Þjóðviljinn - 26.03.1965, Page 3

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Page 3
Föstudagur 26. marz 1965 SÍÐA J Leiðtogar göngumanna viö kirkjuna í Selma sem lagt var upp £ gönguna frá. Göngunni mikiu í Aianama lauk í Moutgomery í gær 15.000 voru í göngunni þegar hún hélt inn í bæinn hundruð hermanna voru á verði við þinghúsið þar Þýzkir stríðsgiæpamenn fá sakaruppgjöf eftir tæp 4 ár Þingið í Bonn samþykkti að framlengja frestinn til fyrningar stríðsglæpa, en aðeins til ársloka 1969 BONN 25/3 — Dómsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, Ewald Bucher, baðst lausnar i dag eftir að sambandsþingið hafði samþykkt með 344 atkvæðum gegn 96 að framlengja fyrningarfrestinn fyrir stríðsglæpi fram til ársloka 1969. MONTGOMERY 25/3 — Hinni miklu mannréttindagöngu sem hófst í Selma, Alabama á sunnudaginn lauk í dag og höfðu göngumenn þá farið 80 km á fimm dögum. Þeir voru um 300 sem gengu alla leið, en þegar gangan hélt inn í Montgomery, höfuðborg fylkisins, í dag voru í henni um 15.000 manns, hvaðanæva úr Bandaríkjunum, hvitir menn og þeldökkir hlið við hlið, margir heimskunnir. Ekkert hafði borið til tíðinda í göngunni enda var gömgu- manna gætt af þúsundum lög- reglu- og hermanna sem lutu fyr- irmælum sambandsstjórnarinnar í Washington. Þegar gangan hélt inn í Mont- gomery í dag var einnig fjöl- mennt herlið á verði, sérstaklega um þinghúsið en þangað var göngunni heitið, og þyrlur hers- ins svifu yfir. Á húsþökum við Dexter Avenue voru hundruð hermanna og miðuðu byssum Stjórnarkreppu í Danmörku forðað á síðustu stundu KHÖFN 25/3 — 1 gærkvöld hafði verið búizt við því að stjóm Jens Otto Krags myndi biðjast lausnar þar sem ekkert sam- komulag hefði tekizt milli só- síaldemókrata og borgaraflokk- anna um „heildarlausn” á efna- hagsmálunum. „Ekstrabladet” skýrði í dag frá þvi að það hafi verið Per Hækkerup utanríkisráðherra sem hafi á síðustu stundu komið í veg fyrir stjómarkreppu. Hann hefði varla verið kominn heim úr utanlandsferð þegar hann að- faranótt miðvikudagsins hóf við- ræður við tvo af þingmönnum Vinstriflokksins sem tilheyra þeim armi flokksins sem nefnist „Liberal Debat” og er í andstöðu við flokksstjómina. Þeir lófuðu að fylgismenn beirra myndu styðja ríkisstjómina f þeim efnahagserfiðleikum sem hún á við að stríða, og sams konar loforð fékkst frá Róttækum. Dugði það til að hindra að þing- ið lýsti vantrausti á minnihluta- stjóm Krags. Blaðið telur lík- legt að þessir tveir þingmenn Vinstri flokksins verði teknir í ríkisstjómina. Þeim yrði þávafa- laust vikið úr flokknum. Með stuðningi þeirra og Róttækra hefði stjómin 89 af 177 þing- mönnum að baki sér. Ekki í stjórn Síðar í dag var skýrt frá því að þessir tveir þingmenn Vinstri- floksins Niels Westerbye og Börge Diderichsen, myndu ekki verða teknir í stjómina, en þeir myndu greiða atkvæði með henni þegar frumvarp hennar um gjaldahækkun kemur til um- ræðu á þingi. sínum, reiðubúnir að skjóta ef reynt yrði að efna til uppþota. Wallace fylkisstjóri í Alabama hafði hvatt alla hvíta borgarbúa að halda kyrru fyrir heima hjá sér eða á vinnustað meðan gang- an færi um bæinn og fundur göngumanna við þinghúsið stæði yfir. Hvatningu hans var fylgt því að það mátti heita að engin sála væri í námunda við þing- húsið nema hermenn oglögreglu- menn. Lögreglumenn á bifhjól- um Óku á undan göngunni eftir Dexter Avenue að þinghúsinu. Á tröppum þinghússins vom nokkrir þingmenn á fylkisþing- inu. Einn þeirra sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann væri í hemumdu landi. 1 göngunni var margt heims- frægt fólk, stjómmálamenn, í- þróttamenn og listamenn. Þar var t.d. hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bemstein, kvikmyndaleikaramir Anthony Perkins og Shelley Winters og Framhald á 9. síðu. Það voru flokksbræður Buch- ers í Frjálsa demókrataflokknum sem skýrðu frá þvi að hann hefði beðizt lausnar, en hann var reyndar búinn að heita því að gera það, ef þingið sam- þykkti að framlengja fjTningar- frestinn, sem átti að renna út 8. maí, þegar liðin eru 20 ár frá endalokum síðari heimsstyrjald- arinnar. Frjálsir demókratar voru yf- irleitt andvígir framlengingunni, en ekkert bendir þó til þess að fleiri ráðherrar flokksins (hann á fimm í stjóminni) myndu fara að dæmi hans. Afsögn hans mun þó vafalaust spilla stjómarsam- starfinu og sósíaldemókratar munu sjálfsagt reyna að notfæra sér sundrungina í stjómarliðinu, en þingkosningar eiga að fara fram í haust, og aðalstjómar- flokkurinn, Kristilegir demó- kratar, stendur illa að vígi að ýmsu leyti, einkum vegna hrak- fara stjórnarinnar á erlendum vettvangi. Framlengingarfrumvarpið var samþykkt við þriðju umræðu og hafði hún staðið allan daginn. Frumvarpið fer nú til efri deild- ar þingsins, en mun vafalaust einnig verða samþykkt þar. Þetta mál hefur verið mikið hitamál lengi í Vestur-Þýzka- landi og reyndar erlendis líka og er hæpið að fymingarfrest- urinn hefði verið framlengdur, ef ráðamenn í Bonn hefðu ekki óttazt viðbrögð manna í útlönd- um þegar stríðsglæpamönnum yrði veitt alger sakaruppgjöf eins og til stóð að gera frá 8. maí n.k. Sú krafa hefur verið borin fram, einnig í Vestur- Þýzkalandi sjálfu, að sett yrðu í lög að stríðsglæpir fymdust ekki. Svo langt vildi vesturþýzka þingið þó ekki ganga, en árslok 1969 voru valin með það í huga að þá verða liðin 20 ár síðan liemámsveldin heimiluðu vestur- þýzkum dómstólum að fara með mál þarlendra striðsglæpa- manna. Óvæntur sigur Frjálslyndra i aukakosningum i Bretlandi LONDON 25/3 — Frjálslyndi flokkurinn brezki vann í gær ó- væntan sigur x aukakosningum í skozka kjördæminu Roburgh, Selkirk og Peebles og er sigur hans talinn mikið áfall fyrir 1- haldsflokkinn sem áður hafði þingsæti kjördæmisins. 1 þingkosningunum í október hafði frambjóðandi Ihaldsflokks- ins sigrað þann Frjálslynda með 1.739 atkvæða meirihluta, en í gær vann frambjóðandi Frjáls- lyndi'a með 4.607 atkvæða meiri- hluta yfir íhaldsmanninn! Þetta er fyrsti ósigur Ihalds- flokksins í aukakosningum síðan í haust og minnkaði fylgi hans um rúmlega 4 prósent. Verka- mannaflokkurinn tapaði einnig álíka miklu, en Frjálslyndir juku fylgi sitt um 10 prósent. Frjálslyndir hafa nú 10 þing- menn. Ihaldsflokkurinn 302 og Verkamannaflokkurinn 315. Tvö þingsæti eru laus. Kosmos 64 MOSKVU 25/3 — í dag var enn skotið á loft frá Sovétríkjun- um gervitungli af Kosmos-gerð og ér það 64. tunglið af þeirri gerð sem fer á braut um jörðu. Miklar óeiróir í borgum Marokkós Hundruð hafa meiðzt, nokkrir látið lífið, margir teknir höndum, allsherjarverkfall CASABLANCA 25/3_Undanfarna daga hafa verið mikl- ar óeirðir í Casablanca og öðrum borgum Marokkós». Bejnt tiíefni þeirra hefur verið óánægja með boðaðar breytingar á fræðslulöggjöf landsins, en uppsteitur skólanemenda hef- ur leyst úr læðingi önnur öfl, fjandsamleg stjórn landsins. I uppþotunum í Casablanca síðustu daga munu sjö menn hafa beðið bana, um tvö hundr- uð hafa særzt og önnur tvö Spænskir stúdentar enn í uppreisnarhug MADRID 25/3 — Stúdentar í Madrid eru enn í uppreisnar- hug og héldu um þúsund þeirra fund í dag, þótt þeir hefðu ekki fengið leyfi stjórnarvaldanna til þess, og báru enn fram kröfur um breytingar á skipulagi stúdentasamtakanna, þ.e. að þeir fái sjálfir að velja forystu sína. 90 JYmgmemt Breta íordæma gashernað Bandaríkjamanna Hörð hríð gerð að Wilson á þingi vegna afstöðunnar til Víetnams: Kína heitir skæruliðum allri aðstoð LONDON 25/3 —> Enn fleiri þingmenn hafa bætzt í hóp þeirra sem frodæmt hafa það framferði Bandaríkjamanna að nota eiturgas og napalmsprengjur 1 stríðinu í Suður- Vietnam og eru þeir nú orðnir níutíu talsins, flestir úr Verkamannaflokknum, en einnig nokkrir Frjálslyndir. Bæði vinstrimenn og stjórnarandstaðan deildu á stjóm Wilsons á þingi í dag fyrir afstöðu hennar til stríðs Bandaríkja- manna í Vietnam. Tiltölulega lítið hefur borið til tíðinda við spænska háskóla undanfama hálfa aðra viku, og hafa þá farið fram nokkrar við- ræður milli fulltrúa stúdenta og stjórnarvaldanna. Þær viðræður virðast þó engan árangur hafa borið. Meðan fundurinn í dag stóð yfir dreifðu stúdentar, sem fréttaritari Reuters kallar „vinstrisinnaða”, flugmiða á göt- um Madrid og voru menn þar hvattir til að taka þátt í mót- mælafundi við byggingu mennta- Framhald á 9. síöu. Áður en umræða hófst á þingi um þetta mál hafði verið hald- inn ráðuneytisfundur þar sem Michael Stewart utanríkisráð- herra gerði grein fyrir viðræð- um sínum við bandaríska ráða- menn, en þær fjölluðu einkum um striðið í Víetnam. „100 manna nefndin" svokall- aða sem Bertrand Russell lávarð- ur átti mestan þátt í að stofna hefur boðað til útifundar í dag þar sem ætlunin er að skora á Harold Wilson að harrn beiti sér fyrir að Bandaríkjamenn hætti við að færa stríðið út í Víet- nam. Það sló f hart með þeim Wil- son og leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Douglas-Home, á þing- inu f dag. Wilson hafði sagt að gagnrýni stjómarandstöðunnar á afstöðu stjórnarinnar í Víet- nam-málinu væru út í hött, en Douglas-Home sagðist þá hafa gagnrýnt Verkamannaflokks- menn sem gjaman vildu skýla sér undir kjarnorkuhlíf Banda- ríkjamanna, en væru jafnan reiðubúnir að reka rýting í bak þeirra, hvenær sem þeir verðu hinn frjálsa heim fyrir ofbeldis- árásum. Wilson varð æfareiður og svaraði: — Þér og margir vina yðar voru meira en fúsir að reka rýting f bak Bandaríkja- manna, þegar íhaldsstjórnin hafði brotið alþjóðalög í Súez fyrir nokkrum árum. Wilson réðst síðan að vinstri- mönnum í sínum eigin flokki og sakaði þá um blindni þegar þeir réðust á Bandaríkin fyrir að nota eiturgas og napalm- sprengjur. Stríð væri alltaf voða- legt hvaða vopnum sem væri beitt. Kína hcitir aðstoð. Þjóðfrelsishreyfingin í Suður- Víetnam hefur kunngert að hún áskilji sér allan rétt til að leita aðstoðar erlendis frá og fá það- an bæði vopn og liðsauka, ef Bandaríkin hætti ekki árásarað- gerðum sínum. Þessum boðskap Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar svaraði „Al- þýðudagblaðið” í Peking óbeint í dag. Blaðið segir að Kína muni senda Þjóðfrelsishreyfingunni allt sem hún biður um. — Við erum einnig reiðubún- ir að senda okkar eigin menn hvenær sem íbúar Suður-Víet- nams óska eftir aðstoð þeirra í baráttunni gegn hinum banda- rísku áárásarmönnum. blaðið. hundruð verið handtekin, segir Reuter. En AFP telur að fimmt- án manns hafi látizt og 300 hafi særzt. Innanríkisráðtmeytið sagði í dag, að skólanemendur hefðu kveikt í bílum, ráðizt á verzlan- ir, pósthús og banka og reynt að brjótast inn í fangelsi til að leysa fanga. Miklar skemmdir hafa verið unnar á síma- og raftaugum. Verkalýðssamband Marokkós boðaði í gær til allsherjarverk- falls í mótmælaskyni við fram- komu lögreglunnar. Tvö blöð sem hafa lýst andúð sinni á framferði stjórnarvaldanna hafa verið bönnuð. Blöð þessi eru gefin út af Istiqlal-flokknum er mestan þátt átti í þvi að Mar- okkó fékk sjálfstæði. Verkalýðs- sambandið segir að margir leið- togar þess hgfi verið handtekn- ir og innanríkisráðuneytið segir að foringjar hins bannaða kommúnistaflokks séu í fang- elsi. AFP segir að í dag hafi aftur verið boðað allsherjar- verkfall. ©ufet“ fæst út- gefið í Svíþjóð STOKKHÓLMI 25/3 — Hin um- deilda skáldsaga finnska rithöf- undarins Hannu Salama, „Mið- sumardansinn”, sem liggur und- ir ákæru fyrir guðleysi og áfjög- urra ára fangelsisdóm á hættu, verður gefin út í Svíþjóð án nokkurra afskipta stjómarvald- anna þar. Kling dómsmálaráð- herra sagðist í dag hafa lesið bókina f sænskri þýðingu og taldi hann enga ástasðu til að banna útgáfu hennar. i 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.