Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.05.1964, Blaðsíða 10
1Q SfÐA o«nnudagur 24. maí 1384 MÖÐVILIIM! Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG svo að fallegi, hvíti kraginn hans verður rennvotur. Hans eigin bekkjarbræður fara ennþá með hann eins og hann væri busi. Amsted og Ellerström skipta á frímerkjum. Þeir eru með skiptimerki sín í litlum, heima- tilbúnum ístungubókum. og þeir taka þau fram með töngum og tala um verðmæti þeirra af mik- illi þekkingu. Þessa stundina eru frímerki aðaiáhugaefni bekkjar- bræðranna. Fyrir nokkrum mán- uðum voru það mislitar leirkúl- ur. Og að nokkrum tíma liðnum mun enginn huga um frímerki framar. Það er nefnilega mikið í bígerð. Blaðaútgáfa. Blað, sem Hom og Nörregaard-Olsen hafa í hyggju að veita forstöðu. Það á að vera í tuttugu afritum að minnsta kosti og vekja stórkost- lega athygli. Og blaðið þeirra mun verða tilefni nýrrar öldu. Ótal blöð munu keppa við þeirra blað. Það er fyrir mestu að láta ekkert uppskátt um áætianimar, svo að þetta síist ekki út of fljótt. Og ritstjóramir tveir hvískra og bollaleggja. En Mogensen og Rold og Hem- Jid hafa annað á prjónunum. Leynifélas. Bræðralag. Svarta höndin. Félag, sem vekjá mun ugg og ótta og ekkert hefur ‘þekkzt í líkingu við síðan á;'dög- um Hróa hattar og Sveins Gjönge og Rocamboles. Feiti Thygesen hefur laumazt inn á salemið með flatarmáls- fræði eftir Julíus Petersen undir blússunni til að búa sig undir næsta stærðfræðitíma. Og hann les hinar flóknu formúlur með- an hann borðar brauðið sitt. Thygesen er alltaf að borða. bað er auðveld og nærtæk fyndni fyrir Blomme lektor að breyta nafninu hans í Þykksen. Stóru drengimir úr efstu HÁRGREIÐSLAN Hárgrefflsín og snyrtistofa STETNT7 otr nOnrí Langaveel 18 m h. (lyfta) Sf’VTT 84filB. P B B M A Garðsenða 21 SÍMI 33968. Hárgreiðsln- oe snyrtistofa. Dðmnr' Hárgreiðsla <nð ailra hæfi. TJARNARSTOFAN TJarnargötn 10. Vonarstrætis- megin. — SfMl 14fifi2. HARGRETÐSL OSTOFA AOSTORBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Langavegi 13 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað - bekkjunum eru ungir herramenn, sem eru klæddir jakkafötum og eru með sjálfblekunga og skrúf- blýanta í brjóstvasanum. Og sígarettur og leyndar reykjapíp- ur. Þeir ganga virðulega fram og aftur undir blikkþakinu og ræða saman. Hinir minni víkja úr vegi fyrir þeim. Og ef ein- hver stendur í vegi fyrir þeim, slá þeir til hans með hörku og ofsa. — Snáfaðu burt. bölvaður businn þinn! — 11. En sumir hinna stóru eru með kringlótt merki í hnappagatinu. Og þeir manga til við litlu skóla- sveinana og taka um herðar þeirra á undarlega gælulegan hátt og tala við þá með ákafa og alúð. — Þú ættir að koma með á fund í KFUM á morgun. Við erum svo gestrisnir og fé- lagslyndir þar Og þið fáið te og kökur. — Og það tekst að gera nokkra af busunum að græn- skátum, sem halda út í náttúr- una á sunnudögum altýgjaðir og með lúðrablæstri og skammast sín ekki fyrir guð sinn. Og Schöff umsjónarmaður gengur líka .fram og aftur undir blikkþakinu og reykir piípu sína. Og það er tómt í kringum hann. Og ef busa er hrundið á hann, þá getur herra Schöff barið hraustlega frá sér. Uppi á þakskeggjum og syllum sitja dúfumar og þenja sig og gera sig feitar í rigningunni og horfa niður á þessi 200 böm og Schöff undirkennara. Einstaka dúfa kemur niður í portið og kroppar í brauðsneiðamar sem dottið hafa. Kennari stikar yfir völlinn með salernislykilinn og stóm lyklakippuna í hendinni. Og hann slær reiðilega til þeirra drengja sem fyrir honum verða. Tveir drengir slást og veltast um á óhreinu malbikinu. Og hópur áhugasamra áhorfenda hvetur þá með hrópum: Sláðu hann í kæfu! Maiaðu hann nið- ur! Og þegar hópurinn verður of stór. kemur umsjónarkennar- inn og dreifir fjöldanum. Og þeir sem vom að berjast. eru klipnir í kinnamar og slegnir utanundir. Á hinum enda vallarins, þar sem er dálítið grin dverk með dymm að leikfimissalnum, er verið að taka kvikmynd. Það er Kvikmyndafélagið Annar Nóv- ember. sem er að taka kvik- mynd. Axel Nielsen er mynda- tökumaður og snýr í ákafa ó- sýnilegri kvikmyndavél. Og fyrir framan hina ímynduðu vél, er verið að leika atriði úr þögulli mynd. Dymar að leik- fimissalnum er inngangurinn í kauphöllina. Og kauphallarbrask- aramir hittast við dymar. Virðu- legir og ábúðarfuliir, reykjandi ósýnilega vindla og takandi ofan ósýnilega pípuhatta. En hvað er nú þetta? Kauphöllin er lok- uð! Og herramir rífa í hurðina og baða út öllum öngum. Kaup- höllin er lokuð: Að hugsa sér, við erum gjaldþrota! Miljónir famar í súginn! Myndatökumaðurinn snýr og snýr í loftinu og kauphallar- braskaramir berja sér á brjóst í örvæntingu og grípa um ennið. Og einn þeirra tekur upp skammbyssuna og ber hana upp að gagnauganu og hleypir af. Ha! Morgan er búinn að skjóta sig. Allt er tapað! Það er Jörgensen sem er Morg- an. Og það eru Mordrup og Mölier og Rige sem eru hinir kauphallar-miljónungamir. Og það breytir engu þótt kauphalt- arbraskaramir séu með ber hné. Og svo hringir rafmagnsbjall- an sem er í veggnum yfir glugg- anum á kennarastofunni. Kvik- myndatakan og frímerkjaskiptin og ritstjómarfundurinn hætta í skyndi. 200 drengir hlaupa í átt- ina að mjóu steintröppunum með jámriðinu og það verður æðis- legur troðningur! Og Thygesen kemur út af sal- eminu, tyggjandi og japlandi með stærðfræðibókina undir blússunni. Og hann bærir varim- ar þegar hann reynir að hafa yfir formúluna, sem hann getur ekki skilið. Atjándi kafli. Stærðfræðitíminn, það er hættulegasta stund dagsins. Þeg- ar hann er um garð genginn, er hægt að draga andann léttara. Að vísu geta ennþá mörg óþæg- indi orðið á vegi manns. en það eru aðeins smámunir hjá þeirri ágn og skelfingu sem nú ren upp. — Apinn er fúll! — Það er aðvörunaróp, sem vekur ugg og ótta hjá hinum allra hugrökk- ustu. Þegar þetta er hvíslað frá einum til annars, flyt- ur það með sér skelfingartil- finningu sem á sér enga hlið- stæðu. Ekki einu sinni Mordrup þorir að setja upp frekju- og fyrirlitningarsvip við Apann. Aðeins einn kennari er jafn ógnvekjandi og Apinn. En hann kennir aðeins í lærdómsbekkjun- um. Það er Oremark, frönsku- kennarinn. Þeir eru ekki komnir svo langt enn. En reiðiöskur I hans heyrast útum dymar á næstu stofu. Og allir víkja dauð- skeikaðir úr vegi sem mæta hon- um í ganginum eða stiganum. Þeir vona af öllu hjarta að hann hrökkvi upp af, áður en þeir komast upp í fyrsta bekk lærdómsdeildar. Apinn er ósköp lítill maður. Ekki er vitað hve gamall hann er, en hann hlýtur að vera aft- anúr grárri fomeskju. Hann er með hvítt kjálkaskegg eins og chimpansi og lftil, illgimisleg, náin augu. Sagt er að hann sé góðhjart- aður maður í einkalífinu. Sögur eru á kreiki um að hann leiki á celló. Hann ku líka hafa sézt einu sinni. í skemmtigarðinum í Friðriksbergi í góðlátlegum leik við bamabömin. en það er ekki auðvelt að trúa því. Og stóru strákamir í þriðja bekk lær- dómsdeildar segja, að hann sé í rauninni góður og elskulegur maður, en það lætur í eyrum eins og óhugnanlegt spaug. Það er yfirleitt ekki hægt að ímynda sér neitt einkalíf í sambandi við Apann. í augum drengjanna í þriðja bekk gagnfræðadeildar, er hann ógnin uppmáluð. Hann kemur æðandi inn í skólastofuna, Og á hlaupunum hhrópar hann: — Tygesen, upp að töflu!— Undir handleggnum er hann með hlaða af reikningsbókum og hann fleygir þeim í vonzku á kennaraborðið og lítil augun stara illskulega undan hvítum, úfnum brúnunum og allur litli búkurinn hristist og skelfur. Það er enginn vafi á því að Apinn er í vondu skapi í dag. Og lamandi ótti gagntekur bekkinn. Tygesen rís þunglamalega á fætur. Stór augun flökta vand- ræðalega. Viprur fara um munn- inn. Allt sem hann þuldi inni á salerninu, er gleymt. Hann get- ur ekkert hugsað lengur. Apinn hefur nálgazt hann og stendur andspænis honum með hendur á mjöðmum. Hann er minni en feiti drengurinn og hann horfir illskulega á hann og titrar af reiði. Og augu Tygesens eru ekki lengur flöktandi. Hann starir tómlátlega og eins og dá- leiddur á augu Apans. Þannig standa þeir drykkianga stund. Það er dauðaþögn í skóla- stofunni. Allir eru hræddir, en um leið gagnteknir fögnuði yfir því að standa ekki sjálfir uppi við töfluna fyrir framan Apann. Og Tygesen sér ekkert annað í heiminum en þessi litlu. æðis- iegu augun. Svo æpir Apinn allt í einu — Fantur! Þrjótur! — Og hann hrópar eins hátt og lungun framast leyfa, svo að það heyr- ist yfir megnið af skólanum og kennslan í tveim næstu stofum hættir sem snöggvast og kvíða- full andlit birtast bakvið gler- rúðurnar. Apinn hefur þrifið í hárið á feita drengnum og togar höfuðið á honum niður til sín, svo að Tygesen finnur andardrátt hans á andlitinu, og hann er andfúll. Og svo berja litlu, hörðu hnú- amir í hnakkann á Thygesen. Ennþá veit enginn hvað um er að vera. Sízt af öllu Thyge- Skó/agarðar Reykjavíkur taka til starfa 1. júní n.k. — Innritun fer fram í görðunum við Holtaveg og í Aldamótagörðunum dagana 28. og 29. maí kl. 13 til 17 e.h. Börnum á aldrinum 9—14 ára er heimil þátttaka, Þátttökugjald er 250 kr. og greiðist við innritun. Garðyrkjustjóri. vinur. SKOTTA — Hálsbrjóttu þig nú ekki í stiganum stelpa .... Það er bara ein- hver stelpa í símanum! Fró barnaskólum Reykjavikur Börn, sem fædd eru á árinu 1957, og ekki sækja vornámskeið þau, er nú standa yfir í barnaskólum, skulu koma í skólana til innritunar mánudaginn 25. maí n.k., kl. 1—4 e.h. — Eldri börn, sem flyfjast milli skólahverfa eða koma úr einkaskólum verða innrituð á sama tíma. Skulu þau hafa með sér flutningsskírteini. Innritun fyrir Álftamýrarskóla fer fram í Sjómannaskólanum á ofangreindum tíma. Ber þá að innrita öll börn í því skólahver'fi, fædd á árunum 1952—1957. Hverfi Álfta- mýrarskóla liggur milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar, frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi. Fræðslustjórinn í Reykjavík. HÓTEL SELFOSS HEITUR MATUR ALLAN DAGINN opið frá kl. 8 f.h. til kl. 1 1,30 e.h. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. HÓTEL SELFOSS 9 > i 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.