Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 7
Fðsfcudagur 26. marz 1965 HÓBVILJINN SlöA 1 Guðmundur Böðvorsson: Leikmannspistlar um landbúnao ¦ f síðasta tölublaði Verkamannsins á Akureyri er birt grein um landbún- aðarmál eftir Guðmund Böðvarsson. Leyfir Þjóðvilj- inn sér að endurprenta hana hér. Þegar áburðarverksmiðjan í Gufunesi var reist sáu snar- eygir fjármálamenn, aö þar mundi gróðavon þegar aðrir aðilar væru búnir að leggja fram meginhluta stofnkostnað- ar. Svo fór að vegna aðstöðu sinnar innan tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, náðu þess- ir menn þeim tökum á þessu fyrirtæki, að ekki verður ann- að sagt en að þeir hafi þar ráðið því sem þeim hefur þótt máli skipta fyrir sig og sína hagsmuni. Þo náðu þeir ekki formlega þeim tökum sem þeir höfðu hugsað sér í upphafi og er það mál svo kunnugt að ekki þarf að rekja. Pyrir ár- vekni og harðvítuga andstöðu Einars Olgeirssonar mátti segja að bjargaðist frumburðarrétt- urinn, — ef til hans þætti nauð- synlegt að grípa og hugrekki væri til að beita þeim rétti. Það mátti alveg merkilegt heita hvað forystumenn í land- búnaðarmálum, einnig sá flokk- ur sem telur sig fyrst og fremst þeirra málsvara á þingi, sem og bændur sjálfir, hvar sem var á landinu, voru steinblindir allir saman. fyrir því, sem hér var að gerast. Því vitanlega mátti það liggja í augum uppi að hér áttu bændur að heimta sinn rétt strax ög öskorað og taka í sín- ar hendúr stjórn og fjármál þessa fyrirtækis, en ekki að láta leggja sig niður við trog gróðarhanna, bundnir á höndum og fótum. Sem dæmi um það hversu áhrifalausir og van- megna bændur og þeirra ein- lægur vilji urðu um gang mála í Gufunesi, má geta þess, að í hliðargrein verksmiðjunnar, Áburðarsölunni, unnu tveir mehn, sem áttu óskorað traust baénda um land allt og höfðu alla sína starfsævi unnið í þeirra þágu, af þeim heiðar- leik serri aldrei varð dreginn í efa. Þessir menn voru hund- eltir úr því starfi sem þeir þarna höfðu innt af höndum um árabil, og innt af höndum á þann hátt að aldrei varð að fundið. Þeir voru flæmdir burt undir því yfirskini að hinn að- keypti áburður yrði mun 6- dýrari ef þeir væru látnir hætta störfum og annað fyrir- komulag upp tekið. Það þarf varla að geta þess að árang- urinn af þessu braski varð þveröfugur við það sem lofaS hafði verið: allur áburður, keyptur til landsins, hækkaði stórum í verði. En það voru ekki bændur sem stóðu að þessari breytingu. Allir þeir, sem ég heyrði tala um þetta mál voru breytingunni and- stæðir og þótti sá árangur fyr- irsjáanlegur sem varð. En þarna var þeirra vilji utan a- hrifa og sjónarmið hinna leiknu fjármálamanna alls ráð- andi. Nú er svo komið að bænd- ur hafa rumskað. Búnaðarþing hefur látið í ljós vilja sinn til þess að samtök bænda i landinu ráði meiru hér eftir en hingað til um stjórn, fjár- mál og allan rekstur áburðar- verksmiðjunnar, — og er vissu- lega betra seint en aldrei. Nú er þess að vona og á það að treysta, að þeir menn sem hér hafa vakið það mál, sem lengi hefur sofið, láti hvorki undan síga fyrir oskammfeilinni frekju eða lævísum loforðum, láti hvorki ginnast til afslátt- ar og undanhalds eða frestun- ar og „umþóttunar", upp á þann óvissa tíma sem tíðum verður langur um of. Áburðarþörfin í landinu fer sívaxandi. Það er meira en lítið nauðsynjamál að henni sé fullnægt á sem eðlilegast- an og ódýrastan hátt. Það er lífsspursmál fyrir bændastétt landsins að einmitt þetta mál hafi hún í sínum höndum svo frávikalítið sem verða má, og umfram allt ber að varast að braskarar og fjárplógsmenn fái á þessum vettvangi það athafnafrelsi og þau áhrif sem ráðið geta úrslitum. Það er mál sem þjóðina varðar alla, að hver einasta tegund land- búnaðarvara verði sem bezt, árvissust og ódýrust Og það er eitt af skilyrðum þess að svo megi verða, að þurrka í burtu allar óþarfa afætur á- burðarframleiðsTunnar. Það er falslaus , prófsteinn á styrk, hyggindi og framtíðarmögu- leika íslenzkrar bændastéttar, hversu fljótt og vel henni tekst að fylgja fram þvf máli sem hún hér hefur hafið. II. 1 umræðum um landbúnað á þessu landi og afstöðu hans til hagþróunar ríkisins, hefur fátt vakið svo mikla athygli undanfarið sem sú fullyrðing ýmissa mætra manna, að s/o sem þessi atvinnugrein sé rek- in hér nú, sé hún ekki ein- asta óaröbær og erfið þeim sem hana stunda, heldur hag- fræðilega séð til niðurdreps þjóðinni allri, þ.e. standi í vegi fyrir því að þjóðarauður vaxi og lífsskilyrði batni á eðlilegan hátt. Þó að sá sem þetta ritar sé nú hættur bú- skap, þá eru málefni hans ekki fjær honum en svo að hann getur vel ímyndað sér, að undir þessum dómi sé þungt að búa, þeim er enn leggja stund á framleiðslu landbún- aðarvara. og hafa gert þaS í þeirri góðu trú að þeir ynnu, sem þjóðféiagsbegnar, ekki ó- nytsamari störf en aðrir. Sumir sem um þessi mál hafa rætt og ritað hafa vissu- lega bent á leiðir til úrbóta, og þær helzt að færa búin saman, mörg í eitt og fækka stórlega því fólki sem við þennan atvinnuveg unir. Margt hefur verið á móti þessu haft og er það seint að rekja. Ég fyrir mitt leiti gæti vel hugs- að mér, að í náinni framtíð þætti það að ýmsu leiti hag- anlegra að hafa kúabúin stærri og færri. Og ef það kémur í ljós að slíkt fyrirkomulag gef- ur meiri arð fyrir minni vinnu, þá þarf ekki nema tvo til að byrja, fleiri koma á eftir ótilkvaddir. En um sauð- fjárbú gegnir auðvitað allt öðru máli, því þar kemur til sem jöfnust dreifing svo land- ið nýtist sém bezt. Við bú- um hvorki í Ástralíu eða Framhald á 8. síðu. Ályktun ársþings iðnrekenda: írlenda sérfræðinga um iðn- aíarmál hingað til ráðuneytis Meðar ályktana sem nýaf- staðið ársþing Félags iðnrek- enda 1965 gerði var eftirfar- andi samþykkt í þrem liðum: 1) Ársþing F.l.I. 1965 fagnar þeirri breytingu, er gerð var á frumvarpi til laga um rann- sóknir í þágu atvinnuveganna, sem lagt var fram á síða-ta Alþingi og telur að því hafi verið breytt til betra horfs með þeirri sjálfsögðu breytingu sem gerð hefur verið á skipun stjórnar rannsóknarstofnunar iðnaðarins. Þar til rannsóknarstofnun iðnaðarins, samkvæmt frum- varpinu, hefur verið sett á stofn leggur ársþingið áherzlu á, að leitað verði álits og til- lagna F.I.I. um skipulagningu rannsóknarverkefna iðnaðar- deildar atvinnudeildar Háskól- ans, svo sern ráð er fyrir gert í lögum um hana, og FÍI hefur borið fram ósk um í bréfi til menntamálaráðherra dags. 3. febrúar síðast liðinn. 2) Samfara auknu frelsi í innflutningi fullunninnar vöru og minnkandi tollvernd, og þar af leiðandi aukinni sam- keppni á innlendum markaöi, verður æ brýnni þörf á að fs- lenzk iðnfyrirtæki tileinki sér nútímatækni í framleiðslu og vinnuhagræðingu og fylgist með þróun þessara mála hjá nágrannaþjócum okkar. Ein leið að þessu marki er að íá erlenda sérfræðinga til ráðu- neytis. Sakir hins mikla kostnaðar, sem þessu er samfara, væri æskilegt að stjórn félagsins leiti til stjórnarvalda um milli- göngu við útvegun slíkra sér- fræðinga, t.d. á vegum O.E.C. D. og svipaðra stofnana. Þá leggur ársþingið til að skrifstofa Fll hafi starfandi á sínum vegum ráðunaut, sem leiðbeint gæti félagsmönnum um öflun aðstoðar við lausnir vandamála á sviði hagræðing- ar, skipulagningar, tækni og rannsóknarmála. Jafnframt beinir ársþingið því til stjórnar FÍI til athug- unar að skipa nefnd, t.d. 3ja félagsmanna, sem væri henni til ráðuneytis um þessa starf- semi. 3) Ársþingið vill vekja at- hygli á því, að með þeirri þró- un efnahagsmála, sem nú á sér stað, skapast óhjákvæmi- lega erfiðleikar fyrir ýmsar greinar iðnaðarins. Þessir erf- iðleikar koma aS sjálfsögðu sérstaklega hart niður á fyrir- tækjum, sem eru svo smá, að þeim er um megn að nota sér nýjustu tækni og framleiðslu- aðferðir. TO YOTA - bílar frá Japan koma til Norðurlandanna it\ Þessa mynd fengum við senda frá Danmörku á dögunum og fylgdi henni sú skýring að hún sýndi m/s „Carmen", eitt af hinum stóru flutningaskipum sænska skipafélagsins „Wallenius Lines" sem sérstaklega er smíðað með bifreiðaflutninga fyrir augum. Aðalumboðs- maður japönsku Toyota-bíl- anna á Norðurlöndum hefur tekið á leigu tvö þessara skipa til flutninga á 1350 Toyota-bílum til Norðurland- anna næstu vikurnar. Er „Carmen", skipið sem mynd- in er af, væntanlegt til Dan- merkur í byrjun næsta már.- aðar, en hitt skipið siglir með bílafarm frá Japan f maí. Síðan er gert ráð fyrir fleiri slíkum ferðum til Norður- landa í sumar, þannig að á þessu ári munu alls verða fluttir þangað 3000 Toyota- bílar frá Japan. -^r* Skipin afferma í Fred- erica eða Árósum í Dan- mörku en síðan eru bifreið- arnar gerðar klárar tQ. af- hendingar í nýrri verksmiðju sem japanska bflaumboðid hefur komið upp í Middelfart — og í umræddri frétt segir að þaðah sé bílunum sfðan dreift til kaupenda f Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og á Islandi. Ekki er blaðinu kunnugt um hver umboðið hefur fyrir Toyota-bílana á hendi hér á landi, né hvort einhver innflutningur jap- anskra bfla hingað sé ráð- gerður. 100.000 krónur „Frjáls þjóð" bírtif" það sem Alexander Guðmundsson talaði á fundinum „Spurt og spjallað" fyrra mánudag um bændamál- efni. Alexander lagði til að hverjum bónda yrðu réttar 100 þúsund krónur í staðinn fyrir — já í staðinn fyrir hvað? Eru bændur á nokkurri ölmusu hjá ríkissjóðnum fram yfir það sem þjóðhagslega er rétt og skylt að til þeirra renni? Talan virð- ist fundin með deilingu bænda, að tölu, í þá upphæð sem ríkið greiðir þeim í útflutningsbæt- ur á vörur sem eru gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið, og vaxa við það að verðmæti allt upp í 125%, og svo þá upphæð sem ríkið greiðir vegna neytenda, og þó frekast fyrir sjálft sig, þar sem kaup allra landsmanna yrði að vera því hærra sem fólkið þarf að greiða meira fyr- ir lifsþurftir sínar. Þessar 100 þúsund krónur hafa gægzt fyrr um skráargat um dagsljós þjóð- málanna, og er þetta ekki verri sjúkdómur en annað flest, reyndar allt, í hugmynda- heimi atvinnu- og fjármála- manna á íslandi. Alexander, sem er greindur maður og hef- ur hugsað um þessi mál, ætti ekki að þurfa að'byggja mál- flutning sinn á þessum reikn- ingi. Englendingar greiða niður verð á landbúnaðarafurðum meir en flestar aðrar þjóðir og vinna með því tvennt, að halda niðri verðinu fyrir þann al- menna neytanda, sem jafnan er launalítill og kaupgetulítill, en þjóðhagslega höfuðnauðsyn að allir geti neytt þessara vara. og svo hitt sem þeim líkar ef- laust ekkert miður, lágt mark- aðsverð fyrir innflutning ann- arra þjóða í landið og er það eitt sem íslenzkir bændur þurfa að horfast í augu við af rétt- sýni, að þeim skuli láð að geta ekki framleitt fyrir þetta nið- urgreidda markaðsverð á Eng- landi, og hver kjaftstampurinn af öðrum þykist þarna geta notað bullu sína. Englending- ar greiða beint til bændanna niðurgreiðslur á afurðum, en það er ekki fyrir það að á því sé nokkur eðlismunur og þeim greiðslum sem íslenzka ríkið innir af hendi í sama skyni. Hér ér það munurinn á verzl- unarháttum, sem þessu veld- ur. Englendingar koma með sína gripi á markað, þar sem haldið er uppboð á þeim og kaupir slátrarinn sem síðan selur kjötkaupmönnunum. Op- manna. Hér er eing og í •'Bn#- landi skráð það verð sem bændur eiga að fá fyrir fram- leiðslu sína, og þegar búið er að athuga það hvaða verð á að vera á framleiðslueiningu með sölukostnaði, geymslu, flutningi, vaxtareikningi, á- byrgð og slíku, þá kemur rík- ið til skjalanna og greiðir þetta verð niður, gem svo er kallað á málleysu, og í tvennum til- gangi, að forðast kauphækkun fyrir atvinnuvegina og ríkis- sjóð, og til að skapa hóflegt Eftir BENEDIKT GÍSLASON inber verðákvörðun fer fram á því hvað bændur eiga að fá fyrir verðeininguna, en glátrar- inn kaupir með tilliti til kaup- getu fólks svo sem hann þekk- ir hana bezt og getur þar ver- ið mikill munur á eftir byggð- arlögum og einstökum ástæð- um, t.d. í árferði. Gripir bænd- anna eru metnir af þar til kvöddum ábyrgum mörtnum og bændur varast að koma með gripi sem ekki ná fyrsta flokks mati, því að ef uppboðsverðið fellur af þeim sökum að gripir séu rýrir, dregur ríkið. af greiðslu sinni til bænda. Grip- irnir eru svo vegnir og reikn- að út afurðamagnið og kemur þá í Ijós mismunurinn á því sem slátrarinn hefur greitt og því sem bændur eiga að fá, og innan lítils tíma hefur ríkið "reitt hverjum bónda það sem hann á að fá fyrir sína fram- leiðslu á markaðinum. Þetta er eftir upplýsingum frá skozkum bónda, íslenzkum, um 1955-56. Það eru víst þessar greiðslur sem Alexander er að vitna í. Hér gegnir öðru máli. Hér slátra bændur sjálfir sínum gripum og setja sitt kjöt frá sláturhúsunum til kjötkaup- verð fyrir almennan kaupgetu- lítinn neytanda. Greiðslan gengur eðlilega til sláturhús- anna, sem þurfa að standa bændunum gkil á sínu og selja vöruna undir verði tH kjöt- kaupmanna. Það bil á framlag ríkisins að brúa. Hér er enginn eðlismunur á greiðslum þess- ara nefndu ríkja í þessu sama augnamiði, aðeins aðferðar- munur hjá bændum að selja. Þetta snertir íslenzka bændur ekki hið minnsta. Þetta er mál ríkisins og bændur greiða eins og aðrir í ríkissjóðinn það fé, sem hann þarf að nota til þessa og annars. Það hefur þó komið fyrir að þessi greiðsla ríkissjóðs hefur ekki verið næg og hefur það valdið því að bændur hafa stundum ekki fengið það verð fyrir afurðir sínar, sem þeim ber eftir verð- skráningunni. Hefur það bótt bera vott um fjárraálasnilli visdómsmanna, að þama gátu bændur tapað. Það er náttúr- lega alveg sérstakt þegar kerl- ingar og jafnvel blaðasnápar reka upp formælingaröskur um bændur, yfir sínum heilsufars- lega mat sem til bændanna er Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.