Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 3
Þrxðjudagur 18. mai 1965 H6ÐVILIINN SÍÐA 3 Gífurleg sprenging á flugvellinum í Bien Hoa: 40 bandarískar flugvélar skemmdar eða eyðilagðar SAIGON 17/5 — Á sunnudag varð mikil keðju- sprenging á flugvellinum í Bien Hoa í Suður- Vietnam með þeim afleiðingum, að 27 menn lét- ust og 103 saerðust en meir en 40 bandarískar flug- vélar eru eyðilagðar eða skemmdar. Nefnd sér- fræðinga kom frá Bandaríkjunum í dag til þess að rannsaka þessa sprengingu, en ekki er vitað um orsakir hennar. Á mánudag sprakk einnig 225 kg. sprengja í þessari sömu flugstöð, en ekki varð í það skipti tjón á mönnum né mann- virkjum. Fjórar sprengjur voru til öryggis gerðar óvirkar. Af þeim er særðust í sprenging- unni á sunnudag, eru allmargir svo hætt komnir, að óttazt er um líf þeirra. Stonnahlc. Bandaríkjamenn gerðu á s.l. sunnudag engar sprengjuárásir á Norður-Víetnam og er þetta fimmti dagurinn í röð, sem þeir láta slíkt ógert. Hins vegar gerðu bandarískar flugvélar enn sem fyrr sprengjuárásir á meintar stöðvar Víetkong. Harðir bardagar. Harðir bardagar voru háðir um helgina í Suður-Víetnam og Sambandi slitið KHARTOUM 17/5 — Súdan -sleit um helgina formlega stjórnmálasambandi við Vest- ur-Þýzkaland og hafa þá alls tíu arabaríki stigið það skref. Af arabaríkjunum eru það nú aðeins Túnis, Marokkó og Líbýa, sem halda enn stjórn- málasambandi við stjórnina í Bonn. Fær heimsókn í fangelsið MOSKVU 17/5 — Sovézk y'f- irvöld leyfðu það um helgina að frú Barbara Brooke fengi að heimsækja mann sinn, enska kennarann Gerald Brooke, sem situr í fangelsi í Moskvu sakaður um undir- róðursstarfsemi. Það var 25. apríl sl. sem Brooke var handtekinn, og hefur enn ekki verið nánar skýrt frá því en þetta, hvað honum sé gefið að sök. Rekinn úr landi LA PAZ 17/5 — Juan Lecin, fyrrum varaforseti Bolivíu, hefur nú verið fluttur úr landi og er honum gefin und- irróðursstarfsemi að sök að því er innanríkisráðherrann, Oscar Quiroga, sagði í La Paz á sunnudag. Flugvélasmíði LONDON 17/5 — Enska og franska stjórnin urðu á mánu- dag sammála um samvinnu milli iandanna um smíði her- flugvéla. Undanfarið hafa enskir og franskir ráðamenn setið á fundum í Lundúnum og rætt þessi mál, og er þetta samkomulag árangur þeirra xiðræðna. virðist ýmsum hafa veitt betur. Stjórnarherinn kvaðst hafa fellt 39 Víetkongliða og tekið 13 til fanga á sunnudag suður af Sai- gon, en fellt 25 aðra í þetta skipti vestur af borginni. Hafi í það skiptið bandarísk flug- vél verið skotin niður, en flug- maður sloppið. Á laugardag gerði herlið Víetkong árás á vopnabúr um 80 km norður af Saigon og segist stjórnarherinn við það tækifæri hafa misst 47 menn en tveir bandarískir „ráð- gjafar” hafi fallið. 1 þessari á- rás sprengdu skæruliðar í loft upp 13 vörubíla hlaðna skot- færum, en höfðu einn á brott með sér og var hann hlaðinn handsprengjum. Agizkanir. Fréttaritarar í Saigon velta því nú mjög fýrir sér, hvort þetta árásarhlé merki það að Bandaríkjastjórn hyggist leita samninga. í Washington er hins vegar svo opinberlega skýrt frá, að þetta stafi einfald- lega af því, að bandarísk hern- aðaryfirvöld vilji rannsaka það, hve miklir skaðar hafi orðið á skotmörkum flugvélanna. — Stjómin í Hanoi hefur lýst þessu hléi á árásunum sem nýrri tilraun Bandaríkjamanna til að blekkja almenningsálitið um heim allan og villa á sér heim- ildir. Diplómat flúinn BERLÍN 17/5 — Háttsettur pólskur diplómat, Vladiskav Tykocinsky að nafni, hefur beðizt hælis í Vestur-Berlín sem pólitískur flóttamaður. Hann var hernaðarlegur ráðunautur og hefur nú verið fluttur með flugvél tii Vest- ur-Þýzkalands. — Enn er mál þetta haria óljóst og seg- ir norska fréttastofan NTB að það hafi komið yfirvöld- um í V-Berlín svo og hernað- aryfirvöldum vesturveldanna mjög á óvart er Tykocinsky birtist og baðst hælis. Björn Lundahl Lundahl fyrir rétt á morgun STOKKHÓLMI 17/5 — Nýnaz- ' istaleiðtoginn sænski Björn Lun- dahl, veröur á miðvikudag dreg- inn fyrir rétt í Stokkhólmi og sakaður um að hafa tekið þátt í vopnuðu samsæri með það fyrir augum að reka glæpastarf- semi gegn ríki og einstaklingum. Verði nýnazistaleiðtoginn sekur fundinn, á hann á hættu allt að tíu ára fangelsi. — Auk Lun- dahls eru nú sex menn í haldi vegna þessa máls. Forsætisráðherra fylgist með 17. maí í Osléborg Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra kom síðdegis á laugar- dag til Oslóar í opinbera heim- sókn og eru með honum í för kona hans, frú Sigríður Björns- dóttir, og dóttir þeirra hjóna, Anna. Búa þáu í gestahúsi norsku stjórnarinnar í Parkveien í Osló. Á sunnudagskvöld hélt norska stjórnin íslenzka forsætisráð- herranum veizlu í hinum forna kástala Akershus og hélt Bjarni Benediktsson ræðu við það tækifæri, svo og Einar Gerhard- sen, forsætisráðherra Noregs. Á mánudag fylgdust svo íslenzku gestirnir með hátíðahöldunum í Ósló vegna þjóðhátíðardags Norðmanna, 17. maí og Anna Biarnadóttir, sem er 10 ára að aldri, gekk með i hinni frægu barnaskrúðgöngu. f I ^mingo SAN DOMINGO 17/5 — Að- fararnótt mánudags kom til harðra bardaga í Dómíníkan- lýðveldinu milli uppreisnar- manna annars vegar en herliðs herforingjaklíkunnar hinsvegar. Var beitt bæði hervögnum og sprengjuvörpum og er haft eftir góðum heimildum að 70 manns að minnsta kosti — mest ó- breyttir borgarar — hafi látizt í átökunum. Þá hefur bandaríska stjórnin formlega boðizt til þéss að láta OAS í té herlið sitt í Dómíník- anlýðveldinu. McGeorge Bundy, sérlegur sendimaður Johnsons forseta, kom á sunnudagskvöld til Santo Domingo, en ekkert hefur verið látið uppi um það, hve lengi hann verði í landinu. Gífurlegt mann- tjón í Pakistan DACCA 17/5 — Enn er engar fullnaðartölur að fá um það, hve margir menn hafi látið líf- ið í hvirfilbylnum í Austur-Pak- istan í síðustu viku, en þegar er vitað um 5.492 sem farizt hafa. Það eru talsmenn stjórnar- innar, sem frá þessu skýra en aðrir gizka á, að endanieg tala muni nálgast tíu þúsund. í Barisal-héraðinu, sem var einangrað frá umheiminum dög- um saman eftir ofsaveðrið, hafa 4.692 látið líf sitt og fastlega er búizt við því, að sú tala eigi enn eftir að hækka. Mikill hluti héraðsins er enn undir vatni en mikil flóð urðu þar vegna veð- urofsans. Opinber embættismað- ur í Dacca, sem er helzta borg- in í Austur-Pakistan, skýrir svo frá, að það hafi verið eins og kjarnorkusprengja spryngi yfir Austur-Pakistan. Hann bætti því við, að íbúarnir hefðu sýnt að- dáunarverða ró í þessum nátt- úruhamförum öllum, og fólk sé þegar tekið til við að reisa heimili sín úr rústum. Ayub Khan, forseti, hefur tilkynnt, að ríkisstjórnin muni veita sem svarar níu miljónum íslenzkra króna til þess að bæta úr brýn- ustu neyðinni á stormasvæðun- um. Narðfirðingi fagnað Framhald af 12. síðu. til Norðfjarðar og fyrir rúmu ári hefði verið keypt vél bein- línis ætluð í þetta flug. Það kom fljótt í ljós að hún reyndist of lítil til að anna þessu öllu. Og nú væru Norðfirðingar að fagna nýrri og stærri vél, sem flutt gæti helmingi fleiri farþega og miklu meira af vörum. Vélin er keypt með beinni að- stoð Norðfirðinga, bæjarstjórn gengur í ábyrgð fyrir 70°/n - af andvirði vélarinnar og Síldar- vinnslan h.f. lánar nokkurt fé til kaupanna. Okkur var ljóst, sagði Bjarni, að þessi mál yrðu ekki leyst nema fyrir tilstuðl- an Norðfirðinga sjálfra. Að lokinni móttökuathöfninni á flugvellinum var boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Egilsbúð. Þar flutti Lúðvík Jós- efsson ræðu og ræddi um sam- göngumál Norðfirðinga, sagði m. a. að margt kallaði á auknar samgöngur bæði Norðfirðinga vegna og annarra. Gat hann þess m.a. að rætt hefði verið um jarðgöng á Oddsskarðsvegi. Að lokum þakkaði Lúðvík Flugsýn- armönnum dugnað þeirra og sagði þá hafa unnið þrekvirki og vonaði að þeim farnaðist vel. Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra. Hann kvaðst hafa reynt að gera sér grein fyrir hinum erfiðu sam- göngum sem víða væri við að stríða, m.a ekið um allt Austur- land. Krafa allra væri að ein- angrunin væri rofin, ekki aðeins við næsta byggðarlag heldur einnig við allar höfuðstöðvar landsins. Mikið fé hefði verið lagt í flugvöllinn á Norðfirði og því raunalegt ef hann yrði ekki notaður, en svo hlaut að fara og væri það að þakka samvinnu milli Norðfirðinga og Flugsýnar. Næsta verkefni væri að fullgera flugvöllinn og vonaði hann að það mætti takast hið fyrsta. Að lokum tók til máls Jón Magnússon, stjórnarformaður Flugsýnar. Hann sagði að þetta væri mjög stór dagur fyrir þá Flugsýnarmenn, og hefði þá ekki dreymt um að svo fljótt yrði komin flugvél sem þessi á þessa flugleið. Jón rakti síðan hvernig gengið hefði þessa 13 mánuði sem Flugsýn hefði hald- ið uppi flugi til Norðfjarðar með litlu vélinni. Hún hefðifar- ið 278 ferðir, flutt um 3500 far- þega og nær 100 tonn af vörum og verið í 1200 klst. á lofti. Þetta sýndi bezt þörfina á góð- um flugsamgöngum við Norð- fjörð. • Afgreiðsla Flugsýnar hefur verið í höndum bæjarsjóðs Nes- kaupstaðar og hafa tveir starfs- menn bæjarins unnið við hana, nú verður nokkur fyrirkomu- lagsbreyting á afgreiðslunni og hefur Örn Scheving, sem áður var bæjargjaldkeri, verið ráðinn umboðsmaður Flugsýnar, I Ódýrt - Góð kaup 1 NYKOMIÐ Kvenbuxur ...... Telpnabuxur 2— 8 Telpnabuxur 10—12 Náttföt barna 2— 6 Náttföt barna 8—10 kr. 29,00 kr. 27,00 kr. 29,00 kr. 78,00 kr. 92,00 NYGENstriginn er STAL AÐEINS GENERAL HJOLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA INTERNATIONAL hjólbarðinn hf, LAUGAVEG 17S SÍMI 35260 Nauðungaruppboð verður haldið að Laugavegi 168, hér í borg, eftir kröfu Agnars Gústafssonar hrl., o.fl. miðvikudag- inn 19. maí n.k. kl. 2 e.h.. Seld verður stillitækjasamstæða (O.M.Z.), renni- bekkur (Walker Turner), borvél, logsuðutæki, pen- ingakassi, sjónvarpstæki o-fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skrífstofuhúsnæði 200—250 ferm. skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst. Áríðandi að góð bifreiðastæði séu fyrir hendi. Hagtrygging h.f. Bolholti 4. — Símar 38580 og 38581. Aug/ýsingusimi ÞfóðvUjans er 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.