Þjóðviljinn - 26.03.1965, Page 6

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Page 6
6. MSVIimv PSstodagur 26. marz 1®65 26 MENN DÆMDIR Í600ÁRA FANGELSIÁ SPÁNI Á ytra borði hefur Spánn ■bæði milda og þó fram- kvæmdasama löggæzlu. Fram- kvæmdir reynast að vísu oft heldur hægfara þegar um er að ræða ýmis minniháttar af-. brot og mildi fyrirfinnst eng- in, þegar að þvi kemur sem kallað er „glæpir gegn ríkinu". Samkvæmt skýrslu dóms- málaráðuneytisins, spánska, sátu samtals 11.350 fangar í fang- elsum landsins þann 1. febrú- ar síðastliðinn. Þetta samsvar- ar því, að 36 af hverjum 1000 mönnum sitji í fangelsi. Þessi hlutfallstala er hin næstlægsta í Evrópu, og Holland eitt er með lægri tölu — 32 fanga á þúsundið. Þó er erfitt að gera gildan samanburð, þar eð hegningarlöggjöfin er mismun- andi í hinum ýmsu löndum. 1 þeim löndum, sem betur eru stæð efnahagslega. eru þeir staklega er þetta algengt i hafnarbæjum; þar er sérhver dyravörður á litlum eða með- alstórum gistihúsum með ein- hverja sjálfevirðingu fær um að útvega sígarettuströngul — hvað þá annað — enn ódýrari en hann fæst tollfrjáls í flug- vélum og skipum. Að heita má ekkert er gert til þess að vinna bug á skækju- lifnaði. Ef það mál væri tek- ið alvarlegum tökum, yrðu fangelsi landsins á svipstundu yfirfull og allar snotrar skýrsl- ur yfirvaldanna væru að engu orðnar. 1 Madríd er meiri hlutinn af hinum dýrari skækj- um ráðnar sem „húsfreyjur“ á næturklúbbunum og launað- ar í samræmi við örlæti gest- anna. Yfirvöld Spánar eru geysi- stolt af því, hve lítið er um hjónaskilnað í landinu. Pró- ur hluti þeirra, sem dæmdir eru ifyrir „rán“ pólitískir fang- ar. En að hvað miklu leyti er þessum opinberu tölum treyst- andi? Að minnsta kosti eru þær langtum lægri en búizt hefur verið við og haft fyrir satt £ öðrum löndum, sérstak- lega hvað pólitískum föngum viðkemur. Ritari „Nefndarinn- ar til að vinna að frelsi póli- tískra fanga og flóttamanna" — Erik Stinus, telur þannig, að í spánskum fangelsum séu nú að minnsta kosti 4000 póli- tískir fangar. Hann skýrir svo frá, að á árinu 1962 einu sam- an hafi 574 pólitískir dauða- dómar verið upp kveðnir. Opinberlega er það tilkynnt, að 1964 hafi 26 dómar verið upp kveðnir yfir Spánverjum, sem á einn eða annað hátt höfðu mótmælt fasistastjórinni. iiak við þessa fangelsismú. a var Julian Grimau myrtur. fleiri, sem í fangelsi sitja m.a. vegna áfengisaksturs og skatt- svika. Samkvæmt opinberum skýrsl- um eru umræddir fangar dæmdir fyrir eftirfarandi af- brot: Glæpir gegn ríkinu 298 Ofbeldi 134 Þjófnaður 3797 önnur afbrot, rán o.s.frv. 4637 Skækjulifnaður, smygl, skatt- svik 840 Ýmis afbrot 153 Þessar tölur gefa þó enga raunverulega mynd af afbrot- unum. Þannig er t.d. smygl að miklu leyti látið óátalið. Sér- senttalan er þar 0,13 en myndi að sjálfsögðu breytast mjög, ef ekki kæmi til hjónabands- löggjöfin, sem til er orðin fyr- ir tilstilli hinnar kaþólsku kirkju. Þar við bætist, að fjöl- skylduböndin eru hefðbundin og sterk á Spáni og fjölskyldu- feðurnir hafa greiðan aðgang að „samböndum" utan hjór3- bandsins. 26 dómar En fremur öðru eru það „stjómmálaglæpir" sem áhug- ann vekja. Hinar opinberu skýrslur skýra svo frá, að 298 manns sitji í fangelsi vegna „afbrota gegn ríkinu“ en raunverulega er talsverð- Hinir 26 dæmdu hafa að sögn verið dæmdir í samtals 600 ára fangelsi! Nýr dómstóll Það er tiltölulega nýr dóm- stóll, sem beitt er gegn póli- tískum andstæðingum stjómar- innar Hann nefnist „Dómstóll opinbers öryggis“ og með réttu hefur hann orðið hataður dóm- stóll. Sem dæmi má nefna það, að dómstóllinn hefur tek- ið upp þá aðferð að hegna fyrir hvert atriði í ákærunni og síðan eru þeir dómar lagð- ir saman! Þessu var t.d. beitt geg.n verkalýðsforingjanum José Sandoval, sem fékk sinn dóm Þeir einir sem trúa á guð fá að flytjast til Kanada Hollenzkum h.jónum liefur tvisvar sinnum verið neitað um ríkisborgararétt i Kanada og hafa þau hjón þó búið þar í um það bil áratug, Ástæðan fyrir þessari staðfastlegu neit- nn er sú. að innflytjendur eru skuldbundnir til þess að trúa á guð eigi þeir að hafa ein- hverja von um það að finna náð fyrir augum kanadískra yfirvalda. Þau hjón hafa ákveðið að reka þetta mál áfram fyrir dómstólum þessa heims en bíða ekki hing síðara. Það var í haust sem þau hjón voru fyrst lýst „óhæf“ til ríkisborg- araréttar vegna þess að þau eru yfirlýstir guðleysingjar Fyrst kom mál þeirra fyrir héraðsdóm, sem komst að þeirri niðurstöðu, að þau hjón væru ekki fær um að sverja hinu nýja föðurlandi sínu hollustu- eiðinn þar sem í eiðstafnum stendur „svo; hjálpi mér guð“. Þau áfrýjuðu málinu til hæsta- réttar í Ontaríófylki en biðu þar einnig lægra hlut. Hæsti- réttur fylkising staðfesti það með öðrum orðum, að til þess að fá að flytjast til Kanada sé það skilyrði að maðurinn trúi — eða þykist trúa — á guð. Þau hjón hafa nú ákveðið aðstefna máli sínu fyrir hæsta rétt Kanada UgíHC.':*« • I<>< efeUKÍþfu* »!r A'íiiáiiiEþí»»á- «M-{»1«r -.ídírftU' ■ •MU & bfxií t»y> -*•- > JVUHOÍXOH - há. «<h> .pnwlwy. fí «#gfe.:b>Krv«.. mwftu Mjb '-íÍMfrtt -4 fiirthrúrtf ÍÓ <1w r>wJ» f* «« <«»»•• VftlN *f n dt !•>..„ K-<- . >4a<! hþþ'0»:. ;., ; d.-.:', ;;: -ftf: ftWKÍórto do I>fvft>- :: b>4, ♦!<! »vj:<t-<4» | }»- áf&tím > 1 • •urc,- f>>n<iui.>>i<tu\c- <N '»>.-• 6>m>* «wwí;»V»r tjtb- <■*«> ■fÍDiWf iPff: / h> >1 :p»w>*y . trrþptV<J v; * i£............ f................... ............. :>< JiÓOi'tpR" <ff !:< «>-.S»-<- • ,|„ <- , , •;». ••• . ■<- Kflíiit: :írt§íúwi, > <<>»«»» .ifrs ly':: -:: úfii- : <?*:■.; netesáríö' c«cit*>4t:» <> : •:«!C . ':„:<! .< :< vll.l.ir íéi>M«.v«<' UPli' } ;<t-'•--.<'•<> U 4/*S'4>. bá;-tWt.«h ««<■ MÍ>í«r »<> ctPþf<.< "'<•■'■ '>•' uv>.i>!l'<! *• <r<r>f(5t>' > 1<«*. Ift ií> <U'-tbX--F<<tU-',w - líxofrt .(þ»TU «4ft«ítfU* «l^odf> :> tfíMltW. >Ifc V.'.v, '>KJ . hkWártdf> » þtí •» ' «tWKtff<í, >ti -.. f«ítu{•».«>)■«h W þ»j -trt AWxþífifc< 4« ^«Mí)fW<JffftÉt«»- . 'j»c 1>* »<K< fU :'í:: >:4tdá4. .-!»>:••• 4<f ..^éí«ttnf<>tt«M : ; v>»<- .»»-4 þtu'tttiífá;:;^ ■í .•"i'-u Æte . }<<<• ifov 4<* 1as >i<p • : -fftlk ðft Ut Itfahos JfWrtfúftWW . imfat. «Jg <4>rpvwt y>«l*ttH)iA«* : þöf >>ÍC :j<>»öl xv'oímtfaito's' y jK'btK.'JW, »< HÉÉÍÉÉSÉÉÍSh . ,.h'o .Ie'<'W«t f«r* ..... {i«d«efc> W í»}c<’<x'í''v W. th»f««»'f3tt5fitaí4<>( ><*í>x< :■: :• vftiác:: l«i«f faÍ'tKláf •/ : j< :Wx í>ivc.ps þtffiofjrwf »íé nue«f>» juttv. »<f Á iirrihiúifiHiwYiriHÍWir<ff ........ • <•: I' ..'-il i'»i«> f'Jl':.- ........... < -1 . .-.ííí't. v Im fl,.> Spánska kommúnistablaðið „Mundo Obrero“ sem nú hefur verið gefið út ólöglega í meir en aldarfjórðung birtir hér fréttina um andlát Julians Grimau. í fyrra mánuði. Þetta óhugn- anlega reikningsdæmi leit þannig út hvað honum viðkom: Ólögleg stjórmnálastarfsemi 20 dr Ólöglegur áróður 3 ár Skjalafals 5 ár Fyrir að ganga undir fölsku nafni 3 mánuðir Samtals 28 ár og 3 mán. Við sama tækifæri voru tveir menn aðrir dæmdir, verkamannaforingjarnir Justo Lopez og Luis Antonio Gif. Þeir hlutu hver dóm upp á samtals 23 ára fangelsi. En það er fleira sem tíl greina kemur. Hafi hinn á- kærði við réttarhöldin látið sér um munn fara gagnrýni eða ásakanir viðvíkjandi hem- um, má taka málið upp aft- ur fyrir herdómstóli vegna þeirra orða einna saman. 1 máli Justo Lopez var þess krafizt, að hann fengi auka- refsing-u fyrir herdómstóli, og í Madríd var uppi um það orð- rómur, að sú refsing yrði dauðarefsing. Svo nafnið „við- bótarrefsing“ var nánast blekk- ing í því dæminu. Þegar þessi orðrómur komst á kreik, tóku mótmælin að berast hvaðan- æva að úr heiminum og nú virðist sem málið hafi verið látið niður falla. En það er erfitt að komast að hinu sanna cm slíkt eins og málum er háttað f Madríd. Dauðadómar Réttarfar Francos er ekki algjörlega ónæmt fyrir er- lendum viðbrögðum, enda þótt þeim sé vanalega lýst sem „undirróðursstarfsemi komm- únista“. Einn er sá hópur manna, sem ekki er á minnzt í hin- um opinberu skýrslum, það eru hinir líflátnu. Að því er bezt er vitað, hafa að minnsta kosti sjö manns verið dæmdir til dauða og líflátnir frá 1958. Margir þessara manna hafa verið dæmdir með skírskotun til atbi-rða sem eiga að hafa átt sér stað í borgarastyrjöld- inni fyrir mcir en aldarfjórð- ungi. Og hér stendur maður frammi fyrir óskýranlegu atr- iði í afstöðu spánskra stjórn- arvalda. Annarsvegar halda þau því oftlega fram, að á Spáni búi nú ýmsir þeirra sem þekktir séu fyrir rð hafa haft miklu hlutverki að gegna með lýð- veldissinnum í borgarastyrjöld- inni. Og engum dettur í hug að hrófla við þeim. Þeir hafa gefizt upp. Hinsvegar staðfesta fjölmörg réttarhöld og miskunnarlausir dómar það, að Franoo hefur engu gleymt. 19. október 1959 var Juan Garcia Suarez líflátinn. á Kan- aríeyjunum cftir að 20 ára fangelsisdómi hafði verið breytt í dauðarefsingu. Hann hafffi tekiff þátt I borgarstyrj- öldinni og falizt í fjöllum mörg ár áður en hann var handtckinn. I október 1960 voru tveir menn dæmdir til dauða fyrir aðgerðir í borgárastyrjöldinni. Það var hinn 43 ára gamti Anastasio Merino og hinn 53 ára gamli Alexandre Navarro. I ákærunni gegn þeim sagði, að þeir „samkvæmt vitnafram- burffi hefffu haldiff sig í ná- grenni við stað þar sem 18 á- hangendur Hægriflokksins hefðu verið líflátnir á fyrstu dögum borgarstyrjaldarinnar“. Þeir voru báffir teknir af lífi. Illræmdasta málið gegn pólitískum fanga hin síðari ár er málið gegn kommúnist- anum og verkamannaleiðtogan- um Julian Grimau. Hann var handtekinn, er hann sneri heim til Spánar eftir langa dvöl er- lendis. Ákæran gegn honum hljóðaði á pyndingar á föngum í borgarastríðinu og fyrir að vera meðlimur í hinum bann- aða kommúnistaflokki landsins. I fangelsinu var hann pynd- aður og meiddist, er hann hljóp út um glugga í stöðv- um öryggislögreglunnar. Þann 26. marz 1963 lýsti enski læknirinn Aaron Rappa- port svo heils-u hans: „Grimau Iíktist afturgöngu. Vinstra megin er andlit hans allt afmyndaff. Yfir gagnaug- unum hcfur hann djúp ör og virðist að nokkru leyti hafa misst minnið. Hendur hans eru lamaðar. Þegar Grimau var í apríl- mánuði lelddur fyrir herrétt- inn hafði hann náð sér þaff mikið, aff hann gat svarað á- kærunum á hendur honum að svo miklu ieyti sem dómsfor- seti leyfði: — Ég hef aldrei pyndað nokkurn mann, sagffi Grimau, — ég hcf ekki hæfileika tii slíks. Ég gcgndi þeim skyld- um sem löglega kosin stjórn Iandsins hafði falið mér“. 18. apríl var Grimau dæmd- ur til dauða. Hvaðanæva að úr heiminum bárust mótmæli og það var almennt álit, að dómendur þyrðu ekki að láta fullnægja óóminum. En því var ekki að heilsa. Grimau var h'flátinn 20. apríl. For- sætisráðherra Danmerkur va? einn hinna fyrsbu sem mót- mælti líflátinu. „Frá mannleg- um og siðferðilegum sjónar- miðum er liflátið forkastanlegt og frá pólitísku sjónarmitii heimska" sagði Jens Ofcto Krag. Nokkrum mánuðum síðar voru tveir anarkistar daemdir til dauða fyrir skemmdarverk og líflát þeirra er hið síðasta líflát pólitískra fanga, sem vitað er um á Spáni. Carlos Alvarez Málfrelsi hefur heldur auk- izt á Spáni, en þó er vart unnt að segja hvar yfirvöldin vilja draga markalinuna. Þrátt fyrir tiltölulega meira frelsi, hafa ýmsir orðið fyrir barð- inu á því, að málfrelsið er þegar bezt lætur takmarkað. Meðal þeirra er óneitanlega Carlos Alvarez. Alvarez er skáld og ma. kvikmyndagagnrýnandi við blaðið „Cinema Universit- tario“. Eftir frtimsýningu á Kafka-kvikmyndinni „Mála- ferlin“ reit einn af starís- félögum hans — Carlos Cuenca — í blaffið „Ya“ dóm þar sem hann veik að Grimau og lQtti honum við Adolf Eichmann. Alvarez mótmælti þessari sam- líkingu í bréfi, sem hann sendi ýmsum blöðum í Madríd. Bréf- ið var ekki birt. Síðar sendi hann ýmsum blöðum í Vestur- Evrópu, nta. „Dagens Nyhec- er“ í Stokkhólmi og „Informa- tion“ í Kaupmannahöfn, bréf- ið. Sbuttu síðar var hann hand- tekinn og ákærður fyrir að „útbreiða ólöglegan áróður". Við réttarhöldin var Alvarez að þessu spurður: — Fygduð þér fyrirskipumim einhvers flokks er þér rituðuð bréfið? — Nei, aðeins samvizku minni, svaraði Alvarez. Carlos Alvarez var dæmdur í þriggja ára og tveggja mán- aða fangelsi. Og þegar því var haldið fram, að hann hefði talað illa um herréttinn, sem hafði dæmt Grimau, hlaut hann viðbótarrefsingu upp á hálft ár við þann sama dóm- stól. Franco hershöfffingi þakkar guði fyrir sigurinn í borgara- styrjöldinni. Það rofar til á Spáni. Þeir ríku verða ríkari og hinir fá- tæku aðeins minna fátækir. En hvað viðkemur réttarör- ygginu, sem upplýsingamála- ráðherrann Manuel Fraga Iri- bame lofsyngur svo mjög — þá er því bezt lýst með tveim orðum: Grimau og Alvarez. (Erik Nörgaard í „Dagbladet"). Miðstjórn ræðir landbúnaðarmál MOSKVU 24/3 — Miðstjóm Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna hóf í dag fund sem helg- aður er sovézkum landbúnaðar- málefnum. Það var Leoníd Bresnéf aðalritarj flokksins, sem frá þessu skýrði í gær í veizl- unni, sem haldin var til heið- urs sovézku geimförunum Belja- éf og Leonof

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.