Þjóðviljinn - 04.05.1965, Síða 4
4 SlÐA
ÞJðÐVIUINN
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19.
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Meiri reisn
JJeykvískt launafólk fjölmennti í kröfugöngu og
á útifund verklýðssamtakanna í Reykjavík 1. maí
og lagði með því áherzlu á kröfur sínar um veru-
legar kauphækkanir, styttingu vinnutímans og auk-
ið félagslegt réttlæti í samningum þeim sem nú
eru framundan. En þrátt fyrir góða þátttöku var
ekki sama reisn yfir þessum degi og oft áður; hann
reis ekki upp úr gráum hversdagsleik hinna rúm-
helgu daga sem hvatning til stórbrotinnar sóknar
og fyrirheit um fegurra og réttlátara mannlíf, eins
og baráttudagar verklýðshreyfingarinnar þurfa að
gera. Ástæðan var meðal annars sú að kröfur dags-
ins voru nær einvörðungu bundnar við samnings-
gerð þá sem á að vera lok'ið eftir fáeinar vikur,
en þess sá lítinn stað í kröfugöngunni að alþýðu-
samtökin ættu sér háreistari hugsjónir.
Auk þess fór það svo að þótt samstaða um hin
nærtækustu viðfangsefni í kjaramálum ætti að
vera hugmynd dagsins stóðst hún engan veginn
í verki. Þegar Guðmundur J. Guðmundsson,
varaformaður Dagsbrúnar, hafði lokið ágætri og
markvissri ræðu sinni á útifundinum, birtist þar
Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður, gekk alger-
lega í berhögg við samkomulag verklýðsfélaganna
og hegðaði sér eins og atvinnurekendasambandið
og ríkisstjórnin ættu aðild að útifundinum. Hann
flutti áróður fyrir gerðardómum, enda nýbúinn að
samþykkja þvílík nauðsynjalög í efrideild alþing-
is, beitti sér gegn kröfum verkalýðsfélaganna um
kauphækkanir og taldi það nærtækasta viðfangs-
efni alþýðusamtakanna að berjast fyrir sjónvarpi
og erlendri stóriðju á íslandi! Framkoma Eggerts
G. Þorsteinssonar var móðgun við alþýðusamtökin
og tvöföld óvirðing við það Alþýðuflokksfólk sem
gert hafði samkomulag um baráttumál dagsins.
JJæða Eggerts G. Þorsteinssonar var raunar fróð-
legt dæmi þess hversu fljótir hugsjónalausir
metorðastritarar eru að fjarlægjast viðhorf verka-
fólks þegar þeim hefur tekizt að hreykja sér ofan
á stétt sinni. Og það dæmi mætti vera mönnum á-
minning um það að verklýðshreyfingin er annað
og meira en samningavél og innheimtustofnun.
Svo mikilvægir sem einstakir kjarasamningar eru
næst því aðeins árangur á þeim vettvangi að
verklýðshreyfingin sé áhrifamikið og djarft þjóð-
félagsafl, að hún eigi hugsjónir og dirfsku til að
fylgja þeim fast fram. Það þjóðskipulag hins vinn-
andi manns, sem er hinn raunverulegi tilgangur
með baráttu verklýðshreyfingarinnar, mun aldrei
nást með samningum um kaup og kjör einvörð-
ungu, heldur með þjóðmálabaráttu í víðtækasta
skilningi þess orðs. Verklýðshreyfingin hefur sett’
sér það mark að breyta þjóðfélaginu í þágu vinn-
andi alþýðu; hún má aldrei missa sjónar á því
markmiði og verður að meta hvern einstakan á-
fanga með tilliti til þess. Því getur eining sem ein-
vörðungu á að vera bundin við næsta sporið aldrei
komið í stað hinna langærri sjónarmiða, og þvílík
samstaða mun aðeins endast skamma stund; að
öðrum kosti væri verklýðshreyfingin að selja
frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. —m.
Þriðjudagur 4. maí. 1955
Líftaug íslenzku þjóðarínnar
Góðir sýningargestir!
Listhneigð og listfengi hafa
jafnan verid aðalseinkunnir ís-
lenzku þjóðarinnar. Fyrir
sagnaritun og ljóðagerð var
hún frægust og er ennþá
Glæsilegasta tímabilið frá upp-
hafi íslandsbyggðar er við
sögur og sagnritun kennt. Þeg-
ar á landnámsöld og lengi síð-
an voru íslenzk Ijóð eftirsóti
útflutningsvara. Mál og menn-
ingu, þjóðlíf og örlög miðalda
um mikinn hluta Evrópu hafs
íslenzk skáld og sagnaþulir
endurspeglað og varðveitt öðr-
um þjóðum og seinni tímum
til fróðleiks, ununar og eftir-
breytni á margan hátt. Bók-
menntimar hafa viðhaldið
tungunni, þær og hún verið
líftaugar frelsis og sjálfstæðis,
aflgjafi og yngingarlind. Og svo
er enn.
1 nánum tengslum við bók-
menntir þjóðarinnar hafa og
ávallt verið aðrar listir, svó
sem tónlist og myndlist.
Skjöldur Eiriars skálaglámms
var skreyttur fegurstu mynd-
um, sögulegs efnis, að því er
segir í Egils sögu. Guðríður
Þorbjarnardóttir kvað í veizlu
að Herjólfsnesi kvæði svo
fagurt að enginn þóttist heyrt
hafa með fegri rödd kvæði
kveðið. Þessi tvö dæmi úr
fombókmenntum sýna, hve
náið myndlist og söngur í
förnöld voru tengd bókmennt-
unum. Hið sáma sýna hinar
mörgu útskurðarmyndir frá
seinni öldum, svo og rímnalög-
in, að ógleymdum margs kon-
ar hannyrðum.
Hinar fornfrægu sögur Is-
lendinga voru letraðar á skinn.
En þær voru eigi aðeins bók-
menntaafrek heldur og myndlist-
arverk. Líkt og skjöldur Ein-
ars skálaglamms var grafinn
og málaður myndum sögulegs
efnis, svo voru og handritin
myndskreytt og gerð af hin-
um mesta hagleik. Virðist því
íslenzka myndlist, þar með tal-
inn útsaum, vefnað, skurð,
líkneskjagerð og málverk, orð-
ið að rekja til ritaldar og það-
an aftur í gráa forneskju vík-
ingatímans.
Og allt var þetta nátengt og
skylt bókmenntunum, líftaug
andlegrar sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Þannig var til að mynda
Bólu-Hjálmar eitt öndvegis-
skáld vort fyrr og síðar, einnig
tréskurðarmeistari.
Ég sagði, að bókmenntimar,
orðlistin, hefðu verið líftaug
sjálfstæðinnar, þeirrar andlegu
og þá auðvitað hinnar stjórn-
arfarslegu um leið. En þær
voru líka landkynning, fram-
lag til heimsmenningarinnar,
gjöf til mannkynsins.
Þróun nútímabókmennta hef-
ur verið í fullu samræmi rið
hinn forna arf. Þær eru verð-
ug. ávöxtun hans, þegar vel
hefur tekizt, greinar, sem gró-
ið hafa á hinum gamla meiði®*
Ifftrésins, en eigi aðeins bók-
menntagreinar heldur og fleiri
kvistir. . Sumum þykja nokkrir
af þeim kvistum kynlegir.
Ýmsir mundu telja þá til kal-
viða. Sbr. orðin klessumálverk
og atómljóð. Ég hef einnig
heyrt lærðan bókmennta- og
málfræðing nefna hin síðar-
töldu fúlegg. Sjálfur er ég
enginn sérstakur aðdáandi
abstrakt-myndlistar eða óbund-
ins Ijóðs. En hvort tveggja get-
ur eigi aðeins haft fullan rétt
á sér, heldur og verið nauð-
synlegir áfangar f eilífri þró-
un listanna.
Allar listir, sem og önnur
menningarviðleitni, er stöðug
leit að tjáningarformi og að-
ferð, hvort sem notuð eru orð,
tónar, línur eða litir — leit
að nýjungum, endurnýjun, við-
leitni til vaxtar. Svo kvað
Sigurður Breiðfjörð:
Sá er skáld, sem skapar,
fæðir, málar
myndir þær í þanka sér,
sem þekktum ekki forðum
vér.
Þóroddur Guömundsson rithöfundur flytur ræðu sína við setningu menjúngarviku Samtaka her-
námsandstæðinga sl. laugardag, 1. maí. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Ræða Þórodds Guðmundssonar skálds við upphaf
menningarviku Samtaka hernámsandstæðinga
fræðslu og gleði, en listamönn-
unum uppörvun. Þökk sé þeim
sem hér hafa lagt og leggja
munu hönd á plóginn við und-
irbúning, lán listaverka, bók-
mennta- og tónlistarframlag,
túlkun og tjáningu.
Listhneigð og listfengi hefur
jafnan verið líftaug íslenzku
þjóðarinnar, rótin að meiði
þeim, er breiðir lim sitt æ
hærra og víðar, aflvaki og
meginrök tilveru, frelsis og
sjálfstaeði, endurheimt og við-
hald hvors tveggja. Því til efl-
ingar og staðfestu er þessi
menningarvika haldin.
„Veldur viðleitni vexti Öll-
um“, kvað skáldið. Á það jafnt
við lífstré listanna sem annan
gróður. Svo sem askur Ygg-
drasils átti sínar traustustu
rætur hjá brunnum Urðar og
Mímis: við uppspr^ttyr .l^jóss
ög heiðríkju, spektár og
mannvits, þannig sækir lífs-
tré listarinnar anda og inn-
blástur, næringu og afl að öðr-
um þræði til fegurðar og heil-
agleika himins, en á hinn bóg-
inn f skaut jarðar, arfleifð
kynslóða og reynslu, sem gerir
hvem mann ríkari, heilsteypt-
ari og betri.
Sé hvors tveggja gætt, má
vænta „ mikils af íslenzkri list
um ókomin ár. Þá mun við-
leitnin eigi aðeins valda vexti
öllum, heldur og iverða til
„gagns og gæfu -og göðmenn-
ingar“. Þá mun og sannást það,
er Fornólfur kvað:
Minningin frá menningunni
manntakið í nútíðinni
framtíð skulu hefja haest.
Að svo mæltu segi ég þessa
sýningu opnaða.
Svo kvað annað skáld um
föður sinn látinn:
Veldur viðleitni
vexti öllum
gagns og gæfu
og góðmenningar.
Læsir nú leiði
hins lenda manns
vaxtarviðleitni
vallgróanda.
Vér skulum vona að sprot-
ar þeir, sem hér um ræðir,
verði ekki kalviðir, heldur
laufgist og beri anganrík blóm,
miklu fegurri en þeir enn hafa
gert, og að egg fuglanna, sem
í framtíðinni, gera sér hreið-
ur í laufinu, verði ekki fúlegg,
heldur komi á sínum tíma úr
þeim vel skapaðir ungar, er
hljóta sönglist í vöggugjöf og
síðar meir draga amsúg á
flugnum.
íslenzk list hefur aldrei ver-
ið svo fjölþætt og margslung-
in sem nú. Áðan gaf ég í skyn,
að hún líktist tré, og hafði
þá í huga ask Yggdrasils, er
átti sér þrjár rætur: eina við
Mímisbrunn, þar sem spekt og
mannvit er í fólgið, aðra hjá
Urðarbrunni, helgsistað mikl-
um, þá þriðju yfir Niflheimi,
en undir þeirri rót er Hver-
gelmir, og gnagaði hana Nið-
höggur neðan.
Úr þeim blessuðu brunn-
um Urðar og Mímis birgir
þetta tré lífs og listar sig upp
af hvers konar speki og
reynslu kynslóðanna aö öðr-
um þræði og helgidómum
frá guðanna ríki hins vegar.
En „gnagar Niðhöggur neðan“.
Á meðan fslenzkir listamenn
hafa hug og dug til að fara
sínar brautir, hvað sem hver
segir, viðurkenna hver annan,
hvort sem þeir eru hefðbundn-
ir í formi eða módemistar, að-
hyllast rómantík eða raunsæi,
húmor eða alvöru, svo lengi
er þeim óhætt, svo lengi ganga
þeir á Guðs vegum. Svo lengi
sem Niðhöggur öfundar, ill-
girni, skilningsleysis og sundur-
þykkju ekki nær að gnaga
neðan þennan lífsmeið ís-
lenzkrar tilveru er öllu óhætt.
Lánist oss að gera þann eit-
urorm óvirkan, mun lífstréð
góða blómgast áfram, limar
þess aukast, söngfuglar gera
sér hreiður í greinum þess,
er verða æ laufríkari eftir því
sem ár og aldir líða.
Halldór Kiljan Laxness hef-
ur sagt, að lslendingar "hafi
aldrei haft sér neitt til
ágætis annað en bókmennt-
ir. Þessi orð hefði vel mátt
færa til sannsvegar, þá er þau
vom sögð fyrir alllöngu, en
tæpast nú. Svo mikilli þróun
hafa aðrar listir tekið á
síðustu ámm. Við gömlu
bókmenntagreinamar ljóðlist
og sagnritun, sem Kiljan hef-
ur vísast haft í huga, hefur
bætzt mjög athyglisverð leik-
ritagerð og leiktúlkun, endur-
vakin byggingalist og háþróuð
myndlist. Sýning sú, sem hér
hefur verið opnuð, á að gefa
hugmynd um sumt það, sem
verið er að gera nýstárlegt á
þeim vettvangi. Bókmennta-
kynning sú, tónlist og leiksýn-
ingar þær, sem á eftir fara, em
hlíðstæð svipleiftur samtímans
á þeim sviðum.
Menningarvikan, sem nú fer
í hönd, mætti alveg eins nefn-
ast listahátíð. Tilgangurinn
með þeirri hátíð er að veita
þeim, sem hennar njóta,
AÐGANGUR OKEYPIS