Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 5
T Föstudagur 19, marz 1965 MGÐVHJINN SlDA g Frá úrslitaleiknum milli Keflavíkur og Þróttar. Einn Þróttarmanna skorar hér fallegt mark án þess Keflvíkingurinn fái vömum við komið. Innanhússknattspyrna: Þróttur vann Minningar- mótið um Axel Andrésson Á þriðjudags- og miðvikudagskvöldið fór fram á vegum Knattspyrnudeildar Víkings minningar- mót í knattspyrnu um Axel Andrésson. Þarna kepptu 10 lið, en keppt var eftir svonefndu Mon- rad-kerfi sem oft er notað í innanhússknatt- spyrnu. Stofnfundur Glímu jT sambands Islands Sigurvegari varð Þróttur, en Þróttarar hafa oft verið sig- ursælir i innanhússknattspyrnu og virðist sem þeir leggi að staðaldri stund á þennan leik. Væri gaman fyrir Þróttara, ef þeim tækist að færa getu sína úr innanhússknattspyrnunni í útiknattspyrnuna, og vafalaust Handbók utanrfkisróðu- ættu þeir að geta það, en það væri kaldhæðni örlaganna ef hægt væri að rekj a það hvað þeim gengur illa úti, einmitt til innanhússknattspyrnunnar. Þróttarar voru vel að þess- um sigri komnir, þeir leika vel saman og skynja oft staðsetn- ingar, og fara laglega með knöttinn. Annars finnst hianni að það sé hálfgerð misþyrming á knattspyrnunni að leika hana við þessi skilyrði, þar sem heldur er ekki allt gert til þess að fá það fram, sem ætlazt var til af þeim sem byrjuðu á þessum leik. Mörg þessara liða ráða ekki það vel við knöttinn að úr því geti orðið skemmtun, hvorki fyrir áhorfendur né þá sem leika og gera svo litlar kröf- ur til sín. Þessi innanhúss- knattspyrna krefst fyrst og fremst góðrar knattmeðferðar, en það er eins og knattspyrnu- menn okkar skilji það aldrei að það ’sé undirstaðan úndir góðri og árangursríkri knatt- spyrnu. Það er þó í flestum tilfellum vinna sem menn að vísu þurfa að endurtaka mis- jafnlega oft, en það verður ekki umflúið að framkvæma hana, ef menn vilja vera gjald- gengir í knattspyrnu. Nokkur liðanna sýndu nokkra framför frá því þau komu fram í innanhússknatt- spymumótinu í vetur, og má þar nefna Fram og ef til vill sérstaklega Val, og enda FH. Keflvíkingar virtust standa nokkuð í stað, og KR virtist jafnvel lakara, en KR hefur oft teflt fram góðum liðum í innanhússknattspyrnu. Hitt er svo annað mál að útkoma þessa móts þarf akki að gefa miklar vísbendingar um það, hvernig til tekst fyrir sömu félögum þegar þau koma út í sumar. Þessi innanhúss- knattspyrna um þetta leyti minnir menn á það að stutt sé til þess að útiknattspyrnan byrji eða aðeins mánuður eða svo, ef fylgt er venjunni. Þetta mót segir heldur ekki mikið til um það hvernig liðin sem þá keppa verða búin und- ir þá keppni. Áhorfendur voru ekki marg- ir þessi tvö kvöld og segir það nokkuð til um vinsældir leiks- ins, og þó þarf knattspyrnan hér ekki að kvarta um skort á vinsældum, góðu heilli. Það undirstrikar aðeins ef maður mætti orða það svo, góðan knattspyrnusmekk knatt- spyrnuunnenda hér. Hér fer á eftir skrá um úr- slit einstakra leikja sem segir nokkuð til um frammistöðu liðanna. Fyrri dagur: Fram — FH 6:5 KR — Víkingur A. 5:3 Þróttur — Haukar 15:4 Valur — IBK 7:7 Breiðablik — Vikingur B. 4:4 Fram — KR 7:7 Valur — Víkingur A. 14:2 Keflavík — Haukar 11:1 FH — Breiðablik 5:4 Þróttur Víkingur B. 8:5 Síðari dagur: Þróttur — Fram 5:4 ÍBK — KR 7:4 Valur — FH 4:1 Víkingur B. — Haukar 5:2 Breiðablik — Víkingur A. 7:6 Breiðablik -s- Haukar 6:6 FH — Víkingur A. 7:4 Fram — Víkingur B. 8:5 Valur — KR 8:2 Þróttur — ÍBK 6:5 Stig liðanna: Þróttur 8 stig Valur 7 — ÍBK ! 5 — Fram ! 5 — FH 4 — Breiðablík 4 — KR 3 — Víkingur B 3 — Haukar 1 — Víkingur A 0 — Iþróttaþing ÍSÍ 19. og 20. sept. samþykkti eftirfarandi til- lögu frá framkvæmdastjórn: „íþróttaþing 1964 telur, að sú þróun sé eölileg, að sérsam- band verði myndað fyrir ís- lcnzka glímu. Fyrir því felur þingið framkvæmdastjórn ISl að vinna að undirbúningi að stofnun sérsambands i glimu á þessu hausti.” Hinn 8. okt. 1964 skrifaði framkvæmdastjórnin öllum héraðssamböndum bréf, þar sem tilkynnt var um samþykkt íþróttaþings varðandi stofnun glímusambands. I nefndinni eru: Gunnlaugur J. Briem, form. Hörður Gunnarsson og Kjart- an Bergmann. Síðan hafa 6 héraðssambönd tilkynnt aðild sína að væntan- legu glímusambandi, og vitað er um fleiri héraðssambönd, sem hafa samþykkt að vera með, þótt formleg tilkynning þar um hafi eigi borizt skrif- stofu ISl. þróttasambandið gekkst fyrir í nóvember og desember s.l. gekk ágasílega, og er sérstök ástæða að þakka öllum héraðssam- böndum fyrir virka þátttöku í því starfi. Það þjónaði vel þeim tilgangi sínum að vera til styrktar hinu félagslega starfi sambandsaðila ÍSI, þar sem yf- ir hálf miljón króna rann til þeirra. Höfðu því þeir aðilar, sem duglegir voru í sölu happ- Undirbúningsnefndin hefur á fundum sinum gengið frá frumvarpi að lögum fyrir Glímusamband íslands, og samþykkt að gera þá tillögu til framkvæmdastjórnar fSf að boðað verði til stofnþings Glímusambands íslands. Með hliðsjón af því, svo og 'vegna þess að fyrir liggur ósk 6 héraðssambanda um stofnun glímusambands og þar með uppfyllt grundvallaratriði um stofnun sérsambands, saman- ber 25. gr. laga ÍSf. Þá hefur framkvæmdastjórn fSÍ samþykkt á fundi sínum 10. marz s.l., að boða stofnþing Glímusambands íslands, sunpu- daginn 11. apríl 1965, kl. 10 f.h. í fundarsal fSf íþróttamiðstöð- inni, Laugardal. Á stofnþinginu verður m.a. lagt fram frumvarp að lögum fyrir glímusambandið og kosin stjóm þess. Hvert héraðssamband eða glímuráð hefur rétt til að senda tvo fulltrúa. drættismiða, verulegar tekjur f sinn hlut. Það er því Ijóst að miklir tekjumöguleikar eru i sambandi við happdrætti, setn rekið er á þann veg, sem larrds- happdrætti fSf. Þess vegna er í ráðí að kotna af stað samskonar fyrirtæki á þessu ári (1965) og þá á öðrum tíma en síðast, þar serrt f Ijós kom, að margir töldu þann trma óheppilegan og færðu fyrir því Framhald á 9. síðu. Landshappdrætti iþrótta- r sambands Is/ands Landshappdrætti það, sem f- neytisins Handbók utanríkisráðuneyt- isins er nýkomin út og hefur að geyma ýmiskonar fróðleik um íslenzka utanríkisþjónustu: ráðuneytið, nefndir skipaðar af utanríkisráðherra, ráðherra sem farið hafa með utanríkis- mál, fslenzk sendiráð og ræð- ismannsskrifstofur erlendis, skrá yfir fulltrúa Islands hjá erlendum ríkjum frá upphafi, skrá um helztu fjölbjóða- og albióðasamtök. Þar er og að finna skrá yfir fulltrúa er- lendra ríkja á íslandi, erlenda sendiherra og ambassadora með búsetu á fslandi frá upp- hafi. æviatriði utanríkisráð- herra og starfsmanna utanrík- isrásuneytisins. sagt er frá ís- lenzkum fánadögum og birt skrá um lönd er gert hafa saankvæma samninga við fs- land um afnám vísumskyldu fvrir ferðamenn um samninga fslands við önnur ríki og sitt- hvað fleira. Þetta er sem sagt mjög handhægur bæklingur til upp- sláttar um framangreind efni, en á útgáfunni er þó einn hvsna stór salli: Bókin var úr- elt orðin áður en hún kem- ur út. Allar breytingarnar sem andiát Thors Thors, sendi- herra fslands í Bandaríkjun- um og fjölmörgum öðrum löndum Vesturálfu. á eftir að hafa í för með sér, eru ó- nefndar Við hessu hefur að siálísöeðu ekkert verið unnt að gera. útaáfa bókarinnar ekki þolað bið. DANSLEIKUR HRINGSINS TIL ÁGÓÐA FYRIR BARNASPÍTALASJÓÐINN verður haldinn fimmtud. 25. marz í Súlnasal Hótel Sögu og hefst með borðhaldi kl. 7 ek TIL SKEMMTUNAR: TÍZKUSÝNING Á LOÐFELDUM FRÁ KONUNGLEGUM HIRÐSALA BIRGER CHRISTENSEN, KAUPMANNAHÖFN MODEL: FRÚ SANDRA. ÁSAMT ÍSLENZKUM FEGURÐARDROTTNINGUM SAMLEIKUR Á PÍANÓ. JAZZBALLETT. Aðgöngumiðasalan í anddyri Súlnasalarins laugardaginn 20. marz kl. 2—3 eh. og mánudaginn 22. marz kl. 3—5 eh. — Samkvæmisklæðnaður. á i 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.