- stjoff hafa sagt við Eden, ,,og við viðurkennum réttindi ykk- ar, en eitt verður að hafa í huga: Ef ykkur vantar olíu, verðið þið að kaupa hana af löndunum sem hafa þessi nátt- úruauðæfi". Eden svaraði á þá leið að hann „myndi berjast af öllu afli“ ef hann teldi olíu- hagsmunum Breta í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs stefnt í voða. „Ef þið viljið berjast", kveðst Krústjoff þá hafa sagt, „lýsi ég því yfir í nafni sovét- stjórnarinnar að við ætlum ekki að standa hjá með kross- lagðar hendur og hafast ekki að”. Sovézki forsætisráðherrann kvaðst rifja þetta upp nú vegna þess að „hr. Eden er enn á lífi og hann getur litið í skjöl stjómar sinnar og geng- ið úr skugga um hvort það sem ég er að skýra frá er sann- leikanum samkvæmt eða «kki“. bók Uppljóstranir í rísks sagnfræðings urðu banda- til þess að Súesárásin kom í síð- ustu viku enn einu sinni til umræðu í brezka þinginu. Ár- ið 1956 og jafnan síðan reyndu brezku íhaldsforingjarnir að réttlæta hernaðaraðgerðir sín- ar með því að tilgangurinn væri að skilja heri ísraels- manna og Egypta. Loyd, þá- Nasser forseti og Krústjoff forsætisráöhcrra virða hin miklu mannvirki fyrir sér. Með þeim cru ýmsir sovéíáiir tæknifræðingar o.fl. verandi utanríkisráðherra og núverandi talsmaður ríkis- stjómarinnar í neðri málstof- unni, hefur oftar en einu sinni svarið og sárt við lagt á þingi að brezka stjórnin hafi ekkert samráð haft við ísraelsstjórn um árásina á Egyptaland. í nýútkominni bók, Dulles over Suew, segir Herbert Finer, pró- fessor við Chicago-háskóla, að Lloyd hafi setið leynifund á flugvellinum Villacoublay í Frakklandi ásamt Ben Gurion forsætisráðherra fsraels og Mollet forsætisráðherra Frakk- lands 24. október 1956. Á þess- um fundi, segir Finer, voru samræmdar hernaðaraðgerðirn- ar gegn Egyptalandi sem þessi þrjú ríki hófu fimm dögum síðar. Finer kveðst hafa vitn- eskju sína um þennan fund úr bréfi frá Pineu, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, og hann skýri einnig frá því í sama bréfi að í fórum fsra- elsstjórnar sé skrifleg skuld- binding stjórna Bretlands og Frakklands um að skerast í leikinn til stuðnings við árás ísraelsmanna á Egypta. Þegar Verkamannaflokkurinn krafð- ist skýrra svara af hálfu rík- isstjórnarinnar hvort þarna væri rétt frá skýrt, fór Dou- glas-Home forsætisráðherra undan í flæmingi og vildi hvorki játa né neita. Einnig hafnaði hann kröfu stjórnar- andstöðunnar um opinbera ransókn á aðdraganda Súesher. ferðarinnar. Hispursmennið Gunnar Thor- oddsen komst svo smekk- lega að orði að í Súesárásinni hefðu bandamenn okkar elsku- legir i Atlanzhafsbandalaginu ekkert gert ámælisverðara en „gefa dóna á kjaftinn“. Nú orkar ekki lengur tvímælis að höggið lenti á gefandanum sjálfum. Esyptar hafa full um- ráð yfir Súesskurði og fram- kvæmdir við Asswanstífluna eru á undan áætlun. Bretar misstu yfirráð yfir írak o.g eiga nú í vök að verjast á Arabíuskaga. Alsirstríðinu lauk með uppgjöf Frakka, en meg- Intilgangur þeirra með þátt- töku í árásinni var að taka fyrir egypzkan stuðning við sjálfstæðisbaráttu Serkja. Sundurþykkjan sem ríkir í Atlanzhafsbandalaginu átti upptök sín hina afdrifaríku haustdaga 1956, þegar Banda- ríkin annarsvegar og Bretland og Frakkland hinsvegar fóru hvort sína leið. Gagnkvæm tor. tryggni sem þá kviknaði hef- ur ágerzt síðan. Bandaríkja- menn geta kennt Dulles um að það féll í hlut Krústjoffs en ekki Johnsons forseta þeirra að standa við hlið Nassers og kasta steini Allah. í Nílarfljót í nafni gandarísk sleppt stjórnarvöld ætla enda- við sovétstjórnina í þessu efni. Nú leggja þau sig fram að búa svo um hnútana að Krústjoff, eða eftirmaður hans, geti að nokkrum árum liðnum farið álíka sigurför til Indlands og þá sem farin var um Egyptaland í vor. Fram- kvæmd áætlunar Indverja um iðnvæðingu veltur á því að reist verði í Bokaro nýtt stál- iðjuver, hið mesta í landinu. Fyrir löngu fór Indlandsstjórn þess á leit að fá lán til fram- kvæmdanna í Bandarikjunum. Kennedy heitinn forseti tók beiðninni vel og bað þingið að veita 512 miljónir dollara til stáliðjuversins í Bokaro. Þegar þingmenn fréttu að stál- iðjuverksmiðjan nýja yrði eign indverska ríkisins, urðu þeir ókvæða við, kváðu það verstu svik við einstaklingsframtakið að veita bandarískt fé til að koma upp þjóðnýttum atvinnu- fyrirtækjum erlendis. Banda- rísk fjárhagsaðstoð við önnur riki ætti að miða að því að útrýma ríkisrekstri atvinnu- fyrirtækja en ekki stuðla að honum. aði á afstöðu Bandarikjaþings, væri þar með komið á daginn að fyrir Bandaríkjunum vekti ekki að hjálpa Indverjum held- ur að segja þeim fyrir verk- um hvernig þeir skipulegðu atvinnulíf sitt. Um síðustu mánaðamót kallaði Subraman- iam fréttamenn á sinn fund a ný. Nú var erindi hans að skýra þeim frá að fé væri tryggt til að ráðast í fram- kvæmdir við stáliðjuverið í Bokaro. Sovétstjómin hefur heitið láni og tækniaðstoð til að koma upp fyrsta áfangan- um, en framleiðslugeta hans á að vera 1.400.000 tonn af stáli á ári. Fullgerð á verk- smiðjan að framleiða 4.000.000 tonn. Sovézka lánið verður til tólf ára og ársvextir 2%%. Þessi málalok eru að dómi New York Times „stórkostleg- ur ósigur fyric Bandaríkin“ í friðsamlegri keppni hagkerf- anna um hylli þjóðanna í bró- unarlöndunum. M.T.Ó. <S>- E* "'kkert stoðaði þótt talsmaður atvinnurekendasambands Indlands lýsti yfir að það væri indverskum atvinnurekendum ofviða að koma þessari nýju verksmiðju upp. Áhrifamenn á Bandaríkjaþingi sem um málið fjölluðu sáu ekkert nema sína heilögu kú, einkaeign at- vinnutækjanna. í fyrrasumar var sýnt að engu yrði um þok- að. Indlandsstjórn tók aftur beiðina um bandarískt lán. Áður hafði þungaiðnaðarráð- herra Indl.. Subramaniam lýst því yfir að stjórn sín liti svo á að Bokaro væri prófsteinn á afstöðu Bandaríkjanna til bar- áttu Indverja við frumstæða atvinnuhætti. Ef málið strand- Hallarekstur á Fríkirkju- söfnuðinum A 64. aðalfundi Frikirkju- safnaðarins í Reykjavik. »em nýlega var haldinn. var frá því skýrt aö halli hefði orð- ið á rekstri safnaðarins á »1. ári sem næmi 117.618 krónum. Þrátt fyrir reksturshallann var árið 1963 eitt hið athafna- ríkasta í sögu safnaðarins. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins sá um málningu kirkjunnar að innan og lét lagfæra lóð- ina. Nam framlag félagsins lið- lega 225 þús. krónum. Bræðra- félag safnaðarins sá um máln- ingu kirkjunnar að utan o. fl. Fleiri aðilar lögðu fram gjafir. Á árinu var skipt um sæti 1 kirkjunni, mjög þægilegir stoppaðir stólar settir í stað hörðu trébekkjanna gömlu. Var varið um hálfri miljón króna til stólakaupanna. Safnaðarstjórn er nú þannig skipuð: Kristján Siggeirsson formaður, Valdemar Þórðarson, Magnús J. Brynjólfsson, Pálína Þorfinnsdótti, Anna Bjarna- dóttir og Þorsteinn J. Sigurðs- son. i i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.