Þjóðviljinn - 19.02.1965, Page 4
4 SIÐA
MÓDVILJINN
Föstudagur 19. febrúar 1965
AUSTURLAND segir:
eru
Ctgefandi:
Kjartansson,
Sameiningarflokkur alþýdu
urtnn. —
Ivar H. Jónsson (áb), Magnús
Sigurður Guðmundsson.
Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Ritstjórar:
Fréttaritstjóri:
Island og Færeyjar
gina tunga annarra þjóða, sem íslendingar geta
lesið sér til gagns án þess að læra hana sem
erlent mál, er færeyska. Færeyingar eru nálæg-
ustu frændur íslendinga og samskipti þjóðanna
hafa lengi verið allnáin, svo sem eðlilegt er. Ára-
tugum saman komu færeyskar bátshafnir til ís-
lands sumar hver't' og stunduðu sjóróðra sumar-
langt, en hurfu til heimila sinna þegar haustaði.
Færeysku skúturnar sóttu mjög á íslandsmið. Og
á seinni árum hafa tekizt vaxandi samskipti ís-
lenzkra og færeyskra menntamanna, verkalýðs-
samtaka, íþróttamanna og annarra hópa, og sjó-
menn og verkamenn frá Færeyjum hafa flykkzt
til Islands og unnið íslenzkum a’tvinnuvegum
margt gott handtak.
j^okkur blaðaskrif hafa orðið undanfarið um sam-
band íslendinga og Færeyinga, vegna þings
Norðurlandaráðs og bókmenntaverðlaunanna til
hins ágæta færeyska höfundar Williams Heinesen
og hefur verið rifjað upp að færeyski fáninn hafi
ekki fengið að blakta á íslenzkri stöng við hátíð-
legt tækifæri. Þjóðviljinn fordæmdi eindregið þá
framkomu íslenzkra s'tjórnarvalda, og svo mun
íslenzka þjóðin almennt hafá gert. Það er ótrúlegt
skilningsleysi að stjórnarvöld Danmerkur skuli
enn reyna að hindra notkun fær.eyska fánans sem
tákns færeysku þjóðarinnar og sú afstaða á enga
samúð meðal íslendinga.
rr\
Jslendingar ættu alfra þjóða heims að hafa beztar
forsendur til að skilja málstað færeysku þjóð-
arinnar og sjálfstæðisbaráttu hennar. Gegn hug-
sjón Færeyinga um fullt sjálfstæði hafa Danir
og dansklundaðir Færeyingar bei’tt sömu röksemd-
um og beitt var af Dönum og dansklunduðum ís-
lendingum í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinn-
ar. Það vantaði sízt að hamrað væri á því hver
hagur íslendingum væri að því að vera hluti af
stærri ríkisheild. Ævintýraleg þróun íslenzks þjóð-
félags frá því að íslendingar tóku málin í eigin
hendur hefur löngu sannað að forvígismenn sjálf-
stæðisbaráttunnar voru á réttri leið. Eins er enn.
óspart reynt að hræða Færeyinga með fámenninu,
en einnig þar hafa síórstígar efnahagsframfarir og
gróska í menningarmálum orðið samstíga aukinni
heimastjórn Færeyinga, svo fáir munu efa að fær-
eyska þjóðin sæki fram á næstu árum til algers
sjálfstæðis og lýðveldisstofnunar. Sígilt dæmi til
samanburðar eru eyjaklasarnir skozku, Orkneyjar
og Shetlandseyjar, sem týnt hafa norrænu máli
og orðið útskækill stórrar ríkisheildar; þar er allt
sjálfstætt atvinnulíf og menningarlíf í hnignun.
p*æreyskur stjórnmálamaður hefur talið æskilegt,
að með Færeyingum og íslendingum gæti tek-
izt náin samvinna um fiskveiðar og fisksölu og
gæti sú samvinna styrkt að mun aðstöðu beggja
og orðið báðum til mikilla hagsmuna. Það er at-
hyglisverð hugmynd. Eins ættu samskipti þessara
náskyldu þjóða í menningarmálum að geta stór-
aukizt. báðum til gagns En sú samvinna yrði að
sjálfsögðu á grundvelli algers iafnréttis tveggja
sjálfstæðra þjóða, sjálfstæðra ríkja. — s.
hagslega mjög óhagstæðsr
■ í síðasta tölublaði Aust-
urlands, málgagns sósíalista
á Austurlandi, er birt grein
þar sem rakin eru allýtar-
lega ýmis sjónarmið sem
fram hafa komið í sam-
bandi við síldarflutninga af
Austfjarðamiðum til verk-
smiðjanna á Norður-, Suð-
ur- og Vesturlandi. Þykir
Þjóðviljanum rétt að birta
meginefni Austurlands-
greinarinnar.
Tvívegis hefur hér í blaðinu
verið vikið að hugmyndum
þeim sem upp eru komnar um
síldarflutninga í stórum stíl
af Austfjarðamiðum til síld-
arverksmiðjanna á Norður-,
Suður- og Vesturlandi. Hér á
eftir verða þau sjónarmið, sem
fram hafa verið sett hér í blað-
inu studd frekari rökum.
Neikvæður árangur SR
Síldarverksmiðjur rikisins
hafa nokkur undanfarin sum-
ur haft í förum nokkur skip
til síldarflutninga, í samvinnu
við eyfirzku verksmiðjurnar.
Einnig á síðastliðnu sumri var
þessum flutningum fram hald-
ið.
En hver er svo hin fjárhags-
lega niðurstaða þessarar út-
gerðar?
f stuttu máli sú, að flutn-
ingskostnaður reyndíst 68 kr.
á mál, eða mun meiri en svar-
ar til þriðjungs hráefnisverðs-
ins. ;
Skylt er þó að geta þess, að
í einu einstöku tilfelli tókst að
koma flutningskostnaðinum
í 40 kr á mál. Lá þá skipið á
Seyðisfirði, tók farm tafarlaust
og sigldi með hann norður og
fór aðeins þessa einu ferð. Má
ætla að þar hafi verið um að
ræða hagstæðustu útkomu, sem
fáanleg er við þessa flutninga.
Enginn fjárhagsgrund-
völlur
Sérstakar athuganir, sem
verkfræðingar SR hafa gert
á þessu máli. benda eindregið
til þess, að enginn fjárhags-^.
grundvöllur sé fyrir þessa
flutninga, nema byggð verði
stór og mikil umhleðslustöð í
grennd við síldarmiðin. Tækju
þá flutningaskipin farm sinn
úr henni og mundi við það
styttast sá tími, er skipin þurfa
að liggja og bíða farms.
En stofnkostnaður slikrar
umhleðslustöðvar yrði mjög
hár og mætti sjálfsagt byggja
allstóra verksmiðju fyrir þá
upphæð.
Tröllasaga frá
Bolungarvík
Mikið hefur verið rætt og
ritað um tilraun þá sem gerð
var til síldarflutninga með
Þyrli til Bolungarvíkur. Hefur
verið haldið uppi geysilegum
áróðrj og reynt að sanna, að
þessi tilraun hafi tekizt vel og
að þama sé fundin framtiðar-
lausnin á löndunarerfiðleikun-
um Bara að flytja síldina til
Bolungarvíkur, en hætta þeirri
fásinnu, að reisa sildarverk-
smiðjur á Austurlandi.
En sannleikurinn er sá, að
flutningarnir með Þyrli gáfust
mjög Hla. Skal nú gefið stutt
yfirlit yfir þessa flutninga
Tilraunimar stóðu i 46 daga,
auk undirbúningstíma, og voru
20 þúsund mál flutt vestur.
Þessir 46- dagar voru notaðir
sem hér segir: 19 daga var leg-
ið vegna óhagstæðs veðurs, 11
dagar fóru í siglingu, 10 dagar
í löndun og 6 dagar fóru í lest-
un.
Og hver var svo hin fjár-
hagslega útkoma?
Miðað við leigu eins og til-
raunaaðilar áætla sjálfir, kost-
ar flutningurinn kr. 57,50 á
mál, en það er 31% af hráefn-
isverðinu. Tilraunamenn telja
þó, að fengist skip, sem væri
helmingi stærra en Þyrill,
mætti e.t.v. koma kostnaðinum
niður í kr. 40,35 á mál, eða
í 22% hráefnisverðsins.
Löndun úr Þyrli gekk seint.
Þrír sólarhringar fóru í að
losa 6000 mál Mjög erfiðlega
Síldarbrædslan á Eskifirði.
gekk að ná síðustu dreggjun-
um. Þá rýrnaði síldin verulega
og kom það fram í minnkuðu
magni mjöls og lýsis.
Samanburður
Við skulum nú reyna að gera
okkur nokkra hugmynd um
hvort fjárhagslega er skynsam-
legra að byggja síldarbræðslur
á Austurlandi, eða gera út
tankskip til hráefnisflutninga
með tilheyrandi kostnaði. Skul-
um við þar hafa til viðmiðun-
ar verksmiðju þá, sem nú á
að fara að reisa á Djúpavogi.
Sú verksmiðja á að vinna úr
1000 málum síldar á sólar-
hring og áætlaður kostnaður er
13 milj. kr. Sé miðað við
reynslu sl. sumars t.d. af verk-
smiðjunni á Fáskrúðsfirði, má
telja alveg víst að‘ öjðþavogs-
verksmiðjan geti unnið úr 100
—130 þús. málum. Við skulum
miða við lægri töluna, 100 þús;
mál.
Verksmiðjan mundi ennfrerri-
ur skapa algjörlega þreytt við-
horf fyrir síldarsöltun, sem
fram að þessu hefur verið
mjög miklum erfiðleikum
bundin vegna verksmiðjuskorts,
og næstum óframkvæmanleg.
Segjum að söltun yrði 10 þús.
tunnur. Við tilkomu verksmiðj-
unnar myndast líka skilyrði til
stóraukinnar síldarfrystingar,
gerum ráð fyrir, að frysting
næmi 5 þúsund tunnum. Mið-
að við bræðslusíld mundi hrá-
efnisverð þess magns, sem fer'
Framhald á 9. síðu.___________
svffiif
P 3 H? 1' 4 inRBM
inMMiiiiimiiii
Við viljum ráða nú þegar eða á næstunni
SÖLU- OG AFGREIÐSLUFÓLK,
karla eða konur á aldrinum 18-25 ára, til starfa á skíifstofu
okkar í Ármúla 3. — Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
góða framkomu og nokkra menntun.
RITARASTARF.
Óskum að ráða stúlku til ritarastarfa. — Nauðsynlegt er að
umsækjandi hafi góða vélritunarkunnáttu.
FRAMTÍÐ ARSTARF.
Óskum að ráða ungan og reglusaman mann til skrifstofustarfa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi staðgóða þekkingu í ensku.
Nánari upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón, og liggja umsóknareyðublöð
frammi á skrifstofu vorri. Upplvsingar eru ekki gefnar í síma.
SAMVINNUTRYGGINGAR