Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 2
/" ] SIÐA MÓÐVILHNN Föstudagur 26. marz 1965 Ósvaldur Knudsen: Surtur fer sunnan Sveit milli sanda Svipmy ndir ¦^i I fyrradag voru fréttamönn- um sýndar þrjár litkvikmyndir eftir, Ósvald Knudsen, sem Gamla bíó tekur til sýningar í kvöld. Eru myndirnar „Surtur fer sunnan", er lýsir gosinu í Surti frá upphafi og fram til þessa dags. „Svejtin milli sanda", lýsing á búskaparhátt- um og náttúru öraefasveitar og „Svipmyndir", þar sem brugðið er upp myndum af nokkrum þjóðkunnum mönn- um okkar tíma. •ic Dr. Sigurður Þórarinsson hefur samið og flutt texta við tvær fyrrnefndu myndirnar, en dr. Kristján Bldjárn við hina þriðju. Tdnlist við tvær fyrri myndirnar samdi Magn- ús Bl. Jóhannsson, en valdi tónlist við hina þriðju. •k í stuttu spjalli, er dr Sig- urður Þórarinsson flutti um myndirnar þrjár áður en sýn- ing hófst, sagði hann að Ós- valdur Knudsen hefði unnið íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn með töku heimildarkvik- myhda sinna. Hann hefði kvik- myndað ýmsar þjóðlegar minj- ar, búskaparhætti, siövenjur og byggðir, sem væru horfnar eða væru sem óðast að hverfa úr þjóðlífínu, og nefndi hann sem dœmi myndina frá Horn- ströndum og „Sveit milli sanda". Einnig væri „Svip- myndfr merk heimildarmynd j^g/.^idgosamyndir hans Heklu- gosið og öskjugosið væru heil- legustu myndir, sem gerðar hefðu verið hér á landi af þeim atburðum, og síðast en ekki sízt væri engin betri heimild til af Surtseyjargosinu en „Surtur fer sunnan", enda hefði Osvald varið öllum tóm- stundum sinum í verk þetta, farið tugi ferda til Surtseyjar óg tólf sinnum gengið bar á land. En þó höfundur semdi mynd- ir" sínar fyrst og fremst sem heimildarkvikmyndir, leitaðist hann ætíð við að sinna list- rænum kröfum. SKÁLHOLT SKÁLHOLT t)r „Svipmyndir" — Jón Stefánsson og fjölskylda haiws. it „Surtur fer sunnan" lýsir sögu gossins og myndun eyj- arinnar frá upphafi. Þetta er stórbrotin mynd. Hinum miklu hamförum náttúrunnar, kraum- andi eldum, rennandi hraun- elfunum, himinháum gosmökk- um, sem taka á sig hinar 6- líkustu myndir, og baráttu þessari mynd og til að draga fram þau áhrif, sem tónlist- inni er ætlad að undirstrika." Ég vil að lokum þakka for- ráðamönnum Ríkisútvarpsins, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarps- stjóra, Sigurði Þórðarsyni skrifstofustjóra og Árna Kristj- ánssyni tónlistarstjóra fyrir lllHIHIip TIL DACS Sið- væðingarviðreisn Viðreisnin átti sem kunnugt er að láta margt gott af sér leiða í islenzku þjóðfélagi. Hún átti áð binda endi á verðbólguna, en reyndin hef- ur orðið sú að dýrtíð hefur magnazt örar en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar og verðlag hækkað allt upp í 30% að meðaltali á ári. Hún átti að binda endi á uppbæt- ur til atvinnuveganna, en nýjum uppbótum rignir yfir á hverju ári, nú síðast til bátaflotans, togaraútgerðarinn- ar og frystihúsanna.að því ó- gleymdu að uppbætur vegna landbúnaðarafurða verða sí- fellt hrikalegri. Viðreisninni var ætlað að fella niður með- giafir með neyzluvörum 'ír ríkissióði, en þær hafa í stað- inn bólgnað út f réttu hlut- falli við langlífi viðreisnar- innar. Engu að slður halda leiðtogar stjórnarflokkanna og málgögn þeirra þvf fram af einstseðri kokhreysti að við- reisnin hafi tekizt eins og til var ætlazt. 1 gær minnist Morgunblað- ið í forustugrein á enn eitt einkenni viðreisnarinnar. Hún átti að binda endi á „spillingu vinstri stefnunnar", uppræta lögbrot, fjárdrátt og svik og hefur að sögn blaðsins náð miklum árangri: „Við stefn- um í rétta átt, burt frá sukk- inu og svindlinu, sem ein- kenndi tfmabil vinstri stefn- unnar og til heilbrigðra þjóð- félagshátta". Og vist er það rétt að árangur viðreisnar- stefnunnar hefur ekki verið minni á þessu sviði en þegar verðbólga, uppbætur og nið- urgreiðslur eiga f hlut. Um það eru til marks dæmin úr bönkum og sparis.i<Wum; veitingahúsum, fríhöfnum, posthúsum, útgerðarstarfsemi, verktakastarfsemi og fjöl- mörgum öðrum greinum, að ógleymdum skattaframtölum atvinnurekenda og fjárafla- manna. Færi vel á bví að Morgunblaðið úthlutaði sér- stökum siðgæðisverðlaunum til þeirra manna sem á þessu sviði hafa starfað dyggilegast í anda viðreisnarinnar, þótt vissulega yrði erfitt að gera upp á milli þeirra Vilhjálma og Jósafata óg Þórða sem ver- ið hafa í fararbroddi í sið- væðingargöngunni miklu burt frá sukkinu og svindl- inu. - AustrL lands og sjávar, sem birtast í myndunum á léreftinu, verður ekki með orðum lýst. 1 Elektrónísk tónlist Magnús- ar Blöndal Jóhannssonar eyk- ur, að mun hin miklu áhrif myndarinnar. En um tónlistina lét höfundur svo ummælt á sýningunni: •^ Tónlistin við þessa mynd flokkast undir hina svokölluðu „Elektrónísku-Goncret"-tónlist, þ.e.a.s. hún er ekki framleidd af elsktrónískum tóngjöfum, heldur er hún flutt af hljóð- færaleikurum og leikin á al- geng hljóðfæri. Hljóðfærin, sem notuð eru í þessari mynd. eru að mestu leyti ásláttar- hljóðfæri, þ.e.a.s. Cymbalar (Málmgjöll) Gong, Pákur, Vf- brafónar, klukkuspil og píanó. 1 öskugosinu eru auk þess notuð strengjahljóðfæri og er í því tilfelli notaður þáttur úr „Punktum", sem þó er breytt frá sinni upprunalegu mynd. Þessu hljóðefni er svo raðað saman og gerbreytt frá sinni upprunalegu mynd, með ýms- um mjög flóknum aoferðum, sem yrði of langt mál að segja frá hér. Með öðrum orðum, f stað þess að „orkestrera" verk- ið á pappír, er það orkestrað beint inn á segulband, til þess að skapa eina listræna heild, þannig að útkoman verði ekki meiningarlausir og tilviljunar- kenndir effektar, heldur kom- position í hljómlitum, er stuðla að því að skapa músíkalska heild. Það mun láta nærri að hljómefni af hátt á 2. hundrað segulbðndum af mismunandi hljómblöndum hafi verið bland- að saman á mismunandi vegu til að koma tónlistinni í það form, sem hún hefur fengið f þann mikla velvilja og skiln- ing, sem þeir hafa sýnt með því að veita þá aðstöðu, sem með þurfti til þess aS gera þessa tónlist framkvæmanl?ga. •^i „Sveitin milli sanda". Þar bregdur Ósvaldur upp á mjög skemmtilegan og fallegan hátt myndum af mannjífi og bú- skaparháttum í öræfum og náttúru sveitarinnar. Tónlistina við myndina samdi eins og fyrr segir Magn- ús Blöndal Jóhannsson og fell- ur hún vel við myndina. Söng- kona í myndinni er Elly Vil- hjálms. Vb „Svipmyndir" er safn mynda af ýmsum þjóðkunnum mönnum okkar tíma. Þar sjást ýmsir kunnustu listamenn okkar svo sem Jón Stefánsson, Ásgrímur Jónsson, Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, Ein- ar Jónsson, en þann þátt mynd- arinnar gerði Öskar Gíslason og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Þá bregður einnig fyr- ir Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness og meistara Þórbergi. Svo og mörgum kunnum stjórnmálamönnum. Margir þeirra er sjást í myndinni eru nú ekki lengur f lifendatölu. •A- Við þessar myndir Ósvalds var settur tónn erlendis hjá fyrirtækinu Colour Film Ser- vices í London með aðstoS son- ar Ósvalds, Vilhjálms Knud- sen, sem stundar þar nám í kvikmyndatöku. Er þetta f fyrsta skipti, sem tónn er sett- ur í myndir Ósvalds erlendis. TÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtskirkju s unnudagi nn 28. marz kl. 4 e.h. •_ ' -ír -ír -tt' Flutt verður Stabat Mater eftir Pergolesi. Flytj- endur verða kirkjukór Akraness, ásamt strengja- kvartett. Einsöng ánnast Nanna Égilsdóttir og Guðrún ¦ - Tómasdóttir. Organleikari og stjórnandi er Haukur Guðlaugsson. tV -ír * Aðgangur er ókeypis, en samskota verður leitað. •k * ¦& Ferðir verða á sunnudag frá Bifreiðastöð íslands kl. 10 f.h. og kl. 1.30 e.h. — Æskilegt er að far- seðlar verði pantaðir eða teknir á laugardag. Verkstjórn og handavinna Kópavogshælið. óskar eftir að ráða mann með menntun á sviði uppeldis vangefinna til að ann- ast handavinnu, verkstjórn o.fl. Kunnátta í söng og hljóðfæraleik æskileg. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. apríl n.k. Reykjavík, 25. marz 1965. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ritarí óskast Staða ritara í röntgendeild Landspítalans er laus til .umsóknar- Laun,samkvæmt reglum um laun 95- . inberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrif- -Stoiu_rjkis^spitaLanna, Klagmrstíg 29, fyrir lO^ajgríl^ næstkomandi. Skrifstofa ríkisspítalanna. Staða yfírvélstjóra við Varastöðina við Elliðaár er laus til umsóknar. Laun skv. launasamþykkt Reykjavíkur. — Um- sóknir sendist rafmagnsstjóra fyrir 5. apríl n.k. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR. Pökkunarstúlkur óskast Mikil vinna framundan, fæði og húsnæði á staðnum. FROST h/f Hafnarfirði — sími 50565. HeimHishjálpin i Kópavogi óskar að ráða konu í fast starf nú þegar. — Upp- lýsingar gefur frú Sigurbjörg Jónsdóttir Nýbýla- vegi 12, í síma 41657.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.