Þjóðviljinn - 28.05.1964, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 28.05.1964, Qupperneq 10
10 SlÐA MðÐvnmm r*immtudagur zð. maí 1964 Þið stúdentsárín æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG mömmu. Við látum þá ekki komast upp með það. Það er reglulega notalegt hjá frúnni í Landamerkinu. Þar er hægt að hvílast eftir erfiðleika dagsins. Og stundum er unnið. Þeir skrifa stíla og dæmi upp hver eftir öðrum við smáborðin og stundum kemur rauð sósu- sletta í stílabókina. Danska, saga, þýzka. leikfimi, enska, eðlisfræði. Þetta á að vera á morgun. Þýzka er verst. Þeir eru komnir að óreglulega sam- settu sögnunum og þær eru al- veg skelfilegar með undantekn- ingum og minnisromsum. Og það eru stílaæfingar og talæfingar, sem fólgnar eru í því að maður iærir heila sögu utanað um ferðamann sem kom í gistihús. — Mikið afskaplega verðið þið lærðir! — segir frúin. Og sagan með Blomme. Sá er nú andríkur. Og hann heldur að hann sé svo afskaplega fynd- inn. Og hann verður kolvitlaus ef maður nennir ekki að hlæja. Og svo étur hann brjóstsykur í tímunum. Fyrir framan nefið á okkur hinum og dettur aldrei i hug að gefa manni að smakka. Bara að einn molinn stæði í hon- um og hann kafnaði! Og það á að skrifa ^mskap stíl. Um líf mauranna. ^OðmÍu Egyptarnir virtu þegar undrandi fyrir sér aðfarir mauranna — þannig á að byrja. Eða: Saló- mon konungur sagði á sínum tíma: Lít á maurinn og öðlast vizku! — Herra Olsen veit ná- kvæmlega hvernig á að skrifa etíl. Fyrst er inngangur, síðan ejálfur stíllinn og loks niðurlag. Og í niðurlaginu má vel víkja aftur að Salómoni konungi. — Hamingjan má vita hvers vegna herra Olsen varð ekki rit- HÁRGREIÐSLAN Hárgrelðslii og enyrtlstofa STEINU og DÖDÖ Langavegt 18 m ö. (lyfta) SlMT 2461(5. P E R M A Garðsenda 21 SfMl 53968. Hárgreiðsln- og snyrtistofa Dðmnr' Hárgrelðsla "ifl allra hæfi TJARNAKSTOFAN TJarnargðtn 10 Vonarstrætls- megin — SfMT 14662 H ARGRETÐSL USTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 1.3 — SÍMi 14656 — Nuddstofa á sama stað - höfundur, fyrst hann veit svona afskaplega vel hvemig á að fara að því að skrifa. Það verður nóg að gera í kvöld. Það verður enginn tími til að leika sér og skemmta sér. Maður hefur skyldum að gegna í þriðja bekk gagnfræðaskóla- deildar. Maður hefur aðeins tíma til að kasta ögn mæðinni hjá frúnni í Landamerkinu á heimleiðinni. Eiginlega þyrfti að gera heil- mikið enn. Það væri gaman að stríða litlu kerlingunum tveimur í sælgætisbúðinni í Gothersgötu. Það er svo gaman að þeim þeg- ar þær koma æðandi út og æsa sig upp. — Ú, það ætti að myrða 14 ykkur! — æpti önnur systirin einu s'T'-': — Og ég vildi óska að bp? Kæmi lögregluþjónn með svc>’ð og hyggi af þér hausinn — sagði hin einu sinni við Nörregaard-Olsen. Og Rold get- ■ ur h°rmt mjög vel eftir þeim. Og. frúin þekkir vel þessar smá- vöxnu svstur og hlær, svo að tárin sþ-eyma niður kinnamar. — Þið. -irj-ið. -nú-meiri karlamir! Maður er alltof meinlaus við ykkur. Svona líka labbakúta! — Æ, æ, æ. — hún verður að halda um magann af hlátri. Og í Kóngsgarðinum eru blað- maurarnir, sem ekki væru úr vegi að stugga dálítið við. Það eru litlir drengir sem byggja sér stór hús úr visnu laufi og það er svo gaman að velta um koll húsunum þeirra og hrekkja þá. Og bæði í Kóngsgarðinum og Austurgarði eru garðverðir, sem þeir eiga í höggi við og ekki má vanrækja að hleypa í æsing of lengi í senn. Það er gamli Hans í Kóngsgarðinum og sérstaklega Langleggur í Austurgarði. Og Langleggur er hættulegastur. Hann fleygir stafnum sínum í drengina. Og munið þið þegar hann elti okkur yfir fsinn í fyrravetur? Svei mér þá, hann var alveg að ná okkur þá. — En það er enginn tími til alls þessa í dag. Aðeins til að fá sér ögn af búðingi hjá frúnni og kasta mæðinni lítið eitt. Og það þarf að koma sér heim að borða. — Ég er svei mér svangur eftir þetta stand með Apann, — segir Thygesen með fullan munninn af gulum búð- ingi. Götuljósin eru kvekt í Landa- merkinu. Það er orðið áliðið og ekki til setunnar boðið. Það er erfitt að slíta sig lausan. — Sæl- ar frú. — Verið þið sælir. ungu menn, og þökk fyrir komuna. Gegnum regnþokuna stika litlu lærðu mennimir fimm til sinna fimm heimila, þar sem maturinn og heimavinnan bíður. 23. KAFLI. Hurrycane forstjóri hafði á unglingsárunum verið ungþjónn á gufuskipi sem sigldi milli Friðrikshafnar og ensku borgar- innar Leith. Og seinna talaði hann um þetta tímabil ævinnar sem viðskiptaferðir og nám í Englandi. Hann gat talað ensku og hann reyndi að gefa tilveru sinni eng- ilsaxneskan blæ. Hann talaði um gamla Skotland með borginni Leith og hið dásamlega skozka iandslag, þar sem enginn plógur fær að eyðileggja veiðilöndin. Hann hafði mætur á köflóttum hálsbindum og sokkum. og hann hafði vit á golf og badminton. Allright!, sagði hann í sím- ann með ósviknum ertskum hreim. Þegar gufuskipið lá í höfn í Leith, kom hann oft í sunnu- dagaskóla fyrir sjómenn. Og smám saman vandi hann sig á að kalla þennan sunnudagaskóla háskóla, þegar hann minntist á hann. Og frú Hurrycane sagði: begar maðurinn minn var í há- skóla í Skotlandi. Hurrycane forstjóri fylgdist af alúð með enskukennslu sonar síns og fór með honum í lexíuna og hlýddi honum yfir. Og lexían var um mann sem hét Thomas Heywood og gat séð Chrystal- Palace úr glugganum sínum þeg- ar hann fór á fætur á morgn- ana. Nærfötum hans var lýst ná- kvæmlega jafnóðum og hann fór í þau og vesalings herra Hey- wood varð að dúða sig i hvert lagið af nærfötum utanyfir ann- að til þess að hægt væri að læra orðin. Og Hurrycane forstjóri lagði sér þetta á minnið og taldi víst að svona hlyti enskur hefð- armaður að vera búinn. Það gat komið fyrir að hann væri syni sínum ósammála um framburð á orði. Nútíma hljóð- skrift var fundin upp eftir daga Hurrycane forstjóra og hann kunni ekki að lesa úr henni. — Ætlar þú kannski að kenna mér að tala ensku? segir hann við soninn. Þú þykist kannski vita þetta betur en faðir þinn? — Já, en pabbi, þú getur sjálf- ur séð þetta í hljóðskriftinni. og herra Olsen segir líka. . . — Englendingar nota ekki hljóðskrift, Jörgen litli. Ég veit ekki hvort -herra Olsen hefur verið í Englandi. En ég hef ver- ið þar. Og þar hef ég stundað nám. — En kannski er þetta nú rétt hjá honum samt? segir frú Hurrycane kvíðafull. — Það er ekki rétt. Ég er viss um að ég veit miklu meira um England og ensku en þessi herra Olsen. — En kannski er þetta orðið breytt. Það eru komnar nýjar aðferðir núna, segir konan hans varfærnislega. — Herra Olsen segir að minnsta kosti að við eigum að fara eftir hljóðskriftinni, segir Jörgen. — Þá veit hann þetta kannski betur en Englendingarnir. Mér bætti gaman að vita hvað Eng- lendingur segði um þessa hljóð- skrift hans herra Olsens! Og þú átt ekki að andmæla föður þín- um, Jörgen! — Nei, Jörgen minn, þú mátt' aldrei andmæla föður þínum! segir frú Hurrycane. — Þú getur spurt þennan herra Olsen þinn, hvort hann haldi kannski að maður læri ekki rétta ensku í enskum háskóla! Og þá verður Jörgen að láta undan og segja orðin eins og faðir hans vill og muna sam- tímis að hann á að bera það öðru vísi fram hjá herra Olsen í skólanum. Þetta er eins kon- ar tvöfalt bókhald. Og það er mikið um slíkt hjá hon- um. Hann heyrir hvernig faðir hans lætur. þegar hann tekur símann og situr og sparkar fót- unum í gólfið til þess að mað- urinn í símanum haldi. að ver- ið sé að sækja forstjórann lang- an veg. Hann veit, að móðir hans fer með eigur heimilisins til veð- lánara. Og svo er sagt að verið sé að gera við þá sömu hluti og Jörgen á að láta sem hann trúi því. Þetta er allt svo flókið. Og mennina, sem koma með reikn- inga og skammast, kallar faðir hans viðskiptavini og kaupsýslu- sambönd. Og foreldrar hans brýna það fyrir honum, að það megi aldr- ei ljúga. Ósannsögli og óheiðar- leiki er hið versta sem til er. maður á alltaf að vera sannsög- ull og heiðarlegur. Jörgen litli! En þegar slátrarinn kemur og kallar frammi í gangi, að hann selji ekki framar upp á krít. þá heitir það með öðrum orðum, að nú verði að fara að verzla við annan siátrara. því að vör- urnar hjá Nielsen séu orðnar svo lélegar. 1 fyrra hétu þau Hansen. Og nú heita þau Hurrycane. Þetta er kallað nafnbreyting. En faðir hans er þegar farinn að tala um Hurrycane-ættina, sem er upp- runnin í gamla Englandi. Og skólabræðurnir stríða hon- um með nýja nafninu. Þeir stríða honum líka með mörgu öðru. Og þeir fela fínu skozku húfuna hans með löngu böndun- um og halda honum undir lek- anum úr þakrennunni. — Ég elska skólann minn, seg- ir Jörgen, þegar einhver spyr hann hvemig honum finnist að ganga í skóla. Og ég er svo feg- in því. segir móðir hans. Jörg- en elskar skólann sinn. En Jörgen elskar ekki skóla- bræðurna. Hann kvíðir fyrir hverjum einustu frímínútum. Hann dreymir skelfilega drauma um nætur. Honum semur vel við kennarana. Og hann fær góðar einkunnir. Kennslustundirnar eru ekki svo afleitar. En frímínút- urnar em hræðilegar. Það var mikið fjasað um ó- hreina kragann. Og mér líkar það ekki, að Jörgen skuli alltaf reyna að kenna öðrum um. seg- ir móðir hans. Maður verður að standa við eigin athafnir og el«íci hlaupast undan ábyrgðinni. Og Jörgen grætur og segist ekki hafa haldið sjálfum sér undir þakrennunni. — En ef þú værir ósvikinn skólastrákur, sagði faðir hans, þá létirðu þá ekki halda þér undir neinni þakrennu! Þá vær- ir það þú sem héldir hinum undir lekanum! Þegar ég var drengur, gat ég lumbrað á öll- um hinum 1 skólanum. — En Jörgen má ekki verða neinn ólátaseggur, segir móðir- in. — Þú verður að vera duglegur að borða. Þá geturðu orðið stór og sterkur og ráðið við hina strákana, segir faðir hans. Og .Jörgen er duglegur að SKOTTA Þú hefðir enga ánægju af honum, Jói minn. Hugsaðu þér bara, hann væri alltaf í Iagi, og þú hefðir ENGA AFSÖKUN fyrir því að rífa hann sundur. Frá bæjarskrifstofunni / Kópavogi Vegna flutnings verða skrifstofurnar lokaðar á föstudag og laugardag n.k. Á mánudaginn 1. júní verða skrifstofurnar opnar á venjulegum tíma á 3. hæð í Félagsheimilinu. Bæjarstjóri. I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ Laugardalsvöllur fimmtudag kl. 20,30. FRAM - Í.A. Mótanefnd. Góður bíll Óskast gegn 5.000,00 greiðslu á mánuði. Tilboð er greini árgerð og verð sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir hádcgi, laugardaginn 30. maí, merkt: „GÓÐUR BÍLL“. SÓLSTÓLAR margar vandaðar og fallegar tegundir nýkomnar. Geysir h.f. Vesturgötu 1. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.