Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 6
V g SIÐA ÞJðÐVILIINK Sunnudagur 24. maí 1964 Sauðaþjóðin og svindlið í Laos Síðari hluti □ Hér birtist síðari hluti greinarinnar um Sauðaþjéðina bandarísku og svindlið í Laos. Höfundur er Bandaríkjamaður, Willi- am Lederer að nafni. Er greinin þýðing og endursögn á fyrsta kaflanum úr bók hans, sem út kom fyrir þrem árum og vakið hef- ur athygli víða. Vandamálið fyrir Laosstjórn var að sannfæra Bandaríkin um það, að ekki mætti minnka fjárhasaðstoðina til landsins. Miljónum hafði þegar verið ausið í yfirstéttina í Laos, en árangurinn enginn frá banda- rísku sjónarmiði. Mest allt fé sem ekki hafði lent hjá aðilum utan hersins, hafði hafnað í vasa liðsforingjanna. Aðeins einn fimmti hluti hersins gat tal- izt bardagahæfur, allt vantaði, vopn hvað þá annað, þrátt fyr- ir allan þennan gífurlega fjár- austur. Stjórnarherinn var gjörsamlega ófær um að veita kommúnistum viðnám, enda þótt hann væri sýnu liðfleiri. Bandaríska þingið sýndi nú lit á því að taka til endur- skoðunar afstöðu sína gagnvart Laos. Ekki svo að skilja að þingið væri ekki hlynnt aðstoð við önnur rfki. En Laos var ekki eina landið þar sem sú aðstoð hafði skilað litlum ár- um flýti flutt til Laos. Milj- ónum dala var bætt við þá „aðstoð“ sem fyrir var — eng- inn spurði hve mörgum. Stjómin í Laos vissi e.t.v. töl- una og kommúnistar. sennilega, en bandaríska þjóðin fékk ekk- ert að vita. En enda þótt við vissum ekki upphæðina með vissu, studdum við sem bezt við gát- um aðgerðir stjómarinnar. Við vorum sannfærðir um það, að kommúnistar hefðu ráðizt yf- ir landamæri Laos, og enginn vafi virtist á því leika. að heljarstríð væri háð í landinu. Þetta var sú mynd, sem þjóð- in fékk af ástandinu í Laos. Allt á huldu Sannleikurinn er sá, að Bandaríkjastjórn vissi að heita má ekkert hvað var að ger- ast. Það var ckki cinn einasti Bandaríkjamaður staddur á bæri. Ekki kom þeim heldur til hugar að hafa tal af föng- um þeim kommúnistiskum, sem frá var sagt í opinberum skýrslum stjómarinnar í Laos. Raunar er allt sem bendir til þess, að þær skýrslur hafi all- ar verið falsaðar. Upplýsingar þær, sem bandariskir embættismenn i Laos sendu stjóm sinni voru allar byggðar á orðrómi, en voru sendar sem staðreyndir. Ekki fór heldur betur fyrir bandarískum blaðamönnum. og var þó um að ræða ýmsa hinna beztu í stéttinni. Það var ekki fyrr en í lok sept- ember, allmörgum mánuðum eftir að stríðið átti að hafa byrjað. sem fréttaritarar höfðu fyrir þvi að halda til norður- héraðanna, þar sem „stríðið" átti að standa. Á þessum mánuðum lét Bandaríkjastjórn og bandarísk blöð sem væru þau áróðurs- aðili fyrir Laosstjóm. Venju- lega voru þó erlendar heimild- ir bomar fyrir fréttum blað- anna af „stríðinu“. En Banda- ríkjamenn lesa blöð sín ekki sem vendilegast. Við tökum fyrirsögnina sem söguna alla. Myndín er tekin fyrir nokkrum árum cr þeir B oun Oum og Nasavan, sem þá bar hátt í fréttum frá Laos, halda til viðræðna við Pathet Lao. angri og þingið var orðið í hæsta máta tortryggið. ’lnnrásin' hefst Við getum aðeins gizkað á, hvað yfirstéttin í Laos hugs- aði þegar hér var komið sögu. En svo mikið er víst, að eft- ir að birt var þingskýrslan um Laos, tók að færast líf í tusk- umar. Stjómin í Laos til- kynnti það — fyrir millgöngu bandarísku utanríkisþjónust- unnar og dagblaða vestan hafs — að kommúnistar hefðu gert innrás á Laos. Og svo var „ráðizt“ inn í Laos. Dagblöð vestan hafs létu sem óð og birtu fréttatilkynn- ingar frá „orustusvæðunum". 1 bandaríska þinginu var þess krafizt hátt og í hljóði að Bandaríkin sendu herlið til Laos og „innrásaraðilinn" væri bombarderaður svo að dygði. Flotadeild úr sjöunda flota Bandaríkjanna var send til „hættusvæðisins" á Kínahafi og forsetinn kvaðst gjama vilja tala við hr. Krústjoff um i málið. Utanríkisráðuneytið kvað ás.tandið grafalvarlegt. Og að sjá'fsögðu létu dagblöðin ekki sitt eftir liggja. Hver lestin eftir aðra af herútbúnaði var í æðisgengn- hinu svonefnda bardagasvæði. Ekki einn einasti bandarískur embættismaður hafði verið sjónarvottur að bardögum eða „innrás“. Bandaríkjaforseti, utanríkis- málaráðherra. formaður utan- ríkismálanefndar þingsins, hershöfðingjar og hundruð blaðamanna gerðu sitt bezta til þess að æsa upp bandarísku þjóðina og heimtuðu ákveðnar aðgerðir vegna „innrásar" sem þessir aðilar höfðu enga ör- ugga vitneskju um. I Vientine voru meir en 200 bandarískir hernaðarsérfræð- ingar, og álíka margir embætt- ismenn aðrir — sem í orði kveðnu voru sérfræðingar í málefnum Asiu. En ekki hvarflaði það að neinum þess- ara manna að halda til hinna svonefndu „bardagasvæða" og skýra frá því, sem fyrir augu en látum fram hjá okkur fara textann sjálfan. Blaðamenn á stjá í lok september lögðu blaða- mennimir þó loks upp frá höf- uðborginni og heimsóttu þorp- ið Sam Teu í Samneua-hérað- inu, tíu milur frá landamær- unum. Opinberar skýrslur Laosstjórnar höfðu skýrt svo frá, að þorp þetta hefði fall- ið herjunum í hendur á víxl í fimm daga æðisgenginni or- ustu. Blaðamennirnir komu á staðinn, og sannleikurinn blasti við. Fréttaritari New York Times reit það 22. sept. að þorpið væri að heita má heilt og ó- skaddað og hafði það eftir yf- irmanni stjórnarliða í þorpinu. að það hefði aldrei fallið upp- Myndin er frá Krukkusléttu. Krukkurnar, scm sléttan dregur nafn sitt af, eru úr harðri stcintcgund og dreifðar um slcttina aIIa.Lítið er vitað um uppruna þessara „íláta“ — sennilcgast er talið, að þau séu frá yngri steinöld og hafi verið notuð við ýmis hátiðlega tækifæri. önnur kenning er sú, að krukkurnar hafi verið notaðar til ð geyma í vistir. Allt er þetta á huldu, en svo mikið er þó víst, að krukkumar eru aðfluttar þar eð ste^ninn, sem þær eru gerðar úr, finnst ekki á sléttunni. reisnarmönnum í hendur. Næsta dag bannaði stjómin í Laos blaðamönnum frekari ferðir! 1 sama blaði sagði Hanson Baldwin. að „það sé nú auð- sætt, að „stríðið" í Laos hafi verið harla lítið eða ekki neitt, og kúlur hafi þotið fremur í opinberum skýrslum Laos- stjómar en í frumskóginum". Loks kom að því, að rann- sóknarnefnd Sameinuðu þjóð- anna hélt til „bardagasvæð- anna“. Niðurstaða nefndarinn- ar var sú, að um enga innrás hefði verið að ræða og ekki teljandi stríð. Þetta hljómar vægast sagt nokkuð öðruvísi en, þær frétt- ir, sem við fengum um þriggja mánaða skeið. I augum al- heimsins litu Bandaríkin þeg- ar bezt lét út eins og flón eða hættulegur fáráður. Áróður Þú og ég, almennur borg- ari og æðsti embættismaður þjóðarinnar, byggðum álit ckk- ar og skoðun á fyrirsögnum, orðrómi og áróðri. Við lásum ekki frásögnina alla, eins og hún birtist í fáum, en mjög fáum. bandarískum blöðum. Og okkur sást yfir það, sem átti þó að gefa auga leið, að upþlýsingar þær, sem við fengum. voru erlendur áróður. Sendiráð okkar í Vientiane lét hafa sig að fífli, svo ekki sé nú minnzt á sendiherrann sjálfan. Bandaríkjastjórn, bandarísk blöð og þú og ég ásamt öllum hinum iétu blekkjast. Við gleyptum hráa Blckkinguna míklu í Laos, og þegar sann- leikurinn kom loks í Ijós var varla nokkur. sem mótmælti. Þegar þetta er ritað hefur Laos enn snúizt frá vesturveld- unum að hlutleysisstefnu. Hvert valdaránið af öðru er framið. en ríkisstjórn Laos hefur hægt en örugglega færzt til vinstri. Dagblöð skýra frá því, að kommúnistar fái mikið magn af vopnum og vistum loftleið- is frá Norður-Víetnam. Því trúi ég vel. En eigi ég að trúa sögum Laosstjómar um sjö herfylki frá Norður-Víet- nam vil ég fá staðfesta frá- sögn bandarískra sjónarvotta — það er að segja ef einhver þeirra skyldi reynast fær um að þekkja í sundur Laosbúa og hermenn frá Norður-Víet- nam. Og hvað er þá orðið allt vort starf í tíu ár? Landið virðist vera að smjúga úr greipum okkar. Við töpum ekki fyrir vopnaðri innrás. Ef svo skyldi fara verður það aðeins dropinn, sem fyllir mælinn. Aðallega höfum við tapað vegna fáfræði, sem hafði í för með sér ofmetnað og spillingu. Við höfum hald- ið okkur við fámenna klíku; kommúnistar. sem tala mál- lýzkur almennings í landi, hafa hlotið stuðning fjöldans. Rauðliðar hafa ekki gert ann- að en færa sér skyssur ckkar í nyt, en verst þeirra er sú að ætla það að dollarinn geti komið í þekkingar stað. Tapað með skömm Það er með skömm og auðmýk- ingu sem við verðum að við- urkenna það, að auðugt ríki Ameríku hefur barizt án ár- angurs við kommúnista í bar- daga án vopnaviðskipta. Hvorki utanríkisþjónusta okk- ar né nein önnur stofnun hef- ur þjálfað færa, tungumála- bjálfaða menn til þess að fara inn í frumskóginn í Laos og vinna þar með alþýðu manna. Hitt er þó verra. að við þekkt- um annað hvort ekki stað- reyndir eða reyndumst ófærir um að vega og meta augljósar aðstæður. Aðalatriðið hlýtur þó að vera það, að ríkisstjóm og dagblöð voru ekki heiðarleg gagnvart okkur. Embættis- menn reyndu að dylja skyssur sfnar og báru fyrir sig ár- angur þar sem enginn var. Voru þeir e.t.v. skömmustu- fullir? Höfðu þeir e.t.v. enga trú á bandarísku bjóðinni? Óttuðust þeir viðbrögð Banda- rfkjamanna við sannleikanum? Eða vissu þeir einfaldlega ekki hvaðan á sig stóð veðrið? Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa og fl. nú þegar — Upplýsingar í síma 18825 á mánudag. Bifreið til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis og sölu 4 manna Volkswagen-bifreið, árgerð 1960. Upplýsingar á staðnum. Tilboð sendist Skúla Sveinssyni, varðstjóra, fyrir 29. þ.m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. maí 1964. Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn í skrifstofu félagsins, Fornhaga 8, mið- vikudaginn 27. þ.m. Fundurinn hefst kl. 8.30 s.d. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VERZLIÐ í SEUNU Nýkomið úrval af karlmannafötum, stökum terylene- buxum fyrir drengi og fullorðna. BEATLES-PEYSUR kr. 275,00, svartar og hvítar. Skyrtur, bindi, sokkar og fleira. Verzlunin Sel Klapparstíg 40. f I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.