Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1964, Blaðsíða 12
HVAL VEIÐI- FLOTINN LEGGUR ÚR HÖFN ' "TjBM ws&mm g~s*~—~íi „Þungir og svartir reykjabólstrar stigu til lofts“. . □ Síðastliðið sunnudagskvöld lét hvalveiðiflotinn úr höfn. Margt var um manninn niður á Ægisgarði er sextíu og þrír sjómenn stigu um borð með pok- ann og kvöddu aðstandendur sína á bryggjunni. ( | Þetta er strangt úthald í fjóra mánuði og fá þeir aðeins einu sinni að koma í land á þessu tíma- bili og heilsa upp á fjölskyldurnar. □ Hvalveiðiflotinn telur fjögur skip og heita þau öll Hvalur og hlaupa á tölunni frá fimm til átta. Þungir og svartir reykjarbólstrar stigu til lofts úr þessum gufuskipum og yfir brottförinni hvíldi gömul stemning eins og lesa má í skáldsögum frá síðustu aldamótum í hafnarborgum Evrópu og Ameríku. | | Lítill dráttarbátur kom á vettvang og seig með hvern hvalveiðibátinn eftir annan út á höfn- ina og tóku þeir skriðið þungt og virðulega út úr höfninni og píptu þrisvar í kveðjuskyni. □ Þetta er seytjánda hvalveiðivertíðin og er veiðisvæðið býsna umfangsmikið, allt frá Vestmanna- eyjum norður að Hornbjargi og er á mörkum land- grunnsins á þessu svæði. Flotinn byrjar oftast nær hvalveiðarnar út frá Vestmannaeyjum á vorin og heldur svo vestur og norður eftir því sem líður á sumarið. Þrjár tegundir af hvölum eru veiddar hér við land. Það er búrhvalur, langreyður og sandreyður. | | Samkvæmt alþjóðalögum má ekki skjóta hval undir fimmtíu fetum og ekki hval með unga sína. FYRSTA VERTÍÐIN HANS Á HVALVEIÐUM.. mm. Hann heitir Þorsteinn 'Jóns- son og verður messagutti á sexunni. Hann hallar sér upp að byssunni og hefur dreymt um hvalveiðar frá því hann man eftir sér í Hafnarfirði. — Hvað ertu eiginlega gamall? Það kemur hik á strákinn. Svo verður hann æstur og segir óðamála: — Ég er alveg að verða fimmtán ára. — Hversvegna ertu svona æstur? Það kemur upp úr kafinu, að fimmtán ára aldur er lágmarksaldur til þess að ráða sig á hvalveiðiskip. Þorsteinn er búsettur í Hafnarfirði og þetta er fyrsta vertíðiri og hann er einn af þessum skólamönnum á hval- veiðibátunum og hefur verið einstaklega vinsælt undanfar- in ár að stunda slika vinnu með náminu, og hafa þótt árvissar tekjur. Hvað gerir messaguttinn á hvalveiðibátum? — Hann að- stoðar kokkinn og hreinsar til í skipsklefunum og kann- ski fær hann að taka eina vakt í tunnunni og skima eftir hval. ... EN JÓN Á ÞÆR SEXTÁN AÐ BAKI Hann heitir Jón Gíslason og er vélstjóri á fimmunni og er hér að stíga um borð með pokann sinn. Þetta er sextánda vertíðin hjá Jóni og er hann orðinn gamall í hettunni á hvalveiðum. Þetta er árviss veiði og er hásetahlutur frá sjötíu til áttatíu þúsund krónur eða eins og meðal hásetahlutur á síldarbát. Þetta eru alltaf sömu mennirnir ár eftir ár og er mikil eftirsókn eftir pláss- um á hvalveiðibátana. Það er vegna þess, að tekjurnar þykja svo árvissar og fastar i skorðum. Það mætti sækja harðar á þennan hvalveiði- stofn hér við land. Aldrei eru þó fleiri en fjögur skip á hvalveiðum og fer aðaltíminn í siglingu frá og til lands og aldrei stöðva skipin leng- ur í landi en þetta einn til tvo tíma. Þannig sjáum við fjöl- skyldur okkar ekki nema einu sinni á úthaldinu og erum þó ætíð á siglingu við bæjardyrnar. Deilt um humarvei&i á Akranesi Akranesi, 25/5 — Mikil deila | nesi í sambandi við humarveið- er risin upp milli útgerðar-1 arnar. Ctgerðarmenn vilja að manna og sjómanni hér á Akra- sjómennirnir sjálfir slíti hum- Tólf fóstrur útskrifast Laugardaginn 23. maí var fóstruskóla Sumargjafar sagt Upp. Brautskráðar voru 12 fóstr- úr með réttindi til að starfa á barnaheimilum og veita þeim forstöðu. Fóstruskólinn fékk til áfnota nýtt húsnæði að Frí- ’kirkjuvegi 11 á skólaárinu og er þar um mikla bót að ræða á húsnæðismálum skólans. Skól- inn tók til starfa 1946 og hef- ur Valborg Sigurðardóttir upp- éldisfræðingur ávallt veitt hon- iim forstöðu. Skól'nn er rekinn af Barnavinafélaginu Sumar- gjöf í Þeykjavík með styrk frá Reykjavíkurborg og ríkinu. Alls hafa 114 fóstrur verið braut- skráðar frá skólanum. Þessar stúikur luku prófi: Edda Gísladóttir Reykjavík, Elín Káradóttir Akureyri. Elísabet Kristjánsdóttir Hafnarfirði. Guð- rún Guðmundsdóttir Reykjavík, Guðrún K. Halldórsdóttir Rvik, Guðrún E. Júlíusdóttir Hafnar- firði. Hildur Axelsdóttir Vest- mannaeyjum, Jófríður Trausta- dóttir Akureyri, María Finns- dóttir Reykjavík, Rán Einars- dóttir Reykjavík, Sigrún Geirs- dóttir Reykjavík. Svanlaug Torfadóttir Borgarfirði. arinn um borð í bátnum en sjómenn telja það óframkvæm- anlegt og segjast auk þess ekk- ert fá fyrir þá vinnu og jafn- vel beinlínis tapa á henni. Telja þeir að við að slíta humar sem fer i 1. flokk sleppi þeir kaup- laust en tapi á því að slíta humar sem fer í II. flokk. Einn bátur, Ásmundur. hefur farið einn túr þannig að sjó- mennimir slitu sjálfir humar- inn um borð en síðan neita þeir að fara annan túr upp á sömu býti. Annar bátur hefur farið tvo túra á humar og hafa sjó- mennimir ekki slitið humarinn. Sl. laugardag birti dablaðið Vísir frétt um þessa deilu þar sem mjög ranglega er skýrt frá. Sagði blaðið m.a. að sjómenn- irnir nenntu ekki að slíta hum- arinn sjálfir. Eru sjómenn á Akranesi mjög reiðir yfir þess- um rangsnúna fréttaflutningi blaðsins. Stýrimaður á bát frá Sandgerði fótbrotnar Aðfaranótt sl. sunnudags varð slys um borð í bátnum Muninn frá Sandgerði er hann var að humarveiðum. Skipverjar voru að hífa trollið er slysið varð og kom upp steinn í pokanum er slengdist á fót stýrimannsins á bátnum og fótbrotnaði maður- inn rétt ofan við öklann. Var hann fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík og er líðan hans góð eftir atvikum. Þriðjudagur 26. maí 1964 — 29. árgangur 115. tölublað. Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur er i kvöld Q Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldinn að Tjarnargötu 20 í kvöld kl. 20.30. □ Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. □ Félagar eru beðnir að fjölmenna og sýna félagsskírteini við innganginn. — Stjórnin. Tveir eldsvoðar ur&u um helgina Tveir brunar urðu hér í Reykjavík um helgina. Á laug- ardagskvöldið kom upp eldur í Trésmiðjunni h.f. sem er til húsa að Brautarholti 30 og mun- aði litlu að þarna yrði stór- bruni því húsið, var mannlaust og mikið af eldfimu efni geymt þar. Það vildi til láns að einn af starfsmönnum fyrirtækisins kom þama af tilviljun um kl. 10 um kvöldið og varð hann þess þá var að eldur var kom- inn upp. Var slökkviliðið þeg- ar kvatt á vettvang og tókst því fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins sem var orðinn all- magnaður. Skemmdir utðu talsverðar af eldi og reyk. Talið er að kvikn- að hafi í út frá hraðsuðukatli er gleymst hafði á straumi. Hinn bruninn var að Vestur- götu 2 á sunnudagsnóttina. Um kl. 2.30 um nóttina varð veg- farandi var við að reyk lagði út úr rafmagnsverkstæðinu Bræðumir Ormsson sem er til húsa að Vesturgötu 2 og gerði hann slökkviliðinu aðvart. Var kominn talsvert mikill eldur i verkstæðið sem er á annarri hæð hússins er slökkviliðið kom á vettvang og einnig var eld- urinn kominn niður á neðri hæðina þar sem verzlun G. J. Fossberg er til húsa. Það tók slökkviliðið um það bil klukkustund að ráða niður- lögum eldsins og urðu skemmd- ir talsvert miklar á verkfær- um og vörum hjá báðum fyrir- tækjunum. Ekki er að fullu ljóst hver upptök eldsins hafa verið en svo virðist sem gólfið hafi dott- ið úr stórum þurrkskáp sem var á rafmagnsverkstæðinu og benda allar líkur til þess að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni er var inni í honum. Féll gólfið úr skápnum niður á neðri hæð hússins og kveikti þar í. Þrír sextán ára piltar slasast Um klukkan 3.30 i fyrrinótt varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi rétt vestan við Rauðhóla er bifreið var ekið á mikilli ferð út af veginum og slösuðust þrír piltar sem í honum voru, tveir alvarlega. Bíllinn var á austurleið er slysið varð. Virðist ökumaður- inn hafa misst stjórn á bifreið- inni og þeyttist hún út af veg- inum og endastakkst fram af vegarbrúninni sem er þarna all- há og staðnæmdist bíllinn ekki fyrr en niður undir Hólmsá. Lá bíllinn á hvolfi um 20 metr- um fyrir utan veginn og mun hann hafa farið hálfa fjórðu veltu. í bifreiðinni voru þrír 16 ára gamlir piltar og höfðu þeir tek- ið bifreiðina í heimildarleysi. Hafði enginn þeirra ökuréttindi. Þeir voru allir fluttir á slysa- varðstofuna og ökumaðurinn sem hlaut mest meiðsli var starx fluttur í sjúkrahús, en hann er mjög alvarlega slasað- ur Annar hinna piltanna meidd- ist einnig mikið og vnr hann ÁðaSfundur /EFR Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reylcjavík verður haldinn næst komandi fimmtu- dag kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Dagskrá: Venjulcg aðalfund- arstörf líka fluttur í sjúkrahús, en hinn þriðji mun hafa sloppið lítt meiddur. Bifreiðin er gereyðilögð og er það talið ganga kraftaverki næst að piltamir skyldu sleppa lifandi úr slysinu. Lentu í árekstri á stolinni bifreið SI. sunnudagsmorgun tók Iög- reglan karl og konu sem voru á stolinni bifreið og voru þau bæði ökuréttindalaus og ölvuð og höfðu lent í árekstri. Hringt var til lögreglunnar f Reykjavík um kl. 10 á sunnu- dagsmorguninn og hún beðin að stöðva bíl sem lent hefði í á- rekstri við annan bíl á móts við Kiðafell í Kjós. Var talið að kon- an hefði þá verið við stýrið og lenti bifreiðin út af veginum við áreksturinn en konunni tókst að koma honum upp á veginn aftur og ók burtu. Lögreglunni tókst eftir dálítinn eltingaleik að stöðva bílinn og var karlmaðurinn þá við stýrið. Hafði hann fyrir nokkru misst ökuréttindi en konan hefur aldrei tekið bílpróf. Eins og áður segir voru þau bæði drakkin og höfðu tekið bílinn i heimildarleysi. Var bíllinn talsvert skemmdur eftir áreksturinn. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.