Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.05.1965, Blaðsíða 12
,,Blikfaxi“ á Akureyrarflugrvelli 1 sólskinmu a sunnudagrinn. Blikfaxi hóf áætlunarflug innanlands á sunnudaginn Þriðjudagur 18. mai 1965 — 30. árgangur — 110. tölublað. MikiII hlutí spari- skírteinanna seldur Varð urnfír dráttarvél og beið bana S. 1. föstudag beið Jóhann Jónsson bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd bana er dráttar- vél sem hann ók hvolfdi niður í vegarskurð. Jóhann heitinn var að koma frá Gili í Svartárdal ásamt bóndanum þar og voru þeir á leið að beitarhúsunum frá Gili. Er þeir áttu skammt eftir þang- að gekk bóndinn frá Gili til þess að huga að fé en Jóhann hélt áfram á dráttarvélinni heim að beitarhúsunum en rétt eftir að þeir skildu valt vélin út af veginum niður í djúpan skurð og varð Jóhann undir henni og beið þegar bana. Jó- hann lætur eftir sig konu og fjögur uppkomin böm. Gróðursetningar- ferð FÍ í Heiðmörk Fyrsta gróðursetningarferð Ferðafélags íslands í Heiðmörk á þessu vori verður farin í kvöld og hin næsta á fimmtu- dagskvöld. Bæði kvöldin verður farið frá Austurvelli kl. 8. Far- arstjóri er Jóhannes Kolbeins- son. Fjölmennið. Sala verfftryggðra spariskir- teina ríkissjóðs hófst 13. þ. m. Hefur hún gengiff mjög vel og verið engu síðri en í nóvember og desember s.I., þegar verð- tryggð spariskírteini ríkissjóffs, voru seld í fyrsta sinn. Mikill hluti skírteinanna er þegar seldur og er viðbúið að þau seljist upp fijótlega, Spariskírteinin eru í tveimur stærðum 1.000 og 10.000 krónum. Þau eru gefin út til handhafa, en fást nafnskráð, ef þess er óskað. Þau em lengst til 12 ára, en frá 10 september 1968 er eiganda í sjálfsvald sett, hve- nær hann fær skírteinin inn- leyst. Meðaltalsvextir fyrir all- an lánstímann em 6% á ári, og höfuðstóll tvöfaldazt á 12 ámm með vöxtum, en auk þess greið- ast verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlutfalli við hækkun byggingarvísitölu frá útgáfudegi skírteinis til gjald- daga þess. Skírteinin em skatt- frjáls á sama hátt og sparifé. Verður að telja skírteinin mjög hagstætt spariform fyrir allan almenning. Bæði vegna verðtryggingarinnar, svo og að þau em innleysanleg eftir þrjú ár, en það var nýjung með til- komu spariskírteina ríkissjóðs síðast liðið ár. Spariskírteinin verða til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibú- um, stærri sparisjóðum og hjá nokkram verðbréfasölum í R- vík. Vakin er athygli á því, að spariskírteinin era einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Ing- ólfshvoli, Hafnarstræti 14. Á það skal bent, að flestir bankar og sparisjóðir taka að sér geymslu verðbréfa fyrir vægt gjald. (Frá Seðlabankanum). ■ „Blikfaxi", hin nýja Fokker-flugvél Flugfélags íslands, hefur nú hafið áætlunarflug. Fór hún í fyrstu áætlunar- ferðina til Akureyrar á sunnudagsmorguninn og til Vest- mannaeyja hélt hún síðdegis þann sama dag. Margt manna var á Akureyr- arflugvelli, er „Blikfaxi“ lenti þar klukkan rúmlega 10 að morgni sunnudagsins, eftir 50 mínútna flug frá Reykjavík. Nokkrir boðsgestir voru í þess- ari fyrstu ferð, m.a. Magnús Jónsson fjármálaráðherra og stjórnarmenn Flugfélags íslands. Þegar farþegar höfðu stigið út úr „Blikfaxa“ fyrir norðan sté Magnús E. Guðjónsson bæjar- stjóri í ræðustól og bauð flug- vél, áhöfn og gesti velkomna til höfuðstaðar Norðurlands. Örn O. Johnson. forstjóri Flugfélags íslands, þakkaði með nokkrum orðum hlýjar móttökur á Akur- eyri og ítrekaði enn þau um- mæli, sem hann viðhafði er nýja flugvélin kom til landsins á föstudaginn, að nauðsynlegt væri að hluthafar stæðu vörð um fé- lagið nú, er sótt væri að því af aðilum sem næg fjárráð hefðu og ósparir væru á gylliboðin. Ef menn vilja eða þurfa af fjárhagsástæðum að losa sig við hlutabréf í Flugfélaginu, sagði forstjórinn, eiga þeir að IT ferðir í sumar á veguum Fél. ísl. ferðaskrifstofa Félag íslenzkra ferffaskrif- stofa býffur í sumar upp á mjög ódýrar einstaklingsferffir til annarra landa. Ferðir þessar eru 15 talsins og er þeim öllum lýst í litprentuffum bæklingi sem fé- lagiff hefur gefiff út og hægt er aff kaupa hjá Iata ferffaskrif- stofum hér. Ferðaskrifstofur þessar eru Ferðaskrifst. Akureyri, Ferða- skrifstofa ríkisins. Ferðaskrif- stofa Zoega h.f., Ferðaskrifstof- an Lönd og Leiðir, Ferðaskrif- stofan Saga, Ferðaskrifstofan Sunna og Útsýn. Þær ferðir er ferðaskrifstof- urnar bjóða eru svokallaðar IT ferðir, en það eru skipulagðar skemmtiferðir með áætlunar- flugvélum á lækkuðum fargjöld- um. Kóstnaður ferðarinnar er allur greiddur fyrir ferðina. I verðinu eru innifaldar flugferðir, gisting, skemmtiferðir og önnur þjónusta. Skemmtiferðir þessar ná til flestra landa Vestur-Evrópu. Sem dæmi um verð einnar slíkrar ferðar má nefna 7 daga ferð til Skotlands, þar sem inni- falið eru flugferðir, gisting og morgunverður, — kostar hún kr. 6.550. Þessi nýja ferðatilhögun er framkvæmd í samvinnu við flugfélögin, en ferðirnar er að- eins hægt að kaupa hjá ferða- skrifstofunum. Forráðamenn ferðaskrifstofanna gera sér von- ir um að þessar ferðir með inni- földum tilkostnaði nái miklum vinsældum, þegar fólk fer að kynnast því, hvað hér er um að ræða og hve mikinn sparnað og hagræði þessi tilhögun hefur í för með sér. m erki gefin út 33. júní n,k. verða gefin út þrjú ný frímerki með myndum af Surtsey og Surtseyjargosinu og er verðgildi merkjanna kr. 1,50, kr. 2.00 og kr. 3,50. Sjást merkin á myndinni hér fyrir ofan. Pant- anir á merkjum tii afgreiðslu á útgáfudegi þurfa að hafa borizt Frimerkjasölunni í Reykjavík fyrir 2. júní n.k. leita fyrst til félagsins eða stjórnar þess. Gat hann þess í þessu sambandi, að vemlegur á- hugi væri meðal starfsfólks fé- lagsins að eignast hluti í því og ekkert væri eðlilegra en það hefði forgangsrétt þegar eig- endaskipti yrðu að hlutabréfun- um. Blikfaxa mjög vel fagnað á ísofirði í gœr ísafirffi, 17/5. — Hin nýja flugvél Flugfélags íslands, Blik- faxi, lenti á flugvellinum hér kl. 9 mínútur yfir 12 í dag. Var flugvélin full af farþegum, m.a. voru með henni flestir þing- menn Vestfjarðakjördæmis og stjórn Flugfélagsins. Margt manna hafði safnazt saman til að fagna komu vélarinnar, bæði héðan frá ísafirði og einnig frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Bolungarvík. Bjarni Guðbjörnsson forseti bæjarstjórnar ísafjarðar bauð flugvélina velkomna með ræðu og fagnaði þeirri samgöngubót sem að komu hennar væri en framkvæmdastjóri Flugfélagsins Örn Johnson þakkaði. Þá var bæjarfulltrúum, blaðamönnum og fulltrúum þeirra staða sem áður voru nefndir boðið í hálf- tíma flugferð með vélinni og var flogið norður yfir Húnaflóa. Leizt mönnum mjög vel á flug- vélina. Blikfaxi hélt héðan aft- ur um kl. 3 síðdegis. — H. Ó. Ferð „út í bláinn,, Hinar vinsælu ferðir „út í blá- inn“ hefjast aftur í þessari viku. Sú fyrsta verður farin á morg- un, miðvikudag og er lagt af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 8. Öllum er heimil þátttaka. Fjöl- mennið. ÆFR — ÆFH. Valur og KR stigabæst Síðasti leikur Reykjavíkur- mótsins fór fram á Melavellinum í gær milli Fram og KR. Lauk þeirri viðureign 1:0 fyrir KR og var markið skorað úr vítaspyrnu. Valur og KR eru stigahæst og jöfn að mótinu loknu og verða að leika til úrslita síðar. Nánar frá leiknum á morgun. Togarinn Þorkei' Máni seidi afla sinn í Grimsby í gær, 200 lestir fyrir 12.263 sterlingspund. Tveir vörubílar í mjög hörðum órekstri Um kl. 10,45 í gærmorgun varð mjög harður árekstur milli tveggja vömbifreiða á mótum Miklu- brautar og Grensásvegar og urðu miklar skemmdir á báöum bílunum. Á myndinni sést hvernig þeir voru útleiknir eftir áreksturinn. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). „Norðfirðingin fagnað í Neskaupstað: Farsæl samvinna bæjar- stjórnar og Flugsýnar ■ Norðfirðingi, hinni nýju flugvél Flugsýnar h.f., var vel fagnað á Norðfirði í gær er vélin kom þangað í fyrsta skipti. Bæjarstjórinn á Neskaupstað, Bjami Þórðarson, flutti ræðu á flugvellinum og bauð vélina velkomna. Hann fagnaði þeirri samvinnu sem tekizt hefur milli bæjarstjórn- ar Neskaupstaðar og Flugsýnar um bættar samgöngur, sem væri brýnasta hagsmunamál bæjarbúa allra. Stjórn Flugsýnar h.f. bauð fréttamönnum að fljúga með í fyrstu ferð Norðfirðings, hinnar nýju flugvélar félagsins til Norð- fjarðar. Með í förinni var Ing- ólfur Jónsson, flugmálaráðherra, Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi ráðherra og stjórnarmenn Flug- sýnar. Flogið var í hinu bezta veðri og komið til Norðfjarðar um kl. 3. Mannfjöldi hafði safnazt sam- an á flugvellinum til að fagna vélinni. Bjarni Þórffarson, bæj- arstjóri í Neskaupstað, flutti ræðu á flugvellinum og bauð vélina velkomna. Bjarni minnti á að Norðfirðingar hefðu átt við mikla erfiðleika að stríða í sam- göngumálum, eins og aðrar af- skekktar og einangraðar byggð- ir. Með gerð flugvallarins, sem lokið var fyrir 3 árum, hefðu þeir getað orðið aðnjótandi flúg- samgangna til jafns við önnur byggðarlög sem bezt eru sett í þessum efnum. En Flugfélag ís- lands hætti við að halda uppi á- ætlunarferðum og ékki var ann- að sýnt en flugvöllurinn mundi standa ónotaður. En forráða- menn bæjarins vildu ekki una þessu og samvinna tókst við Flugsýn um að taka upp ferðir Framhald á 3. síðu. Tvö ný frí- merki í gœr Póst- og símamálastjórnin gaf í gær út tvö ný frímerki í tilefni 100 ára afmælis alþjóða- fjarskiptastofnunarinnar á þessu ári. Sama myndin er á báðum frímerkjunum, en verðgildi þeirra er kr. 4,50 (grænt að lit) og kr. 7,50 (blátt). Frímerkin eru prentuð í Sviss.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.