Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞIÖÐVILIINN sunnudagur 24. mai 1964 Tilboð óskast í eina Jeep station bifreið árgerð 1963, Dodge Weapon bifreið og nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarárporti mánudaginn 25. þ.m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Samband veitinga-og gistihúsaeigenda Aðalfundur S.V.G. verður haldinn að Hótel Sögu mánu- daginn 25. maí n.k. kl. 4.00 e.h. Stjórnin. VEX VORURNAR Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan vandmebfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er áhrifaríkt þvottaefni semfer vel meb hendumar. Vex handsápumar hafa þrennskonar ilm. wmm Veljib ilmefni vibybar hœfi. Rannsóknir í Surtsey Csjöfa) Seinnihluta marz síðastliðinn komu hingað til lands þrír vís- indamenn frá Duke háskólan- um í North Carolina í Banda- ríkjunum í þeim tilgangi að athuga möguleikana á sam- vinnu við íslenzka vísinda- menn um víðtækar rannsókn- ir í sambandi við Surtsey. Sér- staklega höfðu þeir áhuga á líffræðilegum rannsóknum á því hvernig jurtir og dýr setj- ast að og þróast, bæði neðan- sjávar og ofansjávar, á nýju landi eins og Surtsey, sem er alveg lífvana þegar það mynd- ast og nokkuð fjarri öðrum landssvæðum. Vísindamennirn- ir voru Edward C. Terry W. Johnson og William C. Gul- berson, allt prófessorar við of- angreindan háskóla. í framhaldi af komu ofan- greindra manna hingað var boðað til ráðstefnu í Duke há- skólanum. Þangað var boðið vísindamönnum víða frá Bandaríkjunum, m.a. frá Hawaii, og þremur mönnum frá fslandi, þeim Guðmundi Sigvaldasyni, Unnsteini Stef- ánssyni og Steingrími Her- mannsyni. Var allur kostnaður við ráðstefnuna, þar á meðal ferða- og uppihaldskostnaður þátttakenda, gre'ddur af fé, sem Duke háskóli hafði feng- ið f þessu skyni. Ráðstefnan fór fram dagana 28. og 29. apríl sl. og sátu hana um 20 menn, þar af u.þ.b. helmingurinn frá Duke háskólanum. Markmið ráð- stefnunnar var fyrst og fremst að kanna vísindalegt gildi víð- tækra rannsókna í sambandi við Surtsey. Ráðstefnan hófst með því, að þeir Guðmundur S gvalda- son og Unnsteinn Stefánsson skýrðu frá þróunarsögu Surts- ^ eyjar og þeim rannsóknum, sem innlendir vísindamenn haf a framkvæmt í því sam- bandi og gert er ráð fyrir að halda áfram. Sfðan hófust al- mennar umræður. þar sem leitað var álits þeirra, sem viðstaddir voru á þeim verk- efnum, sem telja mætti að hefðu sérstaka vísindalega þýðingu. Það varð meginnið- urstaða þeirra umræðna, að íslenzkir vísindamenn væru ágætlega færir um að sinna nauðsynlegum jarð- jarðefna- og jarðeðlisfræðilegum rann- sóknum, sem og haffræðilegum rannsóknum í sambandi við Surtsey, en hins vegar mætti helzt ætla, að framlag erlendra vísindamanna gæti orðið þýð- ingarmest á sviði líffræðilegra rannsókna. Að vísu eigum við einnig á að skipa ágætum mönnum á þeim sviðum, en mörgum sérsviðum frumdýra og frumplantna er þá ekki að- staða eða tími til að sinna, meðal annars vegna mikilla anna og skorts á vísindamönn- um á þeím sviðum. fslendingamir lögðu sérstaka áherzlu á, að rannsóknir í Surtsey yrðu að ná til stærra svæðis til þess að fá sem gleggstan samanburð. Voru allir sammála þessu og töldu jurtafræðingamir m.a. nauð- synlegt að rannsaka ítarlega hinar ýmsu óæðri jurtir á eyj- unum í kringum Surtsey og á suðurströnd landsins. Lögð var áherzla á, að all- ar rannsóknir, sem erlendir vísindamenn hefðu áhuga á að framkvæma í Surtsey, yrðu að samþykkjast af viðkomandi ís- lenzkum yfirvöldum og rann- sóknastarfsemin í heild að samræmast. Ef úr slíku sam- eiginlegu vísindaátaki yrði, var rætt um nauðsyn þess að útnefna íslenzkan vísindamann, sem hefði yfirumsjón með starfinu, sem og erlendan til þess að samræma þeirra þátt- töku. Þessar rannsóknir gætu orðið mjög langvarandi, jafn- vel staðið í áratugi. Að lokum gerði ráðstefnan eftirfarandi samþykkt: „Surtseyjarrannsóknir í heild hafa alþjóðlegt, sérstætt og mikið vísindalegt gildi“. Á ráðstefnunni reyndist þó ekki unnt að gera ákveðna áætlun um heildarrannsóknir i Surtsey, enda kom fram hjá hinum erlendu vísindamönn- um, að þeir töldu sig ekki hafa heimild til þess að skuld- binda tíma sinn eða fjármuni sinna stofnana, og jafnframt virtust einstakir þeirra telja töluverðum vandkvæðum bundið að fórna tíma sínum frá öðrum mikilvægum rann- sóknaverkefnum heima fyrir. Enn er því alls ekki séð hvef niðurs.taðan verður. Fljótlega er þó gert ráð fyrir tillögum um þátttöku erlendra vísinda- manna í heildarrannsóknum í Surtsey og á svæðinu þar i kring, ef sú verður niðurstað- an. Á meðan halda íslenzkir vísindamenn áfram rannsókn- um sínum, og er nú jafnframt ráðgert að samræma þær eins og frekast er unnt, hvort sem úr hinni erlendu þáttöku verður eða ekki. Að lokum skal það tekið Framhald á 9. síðu. SKÓBÆR LAUGAVEGI 20 AUGLÝSIR: Nýkomið DANSKIR INNISKÓR fearna, kvenna, karla. Litir: Bláir, rauðir, svartir. ENSKIR KARLMANNASKÓR svartir og brúnir. FRANSKIR og ÍSLENZKIR DRENGJASKÓR svartir og brúnir. HOLLENZKIR BARNASANDALAR hvítir. HOLLENZKIR og ÍSLENZKIR BARNASKÓR GÚMMÍSTÍGVÉL kvenna, karla og barna í öllum stærðum. PÓSTSENDUM. SKÓBÆR Laugavegi 20 — Sími 18515. Tilkynning frá fjármálaráðuneytinu um breytingu á lögum um tollskrá Athygli er vakin á því, að lög um breytingu á lögum um tollskrá o.fl. taka gildi frá og með mánudeginum 25. maí. Fjármálaráðuneytið, 23. maí 1964. Hafnarfjörður og nágrenni Höfum opnað skrifstofu að Strandgötu 29 (Sjálfstæðishúsinu). Skrifstofan annast alla venjulega Vátryggingarstarfsemi svo sem útgáfu skírteina, greiðslu tjónabóta o.s.frv. — Fyrst um sinn verður skrifstofan opin frá kl. 16—18.30 alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 9—12. Vátryggingafélagið h.f. Hafnarfjarðarumboð Strandgötu 29 — Sími 51940. DOUBLE iiliálli : loyndordímiw PERSONNA or «í, oS mtt <IÖS- I vgom tHrounum hofur ronnsóknodiSi PERSONNA :j ,*k,x, »5 9*™« Hughellter .gg|or 6 hvarlu bloSi. j OISIiB «m PERSONNA blöSIn. SIMAR HW2 - 1 W99 Hin fróbccru nýju PERSONNA rokblöS úr „Jtoin. less steel" «ru nú lokiins fóanleg hér ó landi. Stcersto skrofiff I þróun rokblaðo fró því oð from- UiBslo þoirro hófst. PERSONNA rakbloBiB heldur flugbitl fró fyrsto tll siBosta = 15. roksturs. HíILDSOIUBIRGÐIR ^Jj Ódýrt - 100% Nylon úlpur - Odýrt 1 FERÐALÖGIN OG SVEITINA. — Á herra og dömur kr. 770,00 Á unglinga kr. 534,00 og kr. 640,00. VERZLUNIN DANÍEL, Lauciavegi 66, sími 11616 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.