Þjóðviljinn - 28.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.05.1964, Blaðsíða 12
Ragnar Jónsson samur við sig listasafni A.S.Í. gefín listasaga Björns Th. Björnssonar Björn Th. Björnsson | [ í gær afhenti Tómas Guðmundsson skáld Lista- safni Alþýðusambands ís- lands höfðinglega gjöf frá Ragnari Jónssyni: upp- lagið af riti Björns Th. Björnssonar listfræðings um íslenzka myndlist á tuttugustu öld og aðdrag- anda hennar. Og verður á- góða af sölu bókarinnar varið til að reisa hús yf- ir listasafnið, sem Ragn- ár gaf A.S.Í. fyrir þrem árum. Tómas Guðmundsson flutti ávarp og rakti fyrst sögu málsins: Fyrir þrem árum gaf Ragnar Jónsson ..heildar- samtökum íslenzkra erfiðis- manna" listasafn sitt. Skömmu síðar tilkynnti hann, að hann hefði ákveðið að láta taka saman rit um íslenzka myndlist síðari tíma og gefa upplag þess, 5000 emtök, og yrði andvirði þess varið til að reisa hús yfir safnið. Það kom fljótt á daginn, að verkið varð ekki hamið í þeim ramma sem því var upphaflega settur, og verða bindin því tvö en ekki eitt. Tómas gat þess einnig, að ekki hefði aðeins Ragnar staðið stórmannlega við gef- in loforð. heldur hefðu ýmsir aðilar aðrir sýnt af sér mikla rausn við þessa bókargerð: þannig hefði meginhluti verksins verið unnin í ó- launaðri eftirvinnu og prent- myndagerðin einnig gefið sinn hlut, en bókin var prentuð í Víkingsprenti og myndamót gerð í Prentmót. Tómas kyaðst sannfærður um að íslenzkum bókmennt- um hefði hér bætzt gott rit, sem raunar fyllti alvarlega eyðu í íslenzkri menningar- sögu. Hann lét og í Ijós ósk um að þessi gjöf næði tví- þættum tilgangi: að hjálpa A.S.l. að gera listasafn sitt aðgengilegt almenningi og að hjálpa almenningi að gera listina að virkum þætti í lífi sínu. Þá afhenti Tómas forseta A.S.I., Hannibal Valdimars- syni eina bókina. sem tákn þess, að upplagið sé tiltækt listasafni alþýðusamtakanna. Þá tók Hannibal Valdi- marsson til máls og lofaði þá snjöllu hugmynd Ragnars Jónssonar að láta bók um ís- lenzka myndlist reisa fyrsta listasafnshús á landinu. Hann kvað það nú hlutverk fólks- ins i alþýðusamtökunum að innleysa þessa höfðinglegu gjöf með menning^rlegum, á- huga sínum. Væri hann viss um að svo myndi verða — og ekki myndu margir mán- uðir líða áður en þetta rit væri ófáanlegt á bókamark- aði landsins. Þvi myndi stjórn listasafnsins hefjast handa um að ákveða safn- byggingunni stað og hef.ia undirbúning að byggingu. Hannibal óskaði Birni Th. Björnssyni til hamingju með unnið starf og bað Tómas Guðmundsson að færa Ragn- ari Jónssyni beztu þakkir fyr- ir höfðinglega gjöf. Björn Th. Björnsson list- frseðingur fór nokkrum orð- um um þá bók er hann hefur nú saman skrifað. Hún hefst á aðdraganda íslenzkrar myndlistar upp úr siðaskipt- um og er fyrst mjög stiklað á stóru allt þar til komið er fram á 18. öld — þá er nán- ar minnzt á einstaka frum- herja. En þá er fyrst komið að eiginlegu viðfangsefni bókarinnar er þeir Þórarinn B. Þorláksson, Einar Jónsson og fleiri halda utan til náms: þá verða þau þáttaskil aö fram koma menn sem tekst Björn að handritið að síðari hluta verði tilbúið að ári. Björn kvaðst gera sér grein fyrir því að verk sitt væri ekki tæmandi saga íslenzkrar listar enda hefði hann kallað það .,drög að sögulegu yfir- liti". En hann vonaði að bók- in yrði til að bæta um sinn úr skorti á slíku yfirlitsriti, sem löngu er tilfinnanlegur orðinn. Þess var og getið að í bók- inni eru á fjórða hundrað DIDDVIUINN Fimmtudagur 27. maí 196.4 — 29. árgangur — 117. tölublað. BISKUPANÖFN Á BÁTUNUM Ein myndanna úr bókinni: Þórarinn B. Þorláksson, Stúlka lim n.m. m~mm við glugga, 1899 — 1901. að gera myndlist að lífsstarfi sínu. Fyrra bindið fjallar svo um þá menn sem láta til sín taka fyrir 1930. En seinna bindið, sem Björn vinnur nú að, mun hefjast á þeirri kynslóð sem þá kemur fram undir merkjum breyttra viðhorfa (Snorri Arinbjarnar, Ás- mundur Sveinsson, Gunn- laugur Scheving o.fl.) og ljúka á yngstu listamönnum sem nú eru starfandi. Vonar mynda, þar á meðal lit- myndir af verkum flestra þeirra manna sem þar koma við sögu. 1000 eintök eru tölusett og verða þau send til áskrifenda sem þegar hafa safnazt, og er verð beggja bindanna til þeirra 1500 kr. Bókin er um 260 síður í stóru broti, prentuð í Vík- ingsprenti sem fyrr segir. Myndamót gerði Prentmynd- ir, Gísli B. Björnsson teiknaði kápu og titilsíöu. Hann heitir Árni Hermanns- son og er verkstjóri hjá Meitl- inum í Þorlákshöfn. Það er yf- ir saltfiskverkuninni hjá fyrir- tækinu. Árni kemur nú akandi á hverjum degi til höfuðborgar- innar og fylgist með klössun báta frá Þorlákshöfn í Bátanaust og er það starf hans þessa dag- ana. Þetta er ungur og frískur náungi og virðist sannur full- trúi fyrir nýtt og gróskumikið verstö'ðvapláss. sem vex hröðum skrefum og þýtur eiginlega upp eins og fífill í túni á vorflegi. Hvað barst eiginlega mikið af fiski á land í Þorlákshöfn á vertíðinni? spyrjum við Árna Hermanns. Margir hafa setið með sveitt- an skallann undanfarið við að reikna út þetta magn bæði heima í Þorlákshöfn og á vöru- bílastöðinni á Selfossi. Ætli þetta séu ekki um tutt- ugu og þrjú þúsund tonn af fiski. Unnið var úr níu þús. tonnum í Þorlákshöfn og vigtarmað- urinn telur sig hafa vigtað tíu þúsund tonn á vörubílana, sem fluttu svo fiskinn í ver- stöðvarnar við Faxaflóa. Var þetta oft óslitin bílalest nótt og dag frá Þorlákshöfn. I hörðustu hrotunni í apríl fór mikið magn í burt án "þess 'að það væri fest á blað, sérstaklega til Eyrar- bakka og Stokkseyrar, og er ekki óvarlegt að áætla það um fjögur þúsund tonn. Þetta gerir þá samanlagt um tuttugu og þriú þúsund tonn. Nágrannaplássin líta heldur hornauga til okkar og þykir Árni Hermannsson nóg um þessi umsvif okkar. En í plássinu er margt af ungu og frísku fólki og við ætlum i framtíðinni að hljóta verðugan sess í tölu útgerðarbæja. Síðastliðna nótt fór fyrsti bát- urinn á humarveiðar og er það Klængur. Þú hefur kannski tek- ið eftir því, að margir af bát- unum okkar eru skírðir í höfuð- ið á gömlum kaþólskum bisk- upum og er það trú okkar að nafnaheill fylgi þessum nafn- giftum. Þá er vitað um Pál Jónsson og Þorlák H. sem halda á humarveiðar á næstunni. Hinsvegar fara þeir Friðrik Sigurðsson og Þorlákur I, senni- lega á síldveiðar fyrir Norður- landi. Þannig verða humarveið- arnar snar þáttur í atvinnulífinu í Þorlákshöfn í sumar, sagði Árni að lokum. Fimm piltar slasast í hörðum bifreiðaárekstri hann að aka bílnum fyrir sig austur í Hveragerði þar eð hann var sjálfur ölvaður. Gerði Jó- hann það þótt hann hafi ekki ökuréttindi. Síðar slógust ís- firðingarnir þrír í förina og Framhald á 3. síðu Sýning á sögulegum myndum f gær opnaði Gunnar Hall sýningu í Bogasal Þjóðminjasafhsins á um 200 steinprentuðum myndum er gerðar voru eftir teikningu Auguste Mayer er var teiknari í Gaimard-leiðangrinum franska er kom hingað til Iands árið 1835. Hefur Gunnar safnað þessum myndum saman víðsvegar aö. Myndir þcssar sem allar eru frá Islandi hafa mikla sögulega þýðingu og bregða upp merkum þjóðlífsmyndum frá þessum tíma. Ættu menn því ekki að láta þessa sýningu írani hjá sér fara, en hún verður opin daglega klukkan 2-10 til mánaðamóta. Verður hennar getið nánar hér í blaðinu á morgun. Myndin hér að neðan er af einni myndinni á sýningunni, sýnir jarðar- för að Breiðabólstað í Fljótshlíð og mun presturinn á myndinni 4 vera séra Tómas Sæmundsson. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Q Um kl. 11 í fyrrakvöld varð mjög harður bifreiða- árekstur á Hellisheiðarveginum skammt neðan við Skíða- skálann. Rákust þar á Kaiserfólksbifreið er var að koma að austan og Volkswagenbifreið frá bílaleigu er var á austurleið. Fimm piltar voru í Volkswagenbílnum og slösuðust þeir allir mikið og voru fjórir þeirra fluttir í sjúkrahús. Einn maður var í Kaiserbílnum og slapp hann lítt meiddur. Samkvæmt frásögn ökumanns Kaiserbifreiðarinnar var Volks- wagenbíllinn réttu megin á veg- inum er hann sá fyrst til íerða hans en var á mikilli ferð. Allt í einu beygði hann til hægri í veg fyrir Kaiserbílinn og skullu bílamir saman af miklu afli. Skemmdust þeir báðir svo mik- ið að þeir urðu óökufærir. Eins Qg áður segir voru 5 menn í Volkswagenbílnum. Öku- maður hans var Jóhann Víg- lundsson og slapp hann minnst meiddur, hlaut þó handleggsbrot og meiddist á höfði. Hinir pílt- arnir fjórir meiddust allir meira. Hlaut einn þeirra höfuðkúpu- brot, annar kjálka'brotnaði, þriðji nefbrotnaði og sá fiórði rifbrotnaði auk þess sem þeir hlutu fleiri meiðsli. Voru tveir þeirra fluttir í sjúkrahús strax í fyrrakvöld en tveir í gærmorg- un. Jóhainn var á slysavarðstof- unni þar til í gærmorgun en þá var honum leyft að fara eft- ir að gert var að meiðslum hans. Piltarnir fjórlr sem slösuðu.-t og voru ftuttir í sjúkrahús eru 1 allir utanbæjarmenn, eiim frá Selfossi og hinir þrir frá ísa- firði. Verða nöfn þeirra ekki birt að sinni. Pilturimn frá Selfossi hafði tekið bílinn á leigu fyrir þrem- ur dögum. Hitti hann Jóhann Víglundsson á Gildaskálanum í fyrradag og bað hann þá Jó- Mjallhvít sýnd aftur næsta haust Barnaleikritið Mjallhvít verð- ur sýnt f næstsíðasta sinn í kvöld, en síðasta sýningin verð- ur á laugardaginn kemur kl. 3. Uppselt hefur verið á allar sýningar og margir hafa þurft frá að hverfa á síðustu sýning- um. Það hefur verið ákveðið að sýna leikritið aftur næsta haust gefst þá þeim kostur að sjá sýninguna. sem ekki áttu tök á því að ná í rniða núna í vor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.