Þjóðviljinn - 04.05.1965, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.05.1965, Síða 10
IQ SlÐA HÓÐVILIINN Þriðjudagur 4. maí 1963 UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE og mennimir hörfuðu, því að þeir voru hindúar og að drepa brahmina myndi kalla yfir þá eilffa fordæmingu og gera þá að úrhrökum meðal trúbræðra sinna. — Farðu, sagði Kishan Prasad um öxl við Alex. Farðu aftur fyrir mig og hlauptu inn í skóg- inn. Ég get ekki gert meira. Skuldin er greidd. Alex svaraði þreytulega: Rao Sahib, ef ég ætti eina kúlu eft- ir, myndi ég skjóta yður nú, fyrir það sem þér og menn yður hafa gert í dag. — Það getur enn orðið, sagði Kishan Prasad. Fljótir nú. Hann færði sig fjær dyrun- um og stóð milli Alexar og ofsareiðra mannanna sem stóðu við hinn endann af veröndinni, og Alex gekk meðfram múrnum að hinum endanum, niður þrep- in bakvið húsið og hljóp í átt til skógarins bakvið tollskýlið og kofana. Hann heyrði hávaðann magn- ast að baki sér og kúla þaut rétt fyrir ofan höfuðið á honum. Svo komst hann út í háa grasið og Smurt brauð Snittur við Óðinstorg. Sími 20-4-90 HÁRGREIÐSLAN Hárgreíðslu- og snvrt.istofs Steinu og Dódó Lau?ave?t 18 III hæð Ovftal SfMI 24 6 16 P IT R M /\ Garðsenda 21 - SfMl 33 9 68 — Hárgreiðslu- og snyrtistofa DÖMUP' Hárgreiðsla við allra hæfi — T.JARNARSTOFAN - Tiamar götu 10 — Vonarstrætismegin - SÍMl 14 6 62 Maria OuðmundsdóttÍT Lauga veg* 13 SÍMI 14 6 56 NUÐD STOFAN er á sama staC hljóp inn í lágskóginn, þar sem hann fór að hlapa samsíða veg- inum, því að taldi h'klegt að leitarmenn hans hugsuðu sem svo að hann myndi flýja inn í frumskóginn þar sem hann væri þéttastur. Hann hélt sig eins nærri veginum til Lunjore og hann þorði. Þeir myndu hafa gætur á veginum, svo að það var mikilvægt að komast yfir óséður og sem fyrst. Hann ruddi sér leið inn í þykkni af bamb- us og lágrunnum svo sem tíu 92 metra frá vegimum, og þar lagð- ist hann og hlustaði vandlega. Skothríðin var hætt, en hann heyrið hrópandi raddir, sem fjar- lægðust og studdu þann grun hans að þeir leituðu hans í skóginum bakvið tollskýlið. Skömmu seinna heyrði hann hófatak á veginum. Tveir menn voru á leið til Lunjore aftur. Hann heyrði annan þeirra segja: Nú, hvað um það? Hann kemst ekki yfir ána og hann hefur hvorki vopn né mat. Hann deyr í frumskóginum. Ég ríð til Del- hi .. Röddin dó út. Þegar hann áleit að þeir væru komnir nógu langt burt, skreið hann ofur varlega enn nær veg- inum, svo að hann gæti gefið honum gætur. Hann var kominn svo sem fimm hundruð metra frá tollskýlinu, en vegurinn var þráðbeinn, svo að þeir sæju hann, ef hann hlypi yfir hann. Sólin var nýhorfin bakvið trjákrónumar. Páffugl gargaði skammt frá honum. Svo heyrði hann í örðum reiðmanni, sem kom á þeysireið neðan frá fljót- inu; þykkt rykský þyrlaðist upp fyrir aftan hann. Þarna kom tækifærið. Um leið og reiðmaðurinn var kominn framhjá honum, spratt hann á fætur og hljóp yfir veg- inn hulinn hinu kæfandi ryk- skýi. — 33 — Prestar jörmuðu í musterun- um í Lunjore, hom gullu úr mjótumunum, það dundi í trumbum og eldflaugar þutu upp í loftið og fólkið ruddist hávært og hrópandi um götumar. Nú var Indland laust við alla fer- inghia, hrópuðu mennimir í fögnuði sínum, ogg gortuðu af dáðum sínum og fjölda þeirra hvítu manna sem þeir hefðu slátrað. Þeir sýndu hreyknir ránsfeng sinn og skreyttu sig með stolnum skartgripum. Mílu vegar fyrir utan borgina var herstöðin, rupluð af ræningj- um og brennuvörgum. Stöku verur voru á stjákli milli yfir- gefinna húsa til að leita að glöt- uðum eða ófundnum feng, en þegar skuggamir tóku að lengj- ast eftir hin hömlulausu morð og gripdeildir dagsins, fóru jafnvel úrhrök borgarinnar að finna til óttablandinnar hjátrúar og kveiktu í fáeinum húsum f við- bót áður en þeir höfðu sig skelk- aðir á brott. Sepoyamir sem ætluðu að halda til Oudh til að vinna fylk- ið að nýju, höfðu haldið f vest- urátt til Delhi, þegar fréttist að brúin hefði verið sprengd f loft upp. 1 hlnum sóra embættisbústað sendiherrans lágu hinir dauðu á dreif um garðinn og rúnar stof- urnar. Og f skóginum bakvið við virkisgröfina hvöldi frú Holly- látin. Sjakalar og hýenur, gammar og hræfuglar gátu lifað góðu tífi dögum saman, því að einnig á sléttunni á leiðinni til Hazrat- Bagh lágu líkin í hrönnum. Her- liðið f Suthragunj hafði gert upp- reisn, þegar fregnimar bárust frá Lunjore. Hermennimir höfðu drepið liðsforingjana og lagt und- ir sig vopnabúrið og eins og Kishan Praead hafði mælt fyrir, höfðu þeir lagt af stað eftir nýja veginum til að sameinast liðs- sveitunum frá Lunjore og halda þaðan til Oudh. Yusaf hafði beðið þar til þeir voru komnir á tiltekinn stað á veginum. Alex hafði sagt hon- um hvar hann skyldi skjóta og ein hleðslan kveikti í hinni næstu og vagnamir með skot- færabirgðunum höfðu sprungið í loft upp með miklum gný, sem heyrðist langar leiðir. Þegar eld- urinn var kulnaður og reykurinn horfinn, var þama enginn vegur lengur, aðeins ringulreið. Yusaf beið þar til páfuglamir hófu kvöldsöng sinn og hinir fáu menn sem eftir voru, höfðu snúið til baka sömu leið. Þá drakk hann úr vatnsflösku sinni, snæddi nesti sitt og skreiddist úr felustað sínum bakvið klett- na. Eins og bréfdúfa sem leitar eimkynna sinna, hélt hann í ttina til heimabyggðar sinnar í orðvestri. Hann axlaði byssu ina og hélt af stað. Vetra og Lou Cottar höfðu heyrt skothríð úr fjarska og fjarlægan dyn af sprengingu. Skothríðin hafði staðið allan daginn og þær höfðu skilið hvað hún táknaði; þær höfðu beðið og hlustað. Alex og Niaz höfðu einu sinni dvalizt nokkrar vikur í Hirren Minar til að veiða í grenndinni, og þeir höfðu komið sér sæmi- lega fyrir. Herbergið var stór, ferhymdur salur, gluggalaus á þrjá vegu, en á fjórðu hliðinni voru súlna- bogar, tVeir þeirra voru enn skreyttir steinmyndum. Gegnum bogana var gengið út á flatt þak með hálfhrundu steingrindverki. 1 einu hominu var hlaði af tjöldum og aðeins tvö höfðu hvít- maurar eyðilagt. Lou Cottar hengdi nokkur þeirra upp á milli súlnanna til að halda burtu flugum og skorkvikmdum og notaði sum til að stúka af her- bergi handa Alex, og Vetra hjálpaði henni; en meðan þær voru að því voru þær sann- færðar um að hann kæmi ekki aftur, en það var betra að hafa eitthvað að fást við. Þær höfðu sópað með háu, stinnu grasinu. Þær unnu kapp- samlega til að forðast umhugs- unina um allt hið skelfilega sem þær höfðu orðið vitni að þá um morguninn. Þær urðu fyrir hvem mun að komast hjá því að hugsa, og þær voru fegnar því að Lotta skyldi þurfa á hjálp þeirra og umönnun að halda og þær urðu að vera hressar og bjartsýnar í návist hennar til þess að hún yrði ekki hrædd. Lou Cottar sagði að hún hefði séð glitta í fljótið ofanaf flata þakinu og hún ætlaði að reyna að sækja vatn. Vetra hafði látið leirbrúsann síga niður til hennar í bandi — og hún hafði lagt af stað til að finna ána, sem var svo nærri, en þó svo erfitt að komast til. Vetra tók allshugar fegin á móti henni þegar húri kom til baka, meira en klukku- tíma seinna. Mér þykir það leitt, sagði Lou afsakandi. En það er svo ógreiðfært; við verðum að reyna að marka einhverja braut begar við förum þangað næst. Við verðum að toga vatnið upp í reipi; ég get ekki borið það upp stigann. Vetra drakk með áfergju, með- an Lou Cottar setti fáein villi- blóm í vatn í blikkdós handa Lottu. Ég fór í bað, sagði hún og‘ setti upp vott hárið. Það var dásamlegt. Bakkinn er snarbratt- ur og það eru sandeyrar héma megin en bakvið eitt tréð er ör- lítil vík, þar sem hægt er að halda sér fast £ trjárætur. Þú ættir að fara líka áður en dimm- ir. Sólin var komin í hæðviðtrjá- krónurnar og lengi vel höfðu þær engin skot heyrt. Þær horfðu hvor á aðra en sögðu ekkert, því að báðar vissu um * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 FERÐABILAR 9—17 farþega Mereedes-Benz hópferðabílar af nýjustu gerð til leigu í lengri og skemmri ferðir. Símavakt allan sólarhringinn. FERÐABÍLAR sími 20969 Haraldur Eggertsson. SKOTTA King Featurea Syn&cate, Inc., 1964. Wnrlrl ngKtj^ Foreldrar eru mikið vandamál, en ég býst við að maður geti ekkl verið án þeirra. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" UN0AK6ATA 9 REYKJAVIK SlMI 21260 SlMNEFNI • SOKETY CONSUL CORTINA bflalelga magnðsap sklpholll 21 sfmap: 21190-21185 ^Caukur Gju&ntundóóon HEIMASÍMl 21037 Gallabuxur - Molskinnsbuxur Nylonúlpur — Gallonjakkar — Lopapeysur á mjög hagstæðu verði. Verzlunin ó. L. — Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu)’. Flugferðir um heim u/lun Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl 7). PERÐARKRIFSTOPAN LA N nSVN ^

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.