Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 3
Fðstudagur 19. man SfÐA 3 Ótti í Saigon við áhlaup skæruliða á stöð Bandaríkjamanna í Da Nang Sagt að þjóðfrelsisherinn hafi dregið saman allmikið lið skammt fyrir sunnan herstöðina, m.a. tvær sveitir úr stórskotaliði sínu SAIGON 18/3 — Fréttaritari Reuters í Saigon segir að herforingjar þar óttist að skæruliðar þjóðfrelsishreyfingar- innar séu að búa sig undir meiri háttar árás á bandarísku herstöðina í Da Nang, þar sem um 3.500 hermenn úr land- gönguliði bandaríska flotans hafa komið sér fyrir. Haft er eftir bandarískum herforingjum að þjóðfrelsisher- inn hafi dregið saman fimm her- flokka (bataljónir) úr aðalher sínum, auk tveggja stórskotaliðs- flokka, við Quang Tin, um 80 km fyrir sunnan Da Nang. Ef skæruliðar gera áhlaup á Hugmyndaflug—og veruleiki herstöðina myndu þeir lenda í viðureign við bandaríska herlið- ið sem beinlínis var sent til Da Nang, vegna þess að hermönn- um stjómarinnar í Saigon var ekki treyst til að verja hina mikilvægu flugstöð þar. Slík við- ureign yrði sú fyrsta sem háð væri beinlínis milli Bandaríkja- manna og þjóðfrelsishersins. Hingað til hafa Bandairíkjamenn ekki beitt sínum eigin hersveit- um 1 Suður-Vietnam, heldur látið sér nægja að stjóma her- mönnum Saigonstjórnarinnar. Fréttaritarinn segir- að banda- rískir herforingjar útiloki alls ekki þann möguleika, að skæru- liðar hafi slíka stórárás í hyggju. þar sem þeir telji dvöl banda- rísku landgöngusveitanna í Da Nang sérstaka ögrun sem svara verði á viðeigandi hátt. Sagt er að skæruliðar hafi við Quang Tin 105 millimetra fallstykki sem þeir hafi ekki áður notað í stríðinu í Suður-Vietnam, en vitað sé að þeir hafi nú yfir að ráða. Morðárás Það er einnig haft eftir her- foringjum í Saigon að 48 manns, þaraf 45 börn, hafi beðið bana þegar flugvélar Saigonstjómar- innar réðust í gær á þorp eitt £ grennd við Da Nang. Haldið er fram að skæruliðar hafi verið í þorpinu þegar árásin var gerð. Þorpsbúar komu eftir árásina gangandi eftir þjóðveginum til Da Nang og bám kistur beirra sem drepnir höfðu verið. Fólkið ætlaði að halda til hinnar banda- rísku herstöðvar, en hermenn stjómarinnar ráku það aftur heim til sín. Barnaskólinn í þorpinu gereyðilagðist í árásinni og aðrar byggingar. Þorp þetta er innan við tíu kílómetra frá þessari aðalstöð Bandaríkja- manna í Suður-Vietnam, en þó var álitið að skæruliðar hefðu það á valdi sínu, og er það af- sökunin fyrir morðárásinni. Ferð Voskods 2. Framhald af 1. síðu. hefði hann haldið áfram að svífa á braut umhverfis jörðu í ein- ar tvær vikur, en síðan smám saman nálgast jörðu og bmnn- ið upp í gufuhvolfinu. önnur hætta við þessa einstæðu til- og hafi hanQ vemdað geimfar- ann fyrir hinni hættulegu geisl- un í geimnum. Stutt hvíld Þegar Leonof var aftur kom- inn inn í geimskipið hvíldi Pavel Belaéf ofursti hann sig stutta stund og síð- an var gerð athugun á líkams- ástandi hans, en upplýsingarnar sendar til jörðu jafnharðan. Báðum geimfömnum leið ágæ+- lega, hjartsláttur og andardrátt- ur þeirra var fullkomlega eðli- legur. Hitinn í geimskipinu var 19 stig á Celsíus og loftþrýsting- um 760 m.áibarar. Þegar Leonof hafði hvílzt snæddu geimfaramir máltíð og höfðu beztu matarlyst, en Belja- éf stýrimaður geimskipsins gerði síðan ýmsar mælingar og stað- arákvarðanir, og báðir sendu þeir kveðjur til þjóða í þeim löndum sem þeir flugu yfir, bæði í Sovétríkjunum, Asíu og Afríku. Talað við Castro Meðan Voskod 2 fór yfir Sov- étríkin ræddu geimfararnir við Bresnéf, aðalritara kommún- istaflokksins, og einnig við Raúl Castro landvamaráðherra Kúbu, sem staddur er £ Moskvu. Sjónvarpað var beint úr Stjórnandi Voskods 2, raun var að geimrykögn gat hæft hann og rifið gat á bún- ing hans. I viðtali við Tass segir sovézki liffræðingurinn Alexander Kúsin aö Leonof hafi verið í sérstökum geim- búningi sem visindamenn og tæknifræðingar hafi látið gera Viðbrögð Framhald af 1. síðu. NASA, Edward Welsh, sagði í dag að þessi síðasta geimferð manna frá Sovétríkjunum fæli augsýnilega í sér miklar fram- farir frá fyrri ferðum og af henni leiði að Sovétrikin haldi forskoti gínu fram yfir Fanda- ríkin á þessu sviði. Brezki geimvísindamaðurinn, sir Bemard Lovell, sagði að þar sem augljóst sé að Sovétríkin standi við allar sínar áætlanir varðandi geimferðir ættu þau að geta sent menn til tunglsins 1969 eða 1970. Myndimar hér að ofan eru teknar úr bók eftir Sternfeld, hinn kunna sovézka geimferðafræðing, sem Lefin var út í Moskvu ár- ið 1956. I hókinni er m.a. lýst hvernig geimskip verði tengd sam- an á braut umhverfis jörðu, en augljóst er tilraunin í gær var til undirbúnings slikri tengingu. Fæsta mun hafa grunað fyrir tæpum áratug að svo skammur timi myndi líða þar til hug- myndaflug höfundarins og teiknarans staðfestist í veruleikanum. Þegar fyxsti spútnikinn fór á loft 4. október 1957 var brotið blað í sögu mannkyns- ins. Þótt sumir hafi talið þann atburð og öll þau miklu tíð- indi af geimrannsóknum sem honum hafa fylgt skipta harla litlu máli og farið háðulegum orðum um menn sem láta „þveita sér í dósum“ kringum jörðina, hefur þó stórum vax- ið skilningur okkar á þeim umskiptum sem geimrann- sóknimar eiga eftir að valda í öllu lífi mannanna, einnig þeirra sem jarðbundnastir eru. Það sem sumum virðist ekki annað en fáránlegt „mont- stríð“ stjómmálamanna og jafnframt glæpsamleg sóun fjármuna, sem betur mætti verja til ótal aðkallandi þarfa á jörðu niðri, er síðasti og stórfenglegasti þátturinn í þeirri viðleitni mannsins, sem ins, og í fyrra fullyrti sít Bemard Lovell eftir heim- komu frá Sovétríkjunum að vísindamönnum þar væri ekk- ert kappsmál að láta mannað geimfar lenda á tunglinu. Samkvæmt ummælum hans í gær er hann nú kominn á aðra skoðun, enda munu flest- ir hallast að henni. Enginn vafi er á að þessi keppni stendur yfir og að hvomgur mun láta sitt eftir liggja. Á- ætlun Bandarkjamanna er kunn í meginatriðum, en henni hefur seinkað talsvert. Þannig var upphaflega ætl- unin að skjóta á loft hinu svonefnda Gemini- eða Tví- burafari þegar á síðasta ári. Sú tilraun hefur nú verið á- kveðin í næstu viku, ef veður og aðrar aðstæður leyfa. Frekari tilraunir verða síðan gerðar með Geminiför og eiga Enn / fararbroddi ein aðgreinir hann frá öðrum skepnum jarðarinnar, að sigr- ast á umhverfi sínu, gera fjandsamleg öfl náttúrunnar að auðsveipum þjónum sínum. Þeir sem ruddu brautina í þessu nýja landnámi manns- ins munu því geymast í sög- unni, öld fram af öld. Sov- ézkir vísindamenn hafa tryggt sér og landi sínu þann heiður að hafa verið fyrjtir á þess- ari nýju ævintýrabraut allt frá því út á hana var lagt fyrir hálfu áttunda ári. Prsti spútnikinn átti vafa- laust meiri þátt í því en nokkuð annað að breyta við- horfum manna á vesturlönd- um til Sovétríkjanna. Eftir hann hljóðnuðu fljótt þær raddir sem hvað háværastar höfðu verið að níða Sov- étríkin og allt sem þar var gert. Þó hefur sumum gengið erfiðlega að draga réttar ályktanir af þeirri staðreynd að sovézkir vísindamenn.. standa nú fremst allra í þeim greinum sem eru vaxtar- broddar vísinda og tækni framtíðarinnar. En hvert' nýtt. afrek þeirra, eins og það sem unnið var í gær, er frekari áminning ekki aðeins um snilligáfu og hugvitssemi sov- ézkra vísindamanna, heldur einnig um yfirburði hins sam- virka þjóðfélags, þegar vinna þarf jafn flókin og marg- slungin verkefni og að kalla í geimrannsóknum. Fyrsti spútnikinn kom mönnum á vesturlöndum á óvart, en þeir hugguðu sig við að hinn mikli auður Bandaríkjanna og sú forréttindaaðstaða þeirra að geta ausið úr sam- anlögðum visindabrunnum vesturlanda myndi brátt jafna metin. Þegar sú ákvörðun var tekin í Bandaríkjunum þegar árið 1958 að kosta öllu til sem þyrfti svo að þau yrðu fyrri til að senda mönnuð geimför á loft, voru þeir víst fáir sem efuðust um að þeim myndi takast það. En öll saga geim- rannsóknanna hefur verið mörkuð sovézkum afrekum; Sovétríkin hafa alltaf haldið sínu forskoti og allar líkur á að svo verði framvegig, þar til samvinna tekst á þessu sviði í stað þeirrar keppni sem nú á sér stað milli stór- veldanna. Það hefur að visu ekki ver- ið viðurkennt opinberlega hvorki fyrir austan né fyrir vestan að yfir standi kapp- hlaup um hvorir verði fyrstir til að senda mann til tungls- þær að verða niu taisins; m.a. verður reynt að tengja sam- an tvö geimför á braut. Gem- inifarið er fyrirrennari hins eiginlega tunglfars, Apollo- skipsins. Ætlunin er að þrír menn fari á braut um jörðu í því 1967, og endurtaki þann- ig ferð Voskod 1 frá 12. októ- ber í fyrra. Þessi ártöl gefa nokkuð til kynna um það bil sem er á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þegar Ap- ollofarið leggur í hina eigin- legu tunglferð, samkv. áætl- un á það að verða í lc;k ára- tugsins, mun það hafa með- ferðis lítið geimfar, eins kon- ar léttabát, sem flytja á tvo menn til tunglsins og þaðan aftur til móðurskipsins sem sá þriðji varð eftir í og flyt- ur þá svo alla aftur til jarð- ar. Þótt ekki hafi verið bfrt neitt um áætlanir sov- ézkra visindamanna má ráða það af öllum þeirra tilraun- um að þeir hafa valið aðra lausn, sem hefur verið talin bæði öruggari og eðlilegri, þó að henni hafi veríð hafnað £ Bandaríkjunum, af þvf að hún hefur þar verið álitin timafrekari. Hún er fólgin í þvi að setja saman á bra«.it umhverfis jörðu eins konar pall eða geimstöð úr mörg- um eldflaugum. Til þessarar geimstöðvar verði svo skotið einstökum pörtum tunglflaug- anna og þeir settir þar sam- an. Tunglflaugunum verði siðan skotið frá geimpöllun- um beint til lendingar á tunglinu og þaðan aftur beint til jarðar. Tilraunin í gær rennir frekari stoðum undir þessa tilgátu, því aug- ljóst er að hún var til und- irbúnings því að tvö eða fleiri geimför verði tengd saman á braut. Þeim sem bezt hafa fylgzt með sovézkum geimrannsóknum ber saman um að megineinkenni þeirra sé að farið sé nákvæmlega eftir vandlega undirbúinni og þaulhugsaðri áætlun til margra ára, þar sem Banda- ríkjamenn þafa hins vegar, og í upphafi að visu af illri nauðsvn, fremur treyst á hepnnina og tilviijunina, og reyndar stundum náð undra- verðum árangri á þann háttj eins og t.d. með uppgðtvun Van Allen-beltanna. Þannig bera hin ólíku vinnubrögð nokkum keim af beim ólíku viðhorfum sem móta sovézkt og bandarískt þjóðfélag. ás. geimskipinu meðan geimfararn- ir ræddu við Castro. Áður en Voskod 2 fór á loft höfðu sovézkir geimfarar lagt að baki samtals 11 miljón kíló- metra úti í geimnum. Með þeim Beljaéf og Leonof eru sovézku geimfararnir orðnir ellefu tals- ins. Fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn var Gagarín f j rir tæpum fjórum árum, síðan kom Títof, þá þeir Nikolaéf og Popovitsj san voru á lofti sam- tímis árið eftir, og næsta ár varð Valentína Teresjkova fyrst kvenna út í geiminn, en sam- tímis henni var Bikovski. Og í október sendu Sovétríkin Vos- kod 1 á loft með þrjá menn um borð, þá Egorof, Komarof og Feoktistof. Eftir þvi sem geimferðunum hefur fjölgað hefur aldur geimfaranna hækk- að, og meðalaldur þeirra er nú 33 ár. Beljaéf er elztur þeirraj 39 ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.