Þjóðviljinn - 18.05.1965, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Qupperneq 5
Þriðjudagur 18. maí 1965 MÖÐVILJINN SlÐA g BÚIZT VIÐ 30 ÞÚSUND MANNS Á LANDSMÓTIÐ AÐ LAUGARVATNI Q Landsmót UMFÍ að Laugarvatni í sumar verður að líkindum fjölmennasta íþróttamót, sem haldið hefur verið hér á landi. Héraðssarr\bandið Skarphéðinn sér um framkvæmd mótsins og er nú unnið af kappi að undirbúningi þess. Fram- kvæmdastjóri mótsins er Hafsteinn Þorvaldsson á Selfossi. Reykjavíkurmótið: Valur komst seint í gang en vann 5:0 ■ Val tókst ekki að sýna neina yfirburði yfir Víking fyrr en í seinni háfleik en sótti þá í sig veðrið og sigr- aði með 5 mörkum gegn engu. Næstsíðasti leikur Reykja- vikurmótsins fór fram á Melavellinum í fyrrakvöld. Valur sem sýnt hefur bezta leiki í mótinu lék gegn neðsta liðinu Víkingi. Hefði því mátt búast við nokkrum yfirburð- um Vals, en allan fyrri hálf- leik mátti ekki milli sjá hvort liðið væri sterkara, leikurinn var mjög jafn og átti Vík- ingur ekki síður tækifæri til að skora, nokkrum sinnum Knattspyrnumót Hafnarfjarðar Knattspyrnumót Hafnar- fjarðar hófst um síðustu helgi; leiknir voru 4 leikir af 5 í vormótinu en keppt verður í 2. aldurflokki nk*. miðvikudag. Úrslit í leikjunum um helg- ina urðu þessi: Mfl. FH—Haukar 6:0 3. fl. FH—Haukar 1:4 4. fl. FH—Haukar 3:1 5. fl. FH—Haukar 9:0. Það félagið sem fleiri stig fær samanlagt í vor- og haust- mótinu hlýtur titilinn „bezta knattspyrnufélag Hafnarfjarð- ar“. FH hefur nú fengið 6 stig en Haukar 2. bjargaði markvörður Vals vel á síðustu stundu. Þó fór það svo að það var Valur sem skoraði rétt fyrir hlé. 1 síðari hálfleik skipti al- veg um með Valsliðið og lék það af miklu meiri, krafti og ákveðni en fyrir hlé, og þá létu mörkin ekki á sér standa og skoruðu Valsmenn fjögur mörk í hálfleiknum. Það sem gerðist var ekki, að Víking- ar gæfust upp, þeir reyndu alltaf að leika saman og náðu nokkrum ágætum upphlaup- um en komust þó ekki í hættuleg markfæri. En getan var ekki til að standast Vals- mönnum snúing þegar þeir náðu sér á strik. Hermann sýndi einna beztan leik þeirra Valsmanna, Reyni hættir til að einleika of mikið. Dómari í leiknum var Sveinn Kristjánsson. Valur er nú efsta liðið í mótinu, hefur hlotið 7 stig, en KR kemur næst. með 5 stig og á einn leik eftir, átti að leika gegn Fram í gærkvöld. Vinni KR þann leik, verður að fara fram úrslitaleikur milli Vals og KR QmSoii S A L X CEREBOS í HANrmzirciTi rt.ÁTI DOSUNUIM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Messrs Kristjár Ó Skagfjörð Limited Post Bo* tll REVKJAVÍK lceland Framkvæmdum við íþrótta- mannvirki íþróttakennaraskóla islands að Laugarvatni miðar vel áfram og er ætlunin að þau verði formlega vígð á landsmótinu í sumar. Árni Guðmundsson skólastjóri 1- þróttakennaraskólans hefur haft umsjón og eftirlit með þess- um framkvæmdum sem staðið hafa yfir um árabil. Mann- virki þessi verða hin glæsi- Framhald á 9. síðu Hafsteinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri 12. landsmóts U. M. F. I. 12. landsmót UMFÍ fer fram að Laugarvatni dagana 3. og 4. júlí n.k. Héraðssambandið Skarphéðinn sér um fram- kvæmd mótsins o" ber á því fjárhagsábyrgð. Undirbúningur er nú í fullum gangi og er að mörgu að hyggja, því að búast má við miklu fjölmenni á mótið. Seinasta landsmót UMFl, sem haldið var að Laugum fyrir fjórum árum sóttu um 9000 manns, en þátt- takendur í íþróttakeppni og sýningum voru 5—600 talsins. Forráðamenn landsmótsins að Laugarvatni í sumar segja að búast megi við allt að 30 þús. manns sæki mótið og þar af verði þátttakendur í keppni og sýningum um 1000. Verður þetta þá fjölmennasta íþrótta- mót sem haldið hefur verið hér á landi. . Litla bikarkeppnin: Akranes vann Kópa* vog 5:1 Næstsíðasti leikur fyrri um- ferðar í itlu bikarkeppninni fór fram á malarvellinum á Akranesi sl. sunnudag. Breiða- blik í Kópavogi keppti við heimamenn, og má segja, að blásið hafi byrlega fyrir Kópavogsmönnum í byrjun. Þeir skora strax á fyrstu mín- útu leiksins, og skömmu síðar er dæmd vítaspyrna á Akurnesinga, en Jóni Inga tókst að verja. Eftir það fóru yfirburðir Akurnesinga að segja til sín og í hléi stóð 3:1 fyrir Akurnesinga, og lauk leiknum með sigri þeirra 5:1. Ríkharður lék nú með Akur- nesingum, hann var í stöðu miðherja en lék aftur og mataði hina framherjana með góðum sendingum. Einn leik- manna úr Kópavogi slasaðist í leiknum, svo flytja varð hann í sjúkrahúks, en hann reyndist ekki alvarlega meidd- ur. í liði. Breiðabliks eru nokkr- ir nýir menn, þar á meðal nokkrir sem áður léku með yngri flokkum KR. Þjálfari er Pétur Bjarnason. Islands hefur nú starfað í einn óratug Frá Kastklúbbi Islands Kastklúbbur Islands er hinn íslenzki aðili að Alþjóðakast- sambandinu International Cast- ing Federation. (ICF), sem er heimssamband félaga sem hafa allskonar stangaköst á stefnu- skrá sinni, bæði flugu og mis- munandi. þungra lóða, sam- kvæmt alþjóðareglum þar um. Áður var kastíþróttin stund- uð í sambandi við stangaveiði- félög, en síðan alþjóðakast- sambandið var stofnað 1957, er bað algjörlega aðskilið. Jón Þ. Ólafsson í keppni. íslandsmet í hóstökki: enda stangaveiði ekki álitin íþrótt sem slík heldur aðeins köstin. Samkvæmt alþjóðaregl- um um íþróttir er ekkert við- urkennt, sem felur í sér að drepa, hvorki fiska né fugla. (Skotfélög eru t.d. ekki veiðifé- lög). Engin lands-met eru því viðurkennd. hvorki hér né í öðrum löndum, nema viðkom- andi lands kastklúbbur, eða samband, haldi kastmót, sem viðurkennd eru af ICF. Kastklúbbur Islands er 10 ára á þessu ári, og hefur hald- ið uppi kennlu og haldið mót öll árin, aukamót á vorin og oftar þegar tækifæri gefast, Islandsmót á haustin. Þá hefur klúbburinn undanfarin 7 ár sent menn á heimsmeist- aramót sem haldin erú árlega af ICF, þar sem allir fræg- ustu kastarar heimsins keppa, og munu Islendingar ekki í öðrum íþróttum hafa staðið sig betur. að beim öllum ólöstuð- um. Næsta heimsmeistaramót verður í Belgíu í haust. Fyrir nokkru var haldinn að- alfundur klúbbsins, með kvik- myndasýningu og afhendingu verðlauna fjmir síðasta ár. ís- landsmeistari f köstum varð Albert Erlingsson, þriðja árið í röð. annar varð Bjarni og þriðji Sverrir Karlsson. Elíasson. Stjórn Klastklúbbs Islands skipa nú: Sigurbjörn Sigtryggs- son, bankastj., Karl Bender, verzlunarstj., Sverrir Elíasson, Bjarni Karlsson, málaram. og Albert Erlingsson, kaupmaður. . Ólafsson stekkur 2,10 m Á innanfélagsmóti ÍR sl. laugardag setti Jón Þ. Ólafs- son nýtt Islandsmet í hástökki 2,10 m og bætti eldra met sitt um 4 cm. Það eru orðin meiri tíðindi en áður var, þegar frjálsar íþróttir voru ypp á sitt bezta hér, að nýtt Islandsmet sjái dagsins ljós og enn óvanalegra að það gerist svo snemma sumars. Þetta afrek Jóns kom því flestum nokk-uð á óvart, en aðstæður voru hinar beztu, er keppnin fór fram, stillt veður og hlýtt. Sýnilegt var strax, að Jón var mjög létt- ur og hann flaug yfir hverja hæð í fyrstu atrennu, svo að þeir sem á horfðu voru mjög^ vongóðir þegar hækkað var í 2,07. Jón brást heldur ekki, og Islandsmetið var bætt um 1 cm, enn var hækkað í 2,10 og Jón fór einnig yfir í fyrstu atrennu. Jón reyndi síðan 3,13 en felldi í fyrstu tilraun og reyndi ekki aftur. Þetta nýja Islandsmet gefur 942 stig samkvæmt nýju stiga- töflunni, sem tók gildi í fyrra- sumar, 2,10 í hástökki jafn- gildir 10,5 sek. í 100 m hlaupi 47.2 í 400 m, 3,46,1 í 1500 m, 14.2 í 110 m grindahlaupi, 7,60 m í langstökki, 4,54 m í stang- arstökki, 17,68 f kúluvarpi, 54,03 í kringlukasti og 75,60 í spjótkasti. Jón Þ. Ólafsson átti sjálfur eldra metið 2,06 m, sem hann setti á móti í Álasundi fyrir nær tveimur árum, og í fyrra- sumar jafnaði hann metið á móti í Svíþjóð. Svíinn Petter- son á Norðurlandametið í há- stökki 2,16 metra. PREfVIT VER^ Sími 19443. <«>- FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsférðir REYNIÐ YIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LA\ N □ S V N t SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16, II. HÆÐ. SÍMI 22890 — P.O. BOX 465 - REYKJAVÍK - UMBOÐ LOFTLEIÐA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.