Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.03.1965, Blaðsíða 10
1Q SÍÐA MÓÐVILIINN Föstudagur 26. rnarz 1963 UNDIR MÁNASIGD Skáldsaga eftir M. M. KAYE á eftir sér annan vænginn og glennti upp gogginn. — Glæsilegt skot, hrópadi Conway, sem kom aðvífandi. Snúðu hana úr hálsliðnum, ann- ars stingur hún af. Þær eru skollanum lífseigari ...... Hann beygði sig, en Vetra varð fyrri til. Hún lyfti stóra fugl- inum í fang sér og hörfaði frá honum. Andlit hennar var ná- fölt og ótti og skelfing undan- farinna mánaða var uppmáluð í augum hennar, stórum og hræðslulegum. — Komdu með hana, sagði Conway. Þú getur ekki : kálað henni. Það þarf krafta til. — Komdu ekki nálægt henni! Rödd hennar var skerandi. Hún er bara særð. Hún deyr ekki. Þú mátt ekki drepa hana! — Hvaða fíflalæti eru þetta! Legðu hana frá þér undir eins! Hann teygði sig í áttina til hennar, en hún stökk til hliðar og flýði með særða fuglinn í fanginu. Heitur hálsinn á gæs- inni lá yfir öxl hennar og særði FLJÚGUM ÞRÍÐJUDAGA FIMMTUDAGA LAUGARDAGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 Smurt brauð Snittur við Óðinstorg Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegl 18, III hæð (lyfta). SÍMI 24 616. P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI 33 9 68 — Hárgreiðslu- og snyrtistofa D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN — Tjarnar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMl 14 6 62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Lauga- vegi 13 — SÍMI 14 6 56 NUDD- STOFAN er á sama stað vængurinn náði næstum niður á jörð. Oddinn var bugðóttur. Hátt grasið náði upp að neðstu grein- um trjánna. Vetra æddi af stað í blindni, gagntekin óskiljanlegri hræðslu og örvílnun. Hún sá ekki Alex fyrr en hún hljóp beint í flasið á honum. 65 Alex hafði staðið við bugðuna á oddanum, en hann hafði skotið með hangandi hendi. Hann hafði verið að hugsa um annað. Hann hafði allt í einu áttað sig á til- gangi þessarar stórkostlegu veiði- ferðar. Hann var svo nærtækur, að honum var ráðgáta að hann skyldi ekki hafa skilið það sam- stundis. En nú var það um sein- an. Hann hefði átt að hindra þetta. En hvemig? Barton hefði aldrei leyft það. En kannski — gæti þetta snúizt við. Svona ein- falt var það, og hann hafði ekki komið auga á ástæðuna fyrr. Alex skaut eftir einstökum fugli. Hann féll niður særður framar á oddanum. Niaz gaf frá sér vanþóknunarhljóð og Alex fleygði til hans byssunni: Fjand- inn hirði fuglinn! Hann gekk eftir oddanum og rótaði í vös- um sínum eftir sígarettu, þeg- ar Vetra kom beint í flasið á honum. Alex greip um axlir henni og hélt henni fastri og starði inn í óttaslegin, örvílnuð augun. Hún hafði reynt að slíta sig lausa en hafði þá séð að það var Alex sem hélt henni. — Alex .... Alex, ekki drepa hana! Láttu hann ekki .......... Hún rétti honum þungan fuglinn og langur, slappur hálsiim dingl- aði máttleysislega. — Hún er dauð, vina mín, sagði hann rólega og tók af henni gæsina. — Nei! Nei! Hún er ekki dauð. Bara særð. Grái búningur- inn hennar var allur ataður í blóði að framan, svo að það hefði mátt ætla að hún sjálf hefði orðið fyrir skoti. Alex fylltist skyndi- legum ótta; það var eins og hjarta hans herptist saman. Hann lét gæsina síga niður í grasið og Vetra greip 1 hand- legg hans eins og hún ætlaði að taka hana. En allt í einu hallaði hún sér upp að öxl hans og fór að gráta. Alex stóð grafkyrr og hélt um hana. Hann fann hvemig grannvaxinn líkami hennar titraði og skalf í fangi hans. Það var daufur lavendililmur úr hári hennar eins og kvöldið í virkinu f Delhi. Hinar ólíkustu tilfinningar hrærðust með hon- um. Hann langaði til að hrinda henni frá sér og hann langaði til að þrýsta henni að sér, en hann stóð kyrr og hélt henni blítt og varfæmislega í fangi sér. Þessi skerandi grátur nfsti hjarta hans og andlit hans var afmyndað af reiði og hörku. Ekki núna. Ó, guð minn góður, ekki þetta! hugsaði Alex. Ég af- ber það ekki. Sólin brenndi axl- ir hans og býflugumar suðuðu Ietilega milli blómaima á kikar- trjánum; skothvellimir virtust langt í burtu. Loks hljóðnaði gráturinn og hætti. Hann sleppti henni varlega. Hún gerði enga tilraun til að fela útgrátið andlitið. Hún leit- aði að vasaklút og dró upp lít- inn, næfurþunnan bleðil, atað- an blóði. Alex tók upp sinn eigin klút og rétti henni. Taktu heldur þennan, sagði hann hressilega. Hann er stærri og talsvert hreinni. Hann virti hana i fyrir sér með innilegri blíðu, meðan hún þerraði vot augun og snýtti sér, án þess að hafa á- hyggjur af útlitinu; honum flaug í hug að það væru víst ekki margar konur sem hefðu ekki skammazt sín fyrir að láta sjá sig svona; flestar hefðu víst snúið sér frá til að fjarlægja vegsummerkin. Vetra braut saman vasaklút- inn og dró djúpt andann. Fyrir- gefið mér, sagði hún. Ég skil ekkert í hvað gekk að mér. Hún stóð sundarkom og hugs- aði málið. Ég held það hafi staf- að af því að ég var að enda við að fagna þessum fagra og frið- sæla morgni og svo komu skot- in og eyðilögðu allt saman. Svo féll særða gæsin alveg við fæt- uma á mér. Conway hafði skot- ið hana .... og hann ætlaði að drepa hana og .... — Það var ég sem særði hana, sagði Alex. — Þér? Hún leit undrandi á hann og hnyklaði brýnnar. — Já, ég sá hana falla og var á leið eftir henni. — Ó. Hún stóð kyrr og horfði niður í grasið. — Gerir það nokkum mun? Hún leit upp og mætti augna- ráði hans. Já. En ég veit ekki hvers vegna. — Er það betra? .......... Eða verra? Hún svaraði ekki, og Alex Iyfti hendinni og strauk fingur- gómunum yfir enni hennar. Hrukkið ekki ennið, vina mín. Svo þungbært getur það naum- ast verið. Fáið mér vasaklútinn. Hann tók klútinn,. gekk að vatninu og kom til baka með blautan klútinn. Hann þvoði blóðið af fötum hennar og róaði hana með því að þau myndu fljótlega þoma í sólskinmu. Og komið nú og reynið að skjóta önd. Þér hafið aldrei handleikið veiðibyssu. Það fór hrollur um Vetru og hún leit á hann logandi augum. Alex mætti rólegur augnaráði hennar. Yður finnst þetta hrana- legt og hörkulegt eftir það sem gerzt hefur? En þetta er heil- brigð skynsemi, skal ég segja yður. Rétt eins og það er skyn- samlegt af byrjanda sem dettur af hestbaki að setjast strax á bak aftur. Hafið þér ekki orðið fyrir því? Þér munuð komast að raún um að það þarf æfingu og .leikni ,til að hitta mark sem er á hreyfingu, það er allt ekki eins auðvelt og þér haldið. Og það gerir talsverðan mun. — Ég kæri mig ekkl um að drepa .... alls rftki. Ef ég hitti fugl, myndi ég kannski aðeins særa hann, eins og gæsina þama. Alex hleypti viljandi hörku í rödd sína: Hvað haldið þér að verði um dýrin þegar þau eld- ast? Níu af hverjum tíu þeirra deyja kvalafullum dauða. Þetta á líka við um tamin dýr hér á landi. Ég átti í gær leið fram- hjá uxa sem hafði dottið í skurð og fótbrotið sig á tveimur fót- um. Krákumar voru búnar að kroppa úr honum augun og flækningshundar voru að glefsa í hann. Þetta var skammt frá þorpi og að minnsta kosti tutt- ugu manns gengu framhjá á hverjum klukkutíma, en engum datt í hug að binda enda á þjáningar hans. Vetra tók andköf. Drápuð þér hann? — Já, reyndar, og fékk ákúr- ur hjá bramínanum á staðnum, góðvini mínum, en ofstækisfull- um í trú sinni. Að skjóta endur er í rauninni ekki dráp. I fyrsta lagi eru þær matur og fara ekki til spillis. 1 öðru lagi útheimtir það leikni. Yður langar kannski ekki til að reyna, en það væri hollt fyrir yður að líta á málið frá öðru sjónarmiði. Sem móteit- ur gegn tilfinningasemi. Hæðnistónninn hafði sfn áhrif. Það var einmitt þetta sem hún þurfti með. Hún elti hann hik- andi. Alex rétti henni byssu og gaf henni nokkrar leiðbeiningar. — Munið að hreyfa yður með fuglinum og ætla á um hraðann. Nú eru nokkrar urtendur að koma þama frá vmstri.-Nú....! Vetra skaut. Fuglamir þrír juku hraðann og hurfu. Ekki nógu langt fyrir framan þá. Reynið aftur. Hann lét hana skjóta æ ofan f æ og eftir fyrstu þrjár, fjórar tilraunimar hvarf ótti hennarog andúð og hún hugsaði aðeins um kenninguna og beindi allri at- hygli sinni að hinum flöktandi skotmörkum'. Stundarfjórðungi síðar tók -Alex af henni byssuna og skaut tvo fugla með metra millibiH og hún fann ekki leng- ur til skelfingar, aðeins áhuga Vetra var setzt í grasið, þar sem sólin skein gegnum lauf- þykknið. Jæja, sagði Alex. Nú líður yður betur, er ekki svo? — Jú. En ég kæri mig samt ekki um að skjóta. — Það skiptir engu máli. En það getur verið gott að rækta með sér vissa tilfinningu fyrir hlutföllum. Hann lagði byssuna frá sér og settist í grasið við Uppreimoðír strigaskór Gúmmískór með hvítum sólum CONSUL CORTINA bllalelga magnúsar skipholtl 21 slmar: 21190-21185 ^ eltaukur <§u&mundóóon HEIMASÍMI 21037 S KOTTA Æ, Jói grímudansleikurinn er anpað kvöld, í kvöld er árshátíðin. í yðar þjónustu alla daga Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT fyrir neðan Miklatorg (gegnt Nýju sendibílastöðinni). ír Eigum ávallt fyrirliggfandi ☆ flestar stærðir af hjólbörðum ☆ og felgum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23. — Sími 10-300. BLAÐADREIFING Þjóðviljann vantar nú þegar olaðbera í. Seltjamames L Skúlagötu. Tjamargötu. Skipholt. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. Auglýsið i ÞJÓD VILJANUM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.