Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.03.1965, Blaðsíða 9
 Föstudagur 19. marz 1965 ÞI6ÐVILIINN SlÐA 0 Fiskveiíilandhelgin fyrír Vestfjörðum Framhald af 4. síðu. verndun fiskimiða landgrunns- ins. Þessi log voru á sinum tíma samþykkt’ einróma á Alþingi, og þau hafa ávallt síðan verið gá grundvöllur, sem byggt hef- ur verið 1Já, þegar ráðstafanir hafa verið gerðar til aukinnar friðunar fiskistofna við landið eða til staekkunar íslenzkrar fiskveiðilandhelgi. Það hefur held ég aldrei verið umdeilt meðal íslendinga, að með land- grunnslögunum lýstu þeir yfir óskoruðum rétti sínum til land- grunnsins alls. Með þessum lög- um var ótvírætt lýst yfir, að íslenzka landgrunnið hyrfi und- ir íslenzka lögsögu, alveg á sama hátt eins og landið sjálf, og skyldi sjávarútvegsmálaráð- herra með setningu reglugerða ákvarða allar reglur, sem þar skyldu gilda á hverjum tíma um fiskveiðar innan endimarka landgrunnsins svo og um víð- áttu fiskveiðilandhelginnar hverju sinni. 1950 Á þessum lögum var byggt árið 1959, þegar rýmkun var gerð á fiskveiðalögsögunni á nokkrum einstökum stöðum fyrir Norðurlandi, og auðvitað var það gert eins og nú er lagt til með þvi að fela ríkisstjóm- inni að setja ný reglugerðará- kvæði. um fiskveiðamörkin á þessu svæði eða þessum svæð- um. 1952 Á lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins var einnig byggt, þegar grunnlínum var breytt og fisk- veiðalandhelgin stækkuð úr þrem mínum í fjórar með setn- ingu reglugerðar nr. 21 frá 19. marz 1952. Þ. e. a. s. þessi þreyting, sem þá /.v-ar framkvæmd, var gerð mgð.; einhliða tilkynningu sjáv.-, . arútvegsmálaráðherra, en þar salV^íi á húsbóndastóli Ölafur Thors, og þess skyldu menn minnast í þessu sambandi, að þá var ekki til nein þjóðréttar- leg viðurkenning á fjögurra mílna fiskveiðilandhelginni, og samt dirfðist þessi forustumað- ur okkar og íslenzka þjóðin að stíga þetta skref á grundvelli þessa réttar, sem við sjálfir töldum okkur eiga sem strand- ríki. S í M I 2 4 113 Sendibílastöðin Borgartúni 21 Fieygið ekkl bókum. : ' XAUPUlt Islenzkar bœkur,enskar, danskar og norskar vasaútgéfubækur og ísl. ekemntirit. Foimbókaverzlun KT, Krist^énssonar Rverfisg.26 Simi 14179 TIL SÖLU: Einbýlishús Tvibýlis- hús og fbúðir af vmsum stærðum 1 Reykiavík, Kópavogi og nágrenni. FASTEIGNASALAN n eipir BANKASTRÆTI 6 SÍMI 16637. 1958 Þá vil ég nú þessu næst víkja að örlagaglímunni í landhelgis- málinu á árinu 1958. Þá var enn byggt á traustum grunni landgrunnslaganna, þegar úr- slitaskrefið var stigið og fisk- veiðalandhelgin stækkuð úr fjórum í tólf sjómílur með setn- ingu reglugerðarinnar frá 1. september 1958. Hér kemst ég ekki hjá að víkja lítið eitt að merkum atburði, sem gerðist hér á Alþingi, meðan §tóð á deilunni við Breta. Þá var land- helgismálið tekið hér á dag- skrá af þeirri ástæðu, að Al- þingi taldi nauðsjmlegt að á- rétta og undirstfika rækilega og alveg sérstaklega óhviku’a stefnu íslands í landhelgismál- inu, og þetta gerði Alþingi með svohljóðandi ályktun; „Alþingi ályktar að mót mæla harðlega hrotum þeim á íslenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til með stöðugum of- beldisaðgerðum brezkra her- skipa innan íslenzkrar fisk- veiðilaodhelgi nú nýlega hvað eftir annað jafnvel inn- an fjögurra milna landhelg- innar frá 1952. Þar sem bví líkar aðgeríir ern augljós- lega ætlaðar til að knýja ís- lendinga til undanhalds, lýs- ir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til tólf mílna fiskveiðiland- helgi, að afla beri viður- kenningar á rétti þess til landsgninnsins ails, svo sem stefnt var að með lögunum ... um vísindalega verndun fiskimiða Iandgrunnsins frá 1948 og a2 ekki komí til mála minni fiskveiðilaed- helgi en tólf mílur frá grunnlinum umhverfis land- ið.“ Þessi tillasa var samþykkt. með samhljóða atkvæðum allra þingmarma 5. máii'1959 og er ótvírætt ennþá í gildi, Noklnlð af texta þessarar viljayfirtýs-' ingar Alþingis f.iallar um at- burði líðandi stundar og vikur að þeim, en við tökum eftir, að þar regir, að eitt af hinu þýðingnrmesta sé það að afla viðurkenningar á rétti íslands til Inndr'runnsins aús. Því er slegið föstu, að ísland eigi hennan rétt. Það var einróma álit Alþingis þá. Það sem að vinna beri að sé að viðurkenna ' — að afla viðurkenningar ann- arra þjóða á réttinum, sem við höfum. TAndTnm"^ mesT, nfan fvyir Vestfíefðinn Við létum fylgia bessarí til- lögu unpdrátt yfir landgrunn- ið og sérstaklega sýnir sá uno- dráttur skýrt, hvaða hluti landgrunnsins er enn bá utan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. ut- an landhelgislínunnar. Uno- drátturinn sýnir, að landerunn- ið við Norðurland 'og Suður- og Suðvesturland er að miklu helsislfnu. En hins vegar er allmik'll hluti landgrunnsins fyrir Austurlandi og Suðaust- ■urlandinu utan fiskveiðiland- helginnar. 0<r fyrir Vestf.iörð- um er bað áberandi, að bað er langcamleo-a mestur bbiti utan núverandi fiskveiðalandbeI«TÍ. Það er þannig auglióslesa miög langt í land með bað, að íslendingar hafi náð því takmarki. sem þeir settu sér með lögfestingu laga um vís,- indalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Nú er alkunnugt, að íslenzka þjóðin lifir af sjávarútvegi, fiskveiðum í stærri stíl en flestar eða kannski allar aðrar þjóðir heims. Líf íslenzku þjóð- arinnar og lífskjör öll eru þannig að mjög miklu leyti undir þessum höfuðatvinnu- vegi hennar komin. Og kasta ég ekki með þeim ummælum rýrð á neina aðra atvinnuvegi þjóðarinnar. Samt er það svo, að margar þjóðir, sem eiga miklu minna en Islendingar undir fiskveiðum, hafa lýst yfir einhliða rétti sfnum til leyti innan núverandi land- einhliða fiskveiða á landgrunn- inu við strendur sfnar. Þær hafá gert það og kom- izt fram með það, þrátt fyrir minnj nauðsyn, heldur en ís- lenzka þjóðin og þó að land- grunn þeirra sé margfalt víðáttumeira og nái lengra frá ströndum þeirra, heldur en ís- lenzka landgrunnið nær, í sum- um tilfellum allt upp í 200 sjómílur. Þar sem vestfirzka landgrunnið nær lengst undan ströndum mun þó vera innan við 40 sjómílur frá nesjum. Það er því augljóst, að þegar Is- lendingar stíga það skref að helga sér landgrunnið allt, sem fiskveiöalögsögu, erum við aðeins að gera það, sem allmargar þjóðir hafa gert á undan okkur. Hafi hser gert hað á grundvelli þjóðarréttar þá höfum við fýllilega örugg- lega hinn sama rétt, hafi þær gert það í trássi við alþjóða- lög og þjóðarrétt, hafa bær að minnzta kosti komizt fram með það. .Aðeins fyrir Vest- fiörðum Nú, í þessari tillögu er lagt til, að ekki sé í það ráðizt nú í einu að Islendingar helgi sér landgrunnið allt sem fiskveiði- lögsögu, heldur einungis við þann landshluta, þar sem mest- ur hluti landgrunnsins er utan fiskveiðilandhelginnar og bar sem lífsnauðsyn strandbú- anna rekur fastast á eftir, en láta hina aðra yfirlýsta áfanga að settu marki samkvæmt, landgrunnslögynum bíða. I bessari tillögu er bað orðað þannig, að fiskvei,aalapdhei<TÍn fvrir Vestfiörðum verði látin taka til vestfirzka landerunns- ins ‘aústan frá Húnafíóa" og suður á Breiðafíörð. Nokkrar ástæður b‘f?pia ti! besá‘,,"áð við taidúm' rétt að hajfá*5’ tfllögö- flutníngnum, eins og hér er gert. Um Ustamenn fs'íir cýí«rj Við höfum fram að bessu hagað okkur þannig í land- helgismálinu, að við höfum þokað okkur að settu marki, stig af stigi, og stundum í smáum skrefum, svo að það er ekkert nýtt að taka hluta af málinu til lausnar hverju sínni. Þannig fórum við að ar- in 1950 norðanlands, og hannig fórurn við einnig að 1952 og með hinni miklu stækkun land- helginnar úr 4 mílum i 12 1958- var. einnig öllum ljóst, að einungis var um áfanga að ræða en ekkert lokatakmark. Ég gæti vel vænzt þess, að einhverjir segðu nú, hér er of skammt farið, það væri rétt, að helga sér einnig landgrunn- ið fyrir Austurlandi og það skal ég taka fram fyrir hönd okkar flutningsmanna að við værum ekkert andvígir því, að tillögumim væri breytt á þann veg, ef það teldist rétt eða jafn rík nauðsyn væri talin á því. En eins og sakir standa og öllum er kunnugt, er Aust- firöingum ekki lffsnauðsvn á þessari aðgerð í landhelgis- málinu, þegar litið er á þann uppgripa síldarafla, sem þeir nú njóta, og vænta má, að haldist næstu misseri. En ég held því fram, að stækkun<$> fiskveiðalandhelginnar fyrir Vestfjörðum sé lífsnauðsynja- mál Vestfirðinga og megi ekki dragast að leysa það, svo fram- arlega sem við höfum bolmagn til að notfæra okkur þann rétt, sem við, eins og margsinnis hefur verið lýst vfir af okkar forsvarsmönnum, eigum til landgrunnsins. Jafnvel verr en fyrir 1958 Ég efast um, að þingmenn utan Vestfjarða hafi gert sér það ljóst, að Vestfirðingar eru ekk: stórum betur settir nú, eftir að 12 mílna landhelgin fékkst viðurkgnnd, heldur en þeir voru, meðan húnvarjafn- vel 3 míhir og til þess liggja alveg , sérstakar ástæður, sem ekki .liggja í augum uppi fyrir ókunnúgum. Þetta hfjómar næstúm eins og öfugmæji,' en það ,ep samt satt, að Vestfirð- ingar eru ekki betur settir, surriir' ségja fullum fetum, án þess að þeir vilji ýkja, að þeir séu verr settir núna, heldur en meðan fiskveiðalögsagan fyrir Vestfjörðum var jafnvel 3 sjómílur. Þetta byggist á þvf, að við stækkun landhelginnar fengu Vestfirðingar aðeins þá ræmu, sem felst í 12 mílna landhelg- inni. Innan við þá línu af- mörkuðust ekki né lokuðust nein stór, nein meiriháttar hafsvæði, flóar, eins og um var að ræða fyrir suð-vestur- ströndinni og að því er snertir Faxaflóa og Breiðafjarðar- svasðin. Nú, en eftir sem áður, þetta var rýmkun, og var þetta þá ekki til verulegra bóti? Nei, það, sem gerði það, að þetta kom ekki að gagni, eink- anlega þegar frá leið, var þaö, að þegar hin auðugu fiskimið, sem lentu innan fiskveiðiland- helginnar sunnanlands og vestan, lokuðust og erlendir veiðiþjófar komust ekki inn á þessu svæði, þyrptust þeir f vaxandi mæli á vestfirzlka landgrunnið og hafa síðan skarkað á því svo ákaft, »ð fiskimagnið á því hefur geng- ið til þurrðar, jafnvel meira heldur en meðan Iandhelgin var þrengri. Þannig má í raun og veru segja það, að erlendu togarastóði, svo maður tali á bændæn’su. hafi verið sigað í tún Vnstfirðinga og þar séu þe.ír nú á beit og setja túnið auðvitað f örtröð. Rétturinii til lífsins Vestfjarðamiðin hafa verið íslerizku þjóðarbúi svo drjúg tekjtilind gegnum ár og ald- ir, að ég held, að það sé ekk- ert of sagt, þó að maður segi, að réttur fólksins á Vestfjörð- úm til landgrunnsins sé fast að því að vera réttur þess til lífsins, a.m.k., ef það á að hafa búsetu í þeim landshluta. Stækkun landhelginnar fyri r Vestfjörðum, þannig að hún nái yfir landgrunnið aílt, ér tvímælalaust stærsta mál Vest- firðinga í dag. Þess vegna telj- um við flutningsmenn, að það sé allmikið í húfi, að Alþingi og rfkisstjóm bregðist vel við og drengilega í þessu máli, taki ekki upp munnsöfnuð Morgunblaðsins eða alvöru- leysi þess gagnvart því en líti á það eins og það liggur fyrir sem staðreynd og Alþingi sam- þykki þessa tillögu óður en þessu þingi lýkur. Ríkisstjóm- inni ætla ég svo það e.t.v. vandasama verk að setja reglugerð, sem helgi okkur vestfirzka landgrunnið, sem fs- lenzka fiskveiðilögsögu fyrir 5. október á komandi hausti. Að vísu eru nú ekki nema tæpir 6 mánuðir til þess tíma- marks, en ef það rækist á skuldbindingar samkomulags- ins við Breta 1961, yrði að bíta í það súra epli, að gild- istöku nýrrar reglugerðar yrði þá að fresta vegna þess. Framhald af 7. síðu. athugasemd frá sér nú í ár um, að breytinga væri þörf. Menn hafa löngum verið haldnir þeirri fáránlegu hug- mynd, að listamenn séu verur á æðra plani, sem skyndilega fái vitrun og geri þá stórbrotin listaverk í hálfgerðu meðvit- undarleysi eða í trans eins og Lára miðlll. Mér er ómögulegt að hugsa mér gott listaverk nema sem verk unnið'með vits- mununum og kannski þeirri sérgáfu, sem höfundurinn hefur hlotið f vöggugiöf. Annars gætu aular og smáböm gert ódauöleg listaverk. Listamenn þurfa einnig að borða og klæðast og s.iá bömum sínum farborða, og til þess þarfnast þeir peninga. Það er sjaldgæft, að verk þeirra afli þeim h'fsviðurværis, a.m.k. í fyrstu. Listsköpun er ekki tómstundaið.ia, þó að þess séu nokkur dæmi, að menn hafi gert góða hluti í aukatíma frá launuðu starfi. Og þama finnst mér hlutverk lista- mannalauna vera. Það er á- stæðulaust, að listamannalaun séu vcrðlaun. Það má heiðra menn á annan hátt. Og enn á- stæðulausara er að styrkja menn. sem lengi hafa haft hó- ar tekjur af listsköpun sinni. Mér virðist það ekki óeðli- legt, að ungir listamenn sæki um listamannalaun eins og hvem annan námsstyrk og hafi þá giarnan með- mælendur úr hópi kunnáttu- manna á sínu sviði, kennara eða aðra. Það þarf a.m.k. að ganga úr skugga um að maður- inn sé að vinna af alvöru. Ef honum tekst síðar að gera hluti, sem eitthvert gildi hafa, hlýtur hann sennilegast af því tekjur, og þá er ástæðulaust að launa hann lengur. Háskéla- menn fá því aðeins styrki, að þeir sýni prófskirteini, það er ekki óeðlilegt, að listamaður geti sýnt árangur iðiu sinnar. Þar með á ég ekki við, að ein- hver komi og .skeri úr um, hvort.. það.er. .U«t „eöa,..SHJíi. heldurA einungis að hann séiað vinna. Ekki get ég fundið að þvf, þó að Alþingi veiti sérstök heið- urslaun mönnum, sem óum deilanlega hafa skarað sérstak- lega fram úr, mönnum eins og H. K. Laxness. Jóhannesi K.iar- val og slíkum. Þær unphæðir skipta engu máli á fiárlögum og eru greinileg verðlaun. Listamannalaun eru allt ann- að. Og eins og þau eru nú veitt, hlýtur maður að ætla, að farið sé eftir gæðum verk- anna. Það mat getur ekki ver- ið grundvöllur fyrir styrkveit- ingu, vegna þess að það er um of háð smekk örfárra manna, og ég, sem greiddi minn hluta af peningunum er aldeilis ekki sammála þeim úrskurði, enda má deila um það atriði til dómsdags. Þó eru einstök atriði mér algjör ráðgáta, þó að geng- ið sé út frá þessu gæðamati: Hvers á t.d. maður eins og Sverrir Haraldsson listmálari að gjalda? Hann er að venju í lægsta gæðaflokki. Mér er per- sónulega kunnugt um, að hann vinnur stöðugt, og ég hygg, að ég geti fullyrt, að tíann sé frá- bær Iistamaður að dómí flestra kunnáttumanna. Flokki á und- an honum eru t.d. Bjöm Blöndal, Bragi Sigurjónsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guðrún frá Lundi, Jóhann Ó. Haraldsson, Óskar Aðalsteinn!!! Ég þykist fylgjast nokkuð vel með, en sumt af þessu fólki hel ég aldrei heyrt nefnt. Þeir menn, sem geta stundað fastlaunuð embætti frá listsköp- un sinni, þurfa ekki á lista- mannalaumun að halda. Það þarf þá að nefna þau eitthvað annað. Ég veit ekki betur en Bragi Sigurjónsson sé banka- stjóri að atvinnu, -eða það seg- ir Adólf Bjömsson og ef hann er skáld frá 8—11.30 á kvöldin, verður það að skoðast sem tónistundaiðja, sem ástæðu- laust er að greiða af almanna- fé. Ég valdi af handahófi sýn- ishorn af árangrinum: En kannske er mér í eyrum urðarhljómur frá efsta dag, er sífellt þokast nær, en ekki sbelfdrar þjóðar skapa- dómur, sem skilur ekki, hverjum klukkan slær? (Undir svörtuloftum, Bls. 44). Ég hef ekkert -á móti því, að einhverjum þyki þetta. góður skáldskapur. En þegar á að meta hann til peninga almenn- ings, verður helzt að finna upp mælistiku, sem ákveður gildi skáldskapar. Það er ekki vafi á því, að tími er kominn til að gera gagngerar breytingar á úthlut- un listamannalauna. Og um leið mætti fólk almennt endur- skoða afstöðu sína til lista og listamanna, og listamenn end- urskoða afstöðu sína til al- mennings. Það myndi öllum að- ilum líða hetur á eftir. Það er verið að takmarka fjölgun heilagra kúa á Indlandi, þafi gera þa5 víðar. 17/3 1965. G. H. liTlii iti Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar. KRISTJÆNS PALSSONAR, trésmíðameistara Helga Sæmundsdóttir. Börn .og vandamenn. Auschwitz Framhald af 6. síðu. með Þjóðverjum. Margir Þjóð- verjar eru þeim sammála af öllu hjarta sínu; aðrir fordæma þau sem skammarlega árás á þýzkan heiður og til þess fall- in að skaða álit Þýzkalands út á við. Slíkir menn skrifa blöð- unum bréf og hóta því að segja upp blaðinu hætti það ekki að birta fregnir af réttarhöldunum. Meirihlutinn vill alls ekkert um þessa hluti hugsa. Þegar minnzt er á Auschwitz fær maður máttlaust svar. Já, dap- urlegt mál. Heldur dökkur kapítuli. Þeir hinna ákærðu, sem enn búa heima, eru hreint ekki sniðgengnir af nágrönnum. Hinsvegar hafa vitni lýst því yfir, að þau óttist það, að þau muni hafa illt eitt af ef það vitnist, að þau hafi eitt sinn setið í fangabúðum nazista.” Landshappdrætti Framhald af 5. síðu. sterk rök. Hefur og komið fram sú hug- mynd að láta landshappdrættið standa yfir f lengri tfma t.d. þrjá til fjóra mánuði þ.e. júní júlí, ágúst og sept. Hefur framkvæmdastjómin Ieitað álits héraðssambandanna á þessari hugmynd, og þegar svörin liggja fyrir, verður nán- ar ákveðið um tímann, en þeg- ar er ákveðið að efnt verði til landshappdrættis ISI á n.k. sumri,. . og verður landshapp- drættið svo sem áður, fyrst og fremst, rekið til hagsbóta fyrir héraðssamböndin og íþrótta- og ungmennafélög. (Frá ISI) Bónum bila Og Látið okkur bóna hreinsa bifreiðina. Opið alla virka daga kl. 8—19. BÓNSTÖÐIN Tryggvagötu 22. 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.