Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 1
STEFNT AÐ HEILDARSAMNINGI FYRIR NORÐAN OG AUSTAN Vísvitandi SAMNINGAFUNDIR UNDAN- FARID NÓn EFTIR NÓn Tveir skipverjar á Esju siasast Sl. sunnudag varð það sly; um borð í strandferðaskipini Esju er verið var að vinna vi< lestun skipsins á Húsavík a< tveir skipverja urðu fyrir lest arhlerum er hrundu niður lestina þar sem þeir voru a> vinna og slösuðust mennimi: báðir. Hlaut annar þeirra mik ið höfuðhögg og heilahristing ei hinn marðist illa á síðu. Mennimir vom fluttir sjúkrahúsið á Húsavík þar sen meiðsJi þeirra voru könnuð oj gert að þeim, en síðan var þein lejrft að halda áfram með skip inu til Akureyrar þar sem þei voru lagðir inn í sjúkrahús vi< komu skipsins þangað í fyrri nótt. Leiðrétting Sú missögn varð í frásögn Þjóðviljans sl. sunnudag af sölu togarans Júní, að skipið var sagt 572 lestir. Hið rétta er að skipið er 732 brúttólestir. UNGFRÚ ÍSLAND 1964 PÁLÍNA JÓNMUNDSDÖTTIR úr Reykjavík var kjörinn fegurðar- drottning fslands í ár og voru úrslitin tilkynnt í hófi í Hótel Sögu á miðnætti sl. laugardag. Myndin hér að ofan er af fegurðardrottn- ingunni en fieiri myndir og frásagnir af keppninni eru á 8. síðu. 17 ára piltur í Eyjum fórst við leit að týndum manni Aðfararnótt sl. sunnudags varð það slys í Vest- mannaeyjum, að 17 ára piltur drukknaði, er hann var ásamt félaga sínum að leita manns, sem horf- ið hafði heiman frá sér á laugardag. Um helgina voru nokkrirl í útilegu vestast á Heimaey, þar unglingar í Vestmannaeyjum' sem heitir við Ofanleitishamra. Líkfundur á Eyjufjullujökli Um helgina 24. og 25, þ.m. fór tíu manna flokkur úr björgunarsveit slysavamar- deildarinnar Ingólfur í Rvík í fjallgöngu og klifur- aefingar í Eyjafjallajökli. Höfðu mennimir með sér nauðsynlegan útbúnað í þessu skyni. Þegar þeir voru á ferð ofarlega í skriðjökl- inum. sem gengur norður úr aðaljöklinum fyrir ofan Jökul- tungur. fundu þeir leifar þar af mannslíkama, Um 50 metra þar frá fundu beir giftingarhring úr gulli með áletmn, sem sýndi, að mað- urinn hafði gift sig 29/8 1926. Þar sem hringurinn fannst var ekkert annað en hringur- inn ofan á sandlagi í jökl- inum. En á hinum staðn- um fannst lærleggur með hnéparti og stakur leður- skór. Annað fundu björgunar- sveitarmenn ekki þama þrátt fyrir ítarlega leit. Þess skal getið, að jökullinn er þama á hreyfingu, allur uppbrot- inn og sundursprunginn. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hefur fengið mál þetta til rannsóknar. Þess skal getið, að nafnið innan f gift'ngarhringnum var of máð t'l þess. að sæist. Þá um kvöldið hafði verið leit- að manns, Jónatans Ámasonar, sem horfið hafði heiman að frá sér fyrr um daginn. Um nótt- ina hugðust tveir drengjanna úr hópnum, þeir Kristján Rafnsson og Gunnar Finnboga- son, leita Jónatans. Þeir klifu niður hamrana og komu f Teistuhelli, reið þá ólag yfir þá og missti Gunnar handfestu, Kristjáni tókst að ná til hans, en þá reið yfir þá annar sjór. Hvarf Gunnar þar sjónum fé- laga síns. Þessir atburðir urðu um fjögurleytið um nóttina, en Kristjáni tókst ekki að komast upp hamarinn fyrr en undir hádegi á sunnudag, og tilkynnti hann þá þegar um slysið. Er Þjóðviljinn hafði samband við lögregluna í Vestmanneyj- um í gærkvöld hafði lík Gunn- ars ekki fundist og ekkert vit- að um afdrif Jónatans, enda slæmt til leitar fyrr en sjór sléttist. Jónatan er maður um fimmtugt, kvæntur og á stálp- uð börn. Gróðursetningar- ferð FÍ í Heiðmörk Ferðafélag Islands fer fyrstu gróðursetningarferðina á vorinu í land félagsins í Heiðmörk kl. 8 í kvöld frá Austurvelli. Fé- lagsmenn eru hvattir til að fiölmenna. □ Stöðugir samningafundir stóðu yfir helg- ina milli samninganefnda verkalýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi og atvinnurekenda og var búizt við fjórða næturfundinum í röð í gærkvöld, þegar blaðið fór í prentun. Aðfararnótt sunnudags stóð fundur til kl. 6 um morguninn og hófst aftur kl. 8.30 um kvöldið og var þá verið að til 3.30 um nóttina. í gær hófst fundur kl. 2 e.h. og stóð hann enn, þegar blaðið fór í prentun sem fyrr segir. ★ FuIItrúar hafa verið að bætast í sanminganefnd félaganna fyrir norðan og austan til þessa, og er hún nú skipuð tíu mönnum. Stefnt er að því að gera einn heildarsamning fyrir allt verkafólk f þessum tveimur Iandsfjórðungum. Hafa samningaviðræðurnar til þessa því fyrst og fremst snúizt um samræmingu hinna mörgu sérsamninga félaganna á þessu svæði. Er það að sjálfsögðu mikið verk og vandasamt, en því verki hefur miðað allverulega áfram. Viðræðum hraðað ★ En sem afleiðing af hinum nýju heildarsamningum liggur nú fyrir að vinna að nýrri flokkun á kaupgjaldi að verulegu Ieyti. Það atriði er enn svo til órætt og hefur samningum því ekkert miðað varðandi það atriði að svo komnu. Er þar að sjálfsögðu um að ræða meginatriði samninganna, og má gera ráð fyrir að áherzla verði nú lögð á að hraða viðræðum sem mest, þar sem samningarnir eru nú að komast á það stig, að þeir geta ekki dreg- izt öllu lengur. ★ Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum á sunnudaginn hafa verkalýðsfélögin fyrir norðan og austan gefið samninganefnd sinni heimihl til þess að lýsa yfir vinnustöðvun innan löglegs fyrirvara hvenær sem er, enda leggja félögin kapp á að samningar takist áður en aðalannatíminn í sambandi við síidarvertíðina hefst. Samningarnir við ríkisstjórnina ★ Viðræðum Alþýðusambandsins, ríkisstjórnarinnar og atvinnu- rckenda er haldið áfram, en ekki voru neinir fundir mcð þessum aðilum yfir hclgina. ósannindi forstjórans I GÆR birti dagblaðið Vísir viðtal við Helga G. Þórðar- son forstjóra Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar um söluna á togaranum Júni. Hefur blað- ið þar m.a. eftir forstjóran- um að engir möguleikar hafi verið fyrir útgerðina að kosta dýra klössun á togarann og „hefði því verið talið ráð- legra að selja skipið OG NOTA SÖLUVERÐIÐ TIL AÐ STYRKJA ANNAN REKSTUR CTGERÐARINN- AR“. ÞARNA ER víSvitandi farið al- gcrlega rangt með staðreynd- ir. Eins og forstjóri Bæjar- útgerðarinnar ætti að vita manna bezt var togarinn Júní veðsettur Hambrosbanka fyr- ir 8 miljónir króna og krafð- ist bankinn þess að hver eyr- ir af söluverði skipsins gengi upp í greiðslu á þeirri skuld svo að ekki fer neítt af þvi til að „styrkja rekstur út- gerðarinnar". eins og for- stjórinn lætur hafa eftir sér. Auk þess krafðit bankinn þess að fá ríkisábyrgð fyrir eftirstöðvum skuldarinnar. VIÐ SÖLU togarans tók bæj- arútgerðin á sig 15 miljón króna skuld. þvl að skuld- irnar vegna togarans námu alls 18 miljónum, og er enn ekki séð hvemig fyrirtækið ætlar að mæta þeirri kvöð. ÞETTA ÆTTI forstjórinn að vita manna gerzt en hann var ásamt fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í útgerðarráði aðalhvatamaður að sölu tog- arans. Hva/veiðar að hefjast •jf Hvalveiðiflotinn lagði úr ■jf höfn síðastliðið sxmnudags- ■jf kvöld og eru aðstandendur ■jf hér að kveðja sjómennina if niður á Ægisgarði í skini ■jf kvöldsðlar við Faxaflóa. ■jf Myndir og viðtöl eru á 12. -<S> síðu Þriðjudagur 26. maí 1964 — 29. árgangur — 115. tölublað. Fundur / Kvenfélugi Sósíalista á morgun Kvenfélag sósíalista held- ur fund í Tjamargötu 20 annað kvöld kl. 20.30. Það er miðvikudaginn 27. mai. Dagskrá: Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri, flytur erindi með skuggamyndum og talar um voryrkjuna. Þá verða tekin fyrir félagsmál. Konum er heimilt að taka með sér gesti og eru þær jafnframt hvattar til þess að fjölmenna á þennan síðasta fund vetrarins. t *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.