Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 2
I 2 SÍÐA — ÞIOÐVILTINN jpriðjudagur 26. maí 1964 mm '&PWtWí Fró skólagörðum Kópavogs Skólagarðar verða starfræktir í sumar á 2 stöðum í bænum, við Kópavagsbraut 9 og við Fífuhvamms- veg 20. Innritun í báða garðana fer fram á bæj- arskrifstofunni að Skjólbraut 10 miðvikudaginn 27. maí og fimmtudaginn 28. maí kl. 4—6 e.h. Þátttökugjald er kr. 250,00. AÐALFUNDUR Líftryggingafélagsins Andvöku verður haldinn á Hallormsstað, þriðjudaginn 30. júní 1964, kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Frá Seyðisfirði um síldveiðitímann. FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kúld Sumarsíldveiiar og veiiihorfur Það er ekki nema tæpur mánuður til þess tíma, er sum- ‘arsíldveiðar hefjast fyrir Norð- ur- og Austurlandi, eins og þær hafa byrjað hin síðari ár. Skip munu nú þegar fara að búa sig undir þessar veiðar, og eins og oft áður, þá eru náttúrlega ýmsir famir að spá um aflahorfur. Og enda þótt að rannsóknarleiðangrar Is- lendinga, Norðmanna og Hússa hafi ekki rannsakað veiðisvæð- in með tiiliti til útlits á sum- arsíldveiðum i ár, þá hefur þó einn þekktur fiskifræðingur sagt álit sitt á væntanlegum sumarsíldveiðum við Norður- og Austurland, svo að mér sé kunnugt um. Þessi sérfræðing- ur er Norðmaðurinn Finn Devold. Seinnihluta aprílmánaðar s.l. birti Álasundsblaðið Sunnmörs- posten viðtal við Ðevold og hafa ýms norsk blöð síðan end- urprentað viðtalið sem þótti merkilegt til frásagnar. Finn Devold byrjar á þeirri skýr- ingu að á vetrarsíldveiðunum hafi uppí 22% af veiðinni verið stór síld. árgangurinn 1950, að vísu nokkuð blönduð yngri ár- göngum Finn Devöld heldur að þessi stóra síld muni aðallega halda sig við Norðurlandið i sumar ef að vanda lætur. Aðal síldarmagnið heldur Devold að samanstandi að stærsta hluta af árgöngunum 1959 og 1960 og þessi síld muni aðallega halda sig við Austurlandið Með þetta útlit í huga segir Devold að búast megi við góðri veiði sem muni henta vel síldarbræðslunum, en hinsvegar geti orðið erfiðara með gott hráefni í saltsíld, þar sem árgangurinn frá 1950 sé algjör minnihluti af magni síldarinnar eftir því sem hægt sé að sjá fyrir nú. Þá spáir Devold mikilli síld á miðunum undan Norður- Noregi í sumar og segir að mikið af síldarflotanum þar muni af þessum ástæðum ekki fara til íslands, eftir bræðslu- síld, heldur veiða hana á heimamiðum. Þegar blaðið vill láta fiski- fræðinginn spá, um hve veiðin verði mikil á miðunum við Is- land, þá segist hann ekki vilja slá neinu föstu þar um, þar sem veiðin sé mikið komin undir veðráttunni i sumar. á- samt fleiru. Að siðustu segir Devold að rannsóknarskipið G. O. Sars muni leggja upp frá Björgvin 25. maí til rannsókna á sfldar- svæðinu á milli Noregs og ís- lands, og þá aðallega svæð- in uundan Austfjörðum. Þá kemur það einnig fram, að hið nýja björgunarskip Norð- manna, Store Knut, hefur ver- ið tekið á leigu af norsku fiskimálastjórninni og verður það síldarleitarskip norska flotans hér á miðunum í sum- ar, og mun standa i beinu sambandi við veiðiflotann. Einnig þetta skip mun leggja up pfrá Noregi seinustu daga maí-mánaðar. Hvað verður greitt fyrir síldina? Það er gleðilegt ef góður síldarafli verður hér á miðun- um í sumar, ekki mun af veita. En það er ekki bara aflinn sem ræður afkomu sjómanna og útgerðar, heldur jafnframt og ekki síður það verð, er fyrir aflann fæst, þeg- ar komið er með hann að landi. Því eru nú sjómenn og útvegsmenn farnir að spyrja: Hvað verður síldar- verðið i sumar? Þegar þetta er skrifað, þá er sagt að Sjómannasambandið hafi skorað á Landsamband útvegsmanna að láta flotann ekki hefja veiðar, fyrr en víst sé hvaða verð fáist fyrir síld- ina. Það ætti að vera sjálf-^ sögð regla að allt fisk- og ' síldarverð liggi Ijóst fyrir áð- ur en byrjað er að veiða, því reynslan um síldarverðið hér í bræðslu á undanfömum ár- um er mjög dapurleg, þegar það verð er borið saman við verðið sem sfldarverksmiðjur í Noregi hafa greitt og greiða norskum útvegsmönnum og sjómönnum fyrir síld veidda á miðunum hér við land. Norðmenn voru óv'enju snemma búnir að ákveða bræðslusíldarverð á Islandssíld fyrir komandi vertíð. Þetta verð var ákveðið um mánaða- mótin janúar-febrúar s.l., og birti það hér í blaðinu í þess- um þætti 10. marz s.l. Norska bræðslu- síldarverðið Norðmenn skipta veiðitíma- bilinu á síldveiðunum við ls- land í sumar í tvö verðlags- timabil. Fyrra verðlagstímabilið byrj- ar 10. júní og endar 30. júní að kvöldi. Á þessu tímabili er verð sfldarinnar miðað við norska höfn sem hér segir: Norskar kr. 27,50 fyrir hekto- lítra af síld. Þetta verður í ís- lenzkum kr. 165,00 fyrir hekto- lítra, eða kr. 247,50 fyrir málið. Á síðara tímabilinu sem byrjar 1. júlí og endar 30. sept., er verðið norskar krón- ur 29,90 fyrir hektólítra af síld. í íslenzkum kr. 179,49 fyrir hektólítra. eða kr. 269,10 fyrir málið. Þá geta norskir útvegsmenn og sjómenn einnig valið um eftirfarandi verð ef þeir kjósa það heldur. Norskar kr. 25,95 fyrir hektolítra af sfld og til viðbótar n. kr. 1,00 fyrir hverja fituprósentu fram yfir 18%. Sé fituinnihald hins vegar lægra þá kemur það til frádráttar. Síld seld úr norskum skipum við ísland Þá eru ákvæði um, ef sild- in er afhent um borð í flutn- ingaskip hér á síldarmiðunum. Sé síldin afhent frá veiði- skipi eða beint úr nót, en mæld til verðs hjá verksmiðju í Noregi, þá skal greiða n. kr. 19,50 fyrir hektólítra á fyrra ADALFUNDUR Samvinnutrygginga verður haldinn á Hallorms- stað, þriðjudaginn 30. júní 1964 kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. AÐALFUNDUR Fasteignalánafélags Samvinnumanna verður hald- inn á Hallormsstað, þriðjudaginn 30. júní 1964, að loknum aðalfundi Samvinnutrygginga og líf- tryggingafélagsins Andvöku. *. —... -...»^ImI Dagskrá: Venjuleg 'aðalfundarstörf. STJÓR NIN. Framhald á síðu. Loyndortfómwr ?EXSONNA mr s4, a* meS stöð- •ugum lHwunin. fiefur rtmniólcnofUSi PfiRSONNA oS goro 4 ÍIugbeiHnr «Bgjor * hverju blflW. BlðjiS —n Www*. •■• • •:••.•.•.•■ ••• • •■.••.•.• Hin fróbojru nýju PERSONNA rokbloS úr „sloln. fcu »t«ri" mnt nú 1ok*Jn» fóotikg hlr ó tandL Stwnto skrafiS i þróun rekblo*« fró þvi aS frarn- laiSiIo þeirro hófit. PFRSONMA rokblaSiS heldur flugblti frá fyrsta »!«"*♦« = 15. ralaturs. Ódýrt - 100% Nylon úlpur - Ódýrt I FERÐALÖGIN OG SVEITINA. — Á herra og dömur kr. 770,00 Á unglinga kr. 534,00 og kr. 640,00. VERZLUNIN DANÍEL, Laugavegi 66, sími 11616 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.