Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. júní 1964 - 29. árgangur - 133. tölublað. 28 SÍÐUR BLAÐ III. □ Prúðbúin fagnandi börn á lýðveldishátíðinni í Reykjavílc 1944. Á það að verða hlutskipti þessara íslfendinga og kannski barna þeirra og barnabarna að lifa hér ávallt í hersetnu landi, jafnvel stimpluð svívirðingu hernámsins á bakinu eins og ung- lingurinn hér á myndinni að neðan ? Eða verða þessir ungu fslendingar svo gæfusamir að fá að lifa hér í frjálsu óháðu landi við þjóðnýt störf? Um þetta stendur baráttan, sem ís- lenzka þjóðin heyr nú í dag. □ Það er óhugnanleg staðreynd nú á tuttugu ára afmæli lýð- veldisins, að til er heil kynslóð fslendinga, sem ekki hefur lif- að í landi sínu öðru vísi en setnu erlendum her, þótt dulbúinn væri um tíma. Og þessi kynslóð sem ekki þekkir annað en er- lenda hersetu í landinu er byrjuð að ala upp nýja kynslóð fs- Iendinga. — Hver er sá sem ekki sér hvert stefnir með þjóð- erni vort og sjálfstaéða menningu? Arfnrinn ..Æskan á að erfa landið,“ þannig mæltu ræðumenn við stofnun lýðveldis á Islandi 17. júní 1944 og gáfu mikil og góð fyrirheit. Þeir, sem þess- um orðum var beint til þá, skildu þau vart sakir æsku sinnar. Nú á tuttugu ára af- mæli lýðveldisins fer ekki hjá því að æskumenn hugleiði nánar þennan arf. Þeir virð-a fyrír sér gildi og verðmæti arfsins, sögu þjóðarinnar og baráttu hennar fyrir sjálf- stæði. Æskan átti að erfa og varð- veita unnið sjálfstæði og vernda íslenzka menningu. En forystumenn þjóðarinnar frá 17, júní 1944 glötuðu þjóðern- isvitund sinni og siðgæði. Þeir kölluðu erlendan her inn í landið, helltu því lakasta úr bandarísku þjóðlífi yfir hinn vaxandi æskulýð og kölluðu tortímingarhættu yfir þjóðina. Æskan sem nú er að öðlast réttindi sín í þjóðfélaginu, sér þá staðreynd blasa við, að hefja verður baráttu að nýju fyrir hlutleysi Islands og sjálf- stæðrí íslenzkri menningu. Að öðrum kosti á þjóðin sér ekki langa framtíð. Hin prúðbúnu börn, sem ræðumenn munu beina orðum sínum til í dag, eru mörg tjóðruð við skerma amerísks hermannasjónvarp. „Vandmál æslcunnar“ Þetta margumtalaða vanda- mál æskunnar, þessi hneyksl- unarhella góð borgaranna, er jafnan vinsælt umræðuefni. Hins er aldrei getið að æskan er skilgetið afkvæmi þess þjóðfélags, sem hún elst upp í. Því er hið svokallaða „vandamál æskunnar“ ekki til sem sérstakt, fyrirbrigði, held- ur er það vandamál íslenzks þjóðfélags sem glímt er við. I unglingaskólum er skyldu- námsgrein sem kölluð er fé- lagsfræði, og í kennslubók- inni eftir Magnús Gíslason er einn kafli um hin svonefndu óskrifuðu lög í félagslegum samskiptum fólks, Þar segir m.a. svo: „Sá, sem ber virð- ingu fyrir sannleikanum — fyrir því, sem fagurt er, gott og háleitt og er heiðarlegur í hugsun og athöfn, stuðlar að heilbrigðum samskiptum manna með fordæmi sínu,“ Þessar fögru siðareglur er unglingunum ætlað að læra af kennslubókinni, en hvað blas- ir svo við æskumanni, er hann sér staðreyndir lifsins og for- dæmi ráðamanna þjóðfélags- ins? Lítið ö'rlar á heiðarleik í hugsun og athöfn í þjóðfélagi okkar í dag, heijnang og f jár- málaspilling blasir hvarvetna við augum. Staðreyndir sýna, að æskumaðurinn verður að afneita hinum óskrifuðu lög- um sem hann lærði af kennslubókinni, ef hann á að „komast áfram í lífinu". Að segja satt telst ei lengur til dyggða, það merkjum við bezt af oi-ðum og gerðum ráðamanna þjóðfélagsins. „Græddur er geymdur eyrir“ er eitt fyrsta sem börnum er kennt, en óðaverðbólga „við reisnarstjói-narinnar“ hefur löngu gert þess fornu sann- indi að markleysu. Sú spurning hlýtur að hvarfla að, hvort heiðarlegt sé að kenna að hinar um- ræddu siðareglur sem hin ó- skrifuðu lög íslenzks þjóðfé- lags í dag. Börnin merkja það fljótt í æsku, að peningagildið er metið meir en manngildið, og þau draga eðlilega þá á- lyktun, að öll gæði lífsins séu fólgin í söfnun veraldlegs auðs. Hið allsráðandi gróðasjón- armið íslenzks þjóðfélags leið- ir til afsiðunar æskunnar og stuðlar að þvi að koma henni á lægra stig en manninum sæmir. Sálfræðingar og ýms- ir skilningssljóir siðgæðis- postular glíma stöðugt við lausn gátunnar um „spillingu æskunnar", og megum við æskumenn lesa um það í blöð- um og hlusta á í útvarpi og á mannfundum. Fæstir þess- ara manna hafa þó skyggnzt inn í lögmál þjóðfélags þess, sem elur æskuna upp. Þó er farið að örla á siíku nú í seinni tið. Einkum leitast þeir við að skella allri skuld- inni á herðar foreldranna, skólanna eða jafnvel áfengis- ins. Með slíkum ásökunum er málið alls ekki leyst. Skemmtanalíf æskunnár Skemmtanalíf æskunnar er fyrst og fremst mótað af einkarekstri skemmtistaðanna, gróðasjónarmið misviturra einstaklinga ræður skemmt- analifi æskumanna, og vínhof ætluð æskunni hafa risið upp í stórum stíl og blómgast vel hin síðari ár. 1 stað félags- heimila við skólana er gróða- öflunum veitt aukin aðstaða til að hafa fé af æskunni. Nú er svo komið að skólanemend- ur sækja varla lengur skóla- dansleiki, vegna þess að svo miklu,, betur“ er búið að þeim annars staðar. Kvikmynda- húsin eru einnig rekin með gróðasjónarmið fyrir augum Tg ræður það fyrst og fremst /ali kvikmynda, en ekki hitt hvað æskunni er hollt að sjá. áuk þess er lítið gert til að kynna góðar kvikmyndir og leiðbeina almenningi. Langur vinnudagur Næturgölt unglinga er oft fordæmt, en gætum betur að. Æskan hefur ekki farið var- hluta af hinum langa vinnu- degi, sem hér t.ðkast. Ef bor- ið er saman líf æskunnar í löndum þar sem átta stunda vinnudagur er raunverulegur, þá verður annað upp á ten- ingnum. Þar lýkur vinnu al- mennt kl. 4 á daginn, kvik- myndasýningar eru mest sótt- ar kl. 7, skemmtistaðir opna fyrr en hér og hætta um mið- nætti. Hér er æskunnl gefinn stutt- ur tími aflögu til skemmtunar og er þá um að gera að nota tímann „vel“ ekki sízt á „helgidögum þjóðkirkjunnar", þegar almennt er frí frá vinnu nokkra daga, t.d. um hvítasunnuna. Skemmtunin verður þá oft og tíðum villt og gjaman gripið til örvandi meðala-s. s. áfengis. Það færist stöðugt í auk- ana, að nemendur i unglinga- skólum vinni með náminu, sérstaklega í verstöðvarpláss- unum, „Sumarfríið" sem á að vera æskunni til þeirrar hvíld- ar og endurnæringar, sem Framhald á 3. síðu. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.