Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA M6SVIU1M Þriðjudagur 18. maí 1965 Lærdómar síðustu vetrarvertíðar og gegnumlýsing ástands útgerðarinnar FISKIMÁL - Eftir Jóhann i. E. Kúld Vetrarvertíð á Suður- og Vesturlandi á því herrans ári 1965 er lokið ög menn teknir við að útbúa bátana fyrir sumarsíldveiðar, því að það má segja í dag, að um þessar tvær greinar fiskveiða, þorsk- veiðina annarsvegar og síid- veiðina hinsvegar snúist öll fiskútgerð okkar íslendinga á haffærum skipum. Á vetrarvertíðinni hér við Suðurland og Faxaflóa ráku sjómenn og útgerðarmenn sig á þá óþægilegu staðrejmd, að það er ekki hægt að halda ó- skipulögðum fiskveiðum hér á- fram lengur, nema til stór- tjóns fyrir allar þær veiðiað- ferðir sem nú eru notaðar. Maður hefði reyndar mátt vænta þess fyrr, að augu manna væru opin fyrir svo augljósum sannleika, en því miður þá hefur það ekki orð- ið fyrr en þetta. En betra er seint en aldrei, segir gamglt máltæki. Og þegar nú sjó- menn og útgerðarmenn hafa rekið sig á þessar staðreyndir, þá má máske vænta þess eftir svo sem einn áratug að for- sjármenn þessara mála hafi skilið þessa óþæilegu stað- reynd. Ef ekki á bara að lög- bjóða fiskveiðar með einni tegund veiðarfæra á Vest- mannaeyjamiðum, Selvogs- grunni og við sunnanverðan Faxaflóa á vetrarvertíð, þá er engin leið önmir til, heldur en að skipuleggja miðin í veiðisvæði á milli veiðiaðferða. Á að útiloka einhver veiðarfæri? Sjómenn og útgerðarmenn netabáta kvarta sáran yfir veiðum nótabátanna á þessu áðumefnda svæði og segjast ýmsir hafa orðið fyrir þung- um búsáfjum af völdum nóta- veiðanna. Nótaveiðimenn geta líka sjálfsagt sagt, að neta- veiðin hér á þessu svæði og víðar hafi sízt verið til fyr- irmyndar um langt árabil .Og „ferst þar ekki Flekk að gelta“, eins og einn skipstjóri orðaði það. En allt ber þetta að einni mjög aðkallandi lausn, sem sé þeirri að setja verður regl- ur um veiðina. I fyrsta lagi verður að á- kveða, hvenær netavertíð skuli byrja. 1 öðru lagi, þá hallast ég að þv£, að banna ætti að hafa veiðarfæri í sjó á helgum dög- um innan landhelginnar, enda er það í fullu samræmi við þær reglur sem í gildi eru og hafa verið hjá fiskveiðiþjóð- um sem telja sig til menn- ingarþjóða. 1 þriðja lagi þá er skipt- ing miðanna á milli veiðiað- Gæti gerzt hér Nú um helgina gerðist sá atburður í Víetnam að mikil sprenging varð í bandarískri flugstöð, tortímingarvopnin sundruðust eitt af öðru í bækistöðinni, tugir manna létu lífið, yfir 40 flugvélar eyðilogðust. Bandaríska her- stjómin hefur lýst yfir því af miklu kappi að þama hafi ekki verið um að ræða hem- aðaraðgerðir þjóðfrelsishreyf- ingarinnar, heldur óhapp; það hafi komið í ljós einhver verksmiðjugalli á sprengjun- um með þessum stórfelldu afleiðingum. Vert er að íslendingar gefi þessum skýringum gaum og raunar allar þær þjóðir sem hafa bandarískar herstöðvar í landi sínu. Dauðasprengjur með verksmiðjugalla geta hafnað hjá hemum á Islandi ekki síður en í Víetnam. Oft hefur það komið fyrir að bandarískar sprengjur hafa verið fluttar gegnum Reykja- vík suður á Miðnesheiði. Bandarísku flugvélamar sem sífellt sveima yfir landinu og oft yfir höfúðborginni munu margar hafa sprengjur innan- borðs. Hvaða trygging er fyr- ir því að ekki geti orðið mis- tök hér þannig að dauða oc tortímingu rigni yfir landið frá vemdurunum á svokölluð- um friðartímum ? 20 aurar og einum betur Þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hótaði því í útvarpsumræðunum á dögun- um að svipta launafólk kaup- tryggingu ef það hækkaði laun sína meira en hinum virðulega ráðherra þótti hlýða hefur hann eflaust talið sig vera að sveifla áhrifamiklum refsívendi. Hótanir ráðherrans hafa nú verið reiknaðar út í krónum og aurum, og þær jafngilda hvorki meira né minna en 20 aurum og ein- um betur á klukkustund. Það er sú upphæð sem kauplags- nefnd telur að almenni Dags- brúnarmaðurinn þurfi að hækka um 1. júní næstkom- andi til þess að vega upp þá þá dýrtíðaraukningu sem orð- ið hefur á síðustu þremur mánuðum! Staðreyndin er auðvitað sú að kauptrygging, svo mikil- væg sem hún er, getur aldrei komið í staðinn fyrir reglu- lega endurskoðun á kaup- gjaldi til samræmis við breyttar þjóðfélagsaðstæður og auknar þjóðartekjur. Allra sízt getur kauptrygging nægt sem mælikvarði þegar grund- völlurinn er svo meingallaður að stjómarvöldin telja sér hag að því að leggja á al- mennan söluskatt í því skyni að greiða niður verð á -tíl- teknum vörutegundum og meðan ekkert raunverulegt tillit er tekið til húsnæðis- kostnaðar. Því mun hótun forsætisráðherrans um að svipta launafólk 20 aurum og einum betur litlu hlassi velta í samningaumræðunum í vor. — Auríri. ferða, og kerour þá sjálfsagt til álita hvort leyfa skuli notkun allra veiðarfæra inn- an landhelginnar. En eitt er víst, ef leyfðar verða áfram nótaveiðar á vetrarvertíð hér við Suðvesturlandið hömlu- laust, eins og þær veiðar hafa verið stundaðar að sögn sjálfra sjómannanna, þá virð- ist vera lítil ástæða til að banna á sama tíma veiðar með togvörpu og dragnót. Það er í það minnsta álit sumra sjó- manna að nótin geri meiri skaða heldur en togvarpan. E£ menn eiga að bera nauð- synlega virðingu fyrir land- helginni sem slíkri, þá er það fyrsta krafan, að réttur þar til veiða sé jafn fyrir alla fslendinga. Og ef rétt þykir að banna einhverjar veiðiað- ferðir, þá verður slíkt bann að hvíla á vísindalegum rökum og algjört samræmi að ríkja hvað veiðarfærum viðkemur, en ekki eins og nú er, þar sem vitleysan þeysir á baki for- ráðamannanna og ríður við einteyming. Látum reynsluna skera úr Ef Iandhelginni verður nú skipt niður í afmörkuð veiði- svæði á þeim miðum, þar sem þetta er orðin aðkallandi nauðsyn, þá mundi það koma fljótlega í Ijós hvort einhver af þeim veiðarfærum sem nú eru noluð, eru svó skaðleg, að rétt sé að banna notkun þeirra innan landhelginnar. Einmitt skipting miðanna í veiðisvæði eftir veiðiaðferðum, er einfær um að kveða upp þennan dóm. Það væri vísindaleg reynsla. Það er nú einu sinni$> þannig í reyndinni, að kenn- ing, jafnt á þessu sviði sem öðru, er haldlaus, standist hún ekki dóm reynslunnar, því að eitt eru vísindi, en annað ekki. Gæði fiskaflans Þegar skipta skal miðum á Sumarbúðirnar að Kleppjárns- reykjum 1965 Eins og undanfarin sumur mun Þjóðkirkjan reka sumar- búðir fyrir börn að Kleppjáms- reykjum í Borgarfirði. Sumar- búðirnar hefjast strax eftir hvítasunnuna og verða í fimm flokkum, sem hver stendur í tvær vikur. Fyrst verður .einn flokkur fyrir yngstu börnin. 7—9 ára, bæði drengi og telpur, síð- an tveir flokkar fyrir drengi og tveir flokkar fyrir telpur. Dval- arkostnaður fyrir hvern flokk verður kr. 1300,00 auk ferða. Með sumarbúðastarfi sínu vill .Þjóðkirkjan leitast við að veita bömum tækifæri til þess að dveljast i sveit við holl og góð viðfangsefni. Mikið er um leiki og söng og annað gaman, bæði úti og inni. En höfuðáherzla er lögð á trúarlegt uppeldi barn- anna með helgistundum og kristilegri fræðslu. Allar nánari upplýsingar um sumarbúðastarfið veitir æsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar á Biskupsskriístofu, Klapparstíg 27, sími 12236. Þar verður einn- ig tekið á móti pöntunum um sumardvöl á Kleppjárnsreykj- um. (Frá Biskupsstofu). milli hinna ýmsu veiðiaðferða, þá verður líka að hafa hlið- sjón af, hvaða veiðaðferðir eru færar um að skila aflanum beztum og verðmætustum um borð í veiðiskipin. En það er heldur ekki nóg, þó það sé óneitanlega mikilsvert, að afl- inn komi góður um borð, þar verða að vera fyrir hendi kunnáttumenn sem vita hvað gera þarf, svo að gæðin geti haldizt þar til í land er kom- ið. Og þannig þarf þetta að geta haldið áfram þar til fisk- urinn er kominn í umbúðir eða í verkun sem gæðavara fyrir hina ýmsu markaði — En er þetta þannig? Ég segi nei og aftur nei. í fyrsta lagi þá sitja þær veiðiaðferðir alls ekki fyrir, sem skila beztu hráefni til vinnslu. Þessu er miklu frek- ar öfugt farið hér hjá okkur í dag, og nægir i því efni að benda á algjört fráhvarf frá línuveiðum, svo og stór- minnkandi togaraafla til vinnslu, en einmitt sá fisk- afli kemur næstur línufiskin- um, það er aö segja þegar þær veiðar eru stundaðar af kunn- áttumönnum. 1 öðru lagi er sjómönnum alls ekki kennd meðferð á fiski, hvorki í skólum né á annan hátt. Og það sem meira er, núverandi sjávarútvegs- málaráðherra í viðreisnar- stjóminni stöðvaði þá litlu. leiðbeiningarstarfsemi sem fyr- irrennari hans á ráðherrastóli hafði komið af stað. Og ég get sagt meira, því að skömm á að skella þar sem hún á heima. Þessi sami ráðherra neitaði Farmanna- og fiski- mannasambandi Islands um að haldin væru fræðsluerindi um meðferð á fiski við Sjómanna- skólann, þrátt fyrir að þáver- andi skólastjóri Friðrik heit- inn Ólafsson hafði óskað eft- ir áframhaldi þeirra erinda. En ég sem þessar línur rita hafði flutt þar erindi á með- an ég starfaði aö fiskvinnslu- það skal tekiö fram, að ég tók ekki einni eyri fyrir þau er- indi, og undirbúningur þeirra var uijninn utan venjulegs vinnutíma. Þessi sami ráðherra braut einnig allar venjulegar lýðræðisvenjur sem opinber embættísmaður þegar hann, sniðgekk Farmanna- og Fiski- mannasamband Islands og Al- þýðusamband Islands við út- nefningu á mönnum í Fisk- matsráð, og skaut sér á bak við Sjómannasambandið í þeim efnum sem skipaði minnihluta við þá útnefningu. Á meðan mál, sem þjóna fag- legum tilgangi sjáv^rútvegsins eru meðhöndluð þannig eftir geðþótta eða vegna galla á skapgerð viðkomandi ráðherra, samfara algjöru þelokingarleysi á því málí sem um er að ræða, eins og tilfærð dæmi sanna, þá er varla von að Emil Jónsson við stöndum framarlega á þessum sviðum. leiðbeiningum hjá rikinu. En En því set ég þessi dæmi hér, ef það gæti orðið til þess, að hefja slík fagleg mál í framtíðinni yfir hin flokks- pólitísku sjónarmið og koma þeim þannig fyrir, að tryggt væri, að xnisvitrir ráðherrar gætu ekki spillt þeim. Hvað annað? Auðvitað Perlu ('siöfnö CONSUL CORTiNA bílalelga magnúsai* sklpholtl 21 Símapi 21190 - 2I1S5 -..!£», ^laukur GjuÖmundóóoit HEIMASÍMI 21037

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.