Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. marz 1965 SfÐA Þýzkir stríðsgiæpamenn fá sakaruppgjöf eftir tæp 4 ár Þingið í Bonn samþykkti að framlengja frestinn til fyrningar stríðsglæpa, en aðeins til ársloka 1969 Leiðtogar göngumanna við kirkjuna í Selma sem lagt var upp í gönguna frá. Göngunni mi lauk í JVlont BONN 25/3 — Dómsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, Ewald Bucher, baðst lausnar í dag eftir að sambandsþingið hafði samþykkt með 344 atkvæðum gegn 96 að framlengja fyrningarfrestinn fyrir stríðsglæpi fram til ársloka 1969. iome 15.000 voru í göngunni þegar hún hélt inn í bæinn hundruð hermanna voru á verði við þinghúsið þar MONTGOMERY 25/3 — Hinni miklu mannréttindagöngu sem hófst í Selma, Alabama á sunnudaginn lauk í dag og höfðu göngumenn þá farið 80 km á fimm dögum. Þeir voru um 300 sem gengu alla leið, en þegar' gangan hélt inn í Montgomery, höfuðborg fylkisins, í dag voru í henni um 15.000 manns, hvaðanæva úr Bandaríkjunum, hvítir menn og þeldökkir hlið við hlið, margir heimskunnir. ' Ekkert haföi borið til tíðinda í göngunni enda var göngu- manna gætt af þúsundum lög- reglu- og hermanna sem lutu fyr- irmælum sambandsstjórnarinnar í Washington. , Þegar gangan hélt inn í Mont- gomery £ dag var einnig fjöl- mennt herlið á verði, sérstaklega um þinghúsið en þangað var göngunni heitið, og þyrlur hers- ins svifu yfir. Á húsþökum við Dexter Avenue voru hundruð hermanna og miðuðu byssum St/ornarkreppu i Danmörku forðuð á síðustu stundu KHÖFN 25/3 — 1 gærkvöld hafði verið búizt við því að stjórn Jens Otto Krags myndi biðjast lausnar þar sem ekkert sam- komulag hefði tekizt milli so- síaldemókrata og borgaraflokk- anna um „heildarlausn" á efna- hagsmálunum. „Ekstrabladet" skýrði f dag frá því að það hafi verið Per Hækkerup utanríkisráðherra sem hafi á síðustu stundu komið í veg fyrir stjórnarkreppu. Hann hefði varla verið kominn heim úr utanlandsferð þegar hann að- faranótt miðvikudagsins hóf við- ræður við tvo af þingmönnum Vinstriflokksins sem tilheyra þeim armi flokksins sem nefnist „Liberal Debat" og er í andstöðu við flokksstjórnina. Þeir lófuðu að fylgismenn beirra myndu styðja ríkisstjómina í þeim efnahagserfiðleikum sem hún á við að stríða, og sams konar loforð fékkst frá Róttækum. Dugði það til að hindra að þing- ið lýsti vantrausti á minnihluta- stjórn Krags. Blaðið telur lík- legt að þessir tveir þingmenn Vinstri flokksins verði teknir í ríkisstjórnina. Þeim yrði þávafa- laust vikið úr flokknum. Með stuðningi þeirra og Róttækra hefði stjórnin 89 af 177 þing- mönnum að baki sér. Ekki í stjórn Síðar 1 dag var skýrt frá því að þessir tveir þingmenn Vinstri- floksins Niels Westerbye og Börge Diderichsen, myndu ekki verða teknir í stjórnina, en þeir myndu greiða atkvæði með henni þegar frumvarp hennar um gjaldahækkun kemur til um- ræðu á þingi. sínum, reiðubúnir að skjóta ef reynt yrði að efna til uppþota. Wallace fylkisstjóri í Álabama hafði hvatt alla hvíta borgarbúa að halda kyrru fyrir heima hjá sér eða á vinnustað meðan gang- an færi um bæinn og fundur göngumanna við þinghúsið stæði yfir. Hvatningu hans var fylgt því að það mátti heita að engin sála væri í námunda við þing- húsið nema hermenn oglögreglu- menn. Lögreglumenn á bifhjól- um Óku á undan göngunni eftir Dexter Avenue að þinghúsinu. Á tröppum þinghússins voru nokkrir þingmenn á fylkisþing- inu. Einn þeirra sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann væri í hemumdu landi. 1 göngunni var margt heims- frægt fólk, stjómmálamenn, í- þróttamenn og listamenn. Þar var t.d. hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bemstein, kvikmyndaleikaramir Anthony Perkins og Shelley Winters og Framhald á 9. síðu. Það voru flokksbræður Buch- ers í Frjáisa demókrataflokknum sem skýrðu frá því að hann hefði beðizt lausnar, en hann var reyndar búinn að heita því að gera það, ef þingið sam- þykkti að framlengja fymingar- frestinn, sem átti að renna út 8. maí, þegar liðin eru 20 ár frá endalokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Frjálsir demókratar voru yf- irleitt andvígir framlengingunni, en ekkert bendir þó til þess að fleiri ráðherrar flokksins (hann á fimm í stjórninni) myndu fara að dæmi hans. Afsögn hans mun þó vafalaust spilla stjórnarsam- starfinu og sósfaldemókratar munu sjálfsagt reyna að notfæra sér sundrungina í stjórnarliðinu, en þingkosningar eiga að fara fram í haust, og aðalstjórnar- flokkurinn, Kristilegir demó- kratar, stendur illa að vígi að ýmsu leyti, einkum vegna hrak- fara stjórnarinnar á erlendum vettvangi. Framlengingarfrumvarpið var samþykkt við þriðju umræðu og hafði hún staðið allan daginn. Frumvarpið fer nú til efri deild- ar þingsins, en mun vafalaust einnig verða samþykkt þar. Þetta mál hefur verið mikið hitamál lengi í Vestur-Þýzka- landi og reyndar erlendis líka og er hæpið að fyrningarfrest- urinn hefði verið framlengdur, ef ráðamenn í Bonn hefðu ekki óttazt viðbrögð manna í útlönd- um þegar stríðsglæpamönnum yrði veitt alger sakaruppgjöf eins og til stóð að gera frá 8. maí n.k. Sú krafa hefur verið borin fram, einnig í Vestur- Þýzkalandi sjálfu, að sett yrðu í lög að stríðsglæpir fyrndust ekki. Svo langt vildi vesturþýzka þingið þó ekki ganga, en árslok 1969 voru valin með það í huga að þá verða liðin 20 ár síðan hemámsveldin heimiluðu vestur- þýzkum dómstólum að fara með mál þarlendra stríðsglæpa- manna. Óvæntur sigur Frjáisiynéa i mtkakosningum í Bretiandi LONDON 25/3 — Frjálslyndi flokkurinn brezki vann í gær ó- væntan sigur í aukakosningum í skozka kjördæminu Roburgh, Selkirk og Peebles og er sigur hans talinn mikið áfall fyrir 1- haldsflokkinn sem áður hafði þingsæti kjördæmisins. 1 þingkosningunum í október hafði frambjóðandi Ihaldsflokks- ins sigrað þann Frjálslynda með 1.739 atkvæða meirihluta, en í gær vann frambjóðandi Frjáls- lyndra með 4.607 atkvæða meiri- hluta yfir íhaldsmanninn! Þetta er fyrsti ósigur Ihalds- flokksins í aukakosningum síðan í haust og minnkaði fylgi hans um rumlega 4 prósent. Verka- mannaflokkurinn tapaði einnig álíka miklu, en Frjálslyndir juku fylgi sitt am 10 prósent. Frjálslyndir hafa nú 10 þing- menn. Ihaldsflokkurinn 302 og Verkamannaflokkurinn 315. Tvö þingsæti eru laus. Kosmos 64 MOSKVU 25/3 — í dag var enn skotið á loft frá Sovétríkjun- um gervitungli af Kosmos-gerð og ér það 64. tunglið af þeirri gerð sem fer á braut um jörðu. iklar óeirðir í lorcgif m Marokkós Hundruð hafa meiðzt, nokkrir látið lífið, margir teknir höndum, allsherjarverkfall ¦ ¦ CASABLANCA 25/3___Undanfarna daga hafa verið mfkl- ar óeirðir_í Casablanca og öðrum borgum MarokkóseiBejsit tiíefni þeirra hefur verið óánægja með boðaðar breytingar á fræðslulöggjöf landsins, en uppsteitur skólanemenda hef- ur leyst úr læðingi önnur öfl, fjandsamleg stjórn landsins. 1 uppþotunum í Casablanca síðustu daga munu sjö menn hafa beðið bana, um tvö hundr- uð hafa særzt og önnur tvö Spænskir stúdentar enn í nppreisnarhug MADRID 25/3 — Stúdentar í Madrid eru enn í uppreisnar- hug og héldu um þúsund þeirra fund í dag, þótt þeir hefðu ekki fengið leyfi stjórnarvaldanna til þess, og báru enn fram kröfur um breytingar á skipulagi stúdentasamtakanna, þ.e. að þeir fái sjálfir að velja forystu sína. Tiltölulega lítið hefur borið til tíðinda við spænska háskóla undanfarna hálfa aðra viku, og hafa þá farið fram nokkrar við- ræður milli fulltrúa stúdenta og stjórnarvaldanna. Þær viðræður virðast þó engan árangur hafa borið. Meðan fundurinn f dag stóð yfir dreifðu stúdentar, sem fréttaritari Reuters kallar „vinstrisinnaða", flugmiða á göt- um Madrid og voru menn þar hvattir til að taka þátt í mót- mælafundi við byggingu mennta- Framhald á 9. síðu. 90 þingnwnn Breta fordæma gashernaS Bandaríkjamanna Hörð hríð gerð að Wilson á þingi vegna afstöðunnar til Víetnams: Kína heitir skæruliðum allri aðstoð LONDON 25/3 ~. Enn fleiri þingmenn hafa bætzt í hóp þeirra sem frodæmt hafa það framferði Bandaríkjamanna að nota eiturgas og napalmsprengjur í stríðinu í Suður- Vietnam og eru þeir nú orðnir níutíu talsins, flestir úr Verkamannaflokknum, en einnig nokkrir Frjálslyndir. Bæði vinstrimenn og stjórnarandstaðan deildu á stjórn Wilsons á þingi í dag fyrir afstöðu hennar til stríðs Bandaríkja- manna í Vietnam. . Áður en umræða hófst á þingi um þetta mál hafði verið hald- inn ráðuneytisfundur þar sem Michael Stewart utanríkisráð- herra gerði grein fyrir viðræð- um sínum við bandaríska ráða- menn, en þær fjölluðu einkum um stríðið í Víetnam. „100 manna nefndin" svokall- aða sem Bertrand Russell lávarð- ur átti mestan þátt í að stofna hefur boðað til útifundar i dag þar sem ætlunin er að skora á Harold Wilson að hann beiti sér fyrir að Bandaríkjamenn hætti við að færa stríðið út í Víet- nam. Það sló f hart með þeim Wil- son og leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Douglas-Hoimej á þing- inu f dag. Wilson hafði sagt að gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afstöðu stjórnarinnar f Víet- nam-málinu væru út í hött, en Douglas-Home sagðist þá hafa gagnrýnt Verkamannaflokks- menn sem gjarxian vildu skýla sér undir kjarnorbuhlíf Banda- ríkjamanna, en væru jafnan reiðubúnir að reka rýting í bak þeirra, hvenær sem þeir verðu hinn frjálsa heim fyrir ofbeldis árásum. Wilson varð æfareiður og svaraði: — Þér og margir vina yðar voru meira en fúsir að reka rýting f bak Bandaríkja- manna, þegar íhaldsstjórnin hafði brotið alþjóðalög í Súez fyrir nokkrum éxwca. Wilson réðst síðan að vinstri- mönnum í sínum eigin flokki og sakaði þá um blindni þegar þeir réðust á Bandaríkin fyrir að nota eiturgas og napalm- sprengjur. Stríð væri alltaf voða- legt hvaða vopnum sem væri beitt. Kína heitir aö'stoð. Þjóðfrelsishreyfingin í Suður- Víetnam hefur kunngert að hún áskilji sér allan rétt til að leita aðstoðar erlendis frá og fá bað- an bæði vopn og liðsauka, ef Bandaríkin hætti ekki árásarað- gerðum sínum. Þessum boðskap Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar svaraði „Al- þýðudagblaðið" í Peking óbeint í dag. Blaðið segir að Kína muni senda Þjóðfrelsishreyfingunni allt sem hún biður um. — Við erum einnig reiðubún- ir að senda okkar eigin menn hvenær sem íbúar Suður-Víet- nams óska eftir aðstoð þeirra f baráttunni gegn hinum banda- rísku áárásarmönnum. eaaír blaðið. hundruð verið handtekin, segir Reuter. En AFP telur að fimmt- án manns hafi látizt og 300 haR særzt. Innanríkisráðuneytið sagði í dag, að skólanemendur hefðu kveikt í bílum, ráðizt á verzlan- ir, pósthús og banka ' og reynt að brjótast inn í fangelsi tU að leysa fanga. Miklar skemmdir hafa verið unnar á síma- og raftaugum. Verkalýðssamband Marokkís boðaði f gær til allsherjarverk- falls í mótmælaskyni við fram- komu lögreglunnar. Tvö blöð sem hafa lýst andúð sinni á framferði stjórnarvaldanna hafa verið bönnuð. Blöð þessi eru gefin út af Istiqlal-flokknum er mestan þátt átti í þvi að Mar- okkó fékk sjálfstæði. Verkalýðs- sambandið segir að margir leið- togar þess hjifi verið handtekn- ir og innanríkisráðuneytið segir að foringjar hins bannaða kommúnistaflokks séu í fang- elsi. AFP segir að í dag hafi aftur verið boðað allsherjar- verkfall. Gyðlaist" fæst út- gef ið í Svíþjóð STOKKHÓLMI 25/3 — Hin um- deilda skáldsaga finnska rithöf- undarins Hannu Salama, „Mið- sumardansinn", sem liggur und- ir ákæru fyrir guðleysi og áfjög- urra ára fangelsisdóm á hætfcuj verður gefin út f Svíþjóð án nokkurra afskipta stjómarvald- anna þar. Kling dómsmálaráð- herra sagðist í dag hafa lesið bókina f sænskri þýðingu og taldi hann enga ástæðu til að banna útgáfu hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.