Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. maí 1965 ----------- Ræða Björns Jónssonar ÞJÓÐVIL7INN Landsmót UMFÍ Framhald al 6. síðu. bótar-kerfi fyrir útflutnings- framleiðsluna. Atvinnuleysið á Norðurlandi Mitt í hinu almenna góðæri hefur orðið mikill aflabrestur bæði í síld- og þorskveiðum fyrir öllu Norðurlandi og þó al- veg sérstaklega á sl. ári. Afleið- ing þessa hefur orðið sú, að sjávarþorpin í þessum lands- fjórðungi, allt frá Ströndum að Langanesi hafa nú i meira en hálft ár búið við atvinnu- lega ördeyðu — atvinnuleysi — sem ekki á sinn líka síðustu áratugina. Hundruð manna hafa orðið að flýja „suður“ í atvinnuleit, aðrir hafa orðið að búa við skarðan hlut og af- komu, sem ekki á sér hliðstæðu nú orðið Á þetta ástand og þar með fólksflótta úr sjávarbyggðun- um á Norðurlandi hefur ríkis- stjórnin horft sljóum augum og án þess að hreyfa hönd til óhjákvæmilegrar aðstoðar. Hún virðist eiga að bíða þar til hinir rýru skattpeningar alúmínhringsins fara að drjúpa í pottinn eftir 4—5 ár. Þannig er hið atvinnulega jafnvægi stjómarinnar í framkvæmd. Forsætisráðherrann sagði reyndar í gærkvöld, að um það mætti deila, hvort nægilega skjótt hefði verið brugðið við SkólavoríSustícf 36 S.ími 23970. INNHEIMTA CÖCFfíÆQ/3TðfíF Klapparstíg Zb Fleygið ekki bókum. KAUPUM . íslenzker bækur,enskar denskár ög norskar vasaútgéfUbœkur og íslo ekemmtirit. Fornbókaverzlun Kr. Kristjénssonar Hverfisg.26 Slnii 14179 Vinnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknún- ar steypuhrærivélar Enn- fremur rafknúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum. LEIGAN S.F. Sími: 23480. vanda Norðlendinga af ríkisstjórninni. Er samvizkan eitthvað mórauð eða hvað.? Ekki væri það ótrúlegt, því aðstoðin er engin og hefur engin verið. Hún hefur hvorki komið of snemma né of seint; hún er enn ókomin. Röng stjómarstefna er rótin Hvert sem litið er í efna- hags- og atvinnumálum þjóð- arinnar blasa við erfiðleikar og vandamál, sem flest má rekja til rangrar stjórnarstefnu, sem fylgt hefur verið, stefnu, sem haft hefur að raunveru- legu markmiði að koma á ranglátri tekjuskiptingu og eignaskiptingu í þjóðfélaginu en áður var, í stað þess að miða að áuknum jöfnuði og bættum lífskjörum hinna möfgu, sem leggja harðar áð sér en flestir ef ekki allir stéttarbræður þeirra. Það er þessi stefna, sem er að verki í skattamálunum, þegar dráps- klyfjar eru lagðar á þá, sem aðeins hafa til hnífs og skeið- ar, en auðfélög eru gerð skatt- frjáls. Það er þessi stefna, sem að baki liggur þegar bannfært er að þjóðarhagsmunir ráði fjárfestingu, sem nemur 140 þús. á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu, með óvit- urlegri stjórn á öllum þáttum hennar og gróðasjónarmiðin ein eru sett i öndvegi í stað vitsmunanna. Það er þessi stefna, sem ræður ferðinni, þegar verzlunarvaldinu í höf- uðborginni er fenginn til frjálsrar ráðstöfunar megin- hluti gjaldeyristekna, í stað þess að haft sé taumhald á og stærstu þættir innflutnings fengnir í hendur ríkinu. Það er þessi stefna, sem birzt hef- ur í krepptum hnefa ríkis- valdsins, sem hvað eftir ann- að hefur verið reiddur að grundvallarréttindum verka- lýðshreyfingarinnar og enn var á lofti hér í gærkvöld þegar Bjarni Benediktsson hótaði að svipta launamenn rétti sínum til verðlagsbóta á kaup, ef kröfúr þeirra færu fram úr því, sem hann teldi hæfa. Það er þessi stefna, sem eygir það nú sem helzta hjálpræði sitt að leiða fjár- magn eriendra auðhringa t.il öndvegis í fslenzku atvinnu- iífi; ekki affeins með því að semja við Swiss Aluminium og vcita honum einstæð sér- réttindi umfram íslenzka at- vinnurekcndur — heldur einnig í okkar höfuðat- vinnugreinum, sjávarútvegi og fiskiffnaði, en þetta hjálpræði hefur verið boðað bæði af efnahagsráffunaut- um ríltisstjórnarinnar og af aðalmálgagni hennar og hefur verið nefnt því fína nafni: „erlent áhættufjár- magn í íslenzku atvinnu- Iífi“. Það er þessi stefna og margvíslegar afleiðingar henn- ar, sem eru höfuðvandamál islenzks þjóðfélags og íslenzkra stjórnmála í dag. Hún er það vandamál, sem verkalýðshreyf- ingin á í höggi við í baráttu sinni fyrir bættum kjörum, mannsæmandi vinnutíma og félagslegum umbótum — vegna bess að meðan henni er fram fylgt verður ekki um að ræða neina viðunanlega lausn i þesssum höfuðmálum íslenzkra vinnustétta. „Hið frjálsa hag- kerfi“, sem „viðreisnar“stjórn- in hefur verið að hrófla upp hefur nú á fimm ára reynslu- tíma sannað það svo sem verða má fullkomið getuleysi sitt til þess að veita vinnandi mönnum réttmæta hlutdeild í þeim lífsgæðum, sem þeir skapa með erfiði sínu. Ósættanlegar and- stæður Efnahagskerfið eins og það er orðið og hagsmunir al- mennings í landinu eru orðn- ar ósættanlegar andstæður, sem hafa verið og eru nú í ríkara mæli en áður kveikj- an að því stéttarstríði og inn- byrðisbaráttu í okkar litla þjóðfélagi, sem alltaf meðan þær eru fyrir hendi vofa eins og sverð yfir því gróandi at- hafnalífi og friðsamlegri upp- byggingu og umbótum, sem þjóðin þarfnast og þráir öðru fremur. Verkalýðshreyfingin hefur ekki óskað eftir þessu stríði og hún mun heldur ekki óska eftir því í framtíðinni, en hún hvorki getur fórnað, má fórna, né vill fórna hags- munum og velferð umbjóð- enda sinna fyrir þá arðskipt- ingu í þjóðfélaginu, sem nú er staðreynd orðin eftir fimm ára viðreisnarstjórn. Þess vegna er hún reiðubúin til að verjast, ef nauðsyn krefur. Fimm ára reynslutíma hins frjálsa hagkerfis stjórnar- flokkanna er lokið og við stöndum nú á tímamótum þar sem úr því fæst skorið hvort stjórnarflokkarnir hafa til þess manndóm og þrek að viður- kenna i verki nauðsyn og ó- hjákvæmileik þess að ger- breyta um stefnu, laka upp nýja stefnu og gera þær marg- víslegu ráðstafanir í efnahags- málum, sem gera þarf til að tryggja launastéttum endur- heimt þess sem ranglega hefur verið af þeim tekið og siðan stöðugar kjarabætur og félags- legar umbætur í framtíðinni í samræmi við raunverulega getu þjóðfélagsins, eða hvort þeir enn lemja höfði við stein og efna til þess upplausnará- stands, sem innsiglar endan- lega stjórnmálagjaldþrot þeirra, Velji þeir fyrri kostinn þá er vel, velji þeir síðari kost- inn er það þings og þjóðar að tryggja nýja forystu, sem hefur vilja og getu til þess að ráða fram úr vandamál- unum og er fær um að tryggja frið við vinnustéttimar á grundvelli nýrrar stjómar- stefnu í samræmi við þarfir og kröfur alþjóðar. Framhald af 5. síðu. legustu og vönduð að öllum frágangi, og verður þá góð að- staða til keppni í öllum í- þróttagreinum nema sundi, þvi að enn hefur ekki verið byggð þar ný sundlaug en hin gamla er í hinni mestu niðurníðslu. Þetta vandamál hyggjast for- ráðamenn mótsins leysa með nýstárlegu móti, er ætlunin að grafa hæfilega stóra gryfju í jörðina og þekja með plast- belg, svo að úr verði 50 m sundlaug. Enn er þetta þó ekki endanlega afráðið, en þetta mun hafa verið gert erlendis og gefizt vel. Mótstjóri á þessu 12. lands- móti UMFl verður Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi ríkis- ins. Umsjónarmaður starfs- íþróttakeppni verður Stefán Ólafur Jónsson. Dagskrá mótsins er nú að mestu ráðin, og er fram- kvæmdanefnd mótsins þessa dagana að ganga frá að senda hana til héraðssambandanna ásamt ýmsum öðrum upplýs- ingum um fyrirkomulag móts- ins. Dagskráin verður síðar birt í heild hér á íþróttasíðu Þjóðviljans. Frainkvæmdastjóri lands- mótsnefndar hefur verið ráð- inn Hafsteinn Þorvaldsson rit- ÍSTORG AUGLÝSIR! Einkaumboð fyrir ísland; Býdrottningarfæða, Royal Jelly, „GOLDEN LILY“. Ginsengsafi. Panax Ginseng Extractum, „PINE“ Heildsala, smásala. ÍSTORG h.f. Hallveigarstíg 10. Pósthólf 444, Reykjavík. Sími: 2 29 61. Auglýsið í Þjóðviljanum ari HSK. Hann hefur skrifstofu að Engjavegi 28 á Selfossi, sími 274, og er fastur viðtals- tími á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 9—12. Þar vcrffa veittar allar upplýsingar varð- andi undirbúning mótsins og framkvæmd þess. Einnig mun Ármann Pétursson fulltrúi UMFl í landsmótsnefnd gcfa upplýsingar varðandi lands- mótið. Sími hans er 50772. Eins og áður segir má bú- ast við að mikill mannfjöldi muni sækja landsmótið, og mun landsmótsnefnd leggja mikla áherzlu á að halda þar uppi lögum og reglu. Vegna mikill- ar umferðar meðan mótið stendur er gert ráð fyrir að tekinn verði upp einstefnu- akstur þegar umferð er mest. Þá munu forráðamenn Skarp- héðins leggja á það ríka á- herzlu, að áfengi sjáist ekki á mótsstað og allir ölvaðir menn verða tafarlaust fjar- lægðir. Landsmótsnefnd vænt- ir þess, að mótið beri fyrst og fremst svip þeirrar íþrótta- æsku, er mótið sækir, og hins glæsilega umhverfis þar sem mótið er haldið. TBCTYL Örugg ryffvörn á bíla. Sími 19945. KRYDDRASPIÐ FÆST f NÆSTU BÚÐ Einbýlishús - Tvíbýlishús Við höfum tll sölu tveggja hæða steinhús á Seltjamar- nesi. Stærð: 80 ferm, Á neðri hæðinni em 2—3 herb., stórt eldhús, bað, kynding og þvottahús. Á efri hæðinni (portbyggt) em 5 herbergi og bað. Leiðslum er þannig hagað að hægt er aff gera eitt þessara herbergja að eld- húsi. Stór eignarlóð. Útborgun a-m.k. kr. 600 þús. FASTEIGNASALAN Hús S Eignir BANKASTRÆTI 6 — Símar: 16637 og 18828 Heimasimar: 40863 og 22790. VAKTA- VINNA Starfsstúlkur óskast strax. — Vaktavinna. Upplýsingar í dag milli kl. l .og 3 e.h. MtJLAKAFFI, Hallarmúla. Starfsstú/kur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Flókadeildar, Flóka- götu 31. Upplýsingar gefur matráðskonan á staðn- um milli kl. 13 og 17 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. SlÐA 9 MEO ÁVÖLUM ÁVALUR “BANl" BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRI STÖÐU9LEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING VeitiS yður meiri þacgindi og öryggi í akstri noti# GOODYEAR G8, sem býðuryöurfleiri kostí fyrir sama verö. ------“V'— P. STEFÁNSSON H.F. Laugavcgi 170—172 í Símar 13450 og 21240 Dragið ekki að st'Ha hílinn ■ H JÓL ASTILLIN GAR ■ MÓTORSTILLINGAR. Skiptum um kerti og platínur o.fl. Bilaskoðun Skúlagötu 32, simi 13-100. Sængur Endurnýjum gömlu sængina. Eignm dún- og fiðurheld ver. NtJA FIÐUR- HREINSUNIN Hverfisgötu 57 A. Sími 16738.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.