Þjóðviljinn - 19.03.1965, Síða 12

Þjóðviljinn - 19.03.1965, Síða 12
Arshátíðin er annað kvöld ★ Annað kvöld laugardaginn 20. marz heldur Sósíalistafélag Reykjavíkur árshátíð sína í MÚLAKAFFI. Hátíðin hefst klukkan 20.00 með sameiginjegu borðhaldi. ★ Þarna verður margt til skemmtunar, Cormaður Sósíalistafélagsins, Páll Bergþórs- son flytur ávarp. Ósvaldur Knudsen sýnir Homstrandakvikmynd sína og hinn vinsaeli óperusöngvari Guðmundur Guðjónsson syng- ur einsöng. Síðast en ekki sízt mun dansinn duna fram eftir nóttu. ★ I dag og á morgun verður hægt að panta aðgöngumiða í skrifstofu Sósíalistafé- Iagsins að Tjarnargötu 20, sími 17510. Föstudagur 19. marz 1965 30. árgangur 65. tölublað. Mikiar umræður um samdráttarfrumvarp ríkisstjórnarinnar 1 gær var framhaldið í neðri deild Alþingis 1. umræðu um frumvarp stjórnarinnar um sér- stakar ráðstafanir vegna sjáv- arútvegsins. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir 25 aura uppbót á iínu- og handfærafisk, 33 milj. kr. styrkja til sjávarútvegsins o.fl. smærri atriðum. Við fyrri hluta þessara um- ræðna tók Lúðvík Jósepsson ti! máls og var greint frá ræðu hans hér í blaðinu í fyrradag. Fyrstur á mælendaskrá í gæt var Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra. Varði hann þær að- gerðir ríkisstjórnarinnar a* draga saman opinberar fram- kvæmdir um 20°/(f Þá játaði ráðherrann, að núverandi rík- isstjórn hefði ekki tekizt betur til við ætlunarverk sltt en svo, skpidseÍQum atviiwurek- endmm Hálfdán Sveinsson, er nú sit- ur á Alþingi í stað Benedikts Gröndal, sem er í sjónvarps- reisu, flutti í gær framsögu- ræðu fyrir frumvarpi, er hann flytur ásamt tveim öðrutn þingmönnum Alþýðuflokksins um að taka megi sjúkrasjóðs,- greiðslur frá skuldseigum a^- vinnurekendum fiárnámi. Frum- varp sama efnis hefur verið flutt á þingi áður en ekki hlot- ið binglega afgreiðslu. Eðvarð Sivurðsson tók til máls og sagði þetta frumvaro og ákvæði þess mjög þörf þv'i fáeinir atvinnurekendur þrjósk- uðust talsvert við að greiða sjúkrasjóðsgjaldið, sem' er l°/f af kaupi verkafólksins. I greinargerð frumvarpsins er nefnt dæmi um 500 félaga verkalýðs.félag, sem nú á inrii hjá atvinnurekendum fyrir ár- in 1963 og 1964 alls 175 þús. í sjúkrasjóðsgreiðslur. þ.e. að ráða niðurlögum verð- bóleunnar, að hún hefði vaxið meira hér en í nokkru ná- grannalandanna. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra tóku þeir til máls Ósk- ar Jónsson, og Halldór Asgríms- son en síðan var gefið kaffi- hlé til kl. 5 og tók þá til máls Kristján Thorlacíus. Beindi hann þeirri fyrirspurn til ráðherra, hvort ætlunin væri að láta sam- dráttinn ná til þess framlags, sem samþykkt er á fjárlögum þessa árs til Hjúkrunarskólans og nemur 7 milj. kr. þannig að það lækkaði um 20%, niður í 5,6 milj. kr. Gagnrýndi hann síðan afskipti ríkisstjómarinnar af málefnum Hjúkrunarskólans, þ.á.m. ræddi hann orð forsæt- isráðherra, er hann lét falla um skólann, við umræður um lækna- skipunarlögin á dögunum. Bjarni Benediktsson tók síðan til máls og gerði hann að umtalsefni nokkur atriði úr ræðu Kristjáns Sérstaklega var honum í mun að sanna hvað hann hefði sagt við umræðurnar um læknaskip- unarlögin. Var ráðherrann svo æstur, að hann glutraði með öllu niður Iandsföðursvipnum, sem hann hefur reynt að temja sér síðan hann varð forsætisráð- herra. Björn Pálsson kvaddi sér hljóðs og talaði í alvöru, að því er virtist a.m.k. en síðan kom forsætisráðherra aftur í stóhnn. Var honum nú minna niðri fyr- ir en áður og las í þetta skipti upp úr ræðu, sem Kristján Thorlacíus hélt við umræðurn- ar um læknaskipunarlögin! Þórarinn Þóarinsson tók til máls og benti á, að ráðherrano hefði enn ekki svarað spurn- ingu Kristjáns um hvcrt skera ætti niður framlög til Hjúkr- unarskólans. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason síðastur á mæl- endaskrá fyrir matarhléð og hældi hann núverandi rfkis- stjórn fyrir afburðaskilning á málefnum Hjúkrunarskólans. Kvöldfundur var á Alþingi í gærkvöld um stjómarfrumvarpið og verður skýrt frá umræðum á honum síðar hér í blaðinu. Brezki togarinn dæmdur á ísafirði Klukkan 10 í gærmorgun hófust réttarhöld á ísafiröi f máli skipstjórans á brezka tog- aranum Bradman GM og var dómur kveðinn upp seinnipart- inn í gær. Skipstjóri var dæmd- ur í 260 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Hann áfrýjaði dómnum Varðskipið Óðinn tók togar- ann að veiðum 5,5 mílur inn- an fiskveiðitakmarkanna út af Stigahlíð í fyrradag. Óðinsmenn voru að reyna nýtt tæki, photo- plct, þegar þeir komu auga á togarann. Tæki þetta er í sam- bandi við ratsjá skipsins og kvikmyndar jafnóðum það sem kemur fram á ratsjárskífunni. Tækið framkallar myndirnar samstundis, og í þeim koma fram öll kennileiti, staðsetning skipa, dagsetning og tímasetn- ing myndarinnar og má einrrig sjá stefnu, fjarlægð og hraða með samanburði mynda. Skipstjóri togarans, Geoftrey James Peterson, viðurkenndi strax brot sitt og sagðist hafa verið sofandi þegar skipið fór inn fyrir mörkin. Togarmn hafði aðeins verið 2 — 3 daga að veiðum og er þetta fyrsta skip- stjómarferð Petersons. Pelsar — tvær ungpíur frá Birgcr Christensen. Dansleikur og tiikusýning á vegum kvenfél. Hríngsins Kynntar 170 starfs- greinar á sunnudag M Tíundi almenni starfsfræðsludagurinn í Reykjavík verður haldinn í Iðnskólanum sunnudaginn 21. marz n.k. en alls hafa verið haldnir 30 starfsfræðsludagar á öllu land- inu, þar af 15 í Reykjavík að starfsfræðsludögum sjávarút- vegsins meðtöldum. — Var fyrsti starfsfræðsludagurmn haldinn 18. marz 1956. Um undirbúning allan hefur Ólafur Gunnarsson sálfræðingur séð eins og jafnan áður. Leiðbeinendur á starfsfræðslu- | fræðsludaganna beggja í vetur Kvenfélagið HRINGURINN efn- ir til dansleiks næstkomandi fimmtudag 25. marz og mun á- góðinn af dansleiknum verða varið til að Ijúka framkvæmdum við bamadeild Lan.dsspítalans, en þess er vænzt að taka megi hana í notkun með vorinu. Bakkafjörður var að fyllast af ís í gær BAKKAFIRÐI 18/3 — Skömmu fyrir myrkur í gærdag glitti í hvíta ísröndina til hafs og lögð- ust menn kvíðnir til svefns. í morgun er menn risu árla úr rekkju var allt orðið bullandi af lagnarís á Bakkafirði og hafði ísspöngina rekið inn á fló- ann og einstakir jakar sigldu hratt til lands. Smærri víkur eru orðnar full- ar af jölcum og út eft^r strönd- inni er begar komið jakabeJti er breikkar eftir því sem Jíður á daginn. Með sömu veðráttu má búast við að fjörðurinn fyllist af ís og er raunar- orðið ófært skipum í myrkri oa varhugavert um all- ar siglingar. Herðubreið er núna á Aust- fjörðum á norðurleið og hefur eitthvað af nauðsynjavörum hingað til staðarins. Hér voru menn byrjaðir á rauðmagaveiðum og höfðu nokkr- ir lagt netum sínum undanfarna daga og verða nú að hætta þessum veiðum meðan ísinn er hér bólfastur. Þá áttu menn hákarlalagnir hér fyrir utan og verða að bjarga þeim áður en óvænna horfir. Lítill snjór er til landsins og beitarland hefur veríð gott fyr- ir sauðfé og bílfært er bæði til Þórshafnar og Vopnafjarðar. Svona mikill ís hefur ekki sézt hér síðan 1918 og menn voru farnir að vona að sleppa við ísinn. — M. J. Samið á Akureyri Samningar hafa tekizt á Ak- ureyri, en þar hafði komið til verkfalls vegna þess að nokkur iðnfyrirtækí vildu ekki ganga að kröfum Iðju, félags verksmiðju- fólks, en Iðja hafði fyrir alllöngu gengið frá samningum við iðn- fyrirtæki SÍS og nokkur einka- fyrirtæki á Akureyri. Tóku verksmiðjurnar til starfa aftur á hádegi i gær en verk- fallið hófst á mánudag. Var samið til 5. júní í sumar og samþykktu iðnrekendur að ganga að samningum Iðju og greiða starfsfólkinu kaup fyrir verkfallsdagana. Dansleikur þessi verður eins og áður er sagt á fimmtudag. Hafa Hringskonur þar margt til skemmtunar. Birger Christensen hinn frægi danski kaupmaður, er framleiðir alls kyns kvenfatn- að úr loðskinnum, mun sýna þar fatnað sinn. Kemur sérstakur sýningarstjóri og sýningardama frá fyrirtæki hans með um 40 gerðir fata. Kamilla Johnsson sýnir jazz- ballett og Hringskonur munu leika fjórhent á píanó. Hefst dansleikurinn klukkan sjö með borðhaldi og er sam- kvæmisklæðnaður tilskilin. Aðgöngumiðasala og borðpant- anir verða á Hótel Sögu á laug- ardag milli klukkan 2-3 og mánu dag frá 3-5. deginum eru beðnir að mæta 1 Hátíðasal Iðnskólans klukkan 13-20, en þar flytur forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarp. Stúlknakór undir stjóm Jóns G. Þórarinssonar syngur en að athöfninni í Hátíðasal lokinni leikur drengjahljómsveit undir stjóm Karls O. Runólfssonar í anddyri Iðnskólans eða úti fyrir aðaldyrum ef veður leyfir. Klukkan 14 er húsið opnað al- menningi og stendur starfs- fræðslan til klukkan 17. Veittar verða upplýsingar um 170 starfs- greinar, skóla og stofnanir, en leiðbeinendur eru mun fleiri. Ef lagðar eru við þessa tölu þær starfsgreinar, sem frætt var um á starfsfræðsludegi sjávarútvegs- ins hinn 28. febrúar sl. verða starfsgreinar, sem unglingar hafa átt kost á að fræðast um á þessum tveimur dögum 214. Til samanburðar má geta þess að á fyrsta starfsfræðsludeginum var leiðbeint um 67 starfsgreinar og leiðbeinendur voru 70. Að und- irbúningi og framkvæmd starfs- vinna milli 5 og 600. Þá má geta þess að í sambandi við þessa daga er fræðslu að fá á 42 fræðslusýningum og vinnustöð- um. Og í stofu 401 í Iðnskólan- um verður sýnd kvikmyndin Bú er búgtólpi. Aðgöngumiðar að kvikmyndasýningum fást í Land- búnaðardeildinni á starfsfræðslu- daginn. Heimsóttir verða eftirtatdir vinnustaðir: Barnaheimilið Hagaborg, Húsmæðrakennaraskólinn við Háuhlíð, Verkstæði Flugfélags íslands, Volkswagenverkstæðið, Lauga- vegi 170—72, Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð, Blikksmiðja og tinhúðun Breiðfjörðs, Sigtúni 7, Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Skúlatúni 6, Radíoverkstæði Landssímans við Sölvhólsgötu, Slökkvistöðin, Tjarnargötu 12, Sjálfvirka símstöðin, Digranes- Framhald á 8. síðu. Sex ára telpa fyrir bíl I gær varð sex ára telpa fyr- ir bíl utan við verzlunina við Dalbraut 3. Telpan var að koma út úr verzluninrii og mun öku- maður bifreiðarinnar sem stóð við verzlunina hafa komið út í sömu svifum og ekið af stað. Telpan mun með einhverjum hætti hafa orðið fyrir bifreið- inni. Sjór.arvottar sem þarna voru kölluðu strax til bílstjór- ans. Þá lá telpan innundir bíln- um og var talsvert slösuð. m.a. viðbeinsbrotin. Telpan ''utt á Slysavarðstofuna 20. MARZ ALÞJÓÐABARÁTTUDAGUR FYRIR FRIÐI í SUÐAUSTURASÍU Þjóðviljanum hefur borizt bréf frá friðarsamtökum kvenna í Bandaríkjun- um (Women Strike for Peace), er þser hafa sent friðarsamtökum kvenna um allan heim. — Þar segir: □ Hinn 20. marz munum við konur í friðarsamtökum kvenna í Bandaríkjunum yfirgefa heimili okkar og vinnustaði og leggja niður alla vinnu, ásamt fjölskyldum okkar, frænd- um og vinum, til þess að mótmæla styrjöldinni í Suðaustur- Asíu. □ Við krefjumst þess, að öllum hernaðaraðgerðum verði tafarlaust hætt í Vietnam, erlendur her hverfi þaðan á brott og friður komist á í landinu. □ Við æskjum aðstoðar alls mannkyns karla jafnt sem Wenna til þess að gera 20. marz að alþjóðabaráttudegi fyrir ri'ði í Vietnam. □ Við vonum að þið munuð öll leggja okkur lið svo dagur bessi verði ekki einungis þjóðlegur heldur alþjóðlegur. - *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.