Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.05.1965, Blaðsíða 7
í'östudagur 7. maí 1965 HtoVILIINN StBA 7 og upp i þrjár andstæöar skoð- anir“. Frægustu nýjungar innan tékkneska leikhússins eru Lat- ema magica og Svarta leikhúsið. Latema magica er fólgið í samfléttun kvikmynda og sýn- inga á sviði, en í Svarta leik- húsinu er sjónhverfingum beitt í þágu leiklistarinnar. Listir erú útflutningsvara Tékka og Slóvaka. Þannig eru leikflokkar, einkum frá Svarta leikhúsinu á stöðugum sýning- arferðum um veröldina. Einn var í Ástralíu og annar í Aust- ttrlöndum í haust. Tónlist Mór er sagt að það muni vera um 60 kvikmyndahús i Prag, og þar eru sýndar mynd- ir hvaðanæva úr veröldinni, en sctí bandarískrar framleiðsiu mun ekki saurga þar léreftið. Tékkar sögðu mér í haust, að þeir hefðu ekki efni á því að leigja nema beztu myndir sem völ væri á frá útlöndum. Þannig lítur hver sínum aug- um á silfrið. Reynsla mín bendir til þess, að aðsókn að kvikmyndahúsum sé gríðar- leg eins og annarsstaðar. Þeir eiga merkilegan kvikmynda- iðnað sjálfir, og fer orðstír hans vaxandi með ári hverju. Tékkneskum kvikmyndaiðn- aði er skipt niður í fimm sjálfstæðar framleiðslueining- ar, og íramleiðir hver sex myndir á ári. Sérgrein þeirra hefur verið brúðu- og teikni- myndir, sem hlotið hafa heimsfrægð fyrir löngu, og var hið frábæra listaverk um Góða dátann Svæk sýnt hér í Gamla bíói fyrir allmörgum árum. Nokkr- ar tékkneskar stórmyndir hafa borizt hingað, en annars þekkj- um við lítið til þeirra. Hinir ungu tékknesku kvikmynda- Hér vestra hafa menn fjarg- j viðrazt mjög um ófrelsið, sem ríki í listum í alþýðuveld- unum. Þeir, sem hæst hafa látið, hafa auðvitað gleymt því, að mörg mestu listaafrek ver- aldar hafa verið unnin í ein- ræðisríkjum og fyrir einræðis- stofnanir, en það er önnur saga. Nú eru þeir, sem hugsa um málin af hlutlægni og skynsemi, teknir að velta því fyrir sér, hvort sé skaðlegra listum pólitískt eftirlit alþýðu- veldanna eða harðstjórn sölumennskunnar og einræði fjármálavaldsins hér vestra. Eystra mun afstaða til valdsins rædd af meiri hlutlægni en tíðkast í höfuðstöðvum borg- aralegs lýðræðis. Tékkneska kvikmyndin: Hugrekki fyrir hversdagsleikann .eftir Evald Schrom, er djarft innlegg í þær umræður. Þar er það dregið upp á nöturlegan hátt, hvernig pólitísk trúmennska gejur einangrað mann frá öðrum mannlegum verum. — Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, þá gætum við, frjálsir menn Vestur-Evrópu, vaknað upp við það dag nokkurn, að vera orönir meiri undirlægjur Valdsins en veraldarinnar sam- borgarar okkur austar í álf- unni. Mig bar til Tékkóslóvakíu vorið 1956. Eftir förina skrif- aði ég nokkrar greinar í þetta blað og sé nú. að mér hafa þótt Tékkar dálítið harðir 1 dómum um sjálfa sig. „Mér varð dálítið bilt, þegar ég bað ráðgjafa mína við mennta- málaráðuneytið og háskólann að sýna mér nútímalistasöfn. en fékk þau svör, að þau væru alls ekki siónarverð. Prag er borg listasafna, og eitt sinn var hún nefnd listasafn Evrópu. — Þeir sögðust eiga ágæt mið- aldasöfn. þau skyldi ég skoða, en varast að eyða dýrmætum Vor í Prag — tími blómaskrúðs og frægrar tónlistarhátíðar. gerðarmenn þykja bæði firna- djarfir og hugkvæmir. Margir þeirra sækja efni sitt í dag- lega lífið, hversdagsleikann í kringum sig, og nota óleik- lært fólk á tjaldinu. Þetta er fólk, sem sækir á nýjar leið- ir. Vera Chytilova er ein af brautryðjendum tékkneskrar kvikmyndagerðar á síðustu ár- um, en annars er það tómt mál að þylja hér upp nöfn og titla mynda, sem ber e. t. .v aldrei fyrir augu íslendinga. 1 vor birti Árni Bergmann nokkur tíðindi af tékkneskri kvikmyndagerð hér í blaðinu, og gat þess þá m.a., að ensk- ur gagnrýnandi. Kenneth Tyn- an hefði öfundað Jan Nemec af því algjöra frelsi sem hann Ieyfði sér við gerð myndarinn- ar: Demantar nætursnnar. tíma í skoðanir n nútímalist. — Þegar þeir níddu listastarf- ið í landinu sem ákafast, heyrð- ist mér þeir stundum segja: „Við ætlum að verða höfuð- snillingar . . . Líttu á hvað við gátum og komdu bráðum aftur.“ Þannig sé ég, að ég hef lok- ið grein sumarið 1956. Þá hafði ég hitt ritstjóra tékkn- esks listatímarits að máli, en sá hafði m. a. gist Island. Hann sagði mér eins og ýmsir aðrir, að skapandi listastarf- semi hefði enn ekki náð sér í landinu eftir stríð, „en við ætlum að rífa okkur upp og við skulum gera bað“. Ég held að þeir séu á góðri leið með að standa við heit Rabans rit- stjóra. Bjöm Þorsteinsson. ÆSKUFÓLK! FJÖLMENNIÐ í KEFLAVÍKURGÖNGUNA ' . . ;x ■■(££<■ r.***? "" ^VARANRÍ jgir hllruysi MÉBgi ,5LANÞf JPHj iúPiHU burt & -cimJSSB* • tW*. Þessi mynd er tekin við upphaf Keflavíkurgöngu. Þá er venja að halda stuttan útifund áður en lagt er af stað. Þátttaka. ungs fólks setti mikinn, svip á gönguna í fyrra og svo þarf það að verða enn. Við skorum á allt ungt fólk að fjölmenna í Keflavíkurgönguna 9. maí, annað hvort með því að ganga alla leiðina eða hluta hennar. Skrifstofa Samtaka hernámsandstæðinga teknr við nöfnum göngu- fólks; sími 20155. ÆSKAN ★ OG SOSi ALISMINIi OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN - RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNOSSON, ARNMUNDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON Ágætt tölublað NEISTA komið út Þáttinn „Af íslenzku þjóð- félagi“ skrifar að þessu sinni Magnús Jónsson og kallar höfundur hana Hugleiðingu um íslenzka menningu. Magnús talar enga tæpitungu: „Allt að 30 þúsund mörlanda eiga þess kost að horfa reglulega á bandaríska hermanna&jónvarp- ið. Það skiptir ekki máli hvort menn kjósa heldur krassandi hasarmyndir eða hákristilega og uppbyggjandi dagskrá — smám saman verða áhorfend- ur margir hverjir umskiptingar. Það liggur í augum uppi að bandarískt sjónvarp mótar með áhorfendum bandarískt viðhorf, bandarískt mat á verðmætum, manngildi og staðreyndum.“ Loftur Guttormsson, sagn- fræðingur ritar grein um Als- ír. 1 inngangi greinarinnar segir Loftur: „Fyrir nokkrum árum hefði það þótt ótrúleg saga að Algeirsborg, sem þá var vettvangur grimmilegrar styrjaldar, hryðjuverka og pyndinga og höfuðvígi hinna harðsvíruðustu nýlenduseggja, sem fallandi heimsveldi Frakka hafði getið af sér, yrði þess umkomin að bjóða tugþúsund- um ungmenna hvaðanæva að til samkomuhalds innan borg- armúra sinna sumarið 1965. Samt sem áður er það nú staðreynd að 9. heimsmót æsk- unnar verður háð í Algeirs- borg dagana 28. júlí til 8. ág- j úst. Og þar sem allar líkur j eru til þess að nokkrir tugir ] íslenzks æskufólks muni halda j til þessa móts, þykir Neista • hlýða að kynna lesendum sín- ] um lítillega lani og þjóð, og ] þó einkanlega þá atburði, sem ! markað hafa sögu Alsír frá ■ því er það hlaut sjálfstæði." B ] Þó svo að sagt sé í inngangi, j að þessi kynning Neista á Als- ! ír sé „lítilleg“ ber ekki að j taka það hátíðlega, því grein ■ þessi er í hvívetna fróðleg. s bæði fyrir þá, er halda til Als- ír i sumar og eins fyrir hina, er heima sitja, en hug hafa á að kynna sér sögu þessa sér- stæða lands og þjóðar. 1 þessu tölublaði er einnig birtur útdráttur úr dagskrá 9. heimsmóts æskunnar og skýrt er frá tilhögun ferðarinnar þangað suður. Þess er áður getið að for- síðumyndin sé að þessu sinni af nótnablaði tónverksins Fönsun III. eftir Atla Heimi Sveinsson. I blaðinu sjálfu er hins vegar birt í heild for- spjall það, sem lesið var á undan flutningi tónverksins. Forspjallið er sannarlega þess vert, að það yrði líka birt í heild hér á síðunni, en vegna rúmleysis verðum við að láta þessa stuttu tilvitnun nægja: „Það var aldrei ætlun mín að semja tónverk á venjuleg- an hátt hvorki með tilliti til lengdar verksins né, annarra eiginleika, venjulegt merkir hér, eins og áður var gert, og er aðeins endurtekning og upp- tugga sem á ekkert skylt við sköpun Sköpun er eitt- hvað sem aðeins gat orðið til á ákveðnum tíma við vissar aðstæöur og aldrei var til áður og aldrei er hægt að endurtaka”. „Heimspekingur, listamaður af guðs náð, málari, rithöfundur, skáld, lagasmiður, músikin er hans hálfa líf og vel það. En þó framar öllu maður, með lif- andi sál.“ Þetta er upphafið á viðtali við Pétur Pálsson, sem er múrari að atvinnu en hefur auk þess fengizt við allt það sem áður um getur í talsverð- um mæli. Þetta er sá hinn sami Pétur Pálsson, sem samdi lögin f Sðleyjarkvæði, sem var lesið og sungið á menningar- viku Samtaka hernámsand- stæðinga. Raunar er kannski ekki rétt að kalla þetta viðtal. Þetta eru einræður Péturs Pálssonar, sem hefjast á þessa leið: „List- in er tvíbent: hún einangrar, eða það eðli hennar að gera manninn að fullkomnari. skilningsríkari samfélagsveru. Sénídýrkun er tóm tjara, snilli þeirra helgast af uppruna þeirra úr mannhafinu." Fimm kvæði frumort er að finna f Neista, Stef, Fiðlan cg Úr fjötrum eftir Pétur M. Páls- son, Kjósandinn eftir Þorstein frá Hamri og Vikublað eftir Dag Sigurðarson. Geigerteljarar fslenzkrar tungu heitir grein eftir Rögn- vald Hannesson. Lýkur henni á þessum kafla: „Sagan af sex- tíumenQ.ingununv kennir okkur ýmislegt um það, hve mennta- mönnum er nauðsynlegt að styðjast við framsækin þjóðfé- lagsöfl, eigi þeir að geta bar- izt fyrir félagslegum og menn- ingarlegum framförum.. Þessi saga kennir okkur, að borgara- stéttin er ekki f neinum vand- ræðum með að hunza þau málefni sinna frjálslyndu menntamanna, sem hún telur sig engin not hafa af, jafnvel þótt þau horfi til menningar- auka og þjóðþrifa. Þessi saga kennir íslenzkum mennta- mönnum það alveg sérstaklega, að þeir verða að leita s.tuðn- ings annarra þjóðfélagsafla en ríkisvalds borgaranna til að standa vörð um sæmd og menningu þjóðarinnar. Og þessi saga er nokkurt umhugs- unarefni þeim „frjálshuga" menntamönnum sem hafa til- einkað sér orðagjálfur borg- aranna um frelsi og lýðræði, hlíft sér við að athuga hlut- ina frá hlutlægum, stéttarleg- um viðhorfum og bölsótast gegn kommúnisma af tilfinn- ingasemi og meykerlingarleg- um pempíuhætti. Hitt er svo annað mál, hversu bær stéttir sem ættu að vera framsæknar og róttækar hafa staðið i stykk- inu til að verðskulda traust menntamannanna. en bað er efni í aðra grein.“ — Hér hefur verið drepið á brot alls bess efnis, sem þetta tölublað NEISTA flytur, en að auki má nefna greinina Að deyja í Madrid eftir German Leyens f þýðingu Sólveigar Hauksdótt.ur og frásögn af um- ræðum á fundi þeirra Aksels Larseos. Hermannsons og Framhald á 9. síðu. ■ Út er komið nýtt tölublað af málgagni Æskulýðsfylkingarinnar — NEISTA — sem hef- ur að flytja fjölmargar fróðlegar og skemmti- legar greinar að vanda. Forsíðu ritsins prýðir nótnablað úr verki Atla Heimis Sveinssonar, Fönsun III, sem flutt var fyrsta sinni á listahá- tíðinni 1964. Útlit blaðsins er í alla staði hið ágætasta svo sem endranær. Verður efni þessa tölublaðs NEISTA nú rakið í stórum dráttum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.